Morgunblaðið - 23.11.2007, Side 28

Morgunblaðið - 23.11.2007, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjörtur Hjart-arson fæddist í Reykjavík 13. nóv- ember 1957. Hann lést á heimili sínu, Professorsgatan 2b, 215-53, Malmö í Sví- þjóð, 7. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans eru Hjörtur Hjartarson vélfræðingur og kaupmaður frá Reykjavík, f. 23. desember 1929, og Jensína Guðmunds- dóttir frá Ingjaldssandi, f. 9. sept- ember 1928. Systkini Hjartar eru: 1) Drífa, f. 1950, gift Skúla Lýð- ssyni, f. 1947, synir þeirra Lýður, f. 1969, Hjörtur, f. 1973, og Skúli, f. 1980. 2) Ingibjörg, f. 1951, gift Sigurði Ólafssyni, f. 1951, dætur þeirra Jenný Klara, f. 1976, Þur- íður Drífa, f. 1981, og Ólöf Kol- brún, f. 1982. 3) Anna Ásta, f. 1959, gift Hrafni Sabir, f. 1960, börn þeirra Grétar Ali, f. 1984, og Tara Sif, f. 1991. 4) Björn Grétar, Héðni. Hann fór til sjós og var messi á Gullfossi, síðan fór hann í Vélskólann. Árið 1983 stofnaði Hjörtur ásamt föður sínum inn- römmunina og verslunina Hjá Hirti. 1985 fór Hjörtur að vinna sem umboðsmaður fyrir ýmsa tón- listarmenn, sem hann starfaði með í mörg ár. Frá 1991-1994 vann hann hjá prentsmiðjunni Odda við grafíska hönnun. 1994 stofnaði Hjörtur sitt eigið fyr- irtæki sem tók að sér allt kring- um grafíska hönnun, auglýs- ingagerð og umbrot. Árið 2000 fluttist fjölskyldan til London en flutti síðan til Malmö í Svíþjóð ár- ið 2002. Hjörtur var fram- kvæmdastjóri Norðurlandasviðs Netheims þangað til hann lést. Hann sat einnig í stjórn í Íslend- ingafélaginu í Malmö. Hjörtur var mikill veiðimaður og hafði mikið yndi af alls konar veiðiskap, einn- ig var hann mikill golfáhugamað- ur. Hjörtur var mikill fjölskyldu- og heimilismaður, lagði mikið í að rækta fjölskyldu- og vina- sambönd. Hjörtur verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. f. 1967. 5) Guð- mundur Ingi, f. 1968, giftur Sigríði Sig- marsdóttur, f. 1978, börn þeirra Óttar Orri, f. 2001, og Jenný, f. 2003. Hjörtur kvæntist Birgittu L. Matthías- dóttur 1980, þau skildu. Synir þeirra eru Hjörtur, f. 1981, og Matthías, f. 1986. Hjörtur átti eitt afa- barn, Matthías Hjört Hjartarson. Kona Hjartar er Vilborg Ar- inbjarnar, f. 1958 í Reykjavík. Hjörtur kynntist henni 1988. Dótt- ir þeirra er Kristbjörg Karen, f. 1990. Fyrir átti Vilborg tvö börn, Eygló, f. 1979, og Sigurð, f. 1981, sem Hjörtur gekk í föðurstað. Hjörtur var uppalinn á Sel- tjarnarnesi. Gekk í Mýrarhúsa- skóla og útskrifaðist þaðan sem gagnfræðingur. Síðan fór hann í vélvirkjanám í Iðnskólanum og var á samningi hjá vélsmiðjunni Í dag kveðjum við föður okkar. Við áttum ekki von á að missa þig svona snemma. Þó svo að við höfum ekki eytt miklum tíma saman undanfarin ár þar sem þú bjóst erlendis þá er margt sem hefur farið um hugann síðustu daga. Þú munt alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta okkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi) Pabbi, við elskum þig. Hjörtur og Matthías. Elsku besti pabbi minn. Ég vakna hvern dag og vona að þetta hafi verið draumur, ég trúi því ekki enn að þú sért farinn, það er erf- itt að halda áfram án þín og ég mundi gera hvað sem er til að fá þig aftur í mitt líf. En lífið er ekki alltaf sann- gjarnt, ég er svo tóm að innan og get ekki falið tárin. En ég mun reyna, reyna að vera sterk. Þegar ég var