Morgunblaðið - 23.11.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.11.2007, Qupperneq 20
Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Fjölgreinanám hófst við Nesskóla í Neskaupstað í haust, en það er nám sem er sniðið að þörfum barna sem ekki finna sig í hefðbundnu skólanámi. Fyrirmynd- in er sótt til Lækjarskóla í Hafnar- firði og þykir hafa gefist vel. Að sögn Maríasar B. Kristjánssonar skóla- stjóra Nesskóla er ekki vitað til þess að þetta hafi verið reynt utan höfuð- borgarsvæðisins áður, með þessu sniði. Fjölgreinanámið, sem er ætlað fyrir 7.-10. bekk, er til húsa á skóla- torfunni í Neskaupstað, í íbúðarhúsi sem tímabundið hýsti skólaeldhús Nesskóla. Fjórir nemendur mynda kjarnann sem stundar fjölgreina- nám, auk þess sem þrír nemendur koma reglulega í verklega kennslu og hópar úr Nesskóla koma í af- mörkuð verkefni. Þrír starfsmenn starfa við fjölgreinanámið og að sögn Maríasar hefur hann verið ein- staklega heppinn með starfsfólk til að vinna þetta verkefni, sem er að miklum hluta hugsjónastarf. Marías segist fagna mjög að tekist hafi að koma þessu námi á laggirnar. „Lykilatriði til þess að það geti tek- ist er að hafa nemendahóp sem fell- ur að verkefninu og hæft starfsfólk sem vill taka að sér svona verkefni, sem er mjög ólíkt hinni hefðbundnu kennslu. Þá verður húsnæði að henta bæði sem kennslurými og af- þreying fyrir nemendur og síðast en ekki síst er mikilvægt að hafa for- eldra sem vinna með okkur að verk- efninu af heilum hug.“ Enginn sagði þetta auðvelt Það er Elvar Jónsson sem heldur utan um verkefnið og segir hann að þó fyrirmyndin sé til staðar hafi þurft að útfæra verkefnið með nýj- um hætti. „Enda aðstæður allt aðrar hér en í Hafnarfirði, t.d. eru nem- endur miklu færri og einstaklingar í náminu með mjög ólíkar þarfir,“ segir Elvar. „Markmiðið er að nem- endum líði betur í skólanum, nái þannig betri tökum á náminu og skili sér sem hæfari einstaklingar í sam- félaginu. Allt byggist þetta á því að samtvinna áhugasvið, hæfileika og nám nemendanna. Það sagði enginn að þetta væri auðvelt. Það koma mjög erfiðir dagar inn á milli, en þeim hefur fækkað. Við erum mjög ánægð með þann árangur sem náðst hefur og fyrsta markmiðinu hefur verið náð. Nemendum líður mun betur sem gerir það að verkum að þeir eiga auðveldara með að einbeita sér að námi. Sem dæmi um framfar- ir má nefna að í upphafi annar gát- um við kannski sinnt bóklegu námi í 10-15 mínútur í senn, en nú vinnum við í allt að klukkustund í senn.“ Foreldrar segjast finna jákvæðar breytingar á börnum sínum sem þarna stunda nám og greinilegt að nemendur séu í aðstæðum sem þeim líður vel í. Jafnframt telja foreldrar mikilvægt að samfélagið sjái fjöl- greinanámið eins og það raunveru- lega er, jákvætt og æskilegt úrræði fyrir einstaklinga sem líði illa í hefð- bundnu skólastarfi, en ekki sem geymslu fyrir erfiða einstaklinga. Alcoa Fjarðaál hefur nú ákveðið að styrkja verkefnið mjög myndarlega með 10,5 milljóna króna styrk næstu þrjú árin, sem breytir mjög lands- lagi verkefnisins, að sögn Maríasar. „Nú getum við unnið frekar að þró- un námsins og þetta auðveldar okk- ur mjög að útfæra margar góðar hugmyndir sem fram hafa komið. T.d. er æskilegt að fá fleira fagfólk til samstarfs og byggja upp góða kennsluaðstöðu með búnaði og námsgögnum.