Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 4
Ljósmynd/Andri Hrafn
TVENNT slapp með skrekkinn
þegar jeppi valt í Salahverfi í Kópa-
vogi í gær. Ökumaður jeppans virð-
ist hafa misst stjórn á ökutæki sínu
vegna hálku með fyrrgreindum af-
leiðingum. Bíllinn endaði á hvolfi
og flutti sjúkrabíll ökumann af vett-
vangi. Mikil hálka var á svæðinu.
Bílvelta í
Kópavogi
4 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jólagjöf fyrir þá
sem „eiga allt“
Gefðu hlýju og samveru um jólin!
Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott
frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem
er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér
hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin
er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni.
Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
0
87
7
TÓNLEIKAGESTUM að óvörum tók Garðar Cortes
lagið með börnum sínum á tónleikum sem Lexus á Ís-
landi skipulagði fyrir Lexus-eigendur og fram fóru í
Háskólabíói í gær. Garðar Cortes stjórnaði tónleik-
unum, en fram komu Garðar Thór tenór, Nanna María
sópran og Aron Axel bass-barítón ásamt Óperukórnum
í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitinni í Reykjavík. Fullt
var út úr dyrum á tónleikunum og vakti samsöngur
fjölskyldunnar verðskuldaða athygli ánægðra tónleika-
gesta sem fögnuðu með þéttu lófataki. Uppklöpp-
unarlagið var Brindisi!, veislusöngur Violettu, Alfredos
og gesta úr La Traviata.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Tók lagið með börnum sínum
„VIÐ höfðum trúað og vonað
að af þessu yrði ekki,“ segir
Sigursteinn Másson, formaður
Öryrkjabandalags Íslands, en
breyting lífeyrissjóða á
greiðslum til um 1.600 örorku-
lífeyrisþega tóku gildi nú um
mánaðamótin. Í samtali við
Morgunblaðið segist Sigur-
steinn hafa miklar áhyggjur af
kjörum þessa fólks á næstu vik-
um og mánuðum, enda ljóst að
Tryggingastofnun ríkisins sé ekki tilbúin að bæta
fólki upp tekjuskerðinguna nú þegar og eins liggi
fyrir að TR muni aðeins bæta fólki 40-60% af
skerðingunni sem það verði fyrir vegna breyting-
arinnar. Sigursteinn segir að það sé flókið mál að
færa skuldbindingar milli kerfa og það geti jafnvel
tekið einhverjar vikur. „Þannig að jólin og desem-
bermánuður kemur illa út fyrir marga í þessum
hópi,“ segir Sigursteinn og bendir á að hópur fólks
fari með þessum aðgerðum langt niður fyrir fá-
tæktarmörk miðað við skilgreiningu ASÍ, en hún
miðar við að fátæktarmörk séu innan við hálf með-
allaun fyrir dagvinnu. „Við sjáum fólk sem fer nið-
ur fyrir 100 þúsund krónur í þessari skerðingu,“
segir Sigursteinn. Hann segir að lækkanir á bót-
um séu á bilinu frá 30-70 þús. kr. hjá fólki sem hafi
fyrir verið með 150-170 þús. kr.
Aðspurður segir Sigursteinn fólk á öllum aldri
verða fyrir skerðingunni. „Þetta er fyrst og fremst
fólk sem var búið að ávinna sér takmörkuð réttindi
í lífeyrissjóðakerfinu. Þarna er í mörgum tilvikum
um að ræða ungt fólk sem var aðeins búið að vera
stutt á vinnumarkaði eða var í námi auk þess sem
þarna eru konur sem voru í fæðingarorlofi á við-
miðunartímabilinu,“ segir Sigursteinn.
Undir fátæktarmörkum
Formaður ÖBÍ hefur áhyggjur af kjörum örorkulífeyrisþega á næstu vikum og
mánuðum Örorkulífeyrisgreiðslur fólks skerðast á bilinu 30-70 þúsund krónur
Í HNOTSKURN
»Breyting lífeyrissjóða á greiðslum tilum 1.600 örorkulífeyrisþega tóku gildi
nú um mánaðamótin.
»Algeng lækkun bóta er á bilinu 30-70þúsund krónur.
»Formaður ÖBÍ hefur áhyggjur af því aðþað geti tekið nokkrar vikur áður en
TR fari að bæta örorkulífeyrisþegum
skerðinguna að hluta.
Sigursteinn
Másson
REYKJAVÍKURDEILD Félags
leikskólakennara (FL) og Kennara-
félag Reykjavíkur (KFR) minna á
umræðu sem í gangi var þegar nýr
meirihluti Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks tók við völdum á
síðastliðnu ári og ákveðið var að
kljúfa leikskólamálefni úr mennta-
ráði og stofna nýtt leikskólaráð.
Um þetta hafi orðið heitar umræð-
ur og skiptar skoðanir auk þess
sem vinnubrögðin hafi verið gagn-
rýnd.
Rök félaganna gegn breytingun-
um voru m.a. að þær væru í and-
stöðu við hugmyndir um að eyða
sem mest skilum milli skólastiga og
líta á skólagöngu nemenda sem
eina heild.
Minnihlutinn sem þá var í borg-
arstjórn tók heilshugar undir gagn-
rýni og rök sem sett voru fram
gegn breytingunum. FL og KFR
hvetja nýjan meirihluta Samfylk-
ingar, VG, Framsóknar og F-lista
til þess að sameina ráðin að nýju.
