Morgunblaðið - 03.12.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 37
/ AKUREYRI/ KRINGLUNNI
BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára
AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i. 16 ára
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI
SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS
BEOWULF kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára
IN THE LAND OF WOMEN kl. 8 LEYFÐ
30 DAYS OF NIGHT kl. 10 B.i. 16 ára
BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 3D-DIGITAL
SYDNEY WHITE kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
AMERICAN GANGSTER kl. 9D B.i. 16 ára DIGITAL
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
„RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG
DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!“
Ó.E.
eeee
„American gangster er
vönduð og tilþrifamikil“
- S.V., MBL
eeee
,,Virkilega vönduð glæpamynd
í anda þeirra sígildu.”
- LIB, TOPP5.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA
BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára
30 DAYS OF NIGHT kl. 10:20 B.i. 16 ára
WEDDING DAZE kl. 8 LEYFÐ
EASTERN PROMISES kl. 10 B.i. 16 ára
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
„Óskarsakademían mun standa á
öndinni... toppmynd í alla staði.“
Dóri DNA - DV
Leiðinlegu
skóla stelpurnar
- sæta stelpan
og 7 lúðar!
Amanda Bynes úr She‘s The Man er
komin aftur í bráðskemmtilegri mynd
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á AKUREYRI
eeee
HJ. - MBL
600 kr.
Miðaverð
SÝND Í KRINGLUNNI
FORELDRAR
6 EDDU-
VERÐLAUN SÝND Í SELFOSSI
SÍÐUSTU SÝNINGAR
MARGIR telja Veiðivatnasvæðið
fegursta stað á landinu, hver sá sem
hefur komið á þennan paradísarreit
langt uppi í óbyggðum verður snort-
inn af friðsæld einstæðrar náttúru-
perlu. Sá sem kemur þar í fyrsta
sinn upplifir nýja og einstæða lífs-
reynslu ævintýralegra andstæðna.
Eftir að hafa ekið tugi kílómetra eft-
ir grárri og lífvana eyðimörk er
komið að dálitlu vatnsfalli, Vatna-
kvíslinni, hún er fordyrið að dýrð-
inni. Þegar yfir ána er komið byrjar
græni liturinn að gleðja augað, fjöl-
breytileikinn er ótrúlegur því þessi
gróðurvin er í 550-600 metra hæð.
Landslagið er tilkomumikið, fjöldi
vatna leynist á milli sand- of vikur-
ása, hrauntögl, gígar, lækir og foss-
ar og þegar þú ert búinn að koma
þér fyrir á bakkanum við eitthvert
hinna gjöfulu veiðivatna áttu von á
enn einu ævintýrinu, góðri veiði á
vænum ísaldarurriða, gráðugum og
grimmum, feitum og pattaralegum
og einstökum í lífríkinu.
Vatnalíf – heimildarmynd um
Veiðivötn lýsir þessari dásemd með
ágætum. Gunnar Sigurgeirsson,
kvikmyndagerðarmaður á Selfossi,
er öllum hnútum kunnugur og tekur
á viðfangsefninu af vandvirkni og al-
úð. Myndin byrjar á jarðsögunni fyr-
ir örófi alda þegar urriðinn átti
greiða leið í vötnin, allt fram á þenn-
an dag, fikrar sig áfram gegnum eld-
gos og hamfarir uns svæðið var mót-
að í þá mynd sem við þekkjum það í
fyrir 500 árum. Farið er yfir munn-
mæli og nytjasöguna, þegar vötnin
voru Rangæingum og Skaftfell-
ingum mikilvæg matarkista þó tor-
sótt væri yfir langan fjallveg að fara,
jökulfljót og eyðisanda og hafst var
við í tjöldum og frumstæðum byrgj-
um.
Smám saman löguðust aðstæð-
urnar, vöð fundust fyrir fjallatrukka,
síðan var Tungnaá brúuð 1969, við
virkjunarframkvæmdir við Sigöldu.
Ferðafélagið byggði stóran skála við
Tjaldvatn í samvinnu við landeig-
endur og umferðarálagið jókst með
ári hverju.
Rakin er fróðleg saga fiskeldisins
í Galtalæk, á hinum magnaða ís-
aldarurriða úr vötnunum, sem hefur
aukið og tryggt aflasæld þannig að í
dag fæst árlega á þriðja tug þúsunda
fiska, mestmegnis af þessum ein-
stæða stofni. Rætt er við veiðimenn
sem sækja upp eftir á hverju sumri,
ár eftir ár. Það verður enginn samur
maður eftir að hafa tekist á við og
landað stórglæsilegum bolta af hinu
göfuga kyni, það er aðeins einn þátt-
urinn í töfrum náttúrunnar. Um-
hverfið er ólýsanlega fagurt, vötnin
sjálf ákaflega ólík, sum hver gróður-
vana gígar en mörg hver umvafin
fjölbreyttum gróðri og útsýnið tign-
arlegt með helstu jökla landsins í
sjónmáli.
Vatnalíf er gerð á hefðbundinn
hátt, fléttað er inn í tökurnar göml-
um myndum og kvikmyndabútum,
rætt við þá sem þekkja vötnin
manna best, fiskiræktarmenn, stað-
arhaldara, veiðiklær. Margbreytileg
og mikil tónlistarnotkun er oftast
falleg og oftast vel viðeigandi en ger-
ir ekki mikið fyrir heildina.
