Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VIÐ krefjumst þess að gripið verði til sýnilegra aðgerða strax til þess að koma í veg fyrir hraðakstur í gegn- um götuna, t.d. að fylla holræsisrör með sandi til þess að þrengja götuna. Við viljum ekki sjá annað svona slys í götunni okkar,“ segir Guðmundur Símonarson, fulltrúi íbúa við Vest- urgötu í Keflavík, sem í dag á fund með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að frumkvæði bæj- arstjóra. „Ég veit að Árni er góður maður og er sannfærður um að hann tekur á þessu strax.“ Íbúar við Vesturgötu í Reykja- nesbæ lokuðu götunni sl. laugardag í um tvo tíma til að mótmæla hrað- akstri og aðgerðaleysi bæjaryfir- valda, en íbúarnir hafa ítrekað óskað eftir aðgerðum til að lækka hraða í götunni. Að sögn Guðmundar hyggj- ast íbúar standa fyrir sambærilegum lokunaraðgerðum á götunni á laug- ardögum eins lengi og þarf þar til gripið hefur verið til einhverra úr- bóta þar. Að sögn Guðmundar hafa íbúar á sl. tveimur árum afhent bæj- aryfirvöldum tvo undirskriftalista þar sem úrbóta hefur verið krafist og var nýhafin undirskriftasöfnun á þriðja listanum þegar banaslysið varð sl. föstudag. Þriðja slysið á árinu „Ég bý á horninu á Vesturgötu og Kirkjuvegi og bílarnir eru stundum á allt að 120 km hraða þegar þeir keyra framhjá,“ segir Guðmundur, en leyfilegur hámarkshraði á Vest- urgötu er 50 km/klst. Að sögn Guð- mundar þyrfti að þrengja Vesturgöt- una, koma upp fleiri gangbrautum og setja upp hraðahindranir, auk þess sem komið hafi fram sú hug- mynd að lækka hámarkshraða í göt- unni niður í 30 km/klst. Segist hann hafa fengið þær upplýsingar frá lög- reglunni að hún hafi tekið um 60 öku- menn fyrir of hraðan akstur á svæð- inu bara á þessu ári. Guðmundur hefur sjálfur á þessu ári orðið vitni að tveimur slysum út um gluggann sinn þar sem keyrt var á börn. Segist hann hafa fengið ábendingu um að banaslys hafi orðið á sama stað og slysið sl. föstudag, fyrir um fimm til sex árum, en í því slysi hafi líka ung- ur drengur látist. Blaðamaður bar þessar tölur og upplýsingar undir lögregluna á Suð- urnesjum sem sagðist ekki geta sannreynt þær með svo skömmum fyrirvara. Í samtali við Gunnar Schram, yfirlögregluþjón lögregl- unnar á Suðurnesjum, sagði hann þessar upplýsinga vissulega vera eitthvað sem lögreglan mundi skoða í framhaldinu. Áfall fyrir bæjarfélagið „Þetta er persónulegt áfall og áfall fyrir okkur öll að svona slys gerist í bæjarfélaginu. Ég tel að Reykjanes- bær sé í hópi þeirra sveitarfélaga sem á undanförnum árum hafa lagt einna mest upp úr umferðarörygg- ismálum. Samt gerist svona hræði- legt slys hjá okkur,“ segir Árni Sig- fússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Segir hann hug sinn og bænir vera hjá aðstandendum drengsins sem lést. Aðspurður um mótmælaaðgerðir íbúa við Vesturgötu segir Árni ljóst að íbúar þar hafi haft áhyggjur af umferðarhraða á þeirri götu eins og svo mörgum öðrum götum í Reykja- nesbæ. Bendir hann á að Vesturgata sé tengibraut milli tveggja stofnæða og ljóst að hraðahindranir þar vísi umferð annað og því sé þetta vand- meðfarið. „Það þarf ávallt að skoða hvernig tryggja megi að hraðahindr- andi aðgerð á einum stað leiði ekki til meiri slysahættu á öðrum stað,“ seg- ir Árni og tekur fram að á fram- kvæmdaáætlun vorsins sé að setja upp ljósastýringu á gatnamótum Vesturgötu og Hringbrautar og einnig að setja upp hraðahindrun á Vesturgötu, milli Kirkjuvegar og Hafnargötu. Segist Árni vilja kanna möguleika þess að flýta þessum framkvæmdum. „Ég tel að það þurfi ekki að líða margar vikur til að við getum farið í bráðabirgða hraðahindrandi aðgerð- ir. Við munum líka eiga viðræður við lögregluna og fara betur yfir það hvernig við getum gætt enn betur að því að lög séu ekki brotin,“ segir Árni og vísar þar til þess að hluti vandans sé að menn virði ekki lög og reglur og aki of hratt miðað við leyfi- legan hámarkshraða. Að sögn Árna hafa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ staðið fyrir umferðartalningu í bæn- um og er stefnt að því að halda fund með íbúum í janúar nk. þar sem nið- urstöður verða kynntar auk þess sem farið verður yfir hraðahindrandi aðgerðir í öllu bæjarfélaginu og grunnur lagður að frekari aðgerðum í samstarfi lögreglu og bæjaryfir- valda. „Við