Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 23 NÚ ERU liðnir nokkrir mánuðir frá kosningum og ný ríkisstjórn að móta sínar áherslur. Samfylkingin boðaði í kosningabaráttunni öfluga byggðastefnu með áherslu á jafn- rétti milli fólks óháð búsetu. Undirstrikað var að til þess að ná þessum markmiðum þyrfti stórbættar samgöngur, öflugri nettengingar og bætt fjarskipti en jafnframt stóraukin tækifæri til menntunar á lands- byggðinni. Stefnu- yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar endurspeglar þessi viðhorf, en þar er fyrirheit um að skapa jöfn tækifæri allra landsmanna, óháð kyni, bú- setu, uppruna og félagslegri stöðu. Jafnrétti á vegum úti Samfylkingin á Norðvesturlandi taldi mikilvægt réttlætismál að af- nema gjaldtöku í Hvalfjarð- argöngum. Ljóst er að gerð Hval- fjarðarganga hefði aldrei lokið sumarið 1998 ef ekki hefði komið til framtak fyrirtækja og sveitarfé- laga, stofnun einkahlutafélagsins Spalar og heimild til gjaldtöku. Nú nær 10 árum síðar má færa marg- vísleg rök fyrir því að gjaldið eigi að fella niður, þar sem það veldur óeðlilegri mismunun milli lands- svæða. Það er ekki hægt að búa við það lengur að ein leið að og frá höfuðborginni beri sérstakt veggjald en aðrar leiðir ekki. Nú þegar framlög til vegamála hafa verið stóraukin og fyrirhugað að flýta framkvæmdum á stórum svæðum er enn meira réttlætismál íbúanna og fyrirtækjanna sem nýta göngin mest, að þetta gjald verði aflagt. Flutninga- og fram- leiðslufyrirtæki á Akranesi og í Borgarnesi og þar með neytendur borga mörg hver tugi milljóna í veggjald árlega. Einstaklingur sem ekur göngin vegna vinnu sinnar daglega 220 daga á ári greiðir tæp- lega 120.000 kr á ári á lægsta taxta. Rannsókn Vífils Karlssonar „Samgöngubætur og búseta“ sýnir að tilkoma Hvalfjarðarganga hafði veruleg jákvæð áhrif á bú- setuþróun og búsetuskilyrði á Vesturlandi en jafnframt að gjald- taka dregur úr þeim ávinningi í samkeppni við önnur svæði. Þann- ig dregur gjaldið til dæmis úr dagsferðum og nýtingu á alls kyns ferðaþjónustu á svæð- inu. Fjölskylda í dags- ferð greiðir oftast fullt gjald, 1800 krónur fyrir ferð fram og til- baka. Ólíkar tillögur um afnám veggjalds Tilefni þessarar greinar var þó ekki að fara í langan rök- stuðning fyrir afnámi gjaldsins, þar get ég vísað til ítrekaðra skrifa í kosningabar- áttunni. Ég ætla aðeins að fagna því að bæði þingflokkur Frjáls- lynda flokksins og fjórir þingmenn VG hafa nú slegist í hóp okkar Samfylkingarmanna og flutt til- lögur um afnám gjaldsins þó með ólíkum hætti sé. Átta þingmenn duga þó skammt til að ná málinu fram og tillöguflutningur þeirra því aðeins lofsvert framtak til að kynna skoðun sína á málinu. Ekkert samráð hefur verið haft á milli þingmanna Norðvest- urkjördæmis eins og ég hafði von- ast til, en mikilvægt er að ná breiðri sátt um málið og alla fram- kvæmd þess, a.m.k. þarf að tryggja meirihluta á Alþingi ef málið á að ná fram að ganga. Samræma þarf gjaldtökur af vegum Ég hef því valið þá leið að reyna að fá ríkisstjórnina til að taka mál- ið upp í tengslum við endurskoðun á gjaldtöku á vegum almennt og hef þegar rætt það við samgöngu- ráðherra. Ríkisstjórnin og Alþingi þurfa á næstu mánuðum að svara með skýrum hætti hvort ný jarð- göng svo sem Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Vaðlaheið- argöng eða tvöföldun Suðurlands- vegar og ný Sundabraut eigi að bera veggjald. Alls staðar er hægt að komast aðra leið þó lengri sé. Ég tel mikilvægt að fara