lítil vorum við óað- skiljanleg. Ég man þegar þú komst heim úr vinnunni og ég hoppaði í fang þér, ég var svo spennt og glöð að sjá þig. Ég er svo stolt af því sem ég er í dag enda gerðir þú mig að þeirri manneskju. Þú gafst mér svo mikið öryggi. Sama hvaða mistök ég gerði þá varstu ætíð til staðar. Þú læknaðir sársauka minn, þú skildir minn ótta og passaðir mig. Ég vil að ófæddur sonur minn verði eins og þú því það er enginn eins og þú. Þú ert svo stór hluti af mér og ég er svo stolt af því að vera dóttir þín. Ég finn fyrir nærveru þinni alls staðar, hvort sem það er í hjarta mínu eða sálu. Þegar mér finnst ég vera ein og held að ég geti ekki haldið áfram þá heyri ég þig segja „Karen, allt verður í lagi, aldrei gefast upp!“. Ég varðveiti hverja ómetanlega minningu um þig. Orð geta ekki lýst þakklæti mínu fyrir þér, ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elsku pabbi minn, þú ert og verður alltaf minn betri helmingur. Hvíldu í friði og mundu að ég mun ávallt elska þig. Góða nótt, pabbi minn, þú ert, og verður alltaf hetjan mín. Þín dóttir Kristbjörg Karen. Þegar ég fékk símtal frá móður minni um að fósturfaðir minn hefði látist leið mér eins og að það hefði verið slökkt á heiminum. Ég átti aldr- ei von á að fá svona símtal á þessari stundu. Hann var mér virkilega góð- ur pabbi, sem gekk mér í föðurstað. Hann var alltaf til staðar, bæði á erf- iðum tímum og góðum. Við áttum líka sameiginleg áhugamál sem við gátum eytt löngum tíma í að leika okkur með. Við pabbi gátum alltaf fundið nóg að gera, það voru ekki margir dagar sem við sátum eirðarlausir heima. Hann hefur alltaf verið mér fyrir- mynd í lífinu. Han tók mikið pláss í lífi mínu og kenndi mér mikið sem hefur hjálpað mér til að lifa sem best. Mér þótti mjög vænt um hann og skilur hann mikið eftir í hjarta mínu. Ég kveð pabba minn með miklum söknuði og þakka honum fyrir allt það góða sem hann hefur gefið mér. Guð geymi þig. Saknaðarkveðja Sigurður. Elsku pabbi Hjörtur, ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Þú hefur skilið eftir stórt skarð í lífi okk- ar. Alltaf varstu til staðar þegar á reyndi og einnig gladdistu með okkur þegar allt lék í lyndi og varst alltaf svo stoltur af okkur. Fjölskyldan og vinir voru þér alltaf mikilvæg og þú passaðir vel upp á okkur öll. Þú skilur eftir ótalmargar yndislegar minning- ar sem ég á eftir að varðveita allt mitt líf. Ég veit í hjarta mínu að þú vakir yfir okkur dag og nótt. Þín dóttir, Eygló. Elsku Hjörtur bróðir, besti vinur minn og trúnaðarvinur. Nú kveð ég þig með miklum söknuði. Við áttum svo margar góðar stundir og minn- ingarnar hellast yfir mig. Ég er svo þakklát fyrir hvað við vorum góðir vinir og að hafa átt þig að. Við vorum svo sammála um að fjölskyldan og vinirnir væru það dýrmætasta sem við ættum. Það skipti ekki máli þótt við byggjum ekki í sama landi, alltaf héldum við samband hvort við annað og létum fjarlægðina ekki hafa áhrif. Sem betur fer hittumst við oft. Okkar samband var svo sterkt og við fund- um alltaf á okkur ef eitthvað amaði að og sem betur fer þá höfðum við alltaf samband. Þegar þið Villa fluttuð til Svíþjóðar og svo þaðan til London saknaði ég ykkar mjög mikið en sem betur fer gat ég heimsótt ykkur nokkrum sinn- um þangað og alltaf var jafngaman að fara með þér því alls staðar sem þú komst eignaðist þú