“ Fjarðaál styður verkefnið Að sögn Ernu Indriðadóttur framkvæmdastjóra samfélags- og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli hrifust fyrirtækið og styrktarsjóður- inn af því hugsjónastarfi sem unnið hefur verið við að koma verkefninu á laggirnar. „Það var heillandi að sjá menn huga að þeim nemendum sem af ýmsum ástæðum passa ekki inn í hið hefðbundna skólakerfi. Þá er það staðreynd að oft þurfa foreldrar hér fyrir austan, sem eiga börn með sér- þarfir, að leita til höfuðborgarinnar um úrlausn sinna mála og því fannst okkur þetta vera góð leið til að auka þjónustu hér á svæðinu. Það er stefna Alcoa að taka þátt í því sam- félagi þar sem það starfar og okkur finnst alveg sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu metnaðarfulla verkefni og bindum vonir við að það nýtist fleirum í Fjarðabyggð í fram- tíðinni,“ sagði Erna. Á vorönn er fyrirhugað að bjóða nemendum víðar úr Fjarðabyggð að nýta sér námið, en að sögn Maríasar hafa foreldrar úr öðrum kjörnum sveitarfélagsins haft samband og óskað eftir því að börn þeirra komist að í náminu. Auk þess hefur fram- takið fengið jákvæð viðbrögð innan skólasamfélagsins í Fjarðabyggð. Börnum í Nesskóla hjálpað á flug Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Metnaðarfullt Elvar Jónsson, Marías B. Kristjánsson, Erna Indriðadóttir, Stefanía Freysteinsdóttir, Aneta Cwikl- inska og Dagmar Traustadóttir koma öll að verkefninu, en við það eru bundnar miklar vonir í skólastarfinu. Frumraun í athyglisverðu fjölgreina- námi utan höfuðborgarsvæðisins 20 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ, Nóatún Hafnarfirði Liver blend Fyrir lifrina AUSTURLAND BÆJARRÁÐ Akureyrar ákvað á fundi í gær að veita 30 milljónir króna aukalega til byggingar reið- hallar í bænum, svo hægt verði að taka mannvirkið í notkun. Hestamannafélagið Léttir óskaði eftir því að fjárveiting bæjarins til verkefnisins yrði aukin um 43 millj- ónir. Í samningi bæjarins og Léttis frá því í mars 2006 og viðauka frá ágúst 2006 var kveðið á um að heild- arstyrkveiting vegna byggingar reiðhallar yrði rúmlega 120 milljónir króna og hefur sá styrkur þegar ver- ið greiddur. Jafnframt var skýrt kveðið á um að ekki yrði um frekari greiðslur frá bænum að ræða vegna þessarar framkvæmdar eða til rekstrar reiðhallarinnar. Í fundargerð bæjarráðs segir að þrátt fyrir þessi ákvæði sé ljóst að án aðkomu bæjarins verði ekki hægt að taka húsið í notkun á næstunni. Bæj- arráð samþykki því að auka styrk bæjarins vegna byggingarinnar um 30 milljónir króna með því skilyrði að Hestamannafélagið Léttir sýndi fram á að það gæti sjálft útvegað þá fjármuni sem vantar til þess að hægt verði að taka húsið í notkun. Til þess að mæta kostnaði vegna viðbótar- framlagsins verður dregið úr fé til framkvæmda í hesthúsahverfum um 10 milljónir á ári næstu þrjú ár. 30 milljónir til viðbótar í reiðhöllina FYRSTI geisladiskurinn með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands er að koma út. Þar leikur hún tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson við ævintýrið um Stúlkuna í turninum eftir Jónas Hallgrímsson og af því tilefni verður hljómsveitin með tón- leika í Ketilhúsinu á Akureyri á sunnudaginn. Snorri Sigfús samdi tónverkið að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Norð- urlands sem flutti það á síðan á skólatónleikum í grunnskólum á Norðurlandi haustið 2005. Sagan fjallar um baráttu góðs og ills. Boðskapurinn er sígildur og skýr, hið góða mun sigra að lokum ef við sýnum nægilega trú og tryggð. Tónlistin túlkar söguna samhliða því sem hún er sögð. Upp- taka á tónverkinu var gerð í tónlist- arhúsinu Laugarborg í janúar árið 2006. Í bæklingi með geisladiskin- um er ævintýri Jónasar prentað í heild sinni með myndskreytingum listakonunnar Veronicu Nahmias, sem búsett er í Hollandi og vel þekkt þar í landi m.a. fyrir að myndskreyta barnabækur. Þá er í bæklingnum ritgerð eftir Pál Vals- son sem hann nefnir