Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR sem betur fer kannast ég ekki við þetta,“ sagði Arndís. Georg Viðar Björnsson var vist- aður í Breiðavík sem strákur og furðar sig á því að enginn hafi veitt ástandinu þar athygli. „Við erum ekki að halda því fram að þarna hafi bara verið vondir menn, það er eng- inn að segja það og hún Dísa var aldrei vond við mig. En það er ekki málið að þetta sé alltaf vonska. Menn ganga í bandalag með alls- konar viðbjóði án þess kannski að Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is SINNULEYSI var helsta ástæða þess að börnin í Breiðavík bjuggu árum saman við harðræði. Enn eru tillögur um nauðsynlegar úrbætur í málefnum barna virtar að vettugi. Þetta er meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum eftir sýningu myndarinnar Syndir feðranna á laugardag í tilefni af því að 75 ár voru liðin frá gildistöku fyrstu barnaverndarlaganna. Barnaverndarstofa stóð fyrir sýn- ingunni og forstjóri hennar, Bragi Guðbrandsson, sagði að enn væri víða pottur brotinn í málefnum barna. „Það hefur aldrei gerst í tólf ára sögu Barnaverndarstofu að ein einasta tillaga stofnunarinnar til fjárlaganefndar hafi verið samþykkt fyrr en nú í haust.“ Inntak þeirrar tillögu var að koma af stað verkefni þar sem börn fá meðferð á heimilum sínum, meðal annars til að draga enn frekar úr stofnanadvöl en þegar hef- ur verið gert. Ekki bara vondir menn Meðal þátttakenda í pallborðs- umræðum voru þau Kristján Sig- urðsson, sem var forstöðumaður Breiðavíkurheimilisins fyrsta árið, og Arndís Magnúsdóttir ráðskona sem vann þar næstu ár á eftir, frá 1956 til 1958. Þau sögðust ekki hafa orðið vör við neitt misjafnt þegar þau voru þar við störf. „Ég er hálf- lömuð eftir að hafa horft á þetta og vera vondir, það er bara svo auðvelt að láta reka á reiðanum.“ Afleiðingar sparnaðar Einn sögumanna í Syndum feðr- anna, Bárður Ragnar Jónsson, segir að hugsa þurfi til lengri tíma í mál- efnum barna. „Það er synd að þá, og jafnvel núna, er svo mikið verið að spara og þannig er verið að eyða meiri peningum til lengdar. Það myndi skila árangri að setja fé í þennan málaflokk og einhverjir ættu þá ekki fyrir höndum að enda á Litla Hrauni eða öðrum stofnunum.“ Í myndinni kemur fram að stærst- ur hluti drengjanna frá Breiðavík komst fljótlega í kast við lögin eftir vistina. „Sumir úr þessum hópi hefðu kannski farið í hundana hvort sem er. Þarna var verið að glíma við djúpstæð vandamál í samfélaginu, alkóhólisma, geðveiki og fátækt, og þeir sem koma úr því umhverfi standa höllum fæti í lífsbaráttunni og verða undir, það gerist. En það breytir ekki þessum glæp sem Breiðavík var,“ sagði Bárður. Hvað má fara betur? Það kom skýrt fram í umræðun- um að uppkomnum Breiðavík- urdrengjum er mjög hugleikið að reynsla þeirra verði til þess að betur verði búið að börnum sem eiga undir högg að sækja. „Ég velti því oft fyrir mér hvað hefði mátt fara betur,“ sagði Bárður. „Ég komst að því að það versta sem getur komið fyrir börn er að vera tekin af foreldrum sínum. Ég veit að því miður er það kannski úrræði sem þarf að beita, en það ætti þá bara að vera í skamman tíma og áherslan ætti að vera á það að hjálpa foreldrunum til þess að fá börnin til sín sem fyrst.“ Georg sagði að barnaverndar- nefndir yrðu að njóta trausts al- mennings. „Kerfið er vitlaust byggt upp ef menn þurfa eitthvað að fela fyrir nefndunum. Ef það er brotist inn einhvers staðar þá leita menn til lögreglunnar, en þegar níðst er á barni þá má alls ekki láta barna- verndarnefnd vita. Það hlýtur að vera vegna þess að þessum nefndum hafa verið mjög mislagðar hendur.“ Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri myndarinnar, sagði nauð- synlegt að hugsa til framtíðar, en jafnframt þyrfti að gera upp fortíð- ina. „Ég held að það sé góð byrjun að við viðurkennum þann vanda sem var á Breiðavík, Kumbaravogi og þessum stöðum og felum hann ekki, heldur tölum um hann eins og fólk.