Morgunblaðið - 03.12.2007, Page 10
10 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Guðni Ágústsson, formaður Fram-sóknarflokksins, er ekki nógu
vel að sér í pólitískri sögu lands og
þjóðar. Þetta kemur á óvart en kem-
ur skýrt fram í grein, sem hann
skrifaði hér í Morgunblaðið í gær.
Í grein þessari segir formaðurFramsóknarflokksins m.a.:
„Ríkisstjórn
Geirs H. Haarde
er dauf, verð-
bólga geisar og
háir vextir sliga
skuldug heimili
og fyrir-
tæki … Rík-
isstjórnin hefur
sýnt mikið
ábyrgð-
arleysi … Rík-
isstjórn Geirs H. Haarde og efna-
hagsástandið í landinu minnir æ
meir á ástandið, sem sprengdi rík-
isstjórn Þorsteins Pálssonar 1988.“
Þetta er tóm vitleysa hjá GuðnaÁgústssyni. Það var ekki efna-
hagsástandið, sem sprengdi rík-
isstjórn Þorsteins Pálssonar sumarið
1988. Það var samskiptaástandið
innan ríkisstjórnarinnar eða öllu
heldur skortur á samskiptum.
Það er erfitt að halda tveggjaflokka ríkisstjórn saman en það
er enn erfiðara að halda þriggja
flokka ríkisstjórn saman.
Á hverju byggist samstarf flokka?Að það ríki traust á milli for-
ystumanna þeirra.
Í tveggja flokka stjórnum þarf þaðtraust að ríkja á milli tveggja
flokksforingja. Í þriggja flokka rík-
isstjórnum þarf traust að ríkja á
milli þriggja flokksforingja.
Í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonarvarð trúnaðarbrestur á milli for-
manna þriggja flokka. Þess vegna
féll sú ríkisstjórn – og eingöngu
vegna þess.
STAKSTEINAR
Guðni Ágústsson
Guðni og sagan
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
! "
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? # # #
# # # #
#
#
*$BC $$
! " # # ! $ % %
*!
$$B *!
%&
'$(
$& $(!
"( ) "
<2
<! <2
<! <2
%('
$*
+$,- ".
D -
<
&
' #
# # ( )
%
# ! #
( )
62
&
*% ' #
)' (
# + ) , #
/$$"00 "($ $1!" -"$*
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Paul Nikolov | 1. desember 2007
Annaðhvort eða?
Eitt sem ég skil ekki í
umræðunni er af
hverju sumir halda að
þetta sé einhverskonar
stríð á milli trúaðs fólks
og trúleysingja. Er
ekki hægt að vera
kristinn og trúa á aðskilnað ríkis og
kirkju?
Ég tel það hlutverk kirkjunnar að
kenna börnum kristna trú – for-
eldrar sem vilja að börnin þeirra læri
um kristna trú eiga ennþá frelsi til að
gera það, með því að fara í messu.
Meira: paul.blog.is
Björk Vilhelmsdóttir | 2. des. 2007
Aðventuhátíð
Það er fyrsti sunnu-
dagur í aðventu. Við
erum hvert og eitt að
byrja undirbúning
jólanna. Kveikt verður
á Óslóartrénu í dag,
margir nota daginn til
að festa upp ljós við heimili sín en ég
sit og sem hugvekju sem ég ætla að
flytja í Langholtskirkju. Ég ætla að
láta hugann reika um aðventuna, um
það að gefa og þiggja, um vatn, hæn-
ur, geitur og kýr og um mikilvægi
þess að knúsa, kela og kyssa.
Meira: bjorkv.blog.is
Andrés Magnússon | 2. des. 2007
Enginn hægrimaður
Í Silfrinu áðan voru
þau Guðfinna S.
Bjarnadóttir, Kolbrún
Halldórsdóttir, Jón
Magnússon, Að-
alsteinn Baldursson og
Margrét Pála Ólafs-
dóttir að ræða málefni dagsins.
Hvernig stendur á því að ekki var
einn einasti viðmælandi þarna
hægra megin við miðju? Kosn-
ingaúrslit og skoðanakannanir
benda til þess að hægrisinnuð við-
horf njóti nokkurrar útbreiðslu.
Meira: andres.blog.is
Kristinn Pétursson | 2. desember 2007
Rússum vegni
sem best
Pútín hefur á margan
hátt staðið sig vel í
Rússlandi. En „allt ork-
ar tvímælis þá gert er“
segir máltækið – og það
er ekkert fullkomið til.