vel yfir allar tekjur sem ríkið hefur af um- ferð og samgöngum, en Samtök verslunar og þjónustu telja að þær hafi á síðasta ári numið um 50 milljörðum. Skoða þarf jafnframt með hvaða hætti þeim peningum er ráðstafað nú. Ef það reynist nauðsynlegt að skattleggja umferð enn frekar til að eiga fyrir stór- aukum framlögum til samgöngu- mála þá tel ég eðlilegast að það dreifist sem jafnast á alla lands- menn. Tvöföldun vega og nýja Sundabraut Öll viljum við að samgöngur á landbyggðinni verði efldar. Ljúka verður til dæmis við stofnleiðir á Vestfjörðum sem allra fyrst, það er til vansa hvað það hefur dregist. Jafnframt þarf að vinna skipulega að því að bæta safn- og tengivegi og viðhald vega. Samhliða þessu þarf að bæta samgönguleiðir að og frá höfuðborginni. Þess vegna þarf að hefja framkvæmdir við Sunda- braut strax og tvöfalda Hvalfjarð- argöngin á næstu árum. Taka þarf af skarið varðandi staðsetningu Sundabrautar og ákveða ganga- gerð svo nýta megi þá 2,5 milljarða sem eru til framkvæmda á næsta ári. Ríkisstjórnin má ekki freistast til að halda veggjaldi í Hvalfjarð- argöngum, hvað þá að láta sér detta í hug að setja veggjald á Sundabraut. Krafan hlýtur að vera sú að veggjaldið verði aflagt sem fyrst. Eins milljarðs skattlagning sem leggst svo misjafnlega á íbúa á ekki lengur rétt á sér. Ég vil að við gefum samgönguráðherra og nýrri ríkisstjórn nokkra mánuði til að móta sér almenna stefnu varð- andi gjaldtöku á vegum, en það er sjálfsögð krafa að sú stefna tryggi jafnrétti á milli landshluta. Veggjald í Hvalfjarðar- göngum verði lagt af Guðbjartur Hannesson skrifar um samgöngur »Ríkisstjórnin máekki freistast til að halda veggjaldi í Hval- fjarðargöngum, hvað þá að láta sér detta í hug að setja veggjald á Sunda- braut. Guðbjartur Hannesson Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ÞEMA alþjóðadags fatlaðra hinn 3. desember í ár, skv. ákvörðun Sameinuðu þjóðanna, er „Atvinna við hæfi fyrir ein- staklinga með fötlun“. Af því tilefni stóð Sjálfsbjörg að verkefn- inu „Já, ég vinn hérna!“ í samvinnu við fyrirtæki í Kringlunni, sem fram fór helgina 24. og 25. nóvember sl. Verkefnið fól í sér að Sjálfsbjargarfélagar voru „starfsmenn“ í ýmsum fyrirtækjum í bolum merktum „Já, ég vinn hérna!“. Fyr- irtækin voru m.a. Aug- að, Body Shop, Hag- kaup, Hygea, Skífan, vínbúð o.fl. Einnig brugðu tveir ungir Sjálfs- bjargarfélagar, annar í rafmagns- hjólastól en hinn í handknúnum hjól- stól, sér í hlutverk öryggisvarða á vegum Securitas. Sjálfsbjörg var einnig með sölu- bás þar sem ýmislegt var í boði og gestir gátu tekið þátt spennandi get- raun þar sem spurt var um m.a.: Hvaða jólasveinn er hreyfihaml- aður? Og hvað þarf dyraop að vera breitt með tilliti til hjólastólaaðgeng- is? Boðið var upp á hjólastólaferð með bílstjóra ef gestir voru orðnir fótalúnir og gátu þeir fengið smá rúnt í hjólastól um Kringluna. Get ég aðstoðað? var síðan þjónusta fyrir lúnar hendur viðskiptavina þar sem Sjálfsbjarg- arfélagar á ýmsum tryllitækjum, raf- skutlum og rafmagns- hjólastólum, buðu fram aðstoð sína við að bera innkaupapokana. Verkefnið „Já, ég vinn hérna“ gekk afar vel í alla staði og voru „starfsmenn“ mjög ánægðir með þær mót- tökur sem fyrirtækin sýndu þeim. Við- skiptavinir voru jákvæðir og tóku „starfsmönnunum“ svo vel að í sum- um tilfellum gerði fólk ekki grein- armun á starfsmanni í hjólastól eða á þeim sem var „alvöru“ og gang- andi. Sjálfsbjörg þakkar fyrir gott samstarf og jákvætt viðmót öllum