Allt er tígulegt leiksviðið umfaðm-
að öræfakyrrð og Gunnari hefur tek-
ist með ágætum að fanga það á
mynd, sem er kærkomin öllum þeim
sem kynnst hafa svæðinu af eigin
raun. Þá er það ekki síður vel til þess
fallið að kveikja þrá í brjósti nýrra
aðdáenda.
Vatnalíf í Paradís
Sæbjörn Valdimarsson
Morgunblaðið/Golli
Í Veiðivötnum Fluguveiðikona í Hraunvatni í Veiðivötnum. Margir telja Veiðivatnasvæðið fegursta stað á landinu.
KVIKMYNDIR
Selfossbíó
Íslensk heimildarmynd. Leikstjórn, hand-
rit, myndataka og klipping: Gunnar Sigur-
geirsson. Lokaklipping: Steinþór Birgis-
son. Hljóðupptaka: Ólafur Þórarinsson.
Hljóðblöndun: Pétur Einarsson. Þulir:
Gunnar Eyjólfsson og Sigurgeir Hilmar
Friðþjófsson. 90 mínútur. Filmsýn. Ís-
land. 2007.
Vatnalíf - heimildarmynd um Veiðivötn
RATCHET and Clank-serían er af-
skaplega vel heppnuð leikjasería
enda um að ræða eina fínustu ævin-
týraleiki tölvuleikjasögunnar. Enn
og aftur lenda hetjurnar tvær í svað-
ilförum þegar afskaplega skapill
geimvera vill tortíma Ratchet, hin-
um síðasta af sinni tegund. Af hverju
þessi vonda geimvera vill drepa hetj-
una okkar er ekki alveg vitað en það
skiptir svo sem ekki miklu máli í leik
sem þessum, svo framarlega sem
spilunin er skemmtileg. Og það er
hún. Í leiknum ferðast maður á milli
pláneta sem allar hafa sín einkenni
og hættur og auðvelt er að ferðast
fram og til baka og skoða borðin bet-
ur því þau eru mörg hver troðfull af
leyndum hlutum. Eykur það endur-
spilunargildi leiksins svo um munar.
Leikurinn er einnig afskaplega fal-
legur á að líta, með stór borð og mik-
ið að gerast í bakgrunninum. Hægt
er að ferðast um á vængjum sem
Clank eignast og þá opnast veröldin
mun meira fyrir spilarann.
En það er sumt sem fer í taugarn-
ar á mér, eins og það þegar maður
deyr í leiknum þá á maður til að
byrja nánast á byrjunarreit borðsins
og þarf að kljást við alla þá óvini sem
maður hafði tekist á við áður. Það
gerir það að verkum að eftir nokkur
skipti hendir maður frá sér pinnan-
um og slekkur á honum. Hins vegar,
sökum þess hve leikurinn er góður,
endar maður alltaf á því að kveikja á
honum aftur og halda áfram þar sem
frá var horfið.
Eins og áður sagði er grafík leiks-
ins virkilega falleg og öll hönnun til
fyrirmyndar. Hljóðmyndin er
skemmtileg, ekkert brjálæðislega
frumleg en leikarar standa sig bara
vel og verða ekki fljótt pirrandi eins
og svo oft á við í leikjum sem þess-
um. Fyrirtaks eintak fyrir aðdá-
endur „platform“-leikja og yngri
kynslóð tölvuleikjaspilara
Hopp og hí í himnaborgum
Ómar Örn Hauksson
TÖLVULEIKIR
Ratchet and Clank:
Tools of Destruction
PS3
Insomniac
TÖLVULEIKIR
Eftir Ómar Örn Hauksson
mori@itn.is
EINN svakalegasti leikur síðari ára
kom út fyrir stuttu. Crysis heitir
gripurinn og er hannaður af þýska
fyrirtækinu Crytek og Electronic
Arts. Leikurinn hefur hlotið ein-
róma lof gagnrýnenda bæði fyrir út-
lit, spilun og grafík en hann nýtir sér
allra nýjustu tæknina í PC-tölvum til
hins ýtrasta. Það þýðir hins vegar að
maður þarf að eiga nokkuð öfluga
tölvu til að geta spilað leikinn al-
mennilega.
Leikurinn hefst á því að undar-
legur hlutur er grafinn upp á
ónefndri Kyrrahafseyju og í hönd
fer deila milli Bandaríkjamanna og
Norður-Kóreumanna um eignarrétt
á hlutnum. Fílefldur sérsveitar-
maður er sendur inn, búinn nýjustu
tækni í vopnabúnaði og hans verk-
efni er að komast að því hvað er í
gangi og hvaðan hluturinn kemur.
Það skemmtilega við leikinn er að
það er algerlega á manns eigin valdi
hvernig maður framkvæmir verk-
efnið því öll eyjan er opin manni og
maður getur ferðast hvert sem er á
henni. Einhverjum kann að þykja
þessi lýsing minna á Far Cry sem
kom út fyrir nokkrum árum, þar
sem svipað ferðafrelsi var við lýði,
og samlíkingin er ekki ósanngjörn,
enda var Crytek á bak við þann leik
einnig. Sandbox editor kallast þessi
hönnun þar sem allt er opið manni
og leikmaðurinn þarf ekki að fara
eftir fyrirfram ákveðnum leiðum
sem hafa að lokum bara eina út-
komu. Með aukinni tækni og aukn-
um krafti í leikjavélum og heim-
ilistölvum munu leikir halda áfram
að stækka og auka möguleika og
frelsi leikmannanna. Það gerir leik-
ina að sjálfsögðu raunverulegri og
innlifunin verður eftir því. Fram-
undan eru bjartir tímar í tölvu-
leikjum.
Heilu landsvæðin til umráða