Morgunblaðið - 03.12.2007, Side 12

Morgunblaðið - 03.12.2007, Side 12
● OPIN kerfi hrepptu titilinn „Partner of the Year 2007“ á Norður- Atlantshafi á verðlaunahátíð Hewlett- Packard sem haldin var nýverið. Á hátíðinni HP Award 2007 voru samstarfsfyrirtæki HP verðlaunuð. Mikið ku hafa verið um dýrðir á hátíð- inni sem talað hefur verið um sem Óskarsverðlaunahátíð upplýsinga- tækninnar. Á myndinni má sjá Þorstein Gunn- arsson, forstjóra Opinna kerfa, taka á móti verðlaununum. Ok félagi ársins hjá HP 12 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar | Frumkvöðull í veiðum á skötusel í net við Suður- land segir að skötuselurinn hafi smækkað mikið síðustu árin. Kallar hann eftir auknum rannsóknum á stofninum. Veiðar á skötusel í net hafa verið stundaðar við Suðurland frá árinu 2001 og er Bergvin Oddsson (Beddi), skipstjóri og útgerðarmað- ur á Glófaxa VE frá Vestmannaeyj- um, brautryðjandi í þessum veiði- skap. Veiðar gengu vel fyrstu árin en dregið hefur úr þeim síðustu tvö árin og skötuselurinn er minni en í upphafi veiðanna. Beddi kallar eftir rannsóknum á skötuselsstofninum sem nú er að skjóta upp kollinum allt vestur í Ísafjarðardjúp. Þangað til fyrir nokkrum árum fékkst hann eingöngu við Suðurland. „Ég byrjaði á skötuselsveiðum ár- ið 2001 og var fyrstur hér á landi til að reyna þennan veiðiskap,“ sagði Beddi í samtali við Morgunblaðið, en skötuselur verður seint talinn með fallegustu fiskum. „Báturinn var útbúinn til veiðanna í Færeyjum því við vissum ekkert hvernig þetta átti að vera en Færeyingar höfðu veitt skötusel í net í nokkur ár. Þeg- ar við byrjuðum vorum við með net- in á 300 til 400 faðma dýpi en svo gekk skötuselurinn upp á grunnið og nú erum við mest á 50 til 70 faðma dýpi. Við höfum haldið okkur á Kötlugrunninu og djúpt á Vík- inni.“ Heildarkvótinn í skötusel er 2200 tonn og er Glófaxi með 160 tonna hlutdeild. Telja fiskinn ekki ofveiddan Beddi segir að skötuselurinn hafi verið áberandi stærri fyrstu árin. „Það var árið 2005 að maður tók eft- ir því að hann var farinn að smækka. Fyrst voru þetta um 50 stykki í kari en núna þarf 100 stykki til að fylla það. Ég veit ekki hver ástæðan er en skötuselur vex fljótt, hann verður kynþroska þriggja ára svo endur- nýjunin er hröð.“ Er ástæðan ofveiði? „Ég veit ekki hvort þetta er staðbundið ástand eða hvort stærri fiskurinn hefur fært sig til. Sérfræðingar Hafró eru ekki á því að um ofveiði sé að ræða en karfinn, sem er aðalfæða skötu- selsins, hefur minnkað á þessum slóðum þannig að kannski er hann farinn annað í ætisleit,“ sagði Beddi, sem í byrjun desember 2005 var bú- inn að fá 150 tonn en í haust er afl- inn 90 tonn. „Það virðist þó vera meiri skötu- selur við Vestmannaeyjar þar sem Gandí VE er með netin. Ég vil ítreka að það vantar rannsóknir því þótt við séum að reyna fyrir okkur er það ekki nóg til að fá heildar- mynd af ástandinu.“ Skötuselurinn fer ýmist á markað innanlands eða í Englandi og er Beddi ánægður með verðið. „Skila- verð er 300 til 350 krónur, sem er ágætt.