Morgunblaðið - 23.11.2007, Síða 47

Morgunblaðið - 23.11.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 47 Páll Óskar – Allt fyrir ástina  ÞAÐ er ómögulegt annað en að taka ofan fyrir Páli Óskari, svo glæst er endurkoma hans sem sólólistamanns á þessari plötu en heil átta ár eru síðan hann sendi slíkan grip frá sér. Í svipinn man ég hreinlega ekki eftir öðru eins. Plötuna umlykur firnamikið ör- yggi; þar sem lífsgleðin er tand- urhrein og hugrekkið er mikið. Páll Óskar leggur hérna öll spilin á dansgólfið ef svo mætti segja, innibyrgð orka leysist úr læðingi með til- komumiklum hætti og þessi langa bið hefur sannanlega verið þess virði. Þessi plata er svo miklu, miklu meira en einföld teknó- skotin danspoppplata. Það er djúpt á stuðinu ef svo mætti segja. Páll Óskar stígur fram sem eins- lags stuðboltalegt söngvaskáld og vægi texta er nærfellt það sama og tónlistarinnar. Platan spilast eiginlega eins og bíómynd þar sem meginþemað er ástin, bæði í sinni fegurstu og ljótustu mynd. Fyrsta lagið, „Partí fyrir tvo“ er nokkurs konar uppslag en svo tekur við óslitið rennsli þar sem hver tónn og textabrot skiptir mál. Uppfyll- ingarefni er einfaldlega ekki til staðar. Lausnin, lokaniðurstaðan er svo í hinu stórkostlega lagi „Nú passar allt“. Mikilfengleg, drama- tísk, falleg smíð; allt þetta í senn. Naumhyggjulegt teknó með þungri undiröldu sem umbreytist þegar á líður í litríka, melódíska stemmu með Pál Óskar syngjandi yfir; með pálmann og „svarið“ í höndunum. Það „passar allt“ í þessu lagi og sama má reyndar segja um plötuna sem heild. Loka- lagið, hið ballöðukennda „Einhver elskar mig“ er síðan lagið sem gárar undir kreditlistanum. Þegar Páll syngur finnur maður að honum er mikið niðri fyrir; hvort sem hann gleðst eða engist um í hugarangri. Hann tilkynnir keikur í titillaginu: „allt fyrir ást- ina/eina sem aldrei er nóg af“ en í hinu angurværa og dumbungslega (en þó taktdrifna og stuðvæna. Já, þetta er ótrúlegt) lagi „Er þetta ást?“ segir „Öll tengsl við sjálfan mig rofinn/af ást til þín er ég dof- inn … þú heldur á hjarta mínu/og nærir kvöl mína og pínu“. Rauði þráðurinn er elska á lífinu, bjart- sýni, von og trú. Þetta kann að hljóma klisjukennt en svona er þetta bara. Og þetta er það vel sett fram; flutt á svo sannfærandi máta og af það mikilli ástríðu að þú þarft að vera rækilega kalinn á líkama og sál ætlir þú ekki að hrífast með. Arnar Eggert Thoroddsen Einstök endur- koma EINKAR ILLKEYTT FERÐAKISTA, ÍMYNDAÐIR DREKAR, TRÖLL, PÚKAR, ÁLFAR, GALDRAMENN, DAUÐINN SJÁLFUR OG HAMINGJUSAMUR TÚRISTI SEM ALLIR VILJA DREPA ,,Einn fyndnasti og besti rithöfundur Bretlands” The Independent ,,Ég hef sjaldan hlegið eins mikið né skemmt mér eins konunglega              !" #$ %   & ' ( ) &   % $&    **       +    " ,% '     & -   '      &   " EINN PLÚS TVEIR ERU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.