Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand JÓN SAGÐI MÉR AÐ MEGRUNIN VÆRI MJÖG ERFIÐ FYRIR ÞIG... ÞANNIG AÐ ÉG ÁKVAÐ AÐ KOMA HINGAÐ TIL ÞESS AÐ SÝNA ÞÉR STUÐNING HVAR ER VESKIÐ MITT? ÉG ÁT ÞAÐ ÞETTA ER SYSTIR HANS KALLA OG HÚN GENGUR! HANN ER SVO MIKIÐ KRÚTT! HÚN ER FARIN AÐ GANGA! HÚN GENGUR ALVEG SJÁLF! VIÐ ERUM KOMIN HEIM HANN HEFUR EKKI GERT ANNAÐ ALLA FERÐINA EN AÐ VÆLA UNDAN ÞVÍ AÐ HOBBES HAFI ORÐIÐ EFTIR NÆST ÆTTUM VIÐ AÐ SKILJA HANN EFTIR ÞAÐ HEFUR EINHVER BROTIST INN! VIÐ VERÐUM AÐ FINNA HOBBES! LOKSINS FÆ ÉG AÐ HITTA HOBBES AFTUR! MIKIÐ ER KALT HÉRNA! ÞAÐ BRAUT EINHVER GLUGGANN! SJÁIÐ BARA! EF ÞÚ ÆTLAR AÐ GIFTAST VÍKINGI ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ ÁTTA ÞIG Á ÞVÍ AÐ ÞIÐ EIGIÐ EKKI ALLTAF EFTIR AÐ VILJA ÞAÐ SAMA ÚT ÚR LÍFINU ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ VILJA KAUPA HÚS... HANN Á EFTIR AÐ VILJA KAUPA SKIP VINUR ÞINN, HALLI, ER FREKAR RÍKUR JÁ, HONUM HEFUR VEGNAÐ VEL ERTU EKKERT ÖFUND- SJÚKUR PÍNU... EN ÉG ER ALLTAF ÁNÆGÐUR ÞEGAR VINIR MÍNIR STOFNA FYRIRTÆKI SEM GENGUR VEL MIKIÐ ERT ÞÚ GÓÐUR VINUR ÉG VEIT BARA HVERT ÉG Á AÐ LEITA EF MIG VANTAR VINNU EF EINHVER GETUR KOMIST AÐ ÞVÍ HVER GERÐI ÞETTA... ÞÁ ER ÞAÐ ÞÚ SEM KÓNGU... USS! ÞAÐ GÆTI EINHVER HEYRT Í ÞÉR dagbók|velvakandi Fleiri karlkennara í grunnskólana Í ÞJÓÐFÉLAGINU er mikið talað um að kynjahlutföll innan fyr- irtækja séu ekki rétt og konur hafi ekki sömu völd og karlmenn. Þessi umræða var hávær í kosningabar- áttunni sl. vor og töluðu margir frambjóðendur um að víða þyrfti að auka hlut kvenna í atvinnulífi og stjórnum fyrirtækja. Nokkra athygli vekur að ekkert var talað um grunnskólana í þessu sambandi en í sumum skólum eru 80-100% konur í starfsliðinu og verður að segjast eins og er að mik- ill skortur er á karlmönnum í þess- ari starfsgrein sem er grunnskóla- kennsla. Auðvitað eru konur mjög góðir starfsmenn og góðir kenn- arar en þarna hefur hlutfall kynjanna snúist í það sem það á ekki að vera og furðulegt að ekki skuli hafa verið talað meira um þetta og reynt að laða karlmenn í kennsluna. Það er nauðsynlegt fyrir bæði drengi og stúlkur að umgangast karla til jafns við konur á sínum vinnustað sem er skólinn. Þá ber að geta þess að þúsundir barna í land- inu eru í forsjá mæðra sinna og mörg sjá feður sína einungis aðra hverja helgi og í fríum. Þá er at- hugunarefni að gengi drengja skuli vera lakara í grunnskólanum held- ur en gengi stúlkna hverju svo sem það tengist. Skóli þar sem starfsfólkið er 90- 100% konur er mjög einsleitur en lífsviðhorf og starfsaðferðir karla þurfa líka að komast að í skólunum. Í nýjum kjarasamningum þarf að gera stórátak í því að fá karla í kennarstörfin, en það er undarlegt að það skuli ekki vera rætt meira um þetta ranga kynjahlutfall í starfsliði skólanna sem þarf að leið- rétta til þess að gera góða skóla enn betri. Menntamálaráðherrar síðustu ára hafa sofið á verðinum í þessu máli en hér er verk að vinna. Atli Vigfússon. Herramenn ÞAR sem svo vel hefur reynst hjá mér að auglýsa eftir upplýsingum um gamlar ljósmyndir hér held ég áfram. Er einhver sem kannast við þessa herramenn sem eru á ljós- myndinni? Ef svo er, vinsamlegast hafðu þá samband við mig. Á heimasíðunni