“ Aldrei kynnst öðru eins Yfirleitt eru þeir með 14 trossur og er hver þeirra rúm míla á lengd. Erfitt tíðarfar í haust hefur gert þeim erfitt fyrir en haustið í fyrra og í ár eru þau verstu sem Beddi hefur kynnst á löngum sjómanns- ferli hvað veður varðar. „Ég er bú- inn að vera á sjó frá 1959 og hef aldrei kynnst öðru eins. Í fyrra var það norðaustanáttin en núna er það suðvestanáttin sem blæs sem aldrei fyrr. Þetta eru allt stífustu vetrar- lægðir sem grafa sig niður við landið og fylgir þeim alltaf kolvitlaust veð- ur sem gæti haft áhrif á veiðina. Þetta gerir okkur erfitt fyrir en skötuselurinn lifir í allt að sex daga í netunum þannig að ef við getum sótt tvisvar í viku er þetta í lagi.“ Skötuselurinn hefur smækkað Ófrýnilegur Skötuselurinn er held- ur ófrýnilegur fiskur að sjá og held- ur sig yfirleitt á miklu dýpi. Morgunblaðið/Sigurgeir Bræður á sjó Bergvin Oddsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Glófaxa, ásamt Hrafni bróður sínum sem reri með honum sem stýrimaður í mörg ár. MATÍS (Matvælarannsóknir Íslands) og norska rannsóknafyrirtækið SIN- TEF hafa gert með sér samkomulag sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir, þróun og virði í sjávar- útvegi og matvælaiðnaði á Íslandi og í Noregi. Samkomulagið gerir Matís kleift að taka þátt í rannsóknaverk- efnum í samstarfi við SINTEF og norsk fyrirtæki í fiskeldi og mat- vælarannsóknum. Þá mun samkomulagið auka möguleika Matís á því að kynna starfsemi sína á erlendum vettvangi og taka þátt í fleiri alþjóðlegum og samevrópskum rannsóknaverk- efnum. Samkomulagið mun einnig gera íslenskum fyrirtækjum og stofnunum mögulegt að þróa sam- starf með SINTEF og fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Matís að helstu styrkleikar SIN- TEF fyrir íslenskan sjávarútveg og matvælaiðnað eru þekking í sjávar- útvegi, svo sem í fiskeldi. SINTEF getur boðið fram aðstoð í rann- sóknum og þróun á þorskeldi og vinnslutækni í sjávarútvegi, þ.m.t. veiðum. SINTEF er í nánu samstarfi við NTNU (Tækniháskólann í Þrándheimi) sem eykur möguleika íslenskra menntastofnana á al- þjóðlegu samstarfi. Að sama skapi getur Matís lagt að mörkum sérþekkingu til fyrirtækja í Noregi í vinnslutækni í sjávarútvegi, fiskeldi og líftæknirannsóknum fyrir sjávarútveg. Mikilvægt skref Framtíðarsýn Matís er að efla sam- keppnishæfni íslensks matvælaiðn- aðar og að samkomulagið við SIN- TEF er talið mikilvægt skref í þá átt. „SINTEF er virt þekkingar- og rannsóknafyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi, sem hefur afar dýrmæta þekkingu á þeim úrlausnarefnum sem snúa að Íslendingum, svo sem í fiskeldi og vinnslutækni í sjávar- útvegi. SINTEF getur því stuðlað að aukinni þekkingu í íslenskum mat- vælaiðnaði og eflt möguleika ís- lenskra fyrirtækja og háskóla á er- lendum vettvangi. Þá opnar samstarfið nýja möguleika í rann- sóknaverkefnum á vegum Evrópu- sambandsins. Við væntum því mikils af samstarfi okkar við SINTEF á komandi árum og gerum okkur von- ir um að það komi til með að auka enn frekar virði í íslenskum mat- vælaiðnaði,“ segir í tilkynningu Mat- ís. SINTEF er sjálfseignarstofnun í rannsóknum og þróun við Tæknihá- skólann í Þrándheimi. Það starfar meðal annars í sjávarútvegi og fisk- eldi. Einnig