Morgunblaðið - 03.12.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 03.12.2007, Síða 32
... meðan hann rak út úr sér tunguna og starði tryllingslega á við- stadda … 36 » reykjavíkreykjavík N ú er dagur eitt í komast-í- kjólinn-fyrir-jólin-átakinu sem lýkur með hátíðlegri athöfn á Þorláksmessu; þ.e. í skötu- veislu Sægreifans hér niðri við Reykjavíkurhöfn. Herþjálfunin í Baðhúsinu er tekin föstum flugutökum á hverjum morgni og að henni lokinni er lýsis-sport- þrennunni sporðrennt ofan í sveittan skrokk- inn með hálfum lítra af norskum birkisafa, blönduðum vatni. En þótt líkaminn sé bók- staflega í hers höndum er andinn frjáls sem fyrr … og hann þarf líka að næra með hæfi- legu félagslífi og barhoppi. Í þeim tilgangi var litið inn á Boston við Laugaveg, á hæðinni fyrir ofan Rokk&Rósir, en það er eitt nýjasta hreiður fallega og fræga fólksins. Nokk ,,stælí“ staður enda á myndlistarkonan Gabrí- ela Friðriksdóttir heiðurinn af hönnun bar- borðsins, gildar gylltar súlur eru á víð og dreif um salinn og hippalegt – en þó elegant kögur blaktir í gluggunum. Það langbesta við Boston er samt baðherbergið sem er eins og nautnalegur draumur, í eins konar gotneskum barokkstíl. Pottþétt eftirlíking af klósettinu heima hjá leikstjóranum og myrkhuganum Tim Burton. Á heimfluginu tók fluga eftir að víðs vegar um borgina húktu skjálfandi en söngglaðir reykingamenn í litlum hópum, hálfdapurt að sjá spariklæddar sprundir norpa í andstyggilegri norðanáttinni fyrir ut- an skemmtistaðina. Og á gangstéttinni fyrir utan Café Victor sat þungbrýnn dyravörður ofan á meðvitundarlausum manni, sem líklega hafði tekið jólahlaðborðsgleðinni af aðeins of miklum ákafa. En þótt fluga hugi vel að heilsu sinni er henni verulega í nöp við njólaétandi, indíána- tjaldssvett grænmetisætur og þeirra soja latte heimspeki. Og einmitt þess vegna fór hún og lét setja tattú á mjóbakið á sér, nú rétt fyrir helgi: Síðhærði, ameríski tattúmeistarinn frá New Orleans: ,,Ég vanda mjög til verka. Hef til dæmis bara notað þessa nál 9 sinnum.“ Við Blíðhildur vinkona horfumst skelfdar í augu. Tattúmeistarinn: ,,Nálin er enn volg, ég var að klára að tattúa útlifaðan handrukkara úr Keflavík.“ ,,Verður þetta sárt?“ Dúndrandi rokkmúsík blastar úr tæki í glugganum. Ameríkaninn byrjar verkið. Með tilheyrandi hávaða og sprittlykt. Hættir skyndilega og spyr umhyggjusamlega: ,,Líður þér illa?“ ,,Það er að líða yfir mig.“ ,,OK. Þá sendum við vinkonu þína út í búð að kaupa súkkulaði, bíðum róleg á meðan.“ Fluga æðir yfir í verslunina Vínberið við hliðina á Litlu hryllingsbúðinni, kaupir upp lagerinn af belgísku konfekti, ryðst framhjá leðurklæddum tattúkörlum á tröppunum og treður súkkulaðinu upp í Blíðhildi sem liggur á magnum í aftökustólnum. Hún hressist. Og tattúið … það er snilldarverk. Kári Kristinn Bjarnason, Sesselía Auður Eyjólfsdóttir og Pétur Ágústsson. Árni Þorvaldsson og Eiríkur Smith. Svava Sigurjónsdóttir og Elín Pálmadóttir. Björgólfur Guðmundsson og Hafþór Yngvason virtu myndlistina fyrir sér. Knútur Bruun og Sigríður Jóhannsdóttir. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Alma Hrönn Ágústsdóttir og Rakel Unnur Thorlacius. Skúli Sigvaldason Svanhildur Einarsdóttir og Þórarinn Ólafsson. Heimir Pétursson, Hafþór Valur Guðjónsson, Vilmar Sævarsson og Andri Valsson. Víkingur Hjartarson, Hjörtur Helgason og Elín Ólafsdóttir. Karen Grétarsdóttir og Guðmundur „Gúndi“ Þorsteinsson. Flugan … Skjálfandi og söng- glaðir reykingamenn … … Tattútilraunir og soja latte heimspeki … Kolbrún Oddsdóttir og Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir voru kátar á Korpúlfsstöðum. Jóhanna Gylfadóttir, Halla Ólafsdóttir og Lilja jónsdóttir Ólöf Björk Þorleifsdóttir og Helga Steinunn Guðmundsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Þórunn Kristinsdótttir og sýningarstjórinn Elli, Erlingur Jón Valgarðsson. »Rokkið lamdi hlustir gestaá Nasa á fullveldisdaginn, hljómsveitirnar Sign og Skid Row trylltu sveittan lýðinn. » Sýningin Falinn fjársjóðurvar opnuð í gær á Kjarvals- stöðum. Margir skoðuðu þar Hvítasunnudag Kjarvals. » Á laugardag opnuðu 22 listamenn sýninguna Meter áKorpúlfsstöðum. Sýningin stóð aðeins yfir helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.