Morgunblaðið - 03.12.2007, Side 15

Morgunblaðið - 03.12.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 15 SAUTJÁNDINN er fyrsta verk Lóu Pind Aldísardóttur. Höfundur segir ekki til um hvenær sagan á sér stað en lesandinn getur gert sér þriðja áratug 21. aldar í hugarlund út frá vísbendingum. Sautjándinn er nútíma- leg saga þar sem tilraun er gerð til að kanna vináttu í ljósi svika og hugrekkis. Höfundur lyftir bendingum í nútímanum um eftirlitssamfélag framtíðarinnar: Her- lögregla hefur leyst gömlu góðu lögguna af hólmi, framkvæmdavaldið virðir ekki lýðræð- ið, alþjóðafyrirtæki hafa náð tökum á sam- félaginu, nágrannanjósnir eru viðhafðar og mótmælendahreyfingar starfa leynilega. Þessi framtíðarsýn speglast bæði í ráðstjórn- arríkjum 20. aldar og bókmenntum um ógn- vænleg framtíðarríki. Rammi sögunnar er brostið íslenskt fram- tíðarland. Aðalpersónur bókarinnar eru fjór- ar vinkonur um fertugt. Ylfa lögfræðingur segir söguna, Linda Dögg er þýðandi og deildarstjóri í bóka- búð, Hlaðgerður kvikmynda- rgerðarkona og Ragnhildur for- stjóri alþjóðasnyrtivörufyrirtækis. Sagan gerist á fjórum mánuðum á Íslandi, í Frakklandi og í sól- arlandaferð. Lóa þræðir mánuðina og lýsir lífi og starfi vinkvennanna og ber þar helst á Ylfu sem á fjög- ur börn og er hamingjusamlega gift Magnúsi, fyrrv. myndlistar- manni. Ylfa var hugsjónamann- eskja en segja má að samfélagið hafi gengið af flestum hennar hugsjónum dauðum. Þó blundar mótmæland- inn enn í Ylfu og hún grípur þau tækifæri sem gefast til að sporna með veikum mætti við firringunni. Lesendur fylgjast með því hvernig Ylfu gengur að rækta hugsjónir sínar. Ragnhildur er hins vegar gallhörð í viðskiptum og vílar ekki fyrir sér að brjóta nokkrar siðalegur. Hlaðgerður er lykilpersóna sem getur brugð- ist til beggja vona. Linda Dögg er borgari sem truflar fáa. Sagan fjallar um vináttu þeirra, markmið og svik. Einnig má nefna að sam- band mæðgna ber nokkuð á góma. Loks fléttast inn í söguna feikilegur áhugi á fatnaði og tísku sem sennilega er tákn- rænn fyrir neyslusamfélagið. Ylfa er stödd í fataverslun: „Agndofa yfir öllu dýrindinu, hefði ég áreiðanlega misst af fundinum ef afgreiðslu- konan hefði ekki lært sölumennskuna af ömmu sinni. Hnellin, með svart hár blásið að hætti Sú Ell- en, elti hún mig um alla búðina, þreif niður jakka og trefla og endurtók í sífellu „100% ekta, 100%“.“ (246). Stíll Lóu er léttur og sagan rennur ágæt- lega áfram. Höfundur hefði þó gjarnan mátt vera grimmari gagnvart lokahandritinu. Hér og þar mætti e.t.v. fella ytri upplýsingar út (bls. 153–157 og 197–206) og nota fremur rýmið til að dýpka persónur bókarinnar og skerpa sjónarhornið. Vinátta og brostnar hugsjónir BÆKUR Skáldsaga Eftir Lóu Pind Aldísardóttur. Salka 2007 – 323 Sautjándinn Gunnar Hersveinn Lóa Pind Aldísardóttir TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníutónleikar, fimmtudaginn 29. nóvember.  Verk eftir Igor Stravinskí og Thomas Adès. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Thomas Adès. Einleikarar: Carolin Widmann, fiðla, og Hamrahlíð- arkórar. GESTIR sinfóníutónleika sl. fimmtudags voru eflaust flestir komnir annað hvort til að hlýða á Hamrahlíðarkórana, Sálmasin- fóníu Stravinskís ellegar forvitn- ast um hinn umtalaða tónlistar- mann, Thomas Adès. Yfirþyrm- andi lof á Adès og tónsmíðar hans hefur valdið mjög skiptum skoð- unum meðal tónlistarmanna og gagnrýnenda, en dæmi sérhver fyrir sig, enda getur tíminn einn sigtað stórvirkin frá miðjumoðinu. Adès er jafnan virkur sem hljóm- sveitarstjóri, tónskáld og píanó- leikari, en slík samsetning er æ sjaldgæfari nú til dags þegar sér- hæfingin er fyrir öllu. Tónleikarnir hófust á Scherzo fantastique, op. 3, eftir Stravinskí, sem aldrei hefur verið flutt hér á landi áður. Flutningurinn væri ekki í frásögur færandi nema fyr- ir þær sakir að Adès náði að stilla hljómsveitina saman með ágæt- um. Fiðlukonsert