þeim fyrirtækjum sem lögðu verk- efninu lið. Tilgangurinn með verk- efninu var að vekja athygli á þema alþjóðadagsins og stöðu fatlaðra á vinnumarkaðinum og það eru svo sannarlega margvísleg störf sem fatlaðir geta unnið. Hér á landi er því miður enn sjald- gæf sjón að sjá einstaklinga með hreyfihömlun, sem nota hjólastól eða önnur hjálpatæki, vera starfs- menn t.d. í tískuvöruverslun, gjafa- og snyrtivöruverslun. Aðgengi er fremur gott fyrir viðviðskiptavini í verslunarkjörnum, Kringlunni og Smáralind sem dæmi, en yfirleitt er ekki gert ráð fyrir að fatlaðir séu starfsmenn. Afgreiðsluborðin eru oft of há eða þröngt á milli rekka. Með réttu hugarfari og vilja er hægt að breyta því í sameiningu. Sjálfsbjörg vill leggja sitt af mörk- um um eitt samfélag fyrir alla þar sem jafnrétti og virðing ræður á öll- um sviðum. Þar sem fatlað fólk hef- ur tækifæri til að þroskast og nýta hæfileika sína til jafns við aðra þegna samfélagsins. Já, ég vinn hérna Kolbrún D. Kristjánsdóttir skrifar í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra sem er í dag » Atvinna við hæfi fyr-ir einstaklinga með fötlun er þema dagsins. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir Höfundur er varaformaður Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra. MINNINGAR Við vorum ekki háar í loftinu þegar við hitt- umst fyrst hjá séra Árelíusi Níelssyni haustið 1959 og vorum þar að undirbúa fermingu okkar næsta vor. Á fermingadaginn gengum við hlið við hlið inn kirkju- gólfið, hún há og tignarleg eins og alltaf, en ég helmingi lægri, en í minningunni fannst okkur þetta mjög sniðugt og fyndið og við rifj- uðum oft upp þennan dag. En þar sem við vorum báðar með K sem fyrsta staf í nafninu okkar er líklegt að röðinni hafi verið stillt svona upp í kirkjunni. Við vorum miklar vinkon- ur á þessum tíma. Nokkur ár líða í kjölfarið án þess að okkur tækist að rækta vináttusambandið en svo gerðist það skemmtilega að við urð- um mömmur sama ár og aðeins með nokkurra daga millibili og þá varð sambandið meira. Kristín dreif mig í Fóstruskóla Sumargjafar og við urð- um báðar leikskólakennarar. Margs er að minnast. Allt sem hún gerði var gert með stæl. Hugmyndir voru skipulagðar og framkvæmdar strax. Alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Svo er nú eitt sem ég verð að nefna sérstaklega. Það var þegar hún hafði hitt hann Einar sinn. Ljóminn sem skein úr augum hennar þegar hún sagði mér tíðindin var ósvikinn. Hjónabandið varð ástríkt og stóðu þau þétt saman alla tíð. Þau létu gott af sér leiða hvar sem þau komu, bæði í leik og starfi. Hún var sú sem ræktaði vináttusamband okkar og sem dæmi hætti hún ekki Kristín S. Kvaran ✝ Kristín S. Kvar-an kaupmaður fæddist í Reykjavík 5. janúar 1946. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans sunnudaginn 28. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digra- neskirkju 6. nóv- ember. fyrr en hún var búin að fá okkur hjónin til að taka þátt í Lúterskri hjónahelgi til að þroska og rækta okkar hjónaband. Kærleik- urinn var alltaf í fyr- irrúmi hjá Kristínu. Henni var tíðrætt um dætur sínar sem hún var svo stolt af. Við hjónin þökkum traustið og samfylgd- ina, megi góður Guð styrkja Einar dæturn- ar og fjölskyldur þeirra, tengdamóður og venslafólk. Hennar verður sárt saknað. Blessuð sé minning Kristínar S. Kvaran. Kristbjörg og Per. Heimsókn okkar á sjúkrahúsið til Kristínar, nágranna okkar til margra ára, mun seint líða úr minni, er hún sagði