vini og einhverja uppáhaldsstaði. Það var svo gaman að koma í heimsókn til ykkar þegar þið bjugguð í London því auðvitað varst þú búinn að skanna alla staði í borginni og vissir hvert átti að fara og hvaða staðir voru bestir. Alls staðar sem þú komst við eignaðist þú vini eða kunningja og alltaf var ég stolt af þér elsku bróðir. Þegar þið fluttuð aftur til Svíþjóðar var ennþá skemmtilegra að heim- sækja ykkur á ykkar yndislega heim- ili. Þú varst alltaf jafn viljugur að fara með okkur fjölskyldumeðlimi að skoða ýmsa staði. Ferðum þínum til Íslands fjölgaði vegna vinnu þinnar og þá var ég svo ánægð að þú gætir búið á heimili mínu. Alltaf gátum við setið og talað tímunum saman og rætt um allt milli himins og jarðar. Skemmtilegast þótti okkur að tala um ferðir í útlönd- um og indverskan mat. Við hlógum oft að því þegar við töluðum um að við hefðum örugglega búið á Indlandi í fyrra lífi, því við heilluðumst af svo miklu frá Indlandi. Indverskur matur var þitt uppáhald og ég naut þess allt- af að bjóða þér í mat hjá mér. Þú varst líka svo laginn við að útbúa þannig mat og vildir alltaf fá nýja og nýja uppskrift hjá mér. Oft hringdir þú í mig um kvöldmatarleytið og spurðir mig „hvað varst þú með í mat- inn í kvöld?“ og „hvað varst þú með marga rétti?“ Svo hlógum við saman því ekkert símtal var án brandara eða gríns frá þér. Þú komst mér alltaf til að hlæja eða sjá jákvæðu hliðina á öllu. Ég vil þakka þér Hjörtur bróðir minn fyrir hvað þú reyndist góður bróðir og hvað þú reyndist börnunum okkar Sabirs góður frændi. Ali og Tara hafa alltaf virt þig og leituðu oft til þín varðandi ýmis mál, því eins og ég sagði alltaf ef ég gat ekki svarað börnunum mínum: „Hringiði eða sendið email til Hjartar, hann veit þetta örugglega!“ „Horfðu til himins með höfuðið hátt, horfðu til heimsins úr höfuðátt“ (Nýdönsk) er lag sem ég og Villa þín hugsuðum um alla nóttina eftir að þú lést elsku bróðir og ég veit að þetta eru skilaboð frá þér. Hvíl í friði. Þín systir, Anna Ásta. Í dag kveð ég barnsföður minn sem kvatt hefur þennan heim alltof snemma. Með trú, von og kærleika í hjarta veit ég að þú ert á góðum stað. Ég þakka þér fyrir að gefa mér þessa tvo yndislegu drengi sem við eigum og barnabarn. Já, lofið Drottin, allir þjónar Drottins, þér er standið í húsi Drottins um nætur. Fórnið höndum til helgidómsins og lofið Drottin. Drottinn blessi þig frá Síon, hann sem er skapari himins og jarðar. (Sálmur 134) Guð blessi ykkur öll. Birgitta Lára Matthíasdóttir. Elsku mágur minn og vinur, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með þér. Þú reyndist mér alltaf svo góður og ég mun aldrei gleyma hvað þú tókst mér vel þegar ég kom í fjölskylduna. Þú varst sann- ur vinur og kenndir mér margt. Þú hafðir yndi af því að borða góðan mat og naut ég þess oft með þér hvað þú varst duglegur að borða og elda ind- verskan mat. Þú varst svo fróður um margt og oft hló ég að því hvað þú virt- ist vita meira en ég um mína trú. Þú varst oft ekki sáttur við að ég væri að drekka bjór og lést mig oft heyra það að múslimar ættu ekki að drekka en oftast var þetta bara í gríni. Við áttum margar góðar stundir og er ég þakk- látur fyrir það þegar þú þurftir að dveljast hér á landi vegna vinnu þinn- ar að þú bjóst á heimili okkar. