Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is Borgarnes | Í lok nóvember sl. tók Sigríður Margrét Guðmundsdóttir (Sirrý í Landnámssetrinu) við al- þjóðlegum verðlaunum á heimsþingi kvenna í atvinnurekstri FECM sem haldið var í Kaíró. Ásamt henni fóru ellefu aðrar íslenskar konur og á þinginu voru 400 konur sem eru stjórnendur jafnmargra fyrirtækja frá 55 löndum. ,,Verðlaunin voru veitt fyrir áhugaverðasta nýsköp- unarfyrirtækið og skilyrði var að fyrirtækið hefði ekki verið í rekstri lengur en í fimm ár,“ segir Sirrý. Hún segir að upphaflega hafi Félag kvenna í atvinnurekstri tilnefnt Landnámssetrið og hún beðin að senda svör við ítarlegum spurn- ingalista og skrifa greinargerð um reksturinn. Hélt að við ættum ekki séns ,,Við unnum greinargerðina vel og tókum þessu mjög alvarlega. Við fengum þýðanda til að aðstoða okk- ur og svo gerði ég ítarlega glæru- sýningu sem rakti sögu Landnáms- setursins alveg frá byrjun, hvernig allt var þegar við komum hingað og til dagsins í dag, hvernig allt er orðið núna. Ég sendi blaðagreinar og allt sem ég taldi að gæti gagnast til að fá verðlaunin. Jafnframt tíundaði ég þetta góða samstarf sem við höfum átt við samfélagið hér og greindi skilmerkilega frá öllum styrkjum bæði frá ríki og einkaaðilum. Ég hélt í sannleika sagt að við ættum ekki séns í þessi verðlaun vegna þess að við byggjum ekki eingöngu á eigin áhættufé. En ég sagði auðvitað frá því að við hefðum bæði hætt okk- ar fyrri störfum til að byggja upp fyrirtækið. Það kom mér samt veru- lega á óvart að það sem ég hélt að væri okkar helsti veikleiki reyndist vera aðal styrkleikinn.“ Sirrý segir styrkleikann felast í því að dóm- endum þótti spennandi hvernig hægt er að byggja upp menning- artengda ferðaþjónustu á opinber- um styrkjum en í einkarekstri. ,,Þetta þótti góð fyrirmynd sem önn- ur lönd gætu litið til, t.d. sérstaklega ýmis Afríkuríki þar sem áhersla er á menningartengda ferðaþjónustu. Hins vegar var það sem réð alger- lega úrslitum að grunnhugmyndin á bak við Landnámssetrið skuli vera í svona miklum tengslum menningar- arfinn.“ Fékk hláturskast Sirrý hafði ekki hugmynd um hvort hún fengi verðlaunin þegar hún fór á heimsþingið. ,,Ég hugsaði samt með mér að ef ég slysaðist til að fá þau væri fáránlegt að vera ekki viðstödd.“ Ísland lék reyndar stórt hlutverk þarna því að Aðalheiður Karlsdóttir frá Eignaumboðinu stjórnaði pallborðsumræðum. Á lokakvöldi þingsins var tilkynnt um verðlaunin. ,,Ég heyrði frekar illa og var eiginlega hætt að hugsa um þetta og ekkert benti til þess að ég fengi nein verðlaun. En þá heyri ég að kynnirinn er að reyna stauta sig fram úr einhverju rosalega erfiðu nafni; ég fékk hláturskast því fyrst fannst mér þetta bara fyndið og svo varð ég ofboðslega glöð og ánægð. Það er alltaf gaman að fá verðlaun, en málið er auðvitað að þetta eru ekkert bara mín verðlaun, ég er bara fulltrúi allra sem hafa komið að Landnámssetrinu og ekki síst Kjartans Ragnarssonar, sem á hvað mestan þátt í þessu framtaki.