Morgunblaðið - 23.11.2007, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásgeir Ein-arsson fæddist í
Reykjavík 14. des-
ember 1965. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 7. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Einar Brynjólfsson,
f. 4. júlí 1927, og
Bjarnveig Sig-
björnsdóttir, f. 21.
apríl 1942, d. 19.
mars 1990. Bræður
Ásgeirs eru 1)
Kristinn Þór, f. 4. nóvember 1962,
kvæntur Margréti Daníelsdóttur.
Börn þeirra eru Daníel, Kristín og
Jón Þór. 2) Brynjar, f. 14. desem-
ber 1965, kvæntur Steinunni
Björgu Ingvarsdóttur. Börn
þeirra eru Elísabet Inga, Berg-
lind, Arnar Páll og Ingvar Þór.
Hálfbræður Ásgeirs samfeðra eru
1) Brynjólfur, f. 12. október 1953.
Börn hans eru Særún Lísa, Jó-
hanna Soffía, Guðrún María, Ein-
ar Geir og Bryndís Hrund. 2)
Valdimar, f. 2. janúar 1956,
kvæntur Fanný Þóru Erlings-
dóttur. Dóttir þeirra er Sigríður
Fjölskyldan flutti til Sönderborg-
ar í Danmörku vorið 1997 þar sem
hann stundaði nám við Syd Dansk
Universitet og útskrifaðist hann
sem véltæknifræðingur í júní
2001. Að námi loknu vann hann til
skamms tíma hjá Skaganum ehf.,
Cormall og Danfoss AS. Eftir að
fjölskyldan flutti heim til Íslands
árið 2005 starfaði hann hjá Borg-
arplasti og síðan hjá Kone ehf.
sem aðstoðarframkvæmdarstjóri.
Ásgeir var mjög virkur í fé-
lagsmálum, hann var ein af drif-
fjöðrum í starfi Íslendingafélags-
ins í Sönderborg. Sá hann um
fótboltamót Íslendingafélaganna,
Klakamótið, þegar það var haldið í
Sönderborg. Einnig var hann virk-
ur í Vidar Håndbold þar sem hann
bæði spilaði með, þjálfaði yngri
kynslóðina og var í stjórn skipu-
lagsnefndar sem sá um stærsta
handboltamót í Sönderborg og
haldið var af Vidar Håndbold.
Einnig var hann í stjórn Bæj-
arhátíðarinnar, „Byfesten“, sem
var mjög eftirsótt stjórnarseta af
Dönum. Eftir heimkomuna gekk
hann í Oddfellow og var hann
mjög stoltur af þeim félagsskap og
hlakkaði til hvers fundar.
Útför Ásgeirs verður gerð frá
Laugarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Jóhanna.
Ásgeir kvæntist
Lindu Björk Háv-
arðardóttur, f. 23.
mars 1969. Þau giftu
sig 28. maí 1994 í
Lauganeskirkju.
Börn þeirra eru
Kristófer, f. 20. októ-
ber 1995, og Vikt-
oría, f. 15. júlí 1998.
Sonur Ásgeirs og
fyrrum sambýlis-
konu, Svövu Ein-
arsdóttur, er Þor-
steinn Rúnar, f. 23.
mars 1987. Foreldrar Lindu
Bjarkar eru Hávarður Emilsson, f.
17. september 1945 og Fríður Hlín
Sæmundsdóttir, f. 13. mars 1947.
Bræður hennar eru 1) Gunnar, f.
14. mars 1971, maki Steinunn
Olga Einarsdóttir. Börn þeirra
eru Karen Brá, Bergrún Una. 2)
Guðlaugur, f. 4. júní 1981, í sam-
búð með Kötlu Ísaksdóttur.
Ásgeir ólst upp í foreldrahúsum
á Seltjarnarnesi og síðan í Breið-
holti. Hann lærði vélvirkjun í Iðn-
skólanum og hjá Vélsmiðjunni
Héðni. Hann vann lengst af hjá
OLÍS, Smiðjustáli og Kælingu.
Hart er höggið – rífur og slítur inn
að hjartarótum.
Sársaukinn óendanlega mikill –
hvílíkur vanmáttur.
Orð eru lítils megnug, því miður.
Yndislegur maður fallinn í valinn.
Þú varst einstakur.
Þökkum af alhug allar samveru-
stundirnar sem við áttum og voru
þær bara góðar.
Þín er sárt saknað, meira en orð fá
lýst, en við eigum kærleika þinn, ást
og umhyggju í minningunni og hún
verður ekki frá okkur tekin.
Biðjum almættið að gefa Lindu
Björk og börnunum styrk og stuðn-
ing til að takast á við lífið án þín,
kæri tengdasonur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Takk fyrir allt.
Hávarður Emilsson og
Fríður Hlín Sæmundsdóttir.
