Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ENN liggur ekki fyrir hve tjónið á flutningaskipinu Axel er mikið, en þó ljóst að það hleypur á tugum milljóna króna. Skipið, sem strand- aði við Hornafjörð í síðustu viku, var fært upp í þurrkví Slippsins á Akureyri á laugardag. Axel kom til Akureyrar fyrir helgina, lagðist þá að Oddeyrarbryggju og var affermt þar, en um borð voru um 1.700 tonn af frosnum fiski. Skipið er mikið laskað og ljóst að tjónið nemur a.m.k. tugum milljóna króna. Skemmdir eru miklar á stefni Axels og á um það bil 20 metra löngum kafla framarlega á botni skipsins. Að sögn Bjarna Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Dregg Shipping sem á skipið og gerir það út, er enn verið að meta skemmdirnar. Reiknað var með því að verkinu lyki í gær, en í gærkvöldi lá nið- urstaða ekki fyrir. Starfsmenn tryggingafélaga og Slippsins Ak- ureyri hafa skoðað skemmdir um helgina, en ekki var hægt að kom- ast til þess að skoða þær fyllilega fyrr en lokið var við að loftræsta tanka og þrífa. Ljóst er að bráðabirgðaviðgerð fer að minnsta kosti fram hjá Slippnum Akureyri, en ekki skýrist fyrr en tilboð frá fyrirtækinu ligg- ur fyrir hvort gert verður við skip- ið að fullu á Akureyri eða hvort farið verður með það úr landi til þess arna. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu telur Rannsókn- arnefnd sjóslysa (RS) árekstur Ax- els við Borgeyjarboða mjög alvar- legt atvik. Haft var eftir Jóni Ingólfssyni, hjá RS, í Morg- unblaðinu fyrir helgi að miklu verr hefði getað farið og hugsanlega hefði það bjargað skipinu hve sterkbyggt það er. Ari Axel Jónsson, útgerðarmaður og eigandi skipsins, tók í sama streng í samtali við Morgunblaðið. „Skipið er mjög sterkt; það var smíðað fyrir Grænlendinga og sér- staklega haft í huga að það þyrfti að þola siglingar í ís,“ sagði hann. Tjón hleypur á milljónatugum Ekki ljóst hvort gert verður við Axel hér á landi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Miklar skemmdir Flutningaskipið Axel komið upp í þurrkví Slippsins. FJÖLMENNI kom saman við Aust- urvöll þegar ljósin á Óslóartrénu voru tendruð við hátíðlega athöfn í gær. Tréð, sem er rúmir 12 metrar á hæð, var höggvið við Sognsvann sem er eitt vinsælasta útivist- arsvæði Óslóarbúa. Við athöfnina lék Lúðrasveit Reykjavíkur jólalög og Dómkórinn flutti nokkur lög ásamt góðum gestum frá Noregi. Þá flutti barna- og unglingakórinn Majorstuen frá Ósló einnig norsk jólalög. Það var Knut Even Lindsjörn, formaður borgarstjórnarflokks Vinstri grænna í Ósló, sem færði Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Árni Óttar Halldórsson, 10 ára drengur af norsk-íslenskum ættum, kveikti ljósin á trénu. Harpa Arnardóttir las nýtt kvæði um Hurðaskell eftir Andra Snæ Magnason. Þá létu nokkrir jóla- sveinar sjá sig og spjölluðu við gesti og gangandi. Morgunblaðið/Kristinn Jólaljósin skína Árni Óttar Halldórsson kveikti á Óslóarjólatrénu á Austurvelli RÉTTAÐ verður í máli Þórarins Jónssonar list- nema á þriðju- dag en hann olli uppnámi í Tor- onto sl. miðviku- dag þegar hann kom fyrir poka merktum „Þetta er ekki sprengja“ á listasafni í miðborg- inni. Uppátækið var hluti gjörnings sem hann framdi á námskeiði í vídeólist. Hann er ákærður fyrir óspektir og að raska allsherj- arreglu. Þórarinn segir að athygli kanad- ískra fjölmiðla hafi orðið til þess að harðar var tekið á málinu en ella. „Nú er áhugi þeirra að dvína og allt að verða rólegra,“ segir hann og telur að þar með verði afleið- ingar gjörningsins ekki eins alvar- legar fyrir sig og útlit var fyrir um tíma. Þórarinn stundar nám við Ont- ario School of Art and Design, en hefur verið vísað úr skóla tíma- bundið vegna málsins og kennara hans hefur jafnframt verið vikið frá störfum í bili. Viðbrögð skólans eru honum vonbrigði. „Fólk er mjög hneykslað á því hversu fljótt stjórn skólans fordæmdi okkur og að hún laug að fjölmiðlum til þess að þvo hendur sínar af okkur.