“ „Í bandalag með allskonar viðbjóði, án þess kannski að vera vondir“ Morgunblaðið/Ómar Breiðavík Menn sem vistaðir voru í Breiðavík sem drengir voru meðal þeirra sem ræddu barnaverndarmál á laugardaginn. ur var séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson og organisti var Sigrún Steingrímsdóttir. Ennfremur var jólatrés- skemmtun á torginu, en þar voru sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð. Í Árbænum sátu fullorðnir og börn með vasahnífa og skáru út laufabrauð en uppi á baðstofulofti var spunnið og prjónað. Þar var einnig verið að skreyta jólatré. Í húsinu sem eitt sinn stóð við Lækjargötu 4 fengu börn og fullorðnir að föndra, búa til músastiga, jólapoka og ýmislegt fleira. Þá var hægt að bragða á nýsoðnu keti. Hægt verður að skoða jólasýningu safnsins að nýju næsta sunnudag, 9. desember. Óku saman í hestvagni á jólasýningu í Árbæjarsafni Morgunblaðið/Kristinn ÞEIR voru ánægðir með sig, Styrmir Steinn og Grímur Garri Sverrissynir, þegar þeir fengu sér stutta ferð á hestinum sem ók um Árbæjarsafn í Reykjavík í gær. Jólasýning Árbæjarsafns hefur notið mikilla vin- sælda undanfarin ár og öðlast fastan sess í menningar- lífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Ungir sem aldnir hafa gaman af að rölta milli húsanna og fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Í gær mátti sjá hrekkjótta jólasveina gægjast inn um glugga og kíkja í potta. Börn og fullorðnir fengu að föndra, syngja jólalög og ferðast um í hestvagni. Í gær var einnig guðsþjónusta í safnkirkjunni. Prest- LAUNAKOSTNAÐUR hér á landi, reiknaður í evrum, er mjög svip- aður og annars staðar á Norður- löndum. Aftur á móti er hann hærri en að meðaltali í ríkjum Evrópu- sambandsins. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem hagdeild ASÍ tók sam- an um launakostnað á Íslandi. Launakostnaður hér á landi, reiknaður í evrum, er mjög svip- aður og annars staðar á Norður- löndum, að því er segir í skýrslu ASÍ. Hann er þó í efri kantinum og fylgjum við Dönum og Svíum fast eftir. Iðnaður sker sig þó úr en þar er launakostnaður umtalsvert lægri hér á landi en víðast á Norðurlönd- um og er rétt yfir óvegnu meðaltali samanburðarlandanna. Iðnaðurinn sker sig úr Af viðmiðunarlöndunum má al- mennt segja að launakostnaður sé mestur í Hollandi, Belgíu og á Norðurlöndunum að Finnlandi und- anskildu, en minnstur er hann í Eystrasaltsríkjunum, Póllandi, Rúmeníu og Búlgaríu. Launakostnaður á vinnustund í iðnaði er 35 evrur í Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann er 30 evrur á Íslandi, en 5 evrur í Litháen og 2 evrur í Búlgaríu. Launakostnaður á vinnustund í byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð er hæstur á Íslandi og Dan- mörku eða 34 evrur. Hann er 31 evra í Noregi og 30 evrur í Svíþjóð og 27 evrur í Bretlandi. Aðeins Danmörk og Svíþjóð eru með hærri launakostnað á vinnu- stund í verslun og ýmissi viðgerð- arþjónustu, en þar er hann 30 evrur á Íslandi. Sama á við um launa- kostnað í samgöngum og flutning- um. Þar er Ísland í þriðja sætið á eftir Danmörku og Svíþjóð. Gengi krónunnar leikur stórt hlutverk í samanburði á launa- kostnaði. Krónan styrktist um 7,4% gagn- vart evru frá 2. ársfj. 2006 til 2. ársfj. 2007, sem þýðir að miðað við óbreyttan launakostnað í íslenskum krónum hækkaði launakostnaður sem nemur styrkingu krónunnar. Ef gengi krónunnar hefði verið í 125 stigum á 2. ársfj. 2007 hefði launakostnaður hér á landi verið 2,4% lægri en ella. Í skýrslunni segir að skýring á háum launakostnaði hér á landi sé m.a. langur vinnutími. Á þetta sér- staklega við um byggingariðnað. Svipuð laun og á Norðurlöndum Alýðusamband Íslands bar saman laun hér á landi og í nágrannalöndum okkar Kaup Laun í byggingariðnaði á Íslandi eru þau hæstu í Evrópu. Leikstjóri Syndir feðranna, Ari Al- exander Ergis Magnússon, er ekki ánægður viðbrögðin við myndinni. „Mér finnst þau hafa verið ömurleg. Við erum búin að fá 3.000 manns í bíó, sem er um eitt prósent þjóð- arinnar. Ég gerði mér ekki vonir um meira, en þetta lýsir dálítið af- stöðu samfélagsins, hvað það skipt- ir okkur engu máli þetta fólk. Eins og Bárður segir í myndinni, svona þriðja flokks fólk sem kemur okkur ekki við.“ Aðsóknin dræm Ari Alexander Ergis Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.