sjálfs hljóm- sveitarstjórans, sem fylgdi í kjöl- farið, samanstóð af þremur köflum, án upphafs eða enda, þar sem þungamiðja verksins vannst í miðkaflanum. Áhugaleysi hljóðfæraleikara hefur e.t.v. haldist í hendur við bagalegan hljómburð Háskóla- bíósins, því varla er hægt að tala um áhrifaríkan flutning fyrir hlé, hvorki hjá hljómsveit né einleik- ara. Brá mjög til betri vegar eftir hléið, þegar eitt frægasta verk Adès til þessa, Asyla, var frum- flutt hér á landi, tíu árum eftir sköpun þess. Verkið er nánast samfellt, án óþarfa ræsking- arpása og frá upphafi festust hlustendur í magnþrungnum vef þar sem slagverksdeildin fór mik- inn og ginnti menn í rænulítið ástand. Í hinum fræga þriðja kafla, Ecstasio, hvarf náladofinn og við tók hrynfastur æsingur, geðshræring og sindrandi sjáöld- ur. Sinfóníuhljómsveitin lék af miklum móð og naumast hægt að ætlast til meira eftir örvænting- arfullt Es-mollið, öskrið í lokin. Eftir talsvert rót stigu Hamra- hlíðarkórar á svið ásamt óhefð- bundnum hljóðfærahópi. Ljúft var að sjá ferskan og agaðan ung- mennahópinn og enn ánægjulegra var að heyra kristaltæra innkomu hans í fyrsta kafla Sálmasinfóníu Stravinskís. Framburður kórsins á latneskum texta Davíðssálma var jafnframt svo skýr að óþarfi var að glugga í söngtexta efnis- skrár, ekki nema til að athuga ein- staka þýðingar. Eins og fram kom í upplýs- ingahlaðinni efnisskránni vildi sjálft tónskáldið helst láta barna- kór syngja efstu raddirnar. Hann hefði örugglega ekki orðið fyrir vonbrigðum þetta kvöld þar sem varla er hægt að finna bjartari eða tærari raddir en þær sem Hamra- hlíðarkórinn hefur upp á að bjóða. Í þriðja hluta verksins varð háðskur nýklassískur stíll tón- skáldsins skýr sem aldrei fyrr. Hjakkað var á orðunum uns eftir stóðu hljóðin ein, enda tónlistin allt sem þarf, þ.e. ef hún hefur yfirhöfuð nokkuð að segja. Alexandra Kjeld Eftirminnilegt algleymi Morgunblaðið/Sverrir Thomas Adés Eitt vinsælasta og eftirsóttasta tónskáld heims. BÆKUR Ævisaga Postulín Eftir Freyju Haraldsdóttur og Ölmu Guðmundsdóttur. Salka 2007 – 246 bls. „ÞAÐ eru forréttindi að lifa með fötlun,“ er ögrandi fullyrðing sem Freyja Haraldsdóttir setur fram í bókinni Postulín sem hún skrifar með vinkonu sinni Ölmu Guðmundsdóttur. Fullyrðingin hljómar glannalega enda efaðist Freyja sjálf um hana. Og þó – oft felur sann- leikurinn sig í því sem sýnist vera öfugmæli. Fullyrðingin er hugarhögg því hún kemur róti á hefðbundnar skoðanir – en reynist rétt vegna þess að Freyja hafði tekið ákvörðun um að vera hamingjusöm og hún vill einnig hjálpa öðrum til að sjá leiðina til hamingjunnar. Sársaukinn hefur verið skuggi Freyju frá fæðingu því hún fæddist með genagalla (OI) sem veldur því að bein hennar eru svo við- kvæm að þau geta hrokkið í sundur af litlu til- efni. „Ég var sú eina á Íslandi með OI á svo al- Gunnar Hersveinn Nútímahetja sem brýtur staðalmyndir varlegu stigi og því var engin reynsla af tilfellum eins og mínu.“ (48). Flestir gera tilraun til að feta vænlega slóð í lífinu til að höndla hina eftirsóknarverðu ham- ingju en slóð Freyju kostaði strit, puð og púl. „… upp á hvern einasta dag legg ég mig fram um það verkefni. Suma daga er það leikur einn og gengur eins og í sögu, en aðra daga þarf ég að beita öllu mínu hugarafli til að skrika ekki fótur og detta ofan í holuna.