Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Sorg í Keflavík  Bæjarbúar í Keflavík eru harmi slegnir eftir lát drengsins sem varð fyrir bíl sl. föstudag. Margir komu með útikerti og blóm að slysstað um helgina. Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ekið á drenginn og flúið af vett- vangi. » Forsíða Afnám verðtryggingar  Viðskiptaráðherra sér fyrir sér af- nám verðtryggingar og stöðugt efnahagslíf þar sem verðbólga sé viðráðanleg. Leiðir að því marki séu upptaka evru eða algjört jafnvægi í íslensku hagstjórninni. » Forsíða Tjón upp á tugi milljóna  Ljóst er að kostnaður við viðgerð á flutningaskipinu Axel hleypur á tugum milljóna en það strandaði við Hornafjörð í síðustu viku. Ekki er ljóst hvort gert verður við skipið hérlendis. » 2 Undir fátæktarmörkum  Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, segir örorkulífeyrisgreiðslur margra skerðast um 17-30 þúsund krónur með breytingum um mán- aðamótin. Þar með bætist í þann hóp fólks sem lifir undir fátækt- armörkum. » 4 Ásakanir um kosn- ingasvik í Rússlandi  Flokkur Vladímírs Pútíns sigraði með yfirburðum í kosningunum í Rússlandi um helgina. Stjórnarand- stæðingar saka stuðningsmenn hans um gróf kosningasvik. » 13 SKOÐANIR» Staksteinar: Guðni og sagan Forystugreinar: Er verðtrygging til óþurftar? | Sviðsett lýðræði? Viðhorf: List og siðleysi Ljósvaki: Þættir til tuttugu ára UMRÆÐAN» Gleymdist að uppfæra hugsunarháttinn? Um mansal á Íslandi Veggjald í Hvalfjarðargöngum verði lagt af Já, ég vinn hérna Heitast 0°C | Kaldast -4°C  Norðlæg átt 5-13 m/s hvassast við austur- ströndina. Léttskýjað sunnan og vestan til. Annars skýjað og él. » 10 Terry Pratchett seg- ir gaman að hitta lesendur bóka sinna, þótt þeir aðgangs- hörðustu séu stund- um pirrandi. » 34 BÓKMENNTIR» Dáður rit- höfundur PLÖTUDÓMUR» Plata Sniglabandsins er skemmtileg. » 33 Heimildarmynd um Veiðivötn lýsir dá- semdum þess fagra svæðis með ágætum en hefðbundnum hætti. » 37 KVIKMYNDIR» Paradísar- reitur TÖLVULEIKIR» Einn svakalegasti tölvu- leikur síðari ára. » 37 TÓNLIST» Cliff Clavin í Global Battle of the Bands. » 35 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Litli drengurinn látinn 2. Úrskurðaður í gæsluvarðhald 3. Farið fram á gæsluvarðhald 4. Varð börnum sínum að bana „ÞAÐ hefur aldr- ei gerst í tólf ára sögu Barna- verndarstofu að ein einasta tillaga stofnunarinnar til fjárlaganefndar hafi verið sam- þykkt fyrr en nú í haust,“ sagði Bragi Guð- brandsson for- stjóri í pallborðsumræðum um barnaverndarmál að lokinni sýningu kvikmyndarinnar Syndir feðranna á laugardag. Myndin fjallar um dreng- ina sem vistaðir voru á vegum hins opinbera í Breiðavík. Tillagan sem samþykkt var í haust felst í því að börn fái meðferð á heimilum sínum. Bárður Ragnar Jónsson og Georg Viðar Björnsson dvöldu í Breiðavík sem börn og tóku þátt í umræðum. „Það versta sem getur komið fyrir börn er að vera tekin af foreldrum sínum,“ sagði Bárður og sagði að slíkt ætti aðeins að eiga sér stað í skamman tíma þegar það væri nauð- synlegt. Georg lagði áherslu á að barnaverndarnefndir þyrftu að njóta trausts almennings svo að ill með- ferð á börnum væri ekki falin. | 12 Ein tillaga á tólf árum Bragi Guðbrandsson SAMNINGAR hafa tekist milli bókaforlagsins Veraldar og spænsku útgáfusamsteypunnar Santillana um útgáfu á glæpasögunni Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur í átján spænskumælandi löndum heims. Einnig hefur verið gengið frá samn- ingum um útgáfu á Ösku á þremur öðrum tungumálum, þýsku, pólsku og grísku. Aska gefin út á spænsku „MÓTIÐ hófst skelfilega hjá okkur með stórtapi fyrir Litháum en því lauk með sannkölluðum glæsi- brag,“ sagði Júlíus Jónasson, lands- liðsþjálfari kvenna í handknattleik, eftir sigur á Hvít-Rússum, 31:30, í síðasta leik liðsins af fimm í for- keppni Evrópumótsins í Litháen. Þar með tryggði Ísland sér keppn- isrétt í umspili næsta vor þar sem leikið verður um sæti í lokakeppni EM. Íslenska landsliðið hafnaði í öðru sæti í riðlinum og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var valin í úrvals- lið keppninnar. | Íþróttir Lauk keppni með glæsibrag Íslenska landsliðið vann fjóra leiki af fimm á EM Ljósmynd/Hlynur Sigmarsson Eftir Jón Sigurðsson Skagaströnd | Það er fastur liður í jólahaldinu á Skagaströnd að kveikja á jólatré á svonefndu Hnappstaðatúni í miðbænum. Í ár kom úr Kjarnaskógi frekar lítið og rýrt jólatré og var það sett upp á sínum stað. Bæjarbúar létu óánægju sína strax í ljós við bæj- aryfirvöld, um að jólatréð væri rýrt og vildu fá stærra tré. Sú rödd náði eyrum sveitarstjórnar sem brást hart við og útvegaði annað og veglegra jólatré sem enn er eftir að setja upp. Þegar þessir atburðir spurðust út meðal æskunnar á Skagaströnd að fjarlægja ætti litla tréð brugðu börnin á það ráð að standa vörð um það. Þau Aldís Embla Björnsdóttir, 10 ára, og Egill Örn Ingibergsson, 9 ára, stóðu fyrir undirskriftasöfnun meðal krakkanna í skól- anum og færðu oddvitanum Adolf H. Berndsen bæn- arskjalið. Í bréfinu stóð: „Jólatré jólatré. Við vorkenn- um litla horaða jólatrénu og viljum ekki láta henda því, þess vegna langar okkur að láta færa það yfir á hinn helminginn á Hnappstaðatúni.“ Að sögn Adolfs H. Berndsen mun verða orðið við óskum barnanna og litla horaða jólatréð fær að njóta jólanna í miðbænum, börnunum til ómældrar gleði. Börnin björg- uðu „horaða“ jólatrénu Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.