viljum ekki sjá annað svona slys í götunni okkar“ Í HNOTSKURN »Ekið var á fjögurra áradreng á Vesturgötu sl. föstudag. »Ökumaðurinn flúði af vett-vangi. »Drengurinn lést á gjör-gæsludeild Landspítalans í Fossvogi á laugardag. »Karlmaður á fertugsaldrier í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum grunaður um að vera valdur að slysinu. Íbúar við Vesturgötu í Reykjanesbæ vilja að þegar í stað verði gripið til hraðahindrandi að- gerða við götuna. Bæj- arstjórinn fundar með fulltrúa íbúa í dag. Víkurfréttir/Ellert Grétarsson Grunaður Maður á fertungsaldri var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudags, en hann er grunaður um að hafa ekið á drenginn sem lést. Blóðsýni var tekið úr manninum. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Guðmundur Símonarson Árni Sigfússon SKRIFSTOFA Grímseyjarhrepps var innsigluð síðdegis á föstudag. Bjarni Magnússon hreppstjóri seg- ist hafa gert það samkvæmt fyrir- mælum þeirra tveggja manna sem sitja í hreppsnefnd auk oddvitans. „Þeir voru báðir staddir á meg- inlandinu og báðu mig um að innsigla skrifstofuna. Þeir sögðu mér að eitt- hvað alvarlegt væri á ferðinni, trú- lega í sambandi við bókhald. Ég fékk leyfi hjá sýslumanni og innsiglaði síðan skrifstofuna,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Oddviti Grímseyjarhrepps var fyrir nokkrum dögum dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að hafa dregið sér 12.900 lítra af olíu sem hann nýtti til þess að hita upp heimili sitt og verslunarhús- næði í Grímsey, en maðurinn var umboðsmaður Olíudreifingar. Það, að skrifstofa hreppsins skyldi innsigluð, tengist ekki dómnum. Skrifstofa sveitar- stjórnar innsigluð TVEIR ökumenn voru teknir á Grindavíkurvegi í gærmorgun grun- aðir um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var sá fyrri tekinn um klukkan 7 og sá seinni rétt fyrir klukkan 8. Báðir voru færðir til skýrslutöku auk þess sem blóðsýni voru tekin úr þeim. Mikil ölvun var í miðbæ Reykja- nesbæjar aðfaranótt sunnudags og talsvert um útköll vegna slagsmála fyrir utan veitingastaðina við Hafn- argötu. Voru þrír menn handteknir. Ólæti í Reykjanesbæ „SALKA Valka hefur átt heima í Port Gocek síðan árið 2003 og eigendur tíma ekki að fara annað, a.m.k. í bili,“ segir Helgi Þorsteinsson, einn áhafnarmanna á Sölku Völku sem tók þátt í árlegri siglingakeppni í bænum Gocek í Tyrklandi í byrjun nóvember. Salka Valka er 49 feta Jenneau DS og náði góðum árangri, varð í þriðja sæti í sínum riðli. Að sögn Helga er Gocek við Fethyie-flóann við vest- urströnd Tyrklands, 50 km suður af Marmaris. Að þessu sinni voru skráðir til keppni 37 bátar, þar af voru tveir íslenskir, auk Sölku Völku tók Tobba, 45 feta Jen- neau, þátt í keppninni. Fyrsta daginn var keppt á inn- anverðum flóanum og endað í Gocek. „Um kvöldið var haldin móttaka í Rosemarin Villas í útjaðri bæjarins. Hverfið er glænýtt og samanstendur af einbýlis- og raðhúsum. Móttakan var nú væntanlega liður í sölu- kynningu,“ segir Helgi, „enda létu styrktaraðilar keppninnar ekki sitt eftir liggja og vel var veitt af mat og drykk við sundlaug hverfisins,“ segir hann. „Næsta dag var siglt út á flóa og endað í lítilli vík, Kapi Creek. Þar var sömuleiðis vel veitt um kvöldið og eftir var matinn var dansað á borðum,“ lýsir Helgi. Að kvöldi síðasta keppnisdags var haldin heilmikil veisla þar sem verðlaun voru veitt í öllum riðlum. Í áhöfn Sölku Völku voru auk Helga bræðurnir Friðrik og Kristján Helgasynir og tók áhöfnin við verðlaunum fyrir þriðja sæti. Keppnin er haldin seint að hausti þegar hægst hefur um eftir sumarið. Keppendur eru víða að og nefnir Helgi m.a. Breta, Finna, Rússa, Þjóðverja og Frakka að ógleymdum Tyrkjum. Í 3. sæti í siglingakeppni í Tyrklandi Á níu hnúta hraða Helgi stendur vaktina um borð. ♦♦♦ ♦♦♦ ERILL var hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu í fyrrinótt og gista 10 manns nú fangageymslur fyrir ýmis brot. Að sögn lögreglu voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur. Aðrir tveir voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Þá komu upp sex minni háttar líkamsárásarmál. Ennfremur brutu fjórir gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Tíu menn gistu fangageymslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.