“ Þrátt fyrir að rólegra sé í ferða- þjónustu á þessum árstíma er í nógu að snúast á Landsnámssetrinu. ,,Flaggskipin okkar eru sýningarnar um landnámið og Egils sögu. Það er grunnhugmyndin sem við fórum af stað með í upphafi; að gera sagna- arfinn okkar sýnilegan og Íslend- ingasögurnar fyrir þá sem eiginlega ekkert þekkja til þeirra, með því að búa til litlar sýningar þar sem við stiklum á stóru. Fólk getur á tveim- ur hálftímum fengið yfirborðsþekk- ingu í landnáminu og Egils sögu sem vonandi er hvatning fyrir fólk til þess að lesa og læra meira. Þetta er gert með hljóðleiðsögn sem til er á sjö tungumálum og núna er það áttunda að bætast við.“ Landnáms- setrið var ennfremur opnað með leiksýningunni Mr. Skallagrímsson og segir Sirrý vinsældir þessarar sýningar hafa farið fram úr öllum vonum. Í byrjun næsta árs verður leiksýningin Brák eftir Brynhildi Guðjónsdóttur frumsýnd í Land- námssetrinu. ,,Brynhildur er þekkt fyrir að leika Edith Piaf, og hún hef- ur gert þennan einleik þar sem hún reynir að varpa ljósi á líf Brákar.“ Brák var fóstra Egils, fyrsta kven- hetja Íslendingasagnanna og inn í þetta mun Brynhildur flétta söng. Hún hefur fengið með sér Pétur Grétarsson slagverksleikara og leik- stjóri er Atli Rafn Sigurðarson. Uppáhald jólasveinanna ,,Þetta hefur orðið til þess að við fundum hvað það er gaman að auka fjölbreytnina í starfseminni. Hér er skemmtileg gjafavöruverslun þar sem lögð er áhersla á íslenskt hand- verk og hönnun. Við höfum haft alls konar uppákomur, tónleika, kvenna- kvöld, jólahlaðborð og nú síðast uppáhald jólasveinanna en það er hugmynd sem við fengum í fyrra þegar hingað kom um 40 manna hópur í staðinn fyrir að fara á jóla- hlaðborð. Þetta voru fjölskyldur frá fyrirtæki í Reykjavík sem ákváðu að draga sig úr skarkalanum og fara í sveitarólegheitin einn dag. Þetta hittist á sama dag og úrslitin voru gerð kunn í smákökusamkeppninni og hér var síðan dansað í kringum jólatréð. Fólkið átti ekki orð yfir hvað þetta heppnaðist vel þannig að í ár gerum við þetta um helgar fram að jólum, eða eftir eftirspurn. Við bjóðum upp á uppáhaldsmat jóla- sveinanna í hádeginu en það er plokkfiskur, bjúgu og uppstúfur, lambalæri og brúnaðar kartöflur, að ógleymdum grjónagraut með möndlu, skyri og royal-karamellu- og -súkkulaðibúðingi. Svo skemmti- lega vildi til að á meðan fólkið var að borða villtust jólasveinar, m.a. Bjúgnakrækir inn á Landnáms- setrið og ætluðu að stela mat frá krökkunum. Eftir hádegismatinn var brúðuleiksýningin ,,Pönnukakan hennar Grýlu“ eftir Bernd Ogrodnik og hægt að fá kaffi og pönnukökur.“ Sirrý segir aðsóknina að Land- námssetrinu alltaf aukast og vera miklu meiri en þau áttu von á. ,,Ég vil líka gjarnan vekja athygli á því að hér er opið alla daga, veitingahúsið er alltaf opið og hlaðborð í hádeginu. Það er tilvalið að skreppa hingað í sunnudagsbíltúrinn, fara út fyrir höfuðborgarsvæðið í fallega náttúru og rólegt umhverfi. Auk þess eru margir aðrir möguleikar í afþrey- ingu og útivist á Vesturlandi.