Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 13 ERLENT USB minnislyklar með rispufríu lógói. Frábærir undir myndir og gögn. Ódýr auglýsing sem lifir lengi. www.alltmerkt.is sala@alltmerkt.is S: 511 1080 / 861 2510 (512 MB, 1 GB, 2 GB og 4 GB) MIKIL spenna var í Venesúela í gærkvöldi vegna þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að stór- auka völd Hugos Chavez forseta. Tvísýnt var um úrslit atkvæða- greiðslunnar og óttast var að átök blossuðu upp á götunum þegar nið- urstaðan lægi fyrir. Chavez varaði andstæðinga sína við því að hann myndi ekki líða neinar tilraunir til að æsa til upp- reisnar og hótaði að stöðva olíu- útflutning Venesúela ef Banda- ríkjastjórn skipti sér af deilunni. Beri Chavez sigur úr býtum verð- ur hann einn af valdamestu leiðtog- um Rómönsku Ameríku og getur gefið kost á sér til endurkjörs. Tapi hann verður hann að láta af emb- ætti þegar kjörtímabili hans lýkur eftir fimm ár. Spenna í Venesúela Reuters Kosið Chavez heldur á barnabarni sínu eftir að hafa greitt atkvæði. BENAZIR Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, hefur staðfest að hún hyggist ræða við Nawaz Sharif, annan fyrrverandi forsætisráðherra, um hvort stjórn- arandstaðan eigi að sniðganga þingkosningar sem boðaðar hafa verið í janúar. Flokkur Sharifs hyggst ekki taka þátt í þingkosningunum nema dóm- arar, sem Pervez Musharraf forseti vék frá þegar hann setti neyðarlög, verði skipaðir í hæstarétt að nýju. Búist er við að Sharif biðji Bhutto um að setja sama skilyrði. Reuters Viðræður Benazir Bhutto á blaða- mannafundi í Peshawar í gær. Bhutto ræðir við Sharif FIDEL Castro var í gær tilnefndur sem frambjóðandi í þingkosningum sem fram fara á Kúbu í janúar og framboðið greiðir fyrir því að þing- ið geti kosið hann þjóðhöfðingja að nýju. Castro hefur stjórnað landinu í nær fimm áratugi en afsalaði sér völdunum til bróður síns vegna veikinda í júlí á síðasta ári. Reuters Hylltur Námsmenn hylla Castro. Castro í fram- boð að nýju Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SAMEINAÐ Rússland, flokkur Vladímírs Pútíns forseta, sigraði auðveldlega í þingkosningum sem fram fóru um helgina og er sigurinn talinn greiða fyrir því að Pútín haldi völdunum í landinu með einhverjum hætti eftir að hann lætur af embætti í maí á næsta ári. Rússneskir stjórn- arandstæðingar sökuðu stuðnings- menn Pútíns um stórfelld kosninga- svik og kommúnistar sögðust ætla að krefjast þess að hæstiréttur landsins ógilti kosningarnar. Sameinað Rússland var með 63,1% kjörfylgi þegar rúm 40% at- kvæðanna höfðu verið talin í gær- kvöldi og búist var við að flokkurinn fengi að minnsta kosti tvo þriðju þingsætanna. Kommúnistaflokkur- inn fékk 11,5% fylgi og samkvæmt fyrstu tölum fengu aðeins tveir aðrir flokkar nógu mikið fylgi, eða minnst 7% atkvæðanna, til að eiga rétt á þingsætum. Flokkarnir tveir hafa báðir stutt Pútín á þinginu, en þeir eru Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, undir forystu þjóðernissinnans Vlad- ímírs Zhírínovskís, og flokkur sem nefnist Réttlátt Rússland og var stofnaður í fyrra samkvæmt forskrift ráðamanna í Kreml. Frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn fékk tæplega 10% fylgi og Réttlátt Rússland 7,6%. Kommúnistaflokkurinn verður því eini stjórnarandstöðuflokkurinn í Dúmunni, neðri deild þingsins. Frjálslyndu flokkarnir Jabloko og Bandalag hægriaflanna fengu ekkert þingsæti. „Lögfræðingar okkar hafa þegar hafið undirbúning kæru til hæsta- réttar,“ var haft eftir talsmanni kommúnistaflokksins. Hann sagði að eftirlitsmenn flokksins hefðu skráð alls 10.000 brot á kosningalöggjöf- inni. Talsmaður Bandaríkjaforseta hvatti rússnesk yfirvöld til að rann- saka þessi meintu kosningasvik. Stjórnarskránni breytt? Skoðanakannanir hafa bent til þess að tveir þriðju Rússa séu hlynntir því að Pútín haldi völdunum þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að enginn geti gegnt forsetaembætt- inu lengur en í tvö kjörtímabil í röð. Verði stjórnarskránni ekki breytt getur Pútín ekki gefið kost á sér til endurkjörs í kosningum sem fram fara 2. mars og hann þarf að láta af embætti í maí þegar síðara kjörtíma- bili hans lýkur. Ráðamennirnir í Kreml lögðu mik- ið kapp á að tryggja Sameinuðu Rússlandi stórsigur í þingkosning- unum til að hann gæti haldið því fram að Pútín hefði fengið umboð þjóðarinnar til að stjórna landinu áfram. Pútín er í efsta sæti á lista Sameinaðs Rússlands og hugsanlegt er til að mynda að hann verði for- sætisráðherra eða stjórni á bak við tjöldin. Frestur til að bjóða sig fram í for- setakosningunum rennur út á Þor- láksmessu. Búist er við að margir verði í framboði en enginn er talinn eiga raunhæfa möguleika