Kennarafélögin telja að hug-
myndir nýs meirihluta um svokall-
aða Brú – opinn umræðu- og sam-
ráðsvettvang – komi engan veginn í
stað þess að málaflokkurinn sé und-
ir einni stjórn. Það geti hins vegar
verið góður aðdragandi að því að
sameina ráðin að nýju og að því
beri að stefna sem allra fyrst.
Vilja að ráð-
in verði sam-
einuð á ný
Brú gæti verið góður
aðdragandi að því
Á ÁRUNUM 2007
til 2010 renna 1,7
milljarðar króna
til aðgerða sem
varða umferð-
aröryggi eða
rúmlega 400
milljónir króna á
ári. Þetta kom
fram í máli Krist-
jáns Möller sam-
gönguráðherra á aðalfundi Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
Ráðherra minnti á að umferðarör-
yggismál væru hluti af samgöngu-
áætlun og að þeim væri lagt til
ákveðið fjármagn til að unnt væri að
hrinda í framkvæmd nauðsynlegum
aðgerðum.
Kristján sagði að menn yrðu að
vera vakandi fyrir því sem væri best,
öruggast og hagkvæmast í hönnun
mannvirkja, fyrir því að stunda víð-
tæka upplýsingasöfnun og vandaðar
rannsóknir á því sem aflaga færi í
umferðinni með slysaskráningu og
rannsóknum. Nauðsynlegt væri að
uppfræða vegfarendur.
400 milljónir í
öryggismál
Kristján Möller
GJALD sem foreldrar greiða vegna
frístundaheimila og frístunda-
klúbba á vegum ÍTR í Reykjavík
hækkar um 2,5% um næstu áramót.
Eftir hækkun verður vistunargjald
fyrir barn sem er í vistun fimm
daga vikunnar 8.365 krónur á mán-
uði. Þá kostar síðdegishressing fyr-
ir slíka vistun 2.150 krónur á mán-
uði.
Frístunda-
gjald hækkar
ANDSTAÐA við sölu bjórs og létt-
víns í matvöruverslunum hefur
aukist á undanförnum árum og Ís-
lendingar eru á móti því að leyfa
sölu á sterku víni í matvöruversl-
unum. Andstaða við lækkun áfeng-
iskaupaaldurs hefur aukist tölu-
vert. Þetta sýnir nýr þjóðarpúls
Gallup.
Þjóðin virðist vera nokkuð klofin
í afstöðu sinni til þess hvort af-
nema eigi einkasölu ríkisins á sölu
bjórs og léttvíns. Helmingur er
hlynntur því og 43% andvíg. Þeim
sem eru hlynntir sölu á bjór og
léttvíni í matvöruverslunum hefur
fækkað um níu prósentustig síðan
Gallup kannaði þetta síðast og birti
í Þjóðarpúlsinum í febrúar 2005.
Mun fleiri karlar en konur eru
hlynntir því að geta keypt bjór eða
léttvín í næstu matvörubúð og skýr
tengsl eru milli aldurs og afstöðu
svarenda, en hinir yngri eru mun
hlynntari tilslökunum. Sömu sögu
er að segja um hina tekjuhærri, en
fjöldi andvígra eykst jafnt og þétt
með lækkandi tekjum.
Stuðningur við efni frumvarps-
ins, sem nú liggur fyrir Alþingi um
að leyfa eigi sölu á bjór og léttvíni í
matvöruverslunum, er mestur
meðal fylgismanna Sjálfstæðis-
flokksins, 65%, en minnstur meðal
kjósenda Vinstri grænna, 36%.
Andstaða við sölu á sterku víni í
matvöruverslunum er mikil en ein-
ungis um 16% þjóðarinnar eru
henni hlynnt og 79% andvíg. Er það
svipað hlutfall og mældist í könnun
Gallup frá 2005.
Andstaða við lækkun áfengis-
kaupaaldurs úr 20 árum í 18 hefur
aukist verulega frá árinu 2003 og
er nú aðeins rúmur fjórðungur
þjóðarinnar hlynntur slíkri lækk-
un. Nær helmingur þjóðarinnar
var hlynntur lækkun aldurstak-
marksins þegar Gallup kannaði
þetta síðast fyrir fjórum árum.
Fleiri á móti
afnámi einkasölu
STUÐNINGUR við ríkisstjórnina
eykst á ný eftir að hafa dalað und-
anfarna mánuði, mælist nú 78%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar
um tvö prósentustig frá síðustu mæl-
ingu og er nú liðlega 39%. Á sama
tíma bætir Samfylkingin við sig ríf-
lega þremur prósentustigum og
mælist flokkurinn nú með rúmlega
31% fylgi. Fylgi annarra flokka
breytist lítið milli mánaða og er
breyting á fylgi hvers flokks í kring-
um eitt prósentustig. Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð mælist nú ná-
lægt 17%, Framsóknarflokkurinn
fær rösklega 8%, Frjálslyndi flokk-
urinn mælist með nær 4% fylgi og Ís-
landshreyfingin – lifandi land stend-
ur í stað með um 1 prósent fylgi.
Rösklega 17% svarenda taka ekki af-
stöðu eða neita að gefa hana upp og
liðlega 5% segjast myndu skila auðu
eða ekki kjósa ef kosningar færu
fram í dag.
78% styðja
ríkisstjórnina
Fylgi stjórnmálaflokka
breytist lítið milli mánaða