Jónas og ugl- urnar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun kynna geisladiskinn með tón- leikum í Ketilhúsinu á Akureyri á sunnudaginn kl. 16. Sögumaður er tónskáldið Snorri Sigfús Birgisson og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Aðgangur er ókeypis en hægt er að kaupa geisladiskinn á staðnum. Útgáfan var styrkt af afmælis- nefnd Jónasar Hallgrímssonar í til- efni af 200 ára ártíð skáldsins. Stúlkan í turninum á disk Snorri Sigfús Birgisson Guðmundur Óli Gunnarsson SN flytur tónlist Snorra Sigfúsar við ævintýri Jónasar BJÖRG Þórhallsdóttir sópransöng- kona, núverandi bæjarlistamaður, heldur tónleika í Akureyrarkirkju kl. 17 á sunnudaginn. Þar syngur hún lög af nýútkominni plötu, þriðju sólóplötu sinni, og eru þetta þriðju tónleikar Bjargar á Akureyri í ár. „Þetta er annað árið í röð sem ég stend fyrir svona stórum tónleikum í Akureyrarkirkju og fyrst ég ákvað að halda útgáfutónleika kom ekki annað til grein en halda þá á Ak- ureyri,“ sagði Björg en hún verður svo með aðra tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík 1. desember. „Ég hef alla tíð lagt mikla rækt við minn heimagarð,“ sagði Björg. Hún kveðst bera miklar taugar til kirkjunnar, en þar var faðir hennar heitinn, séra Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur. „Akureyrarkirkja er líka eitt allra besta tónleikahús á landinu, hljómburðurinn þar er ein- staklega fallegur, og þar fyrir utan finnst mér hún auðvitað fallegasta kirkja landsins!“ Björg gaf út jóladisk í fyrra. „Nú er ég með tónlist úr ýmsum áttum; þekkt íslensk og erlend dægurlög og vinsæl lög úr heimi klassískrar tón- listar, söngleikja og kvikmynda- tónlistar,“ segir hún. „Öll þessi lög eru mér kær, og valin sérstaklega með það í huga að skapa vellíðan og hlýtt andrúmsloft. Þau tengjast öll saman í einstaklega fallegum útsetn- ingum Jóns Guðmundssonar gít- arleikara og Einars Jónssonar bás- únuleikara.“ Á plötunni leikur 12 manna hljóm- sveit með Björgu og „ungur og upp- rennandi stórtenór, Bragi Bergþórs- son, syngur dúett með mér í þremur lögum.“ Listrænn stjórnandi og tón- meistari var Sverrir Guðjónsson. Bragi og hljómsveitin koma fram með Björgu á tónleikunum. Björg Þórhallsdóttir með stóra tónleika í Akureyrarkirkju Björg Þórhallsdóttir Bragi Bergþórsson Þriðja sólóplata Bjargar TVÆR málstofur verða haldnar í dag á vegum viðskipta- og raunvís- indadeildar Háskólans á Akureyri og eru allir velkomnir. Halldór Gunnar Ólafsson, sjávar- útvegsfræðingur og framkvæmda- stjóri BioPol, fjallar kl. 11.45 um þetta nýstofnaða sjávar- líftæknifyrirtæki á Skagaströnd, í anddyri Borga og kl. 12.10 hefst er- indi Stefáns B. Gunnlaugssonar, lektors við viðskipta- og raunvís- indadeild HA, sem hann kallar Tæknigreining á íslenskum verð- bréfamarkaði. Fyrirlestur Stefáns verður í stofu K202 á Sólborg og hann svarar fyrirspurnum að er- indinu loknu. Fjallað um hafið og verð- bréfin í HA LESIÐ verður upp úr þremur nýj- um þýddum bókum á Amtsbóka- safninu í dag kl. 17.15 og starfsemi Blindrabókasafnsins einnig kynnt. Karl Emil Gunnarsson les upp úr þremur nýjum þýðingum sínum. Þetta eru eftirfarandi bækur: Nornin í Portobello eftir Paulo Coelho, Yacoubian byggingin eftir Alaa Al Aswany og Stiklað á stóru um næstum allt eftir Bill Bryson. Með Karli í upplestrinum verður Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, for- stöðumaður Blindrabókasafnsins, og mun hún segja frá starfsemi safnsins og þjónustu við blinda, sjónskerta, lesblinda og aðra þá sem geta ekki fært sér prentað let- ur í nyt. Stiklað á stóru um þýðingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.