í byggingariðnaði, bygg- ingaverkfræði, upplýsingatækni, efnafræði, olíuiðnaði og orkuiðnaði. Samstarf Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, og Karl Almas, forstjóri sjávarútvegs- og fiskeldisdeildar SINTEF, handsala samning stofnananna. Eflir samkeppnishæfni íslensks matvælaiðnaðar Matís tekur upp samstarf við norskt rannsóknafyrirtæki ÚR VERINU ÞETTA HELST ... ● VODAFONE mun frá 1. janúar lækka verð á símtölum í útlöndum. Kjörin eru til samræmis við þau sem ákveðin voru í reglugerð Evrópusam- bandsins um verð á reikiþjónustu í aðildarlöndum sambandsins. Reglu- gerðin hefur þó ekki fengið lagagildi á Íslandi. Auk þess að gilda í löndum Evrópusambandsins mun sama verð gilda í Sviss, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Liechtenstein. Verðlækkun á farsímaþjónustunni er misjafnlega mikil eftir löndum, en er í öllum til- vikum umtalsverð, að því er segir í til- kynningu. Lækkar verð í útlöndum BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhjúpaði á laugardag álnastiku og minning- arskjöld við Þingvallakirkju í tilefni af því að á þessu ári eru 90 ár liðin síðan lög voru sett um löggildingarstofu hér á landi. Aðstandendur athafnarinnar voru Samtök verslunar og þjón- ustu (SVÞ) og Neytendastofa, sem nú hefur umsjón með löggildingarmálum hér á landi. Almennt er talið að viðskipti efli mannlegt samfélag og eins og fram kemur í frétta- tilkynningu frá SVÞ eru rétt mál og vog mik- ilvæg forsenda ásættanlegrar verslunar. „Því er þýðing stikulaganna og tilvitnaðra löggild- ingarlaga áréttuð af samtökum verslunarinnar og þeirri stjórnsýslustofnun sem löggilding heyrir undir með upplýsingaskilti og stiku við Þingvallakirkju,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að álnastikunni hafi verið valinn staður með vísan í Grágás þar sem vísir var að löggildingarlögum, svo- kölluðum stikulögum. Þar segir: „Menn skulu mæla vaðmál og léreft og klæði öll með stik- um þeim er jafnlangar eru tíu sem kvarði tví- tugur sá er merktur er á kirkjuvegg á Þing- velli.“ Lög um löggilding- arstofu níutíu ára Löggilding Viðskiptaráðherra afhjúpaði álnastiku og minning- arskjöld við Þingvallakirkju á laugardag. Rétt mál og vog eru mikilvæg forsenda ásættanlegrar verslunar ERLENDIR starfsmenn á Íslandi munu nú geta fengið launaseðla sína afhenta á sínu eigin móðurmáli. Í fréttatilkynningu frá Kerfisþróun ehf. kemur fram að fyrirtækið hafi þróað launakerfi sem geri það kleift að prenta launaseðla með einföldum hætti út á ensku, pólsku, rússnesku og litháensku auk íslensku. Með sama kerfi mun verða hægt að velja um útborgun í krónum eða evrum. Erlendum starfsmönnum hefur fjölgað mjög undanfarin misseri í kjölfar þess að vinnumarkaður hefur þanist út. Segir í tilkynningunni að Kerfisþróun hafi þróað áðurnefnda viðbót við Stólpa-launakerfið til að erlendir starfsmenn geti betur skilið launaseðla sína og verið upplýstir um hvernig laun þeirra sundurliðast. Þegar er nokkur fjöldi fyrirtækja, einkum fiskvinnslufyrirtæki og starfsmannaleigur, farinn að nota kerfið. Launaseð- ill á móð- urmálinu Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.