http://fell- sendi.bloggar.is/ er að finna fleiri gamlar myndir sem mig vantar upplýsingar um. Sigríður H. Jörundsdóttir, s. 899-0489. Týndir eyrnalokkar og þakkir MIG langar að skila kæru þakklæti til starfsfólksins í Gleraugnaversl- unni Mjódd fyrir frábæra þjónustu. Skipti út glerjum úr gömlu gler- augunum mínum eftir langa notkun vegna galla og þurfti ekki að borga krónu. Einnig langaði mig að auglýsa eftir eyrnalokk sem ég týndi fyrir viku í nágrenni við Krónuna á Bíldshöfða. Lokkurinn er hring- laga úr gulli og hvítagullli. Skilvís finnandi hafi samband við Önnu Maríu í síma 897-8712. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MEÐ vindinn í fangið arka þessar vetrarklæddu konur niður Skólavörðu- stíginn. Vonandi hafa þær gefið sér tíma til að skoða í gluggana á öllum skemmtilegu verslununum við skólavörðustíg. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Með vindinn í fangið FRÉTTIR LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG Ís- lands varar mjög við að leyft verði að selja lyf í stórmörkuðum eða annars staðar utan apóteka í eftirfarandi fréttatilkynningu sem Morgun- blaðinu barst: „Í umræðunni undanfarna daga um að breyta þurfi lagaumhverfi lyfja- verslunar á Íslandi til að auka sam- keppni og lækka lyfjaverð hefur Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) áhyggjur af því að öryggisreglur þær, sem gilda um lyf og lyfjaþjónustu, gleymist í öllum látunum. Markmiðið með lyfjalögum er að tryggja eftir föngum gæði og öryggi lyfja og lyfja- þjónustu, auka fræðslu um lyfjanotk- un, sporna við óhóflegri notkun og halda lyfjakostnaði í lágmarki. Í apó- tekum eru starfandi lyfjafræðingar ásamt lyfjatæknum sem menntaðir eru í sölu (lausasölu)lyfja og að ráð- leggja um val og rétta notkun þeirra- .Vandséð er hvernig upplýsingum og leiðbeiningum um val og rétta notkun verður við komið í/á bensínstöðum, veitingastöðum, stórmörkuðum og söluturnum. Hingað til hefur sala lausasölulyfja verið óheimil í sjálfvali apóteka. Við það að flytja sölu lausasölulyfja í almenna verslun er verið að senda þau skilaboð til neytenda að ekki þurfi sérstaklega að huga að notkun þeirra. Lausasölulyf geta verið hættuleg ef þau eru tekin á rangan hátt eða í röngu magni. Danir hafa miklar áhyggjur af sölu verkjalyfja í dag- vöruverslunum. Frá því sala verkja- lyfja var gefin frjáls í dagvöruversl- unum í Danmörku 2001 hefur sala þeirra aukist um 33%, samkvæmt nýjum tölum frá Danmarks Apote- kerforening. Samtímis hafa innlagnir barna frá 0 til 11 ára á sjúkrahús vegna paracetamól- og acetýlsalisýl- sýrueitrunar meira en tvöfaldast. Mikils ósamræmis gætir í um- ræðunni um lyfjasölu þar sem oft er talað um að fækka þurfi apótekum til að geta lækkað lyfjaverð en nú ber mest á umræðunni um að fjölga skuli útsölustöðum lyfja. LFÍ telur ólíklegt að fjölgun út- sölustaða muni lækka lyfjaverð en tel- ur líklegra að með fjölgun útsölustaða og þar með auknum dreifingarkostn- aði muni verðið hækka.“ Undir tilkynninguna skrifar stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands. Sala jókst um 33% í Danmörku eftir að verslun var gefin frjáls Lausasölulyf geta verið hættuleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.