Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 19
með flutningabílum búnum sérhönnuðum kæli- og frystitækjum og geymast í þar til gerðum vörumóttökum, vottuðum af gæðaeftirlitskerfi GÁMES. Vel skipulagt flutningakerfi og reynsla í faglegum matvæla- flutningum um allt land tryggja að neytand- inn fær vöru sína ferska innan 24–48 tíma og alla leið ... upp í munn og ofan í maga! Frekari upplýsingar um afgreiðslustaði er að finna á landflutningar.is Allur matur á að fara ... Skútuvogur Kjalarvogur Sæbraut B rú arvo g u r K lep p sm ýrarveg u r H o ltaveg u r Við erum hér Barkarvogur bera saman epli og perur,“ segir Preben Aavitsland sem starfar þar við smitsjúkdómavarnir. Hann tel- ur kanadamennina alhæfa allt of mikið út frá rannsóknunum sem þeir skoðuðu, enda hafi þær ekki verið mjög víðtækar. „Þær vörð- uðu kvef, bráðalungnabólgu, RSV- sýkingar og bráða öndunarfæra- sjúkdóma, sem geta verið nánast hvað sem er. Engin rannsóknanna varðaði beinlínis aðgerðir gegn inflúensusmiti.“ Aavitsland tekur þó undir það með vísindamönnunum að nauð- synlegt sé að rannsaka mismun- andi leiðir við smitvarnir og segir allt of fáar rannsóknir liggja fyrir um áhrif aðgerða á borð við tíðan handþvott, grisjunotkun og að setja leikskóla og skóla í sóttkví. Handþvottur og notkun andlits- grisju geta verið áhrifaríkustu að- gerðirnar til að koma í veg fyrir smit ef upp kemur nýr alheimsfar- aldur inflúensu. Margir vísindamenn telja aðeins tímaspursmál hvenær nýr inflúen- sufaraldur brýst út á heimsvísu að því er fram kemur á netmiðlinum forskning.no. Enginn getur sagt með vissu hvenær slíkur faraldur kemur upp, hvort það verður innan fárra ára eða eftir aldir. Spænska veikin í byrjun 20. aldarinnar er dæmi um slíkan faraldur en hún kostaði milljónir manna lífið. Fjöldi vestrænna ríkja hefur undirbúið sig undir alvarlegan inflúensufaraldur með því að kaupa inn lyf og bóluefni í stórum stíl. Nú segja kanadískir vís- indamenn hins vegar að mikilvæg- ara sé að gera annars konar var- úðarráðstöfunum hærra undir höfði en hingað til hefur verið gert. „Nýr heimsfaraldur gæti haft hrikalegar afleiðingar,“ segja þeir í skýrslu sinni sem birtist nýlega í læknaritinu British Medical Journ- al. „Æ fleira bendir til þess að bólusetning ein og sér geti ekki hindrað víðtækt smit. Þess vegna þarf að meta ávinning af öðrum smitvarnaraðgerðum.“ Vísindamennirnir, sem starfa við McGill-háskólann í Kanada, hafa yfirfarið 51 rannsókn og telja eftir það að hægt sé að benda á aðgerð- ir sem eru bæði einfaldari, ódýrari og áhrifaríkari en bólusetning. Þær felast í því að sjá til þess að almenningur verði duglegri við að þvo sér um hendur og að gera notkun á munngrisjum og hlífð- arhönskum almenna komi slíkur faraldur upp. „Við teljum raunar að slíkar ein- faldar aðgerðir geti verið áhrifa- ríkari til að hindra smit en notkun veirudrepandi lyfja,“ segja vís- indamennirnir í skýrslu sinni. Með því að fara í gegnum ofangreindar rannsóknir hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að af hverjum þremur einstaklingum sem eru vakandi yfir eigin handþvotti og nota munngrisju muni einn komast hjá smiti. „Hingað til hefur athygl- in öll beinst að inflúensubólusetn- ingum en það hefði átt að vera bú- ið að móta aðrar leiðir til að komst hjá smiti fyrir mörgum árum,“ segja vísindamennirnir. Of víðtækar rannsóknir Norska lýðheilsustöðin er ekki sannfærð um ágæti niðurstaðna kanadísku vísindamannanna. „Þeir Morgunblaðið/Ásdís Handþvottur Kanadískir vísindamenn telja að einfaldar aðgerðir á borð við að þvo hendur geti verið mjög áhrifaríkar gegn inflúensusmiti. Einfaldar aðgerðir áhrifaríkar Kanadískir vísindamenn draga í efa að bólusetningar og lyf séu bestu leiðirnar til að vinna gegn inflúensufaraldri heilsa MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.