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú komst heim úr einni veiðiferðinni þinni með stóran silung og vildir bjóða okkur í mat. Þú varst búinn að frétta af því að ég borðaði ekki fisk og það tókst þú ekki í mál, „sannir menn borða auðvit- að fisk,“ sagðir þú og bauðst okkur til þín og kenndir mér að borða þennan indælis silung. Ég hafði unun af því að heimsækja þig til Svíþjóðar og Köben því þú eins og alltaf varst búinn að koma þér upp fullt af vinum, kunn- ingjum og uppáhaldsstöðum. Fjöl- skyldan þurfti engan leiðsögumann með þig í för því þú varst búinn að afla þér allra upplýsinga um helstu staðina sem áhugavert var að heimsækja. Ég mun aldrei gleyma síðustu heimsókn okkar til ykkar sl. ágúst og hvað við áttum góðar stundir, þá sér- staklega þegar við borðuðum á einum af þínum uppáhaldsveitingastöðum í Malmö, Indian Express. Elsku Hjört- ur þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Guð veri með þér. Þinn mágur og vinur Sabir. Það var sorgardagur á heimili okk- ar við fregnir af andláti Hjartar. Hjörtur var drengur góður og við fyrstu kynni fann ég hversu einlægur og tilfinningaríkur hann var og við- mótið oft töfrandi. Við urðum sam- stundis vinir. Hjörtur tengdist gjarn- an því sem ég tók mér fyrir hendur hverju sinni. Þar var hann bæði upp- örvandi og áhugasamur. Það var mér dýrmætur tími. Oft reyndi þó á þol- inmæðina, því rólegri maður fyrir- fannst varla. Ógleymanlegir eru veiði- túrar þar sem hann notaði „bara“ flugu og leit mig hornauga þegar ég þræddi maðkinn á öngulinn. Mér stekkur bros á vör er ég minnist þess er hann kenndi mér golf, rólegur og yfirvegaður. Hann var góður sögu- maður og hafði áhuga á mörgu. Hann spilaði dart og snóker og var áhuga- maður um bardagalistir, vel að sér í tónlistar- og myndlistarmenningu, lipur með pensilinn og átti góða menn- ingarvitneskju. Austurlensk matar- gerðarlist átti huga hans og gaman að fara með honum út að borða. Vitn- eskja hans náði víða, t.d. um bíla, mót- orhjól, flugvélar, hergögn og fleira. Þegar krakkarnir okkar Sellu uxu úr grasi átti þessi „bangsi“ mikið pláss í hjarta þeirra. Sonur minn sagði dag- inn eftir þessa sorgarfrétt: Pabbi, manstu þegar þú varst búinn að fylla mælinn af leiðindum og allir voru í sárum heima. Þá kom Hjörturinn óvænt og fór með mig í bíltúr og ræddi við mig eins og fullorðinn mann. Svona var þessi góði og tryggi vin- ur. Heima hjá mér hefur gamli tíminn stundum verið í umræðunni og hafa hann og Villa þá komið þar við sögu og ber alltaf hæst hversu skemmtilegur og orðheppinn hann var. Hjörtur var góður AA-maður, tryggur og orðvar. Mér eru ljúfar minningarnar um hann og draga þær nú fram tár í augu mér. Hver stóð í dyragættinni heima hjá mér þegar erfiðast var í lífi mínu? Jú, Hjörturinn sterki. Breiddi hann út faðminn og hjúfraði mig að sér og sagði: „Er eitthvað sem ég get gert?“ Hjálpaði mér að takast á við raun- veruleikann sem oft virtist ósann- gjarn þar til maður gat heimfært gjörninginn á sjálfan sig. Stoltur segi ég að Hjörturinn var vinur minn og átti trúnað minn alla tíð og ég veit að það var gagnkvæmt. Þegar erfitt var fórum við oft í ógleymanlega göngutúra, krufðum málin til mergjar og hlógum eða grét- um eftir því hvort átti við. Á síðasta fundi okkar ræddum við lengi saman og fann ég hvað trúfesta hans var mikil. Hann sagði mér frá hversu Guð væri búinn að vera honum og fjöl- skyldu hans