Elsku Ási minn. Hér sit ég við
kertaljós og mynd af þér og langar
að skrifa nokkur kveðjuorð. En
þetta líf getur verið svo óréttlátt og
maður getur ekki stjórnað því. Það
finnur maður þegar þú ert tekinn frá
okkur í blóma lífsins. Ekki átti ég
von á því þegar við hittumst á Hellu í
sumar að það væri síðasta samveru-
stundin okkar úti á landi. En nú vona
ég að þér líði vel, kominn í faðm
mömmu þinnar og ömmu og afa. En
það var svo sárt að sjá hvað sjúk-
dómurinn herjaði hratt á þig og ekki
nema á tveim mánuðum varstu far-
inn. En samt var húmorinn ekki
langt undan, allt fram til síðasta
dags.
Það var svo gaman að sjá, þegar
ég hugsa til baka, þegar við Binni
vorum að byrja að hittast að hann
var tvíburi, og það fór ekki á milli
mála þegar þið voruð tveir saman,
alveg eins, og mjög hressir, að sjá
þessa gleði og væntumþykju á milli
ykkar. Þið gátuð bullað og ruglað í
hvor öðrum og það gerðuð þið á ykk-
ar hátt. En það var svo gott að hafa
þig nálægt sér, því þú hafðir svo
góða nærveru. Ég man í eitt skipti
þegar þú komst til okkar þegar við
bjuggum í Horsens, þá var Binni að
vinna í Noregi og þú komst með mér
út á flugvöll til að ná í Berglindi og
Arnar Pál. Þau komu hlaupandi til
þín og héldu að þú værir pabbi sinn
og þú tókst þau í fangið og knúsaðir
þau eins og þín eigin. Einnig hvernig
þú varst við Elísabetu Ingu og Ingv-
ar Þór, alltaf jafn góður en samt með
smástríðni sem þeim þótti svo
skemmtileg. Líka þegar þið bræður
kölluðuð á krakka hvor annars og
sögðuð þeim að koma til pabba, það
þótti þeim nú ekki leiðinlegt.
En Ási minn, það er margs að
minnast og ég ætla ekki að fara að
telja það upp frekar, en við eigum
eftir að sakna þess að fara ekki öll
saman í sumarbústað eins og við
gerðum á síðasta ári. Það var svo
skemmtileg ferð og mikið hlegið.
Elsku Ási, ég vil fá að þakka þér
fyrir þau forréttindi að fá að kynnast
þér og njóta nærveru þinnar í gegn-
um árin, þín er sárt saknað.
Megi góður guð styrkja ykkur,
elsku Linda, Þorsteinn Rúnar,
Kristófer, Viktoría og fjölskylda, í
ykkar miklu sorg.
Hvíl í friði, minn kæri mágur.
Steinunn Björg.
Sæll frændi.
Svona heilsaðir þú mér ávallt,
hvort heldur sem var er við hittumst
eða heyrðumst í síma, við höfðum
þekkst frá því við mundum eftir okk-
ur enda systkinabörn.
En fyrir rúmum 20 árum kom ég í
heimsókn til þín upp í Árbæ og þá
varð ekki aftur snúið því frá þeim
tíma urðum við góðir vinir og varaði
sú vinátta allt fram til þess tíma er
þú kvaddir.
Þarna eignuðust þið Svava frum-
burðinn hann Þorstein Rúnar og
skipaði hann stóran sess í lífi ykkar.
Eftir að þið hættuð sambúð og þú
fluttir úr Árbænum voru ófáar ferð-
irnar sem við fórum saman austur
yfir fjall til þess að sækja Þorstein
Rúnar eða fara með hann austur aft-
ur eftir pabba-helgarnar.
Á tímabili unnum við frændurnir
saman ásamt tvíburabræðrum okk-
ar, Steina frænda, Valla og fleiri góð-
um félögum sem dyraverðir uppi í
Broadway, og það var heldur betur
skemmtilegur tími og margt brallað.
Á þessum tíma fórst þú að eltast við
samstarfsdömu okkar hana Lindu
Björk og ekki leið á löngu þangað til
þið byrjuðuð að vera saman. Það var
eins og þið hefðuð alltaf verið ætluð
hvort öðru, svo samrýmd voruð þið
og hafið verið alla tíð síðan enda með
svipaðan húmor sem hefur örugg-
lega ekki skemmt fyrir í ykkar góða
hjónabandi enda endurnýjuðuð þið
heitin að hættri danskra fyrir ekki
svo löngu síðan.
Þegar við Dóra byrjuðum að búa,
og keyptum okkar fyrstu íbúð á
horninu á Sigtúni og Gullteig, voruð
þið í húsinu skáhallt á móti okkur á
Gullteignum og þá var oft rölt yfir
götuna í kaffi og spjall.