“ (235). Bókin Postulín á erindi til allra sem leita hamingjunnar því hún er vitnisburður um ein- stakling og fjölskyldu sem tekst með einstök- um hætti að sigrast á mótlæti. „Ég er mann- eskja, ekki bara fötlun,“ segir Freyja og bendir fólki um leið á skylduna að gera ávallt grein- armun á persónum og þáttum sem valda mis- munun. Freyja er góð fyrirmynd og því er áhugavert að kanna hver hennar fyrirmynd er, fyrir utan fjölskyldumeðlimi. Það er Martin Luther King Jr. og eiginleikarnir sem hann stóð fyrir: Stað- festa, fórnfýsi, hugrekki og réttlæti. Draumur Freyju er samfélag á mismununar. Sjálf gerði það sem hún átti ekki að geta og tókst að sigr- ast á fordómum allt um kring. Hún þorði að eiga sér drauma og nýta fötlun sína öðrum til góðs. Þess vegna er fötlun forréttindi. Freyja er óvænt hetja á skjön við hefðina. „Ég fæddist inn í heim sem gerir engan veginn ráð fyrir mér …“ segir Freyja sem brýtur glansmyndir og verður hamingjusöm með því að taka að sér þýðingarmikið hlutverk í samfélaginu. Alma Guðmundsdóttir Freyja Halldórsdóttir TÓNLIST Geisladiskur Icelandic folk songs  Tíu íslenzk þjóðlög. Mór (Þórhildur Örlygsdóttir söngur, Kristján Edelstein rafgítar, Stefán Daði Ing- ólfsson rafbassi og Halldór Gunnlaugur Hauksson trommur). Lengd: 50:00. Pólarfónía Classics PFCD 05.07.013-1, 2007. ÍSLENZKU þjóðlögin lágu furðulengi í gleymsku á 20. öld. E.t.v. minntu þau, líkt og kvæðamennskan, afa og ömmu fullmikið á sult og seyru fyrri tíma, enda var lögunum varla sinnt nema í kórútsetningum tónskálda fram að vestrænni þjóðlagabylgju 7. áratugar. Sú hófst hér með Savanna- tríóinu en tórði að- eins í 15 ár. Lágu þjóðlögin síðan óbætt hjá garði að kalla þar til djass- arar – og ungu tón- skáldin á Sum- arhátíð í Skálholti –gáfu þeim aftur gaum um síðustu aldamót. Um rokkút- færslu þekki ég að- eins eitt vel heppn- að dæmi – plötur Hins íslenzka Þursaflokks frá um 1980. En kannski heppnuðst þær of vel, úr því ekkert sambærilegt fylgdi í kjölfarið. Íslenzka „etnó“-rokksagan reyndist því aðeins leiftur um nótt – skært en stutt. Eða hugsanlega þar til nú, ef líta má á stíl Mó-kvartettsins sem e.k. blöndu af mjúku rokki og djassi. Hverri kynslóð ætti að vera jafn- eðlilegt að nálgast þjóðlagaarf sinn upp á nýtt og að endurrita sína sögu. Því er ekkert við það að athuga þótt efnistökin séu gjörólík aðferð Þursa fyrir 30 árum. Né heldur þótt undirrit- aður sé e.t.v. of gamall til að kunna að meta nú- tízkufyrirbrigði eins og kyrrstæða mókhyggju sem vottar fyrir hér og þar með langheldum sama hljómi, hvað þá fjarveru snarpra takt- skipta með hverjum Þursar rifu hressilega upp þreskivélrænt samtímarokkið. Hér er meira lagt upp úr kyrrlátri fágun en krafti, en oft af athygliverðri lipurð, ekki sízt í gítarvinnu Edelsteins. Einnig má hrósa grúpp- unni fyrir frjálslega, jafnvel frumlega, nálgun innan síns stílramma. Raddfærslutilþrifum er haldið í lágmarki og einfaldleikinn látinn njóta sín í staðinn. Erfiðara þótti mér hins vegar að fallast á lofs- orð umslagsritara um „kyngimagnaðar [sic] út- setningar“. „Smekklegar“ væri nær sanni. Enn- fremur hefði mátt gæta aðeins meiri fjölbreytni í hraðavali. Og söngurinn, þótt tandurhreinn sé og innlifaður, varð í mínum eyrum frekar ein- hæfur til lengdar fyrir jafnmjóslegna rödd. Ríkarður Ö. Pálsson Dúnmjúkur Mór Þórhildur Örlygsdóttir ÉG HEF alltaf haft dálæti á sönglögum Árna Björnssonar tónskálds (1905–1995). Lögin eru svo óheft og frjáls, tónlistin flæðir áfram eins og rennandi vatn. Laglínurnar eru innblásnar og blæbrigðin sem hljómarnir hans skapa eru mergjuð, án þess að um nokkra tilgerð sé að ræða Tvöfaldur geisladiskur sem ber nafnið Horfinn dag- ur og er helgaður minningu Árna, er því kærkomin viðbót í tónlistarflóruna. Þar er að finna kórverk, einsöngslög og kammerverk, meira að segja píanósónötu. Són- atan er reyndar með sístu tónsmíðunum, enda um æskuverk að ræða, en er engu að síður mikilvæg heimild um feril tónskáldsins. Söng- lögin og kórverkin eru hins vegar hreinustu perlur, og sum kammerverkanna eru það líka. Ýmsir flytjendur koma við sögu og skila þeir allir hlutverkum sínum með miklum sóma. Og hönnun kápunnar er vönduð með greinargóðum upplýsingum um æviferil Árna út frá ýmsum sjónarmiðum. Fyrir alla sem áhuga hafa á tón- list Árna er þessi útgáfa skyldueign. Fögur sönglög TÓNLIST Geisladiskur Ýmsir flytjendur. Horfinn dagur Árni Björnsson Aldarminning  Jónas Sen ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.