góður og hversu góður framgangur væri í lífi þeirra. Ég efast ekki um að þessi elsku vinur minn sit- ur nú í allsnægtum, kíminn að venju, og tekur þátt í hjálparstarfi Drottins. Kveð ég þig nú elsku vinur, eina af perlum lífs míns, hjálparann með góða húmorinn og ógleymanlega krúttlega útlitið. Drottins vegir voru þínir vegir. Bið ég Jesú Krist að vera með for- eldrum hans og systkinum, börnum hans og Villu, frábærum lífsförunaut hans. Bið ég Guð að blessa þau, náð og friður verði í lífi þeirra á hverjum degi. Vilhjálmur Svan og fjölskylda. Jæja, kallinn minn, þá drekkum ekki kaffi saman í Köben einsog við ætluðum okkur. Það var ég sem var of tímabundinn, ekki bara einu sinni og ekki bara tvisvar. Þess vegna varð ekkert af kaffisopanum. Vonandi hitt- umst við aftur seinna. Ég vil fara þangað sem þú ferð. Góðir menn eiga tryggða góða vist eftir að lífinu lýkur hér. Þannig fer með þig. Ég man alla greiðana sem þú gerðir mér og öðrum. Áttir alltaf bestu græjurnar, þær voru ekki bara fyrir þig. Kristborg og Kristján og ég tölum mikið um þig þessa dagana. Og höfum reyndar oft gert. Þannig maður varst þú. Villa mín og aðrir sem elska Hjört. Megi góður Guð styrkja ykkur á erf- iðum tímum. Það hafið misst mikið, en eigið um leið margar góðar minningar um frábæran mann. Sigurjón M. Egilsson. Fimmtudaginn 8. nóvember barst mér sú harmafrétt að Hjörtur H. Hjartarson hér í Malmö hefði látist kvöldið áður. Mig setti hljóðan, því við vorum að vinna saman að tölvuvæð- ingu útvarpsins hérna hjá okkur. Þetta sannaði mér enn einu sinni að maður veit ekki hvenær kallið kemur og að maður er sjaldan viðbúinn því. Kynni mín af Hirti voru í gegnum Íslendingafélagið hér í Malmö. Hjört- ur, Villa kona hans og börnin Karen, Siggi og Eygló komu öll og tóku þátt í starfsemi félagsins og í Útvarpi ÍMON. Það var samheldinn hópur og skemmtilegur að vinna með. Hjörtur var hógvær maður, lá lágt rómur en kom samt fram sinni skoðun og áliti á mönnum og málefnum sem voru til umræðu í hvert sinn. Höfðum við oft gaman af að rifja upp þá tíð er við báðir vorum virkir þátttakendur í verkalýðspólitíkinni og landsmálapóli- tík þá á Íslandi þótt við værum þá á ystu mörkum til beggja handa. Hjört- ur kunni vel til verka hvað tölvur og heimasíðugerð snerti og er Útvarp ÍMON varð 25 ára í nóvember 2005 opnaði hann fyrir okkur heimasíðu Útvarps ÍMON er hann hafði hannað og sett upp. Þessi afmælissíða bar þess glöggt merki að hér var atvinnu- maður að verki. Á þeim stutta tíma sem við fengum með Hirti þá gegndi hann störfum varaformanns ÍMON, síðar formanns og nú vararitara ásamt því að vera rit- stjóri fréttabréfs okkar Landans. Þá starfaði Hjörtur með okkur í Útvarpi ÍMON og hjálpaði okkur með endur- nýjun á stúdíói útvarpsins en þar ent- ist tíminn ekki til að leggja lokahönd á starfið, því miður. Þættir Hjartar í Útvarpi ÍMON voru vandaðir og kom þar fram kunnátta hans á íslenskri tónlist og tónlistarmönnum. Þátta hans verður saknað. Ég vil fyrir hönd okkar í Íslendingafélaginu í Malmö og nágrenni og eins útvarpsfólksins þakka Hirti fyrir ánægjulegt sam- starf. Eins sendum við Villu og fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. (Sigurbjörn Einarsson) Hilmar Jónasson, formaður Íslendingafélags Malmö og nágrennis. Hjörtur Hjartarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.