Þið Linda Björk voruð ávallt mjög
samrýmd og eignuðust tvö yndisleg
börn, þau Kristófer og Viktoríu. Á
tímabili voruð þið í námi í Danmörku
og svo búsett þar á tímabili eftir að
námi lauk og þá í vinnu. Við hjónin
og Haukur Þór fórum til Köben
sumarið 2005 og þá var ekki að því að
spyrja, þið Linda Björk og krakk-
arnir komuð keyrandi einhverja 300
km til þess að deila með okkur einum
degi, og var þessi dagur okkur mjög
dýrmætur og þú hafðir á orði að það
væri munur að Björk þín hefði verið
við nám í Köben og gæti því frætt
okkur öll um þessa fínu borg, og ekki
spillti hvað börnin okkar náðu vel
saman. Þarna eyddum við dýrmæt-
um tíma saman og enduðum á pitsu-
staðnum Mamma Rosa á Strikinu
um kvöldið og kvöddumst svo seint
um kvöldið og þá áttuð þið eftir að
keyra aftur til baka – þarna var ykk-
ur Lindu Björk rétt lýst því ykkur
fannst þetta ekkert mál að koma og
eyða með okkur heilum degi og eiga
svo eftir að keyra alla leið til baka.
Í íþróttum og viðskiptum er oft
haft á orði að maður verði að vera á
tánum til að vinna leik, en þinn síð-
asti leikur var óvæginn og hafðir þú
aldrei möguleika á að vinna hann
þótt þú sýndir þinn bestu leik sem
gamall handboltakappi og stæðir þig
eins og hetja í þessari baráttu.
Vertu sæll, frændi, þín verður sárt
saknað.
Elsku Linda Björk, Þorsteinn
Rúnar, Kristófer og Viktoría.
Við fjölskyldan sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Örn Stefánsson og fjölskylda.
Ási elskulegi frændi okkar, nú
ertu farinn frá okkur eftir stutta og
Ásgeir Einarsson
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
SIGRÍÐUR KRISTJANA VAGNSDÓTTIR,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þann
19. nóvember síðastliðinn.
Útförin verður gerð frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
24. nóvember kl. 11.00.
Jarðsett verður á Nauteyri að athöfn lokinni.
Börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRIS GUNNARSSONAR,
Heiðarvegi 3,
Selfossi.
Guð blessi ykkur öll.
Gunnar Hafsteinn Þórisson, Loftveig Kristín Kristjánsdóttir,
Jón Þórisson,
Gunnar Þórisson, Vilborg Þorgeirsdóttir,
Þórir Már Þórisson,
Steinþór Ingi Þórisson,
Árni Óli Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BERGÞÓR GUÐJÓNSSON
frá Hlíðardal,
Vestmannaeyjum,
lést sunnudaginn 18. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 1. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Slysavarnafélagið
Eykyndil í Vestmannaeyjum.
Gynda María Davíðsdóttir,
Sólrún Bergþórsdóttir, Róbert Hugo Blanco,
Guðrún Sigurbjörg Bergþórsdóttir, Birgir Rögnvaldsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir, sonur, bróðir og afi,
SVEINBJÖRN BJARKASON,
verður kvaddur frá Bústaðakirkju föstudaginn
23. nóvember klukkan 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp, banka-
reikningur 1163-26-777, kennitala: 551173-0389.
Fyrir hönd aðstandenda,
Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, Jósef Zarioh,
Axel Jósefsson Zarioh, Aðalheiður Lára Jósefsdóttir,
Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Bjarnason,
Bjarki Elíasson, Ásthildur Sigurjónsdóttir,
Björk Bjarkadóttir, Kristján Friðriksson,
Stefán Bjarkason, Þorbjörg Garðarsdóttir,
Þórunn María Bjarkadóttir, Róbert S. Róbertsson,
Þórdís Cortellino Björnsdóttir, Ruggiero Cortellino,
Árni Haukur Björnsson, Þórey Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku-
legs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR ÞORLEIFSSONAR
frá Svínhólum í Lóni,
Innilegar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilis
HSSA fyrir hlýhug og góða umönnun.
Unnsteinn Guðmundsson, Sigríður Kristjánsdóttir,
Ragnhildur Guðmundsdóttir, Eysteinn Ingólfsson,
Áslaug Guðmundsdóttir, Jón Bjarnason,
Júlíus Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN GUÐJÓNSSON
rafvirkjameistari,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Brautarlandi 6,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Arndís Guðjónsdóttir,
Guðjón Magnús Jónsson, Sigríður Þorláksdóttir,
Margrét Katrín Jónsdóttir,
Hrönn Guðjónsdóttir, Björn Baldvinsson,
Magnea Ólöf Guðjónsdóttir, Halldór Kjartansson Björnsson,
Arndís Guðjónsdóttir, Magnús Örn Guðmarsson,
Jón Þór Guðjónsson, Eva Björg Torfadóttir,
Hrafn Eyjólfsson,
Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Halldór Ingi Hákonarson,
Jón Örn Eyjólfsson,
og barnabarnabörn.