Við vonum að rússnesku þjóðinni –
þessari stóru nágrannaþjóð okkar –
vegni sem best í framtíðinni.
Ég tel Rússa nágrannaþjóð okkar
því siglingatími frá Íslandi til Murm-
ansk er innan við 3 sólarhringar á
stóru gámaflutningaskipi.
Það er ekki langt til Rússlands sjó-
leiðina og við eigum að stefna mark-
visst að því að efla samstarf okkar við
Rússa, m.a. í skipulagi norð-
urslóðasiglinga um Norðausturleið-
ina þar sem alþjóðlegt eftirlit Rússa
með slíkum siglingum kemur til með
að gegna lykilhlutverki.
Við erum með markmið hérlendis
að hafa stóra umskipunarhöfn hér á
landi fyrir risa-gámaskip, í norð-
urslóðasiglingum í náinni framtíð og
þarna eigum við góða samleið með
Rússum í samstarfi.
Við getum líka lært af Rússum um
góða reynslu þeirra í þorskveiðum í
Barentshafi sl. 10 ár.
Veiðistjórn Rússa á þorski í Bar-
entshafi síðustu 10 ár hefur verið
mjög farsæl. Þorskstofninn í Bar-
entshafi er nú sá sterkasti í N-
Atlantshafi eftir að Rússar höfnuðu
því að láta ICES, Alþjóða hafrann-
sóknarráðið, draga sig á asnaeyr-
unum til að „spara veiði á þorski“…
Meira: kristinnp.blog.is
BLOG.IS
LIÐIN voru sjötíu ár frá því að
Meistarafélag járniðnaðarmanna
var stofnað hinn 28. nóvember síð-
astliðinn. Síðan það sameinaðist Fé-
lagi dráttarbrauta- og skipasmiðja
fyrir fimmtán árum hefur félagið
heitið MÁLMUR – samtök fyr-
irtækja í málm- og skipaiðnaði.
Í tilefni þessara tímamóta var
fjölmenn móttaka á vegum félags-
ins í Húsi atvinnulífsins í Borg-
artúni í Reykjavík. Þar flutti for-
maður Málms, Brynjar Haraldsson,
ávarp og sæmdi fjóra menn gull-
merki félagsins fyrir mikil og far-
sæl störf fyrir það og faggreinina.
Þessir menn eru Bjarni Thorodd-
sen, Ingólfur Sverrisson, Jón
Sveinsson og Magnús Aadnegard. Í
hópi handhafa gullmerkisins er
einnig Steinar Steinsson, sem hlaut
þessa viðurkenningu fyrir tuttugu
árum.
Gefið hefur verið út myndarlegt
áttatíu síðna afmælisrit þar sem
greint er frá sögu málm- og vél-
tækniiðnaðar á Íslandi ásamt helstu
atriðum úr 70 ára sögu félagsins.
Ennfremur er sagt frá þeim við-
fangsefnum sem félagið vinnur að
um þessar mundir í góðri samvinnu
við Samtök iðnaðarins, sem annast
daglegan rekstur þess. Þessi verk-
efni taka mið af þeirri stefnu sem
félagið mótaði árið 2003 og unnið
hefur verið eftir síðan. Þá segja for-
stöðumenn 14 málm- og véltækni-
fyrirtækja frá hinum fjölbreyttu
verkum sem þar eru unnin, segir í
fréttatilkynningu.
Málmur fagnar
70 ára afmæli
Málmur Núverandi og fráfarandi formenn Málms hittust á afmælinu.
Sigríður Laufey Einarsdóttir | 1. des.
Breiðavíkurdrengur
Eftir að hafa lesið bók-
ina Breiðavík-
urdrengur kemur upp í
hugann sú óþægilega
tilfinning að enn eimi
eftir af birtingarmynd
Breiðavíkurdrengs í
velmegunarsamfélagi nútímans.
E.t.v. birtist umrædd mynd í um-
ræðunni um að koma burt kristnum
gildum úr skólum landsins. Í staðinn
á að koma mælikvarði hins sið-
menntaða/upplýsta/menntaða
manns er kann svör við öllu. Allt á að
fara fram með lögmálskenndri
óskeikulli forskrift.
Meira: logos.blog.is