“ Landnámssetrið fær alþjóðlega viðurkenningu Verðlaun Sigríður Margrét segir að dómendum hafi þótt spennandi hvernig hægt er að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu á op- inberum styrkjum en í einkarekstri. Sauðárkrókur | Í stilltu en björtu og köldu veðri sl. fimmtudag kom saman hópur fólks á áningarstað Vegagerð- arinnar við Vesturós Héraðsvatna í Skagafirði. Tilefni þessarar samkomu var und- irritun samnings milli áhugahóps um gerð styttu af Jóni Ósmann ferju- manni frá Utanverðunesi, og mynd- höggvarans Ragnhildar Stef- ánsdóttur, sem tekið hefur að sér verkið. Hefur styttunni verið fundinn staður þar sem vel sést yfir ósinn og nánast á stígnum sem ferjumaðurinn gekk til og frá heimili sínu í Ut- anverðunesi. Vann við ósinn í um 40 ár Jón Ósmann var um fjörutíu ára skeið ferjumaður við ósinn, hóf störf sem unglingur og sinnti þeim allt til dauðadags. Frumkvöðull að gerð styttunnar er Sveinn Guðmundsson hrossaræktandi á Sauðárkróki og hefur hann myndað áhugahóp sem vinnur með honum að framgangi hugmyndarinnar, að reisa bronsstyttu af ferjumanninum í fullri líkamsstærð. Áhugahópinn skipa auk Sveins þeir Sigurður Haraldsson bóndi að Gróf- argili, Stefán Guðmundsson fyrrv. al- þingismaður, Hjalti Pálsson sagn- fræðingur frá Hofi og Árni Ragnarsson arkitekt. Ragnhildur Stefánsdóttir mynd- höggvari var fengin til að gera kostn- aðaráætlun um gerð slíkrar styttu og niðurstaða hennar varð 6.130.000 kr. og á grundvelli þeirrar áætlunar hef- ur nú verið formlega gengið frá samningi við Ragnhildi um að hún taki að sér gerð listaverksins, en stefnt er að því að um sólstöður næsta sumar verði verkið fullbúið. Að sögn Sveins stendur fjármögnun verksins yfir, og miðar vel, en betur má ef duga skal og hafa nú verið opn- aðir reikningar í Landsbankanum og Kaupþingi og bera báðir nafnið Ferjumaðurinn, en þar geta áhuga- samir lagt framkvæmdinni lið. Í Landsbankanum: 0161-26-1914, og í Kaupþingi: 0310-13-862. Þjóðsagnapersóna í lifandi lífi Jón Ósmann var ferjumaður alla sína ævi, hóf starfið sem unglingur og sinnti því allt til dauðadags. Hann var rúmlega tveggja metra maður, þrek- vaxinn og afrenndur að afli, sem nýtt- ist honum vel í starfi, er knýja þurfti níðþunga dragferjuna fullhlaðna, á handaflinu einu landa á milli. Í lif- anda lífi var Jón Ósmann þegar orð- inn þjóðsagnapersóna, þá var hann ferjumaður lengst allra á Íslandi og einmitt þess vegna þykir áhugahópn- um Jón Ósmann verðugur fulltrúi þeirrar stéttar manna sem önnuðust hin erfiðu samgöngustörf á og við stórfljót landsins. Opnuð verður í fyrstu viku desem- ber netsíða þar sem áhugasamir geta fylgst með og stutt framgang þessa skemmtilega verkefnis í minningu ferjumannsins, og er slóðin: skagaf- jordur.com/ferjumadurinn. Minnisvarði um Jón Ósmann ferjumann Morgunblaðið/Björn Björnsson Myndhöggvarinn Ragnhildur Stef- ánsdóttir og Sveinn Guðmundsson hrossaræktandi handsala samning um gerð styttu af Jóni Ósmann. Í baksýn er ósinn, starfsvettvangur ferjumannsins. Eftir Birki Fanndal Haraldsson Jarðböðin við Mývatn | Það er orðin hefð fyrir því að jólasveinarnir, all- ir sem einn, fari í ærlegt þrifabað í Jarðböðunum í byrjun jólaföstu. Þetta mælist vel fyrir, bæði hjá þeim sjálfum sem og gestum Jarðbað- anna, sem gjarnan fjölmenna til að fylgjast með sveinunum og tiltektum þeirra. Eftir baðið tóku þeir strikið suður hjá Hverfelli og beinustu leið til heimkynna sinna í Dimmuborgum. Þar verða þeir nú upp á hvern dag og taka á móti gestum fram til jóla. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Jólasveinarnir í baðferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.