“ Þórarinn fer fyrir rétt á þriðjudag Þórarinn Jónsson Á FYRSTU tíu mánuðum þessa árs voru flutt út 348 þúsund tonn af áli fyrir 64,4 milljarða króna. Þetta er veruleg aukning miðað við sömu mánuði í fyrra. Þá voru flutt út tæplega 250 þúsund tonn af áli fyrir 46,6 milljarða. Verðmæti áls í útflutningi landsmanna hefur aukist mikið og á eftir að aukast enn þegar álverið á Reyðarfirði kemst í fullan rekstur. Til samanburðar má geta þess að verðmæti útfluttra sjávarafurða var um 105 milljarðar á fyrstu tíu mánuðum ársins. Verðmæti áls eykst mikið „ÞEGAR menn verða hræddir um verðbólg- una eykst eft- irspurn eftir verðtryggðum bréfum,“ segir Arnór Sig- hvatsson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, um þau orð forstjóra Kaupþings að verðtryggðir vextir lækki á mark- aði þegar verðbólga er meiri en markaðurinn gerði ráð fyrir, en hækki þegar verðbólga er minni en spáð var, öfugt við það sem gerist í öðrum hagkerfum. „Fyrstu áhrifin verða þannig oft til lækkunar. Það sem skiptir hins vegar máli er hver langtímaáhrifin verða. Ef Seðla- bankinn bregst við verðbólgu með því að hækka raunstýrivexti breyt- ast væntingar um raunstýrivexti bankans til lengdar. Til lengri tíma litið hefur það áhrif til hækkunar á raunvexti, eins og við höfum séð mjög glögglega undanfarna mán- uði.“ Arnór Sighvatsson Horfa þarf á langtímaáhrif Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra segist taka undir orð Hreið- ars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, um að rétt sé að í framtíð- inni skuli stefnt að afnámi verðtrygg- ingar. Hann segir það vera óskastöðu og að flestir séu áreiðanlega sammála um að vilja sjá á bak henni. Eins og staðan sé núna sé veruleikinn þó ís- lenska krónan. „Kjarni málsins er að framtíðartón- listin er afnám verðtryggingar og stöðugt efnahagslíf, þar sem verð- bólgan er við eða undir viðmiðunum Seðlabankans,“ segir Björgvin. Hann segir engar einfaldar leiðir til að þessu markmiði, en algjört jafnvægi í íslensku hagstjórninni eða upptaka evru þurfi að koma til. Auk þess þurfi lánastofnan- ir og lífeyrissjóðir að koma að mál- um ef afnema eða minnka eigi hlut verðtryggingar í hagkerfinu. „Fram til þessa hafa lánastofnanir ekki verið tilbúnar að lána, í okkar litla gjaldmiðli, til lengri tíma, nema verðtryggð lán. Okkur býðst að taka óverðtryggð lán til styttri tíma eða í erlendum mynt- um,“ segir Björgvin og bendir á að verðtrygging þekkist ekki á evru- svæðum. „Verðtryggingin er á ein- hvern hátt fylgifiskur krónunnar sem örmyntar í landamæralausum fjár- málaheimi.“ Björgvin segir að viðhorf Hreiðars Más til verðtryggingar hljóti að benda til þess að bankar séu nú að einhverju leyti tilbúnir að fylgja því eftir með því að bjóða fólki óverð- tryggð lán til lengri tíma. Innganga í ESB einfaldasta leiðin Björgvin segist ekki hafa farið í launkofa með þá skoðun sína að Ís- lendingar eigi að ganga í Evrópusam- bandið og taka þannig upp evru, ein- hliða upptaka evru sé ekki raunhæfur möguleiki. „Mín skoðun er sú að við eigum í framtíðinni að skilgreina okk- ar samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusambandinu,“ segir hann, en sú leið sé hins vegar ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. „Á meðan málum er þannig háttað verð- um við að gera okkar besta innan þess veruleika sem við lifum í, sem er ís- lenska krónan.“ Inngöngu í ESB telur Björgvin vera einföldustu leiðina til að afnema verðtrygginguna; að renna krónunni saman við aðra stærri. „Á það ber að líta að almenningur tekur lán í erlend- um myntum í æ ríkari mæli, 12-14% lántaka er þannig í dag þrátt fyrir gengisáhættuna. Það kemur til af því að erlend lán eru óverðtryggð og á lágum vöxtum. Hvort hægt er að ná því ástandi hér innanlands, með okk- ar litla gjaldmiðil, verður bara að koma í ljós. Ég tek hins vegar undir með forstjóra Kaupþings að leiðirnar eru þessar; algjört jafnvægi á ís- lensku efnahagskerfi eða upptaka evru,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Flestir sammála um að vilja sjá á bak verðtryggingunn Björgvin G. Sigurðsson  Lánastofnanir og lífeyrissjóðir þurfa að koma að málum  Veruleikinn er krónan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.