á sigri nema með stuðningi Pútíns. Líklegt er að næsti forseti hafi aðeins völdin að nafninu til og hugsanlegt er að hann segi jafnvel af sér áður en kjör- tímabilinu lýkur til að víkja fyrir Pút- ín sem gæti þá gefið kost á sér aftur í forsetaembættið. Nokkrir stjórnmálaskýrendur sögðu að forsetinn gæti nú beitt sér fyrir stjórnarskrárbreytingu til að færa völdin í annað embætti sem hann tæki síðan við. „Hægt er að túlka sigurinn sem ótakmarkað umboð til að semja nýja stjórnarskrá,“ sagði Jevgení Volk, sérfræðingur í stjórnmálum Rúss- lands hjá hugveitu í Washington. „Viljum ekki neinar byltingar“ Þingkosningarnar urðu í raun að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Pútín ætti að halda völdunum. Hann nýtur mikilla vinsælda í landinu, einkum vegna batnandi lífskjara og stöðugleika í landinu eftir pólitíska og félagslega glundroðann sem ein- kenndi fyrstu árin eftir hrun komm- únismans. „Ég kaus Sameinað Rússland vegna þess að lífskjörin hafa batnað í valdatíð Pútíns, við viljum ekki nein- ar breytingar eða byltingar,“ hafði fréttastofan AP eftir sjötugri konu í Sankti Pétursborg. „Allt hefur róast, fólk býr nú við öryggi.“ „Sameinað Rússland hefur staðið sig vel, allt fer batnandi,“ sagði ann- ar kjósandi, nítján ára sjóliði í Vlad- ívostok. Komið í veg fyrir lýðræðislega umræðu Stjórnarandstæðingar sökuðu hins vegar stuðningsmenn Pútíns um að hafa komið í veg fyrir lýðræð- islega umræðu í kosningabaráttunni, misnotað ríkisfjölmiðla til að hampa forsetanum og bandamönnum hans, þaggað niður í stjórnarandstöðunni, lagt hald á kosningabæklinga og handtekið stjórnarandstæðinga. Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm- únistaflokksins, sagði að þetta væru „ólýðræðislegustu kosningar“ sem fram hefðu farið í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna. Garrí Kasparov, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar og fyrrver- andi heimsmeistari í skák, tók í sama streng og sakaði yfirvöld um stór- felld kosningasvik. Hann kvaðst hafa ógilt atkvæði sitt af ásettu ráði í kjör- klefanum þar sem kosningarnar væru aðeins skrípaleikur. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, og George W. Bush létu einnig í ljós efasemdir um að framkvæmd kosninganna hefði verið sanngjörn. „Við höfum tekið eftir því að möguleiki stjórnarandstæðinga á að láta skoðanir sínar í ljós hefur verið takmarkaður,“ sagði Merkel fyrir kosningarnar. „Við höfum áhyggjur af því að fólkið hafi ekki fengið þær frjálsu og lýðræðislegu kosningar sem það verðskuldar,“ sagði talsmaður Bush á föstudag. Greitt fyrir atkvæði? Hreyfingin Golos, sem hafði eftir- lit með kosningunum, sagði að henni hefðu borist um 3.000 ábendingar um meint kosningasvik og svo virtist sem yfirvöld hefðu beitt ýmsum að- ferðum til að tryggja mikla kjörsókn og yfirburðasigur Sameinaðs Rúss- lands. Tugir kjósenda hefðu t.a.m. sagt að þeir hefðu fengið greiðslur fyrir að kjósa flokkinn. Kjósendur í bænum Pestovo hefðu kvartað yfir því að þeir hefðu fengið kjörseðla þar sem þegar hefði verið búið að merkja við Sameinað Rússland. Í Tétsníu, þar sem kjörsóknin var um 99%, sögðust kjósendur hafa séð starfs- menn kjörstaða fylla út kjörseðla og stinga þeim í kjörkassa. Embættismenn og stjórnendur fyrirtækja virtust hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að tryggja sem mesta kjörsókn, meðal annars gjöf- um. Í einu héraðanna var heppnum kjósendum t.a.m. heitið farsímum fyrir að kjósa. Í öðru héraði lofuðu yfirvöld átaki í húsnæðismálum í því sveitarfélagi sem gæti stært sig af mestri kjörsókn. Kennarar, læknar og fleiri ríkis- starfsmenn sögðust hafa fengið fyrirmæli frá yfirmönnum sínum um að kjósa, ella ættu þeir á hættu að missa vinnuna. Hvattir til að rannsaka meint kosningasvik Reuters Umdeildar kosningar Kjósandi í búningi, sem líkist kjörseðli, á kjörstað í Sankti Pétursborg, heimaborg Pútíns forseta. Úrslit kosninganna eru túlkuð sem mikill sigur fyrir Pútín þrátt fyrir ásakanir um kosningasvik. Pútín álitinn hafa fengið umboð til að vera áfram við völd í Rússlandi Í HNOTSKURN » Um 109 milljónir Rússavoru á kjörskrá og kjör- staðirnir voru alls um 95.000. » Rússland er víðfeðmastaland heims og kosið var á 22 klukkustundum á ellefu tímabeltum. Fyrstu kjörstað- irnir voru opnaðir klukkan átta á laugardagskvöld að ís- lenskum tíma austast í Rúss- landi og kosningunum lauk í Kalíníngrad við Eystrasalt klukkan 18 í gær. » Hermt er að alls hafi um450.000 lögreglumenn ver- ið á varðbergi við kjörstaðina. » Kjörsóknin var rúm 60%,mun meiri en í síðustu kosningum. Vinsæll Vladímír Pútín Rússlands- forseti greiðir atkvæði í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.