okkur frá veikindum sínum og hvert stefndi. Hvílíkt æðruleysi. Því miður gekk það eftir. Það er erfitt að standa hjá og fá engu ráðið. Við aðstæður sem þessar reikar hugurinn aftur til liðinna ára og skemmtilegra stunda í leik og starfi. Við minnumst frábærra stunda með börnum okkar, sem eru fædd með aðeins þriggja vikna millibili og ólust upp í miklu nábýli og vinafesti. Við minnumst gönguferða, lautar- ferða í Heiðmörk, helgarferðar í bú- staðinn, kvöldsiglingar á fögru sum- arkvöldi, að ógleymdum árlegu jólaböllunum. Þetta voru skemmtilegar stundir sem við minnumst með þakklæti og munum varðveita. Hugur okkar er hjá Einari „pabba“, eins og hann var iðulega kallaður á meðal okkar, hjá Thelmu Kristínu og fjölskyldunni, þegar við nú minnumst Kristínar. Við söknum hennar sárlega. Sólveig, Árni Tómas og Árni pabbi. Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kenn- arinn, kerra, plógur, hestur. Þessi vísa eftir Stephan G. Steph- anson lýsir vel ævi móðurbróður míns Haraldar Karlssonar, en það þarf fleiri vísur með sömu hugsun til þess að lýsa eigindum hans því meðal annars var hann einnig list- málari, hagyrðingur, skáld, sögu- maður, tónlistarmaður, söngvari og mannvinur. Hugsun Stephans G. lýsir einnig þeim eiginleika Haraldar að hann gerði alla hluti sjálfur og ef hann kunni þá ekki í byrjun þá lærði hann þá og notaði. Það er einkenni hins sjálfstæða Íslendings, en sál- fræðingar telja þetta einkenni hins afburðagreinda manns. Þessi mann- gerð Íslendinga virðist því miður vera að hverfa í sérhæfingu og au- ragræðgi nútíma Íslands. Haraldur hafði enga þörf fyrir fasteignir, völd, aðdáun eða pen- inga. Honum var nóg að vera hann sjálfur. Minning hans verður langlíf því hann skildi eftir sig að minnsta kosti einn húsgang sem sunginn verður meðan réttað verður á Ís- landi og þannig hljóðar „Klút og pontu kann að meta/kær er jafnan stúturinn/létt hann Blesa lætur Haraldur Karlsson ✝ Haraldur Karls-son fæddist á Njálsgötu 62 í Reykjavík 27. októ- ber 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey feta/lifi gangnaforing- inn.“ Hann var ljúfmenni og ljúflingur sem lagði aldrei illt til nokkurs manns hvorki í orði né verki. Það leiddi af sér að hann var vinsæll og þess vegna og vegna annarra hæfileika sinna dró hann að sér fólk. Mönnum fannst návist hans gefandi, skapandi og frumleg. Haraldur var mað- ur sem lifði í hrynjandi við náttúru jarðar og naut útivistar og vinnu til sjávar og sveita. Hann vann mestan hluta ævi sinnar sem smiður og bóndi en hugur hans leitaði til sjó- mennsku og þess fékk hann notið seinna á ævinni. Hann eins og fleiri þurfti að ganga í gegnum viðgerðartímabil og leið fyrir heilsuleysi í áratugi. Lík- lega hefur hann ofgert sér við vinnu, því hann hlífði sér hvergi. Hann óttaðist ekki dauðann en trúði á hið góða í veröldinni. Hins- vegar var honum raun að því að hafa sært sína nánustu vegna þess að hann átti 14 börn með tveim kon- um, en var giftur einni. Hann þráði fyrirgefningu þeirra allra vegna þessa – og fékk þá fyrirgefningu. Fyrirgefningin birtist honum í draumi þar sem konur hans komu báðar til hans og héldust í hendur og svo á miðilsfundi þar sem þær komu báðar með sama boðskap. Þetta sagði hann mér sjálfur og sýndi skömmu fyrir andlát sitt. Fyrirgefninguna fékk hann einn- ig fyrir sitt mikla barnalán því þau eru öll góðar manngerðir. Þessi frændi minn, og ráðholli vinur, lifði til góðs. Pétur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.