Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 39
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Meira! Gagnrýnandi vill fá að heyra meira í Ragnheiði og dáist að því hversu vel Haukur bróðir hennar náði „hinum lesteríska anda á köflum“. FÉLAGI minn góður segir þegar sýður í sveiflupottinum: „Þetta er eintóm gleði!“ Það á vel við þá skemmtun er Gröndalssystkinin, Haukur, altisti og klarínettuleikari – tenóristi þetta kvöld – og Ragn- heiður söngkona, buðu gestum Múlans upp á, er þau leituðu fanga í efnisskrá Billie Holliday. Þau voru studd af fínni hrynsveit sem skartaði Ásgeiri Ásgeirssyni á gít- ar, Þorgrími Jónssyni á bassa og Eric Qvick á trommur. Efnisskráin var römmuð inn í söngdans Arlens „Get Happy“ og þar var Haukur á Zoot Sims skón- um. Aftur á móti var Lester Yo- ung á dagskrá hans þetta kvöld. Það fer enginn í föt Lesters, en aðdáunarvert var hversu Haukur náði hinum lesteríska anda á köfl- um; ekki síst í sólóinu í „Easy Li- ving“. Á frumútgáfunni með Billie er Buster Bailey þar á klarínett og Benny Goodman lék oft með henni eins og í „What A Little Moonlight Can Do“ sem Ragga söng sérdeilis glæsilega – og þá kemur spurn- ingin: Ætlar helsti djassklarínettu- leikari okkar, síðan Finnur Eydal, ekki að blása djass á klarínettið á næstunni? Hrynsveit kvöldsins var eilítið vélræn á köflum enda Basie- sveiflan ekki innborin ungum mönnum. Gítarsólóar Ásgeirs Ás- geirssonar voru sérdeilis klið- mjúkir og fallegir, en áttu rætur í boppi. Haukur er eini djassleikari íslenskur, sinnar kynslóðar, sem nær að tengjast svingtímanum á sannfærandi hátt. Ragga Gröndal hefur sungið geysivel undanfarið, en mér hefur alltaf þótt vanta dálítið upp á að hún væri alvörudjassöngkona; bæði voru rýþmískum tengingum hennar og laglínufloti ábótavant. Nú var allt annað upp á ten- ingnum. Hún reyndi að sjálfsögðu ekki að líkja eftir Billie á einn eða annað hátt – nema að vera hún sjálf – og túlkun hennar á „Lover Man“ og „Mean To Me“ voru frek- ar í ætt við Söruh Vaughan. En það sem skipti máli var að nú hef- ur Ragga náð valdi á djasssöngs- tækninni og tilfinningar hennar fá þar frjálsa útrás. Mættum við fá meira að heyra. Ragga höndlar sveifluna TÓNLIST Múlinn á DOMO Ragnheiður og Haukur Gröndal. Miðvikudagur 28.11. 2007  Vernharður Linnet MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 39 ATTRACTIVE RYKKÚSTUR Afflurrkunarkústur sem afraf- magnar. Langir flræ›ir sem ná í afskekktustu afkima og skilja ekkert eftir! Ótrúlega sni›ugt! fiú flarft enga fötu, fyllir bara brúsann me› vatni og hreinsiefni. Ótrúlega einfalt! MOPPUSETT FLASH M/SPREYBRÚSA Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! 20% afsláttur fiRIFIN VERÐA LEIKUR EINN ULTRAMAX MOPPUSETT Blaut- og flurrmoppur fyrir allar ger›ir gólfa. Fatan vindur fyrir flig. Hrein snilld! Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Forðist að koma kerti fyrir nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöld- um í kertalogann Munið að slökkva á kertunum i ÍSLENSKA menningarhátíðin Reykjavík to Rotterdam, sem hald- in var í Rotterdam, þótti heppnast afbragðsvel. Henni lauk 24. nóv- ember sl. og var uppselt á alla við- burði, þó svo aukasýningum eða tónleikum hafi verið komið á. Langar biðraðir voru við við- burðastaði og sóttu 1.500 manns hátíðina, dagana þrjá sem hún stóð yfir. Allir gestir fengu að smakka íslenskan mat og drykki, m.a. ís- lenskt brennivín. Hljómsveitin Rökkurró flutti sína fyrstu tónleika á hátíðinni utan landsteinanna, spilaði fyrir fullu húsi og seldi auk þess alla geisla- diska sína, að því er segir í tölvu- pósti frá skipuleggjendum hátíð- arinnar, Reykjavik to Foundation. Þá þótti tónlistarhópurinn Evil Madness vera einn af hápunktum hátíðarinnar, skipaður Jóhanni Jó- hannssyni, Stilluppsteypu, BJ Nil- sen og DJ Musician. Hann hafi spil- að fyrir „250 furðu lostna áheyrendur“, eins og það er orðað. Undirbúningur er þegar hafinn að næstu Reykjavik to hátíðum, í Kaupmannahöfn og Berlín 21.-24. maí á næsta ári. Nánar má lesa um þær á www.reykjavik.to. Morgunblaðið/Árni Torfason Rass Pönksveitin Rass spilaði á Reykjavík to Rotterdam. Vel sótt Ís- landshátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.