Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 11 FRÉTTIR           1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.     !  "  #  $ #  $    % # &     %  ' ( ) www.ginseng.is SJÖ umferðar- óhöpp voru til- kynnt til lögregl- unnar á Akureyri í gær. Að sögn lögreglu má rekja öll óhöppin til slæmrar færðar og hálku en mikið hefur snjóað í bænum. Engin al- varleg slys urðu á fólki. Um kl. 12.30 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleið- ingum að hún hafnaði í Eyjafjarðará. Lögreglan segir ökumann hafa slopp- ið án meiðsla. Bifreiðin skemmdist hins vegar mikið. Klukkustund síðar missti annar ökumaður stjórn á bifreið sinni í krapa. Bifreiðin hafnaði á ljósastaur sem stendur við göngustíg við Akur- eyrarkirkju. Bifreiðin skemmdist mikið og þurfti að kalla eftir drátt- arbifreið til að draga hana á brott. Þá þurfti að sækja ónýta bifreið á Vaðlaheiði um klukkan þrjú í dag. Bif- reiðinni hafði verið lagt úti í vegar- kanti og ók önnur bifreið á hana með þeim afleiðingum að sú kyrrstæða fór út af veginum. Sama var uppi á ten- ingnum hjá umræddum ökumanni, en hann missti stjórn á ökutækinu í hálku. Ökumann sakaði ekki en báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Mörg óhöpp á Akureyri Mjöll Snjórinn tyll- ir sér á Nonna. BÁTUR sökk í höfninni í Stykkis- hólmi aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu var báturinn, sem heitir Fanney RE 31, smíðaður árið 1967. Hann hafði verið bundinn við bryggju sl. ár. Lögreglan segir að báturinn hafi verið dreginn til Stykkishólms frá Ólafsvík fyrir ári. Stefnt hafði verið að því að draga hann til Reykjavíkur á næstunni. Lögreglan segir að báturinn hafi verið orðinn gamall og lúinn, og við- hald mjög lítið. Þá lak hann og var reglulega dælt úr honum. Olía lak úr bátnum í sjóinn, en að sögn lögreglu var ekki um mikið magn að ræða. Málið er í rannsókn. Bátur sökk í höfninni ENGINN var með allar tölurnar réttar í Lottóútdrætti vikunnar og verður potturinn því sexfaldur næsta laugardag. Reiknað er með að vinningurinn verði þá 45-50 milljón- ir. Einn var með allar tölurnar réttar í Jókernum og hlýtur að launum tvær milljónir króna. Miðinn var seldur í Lukkusmáranum í Smára- lind í Kópavogi. Lottótölurnar voru þessar: 1, 2, 9, 19 og 26, og bónustalan var 28. Jókertölurnar voru þessar: 0, 3, 3, 6, 2. Sexfaldur næst í Lottói Eftir Unni H. Jóhannesdóttur uhj@mbl.is Á HVERJU árið greinast 50.000 kon- ur með leghálskrabbamein og 25.000 deyja af völdum sjúkdómsins í Evr- ópu. Öflug skipuleg leghálskrabba- meinsleit getur komið í veg fyrir rúm- lega 80% þessara dauðsfalla. ECCA, Evrópusamtök gegn leg- hálskrabbameini, hafa nú hafið undir- skriftasöfnun þar sem skorað er á Evrópuþingið, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ríkisstjórnir allra Evrópulanda að tryggja bestu fáanlegu forvarnir gegn þessu sjúk- dómi. ECCA var stofnað 2002, í þeim tilgangi að allar konur hafi, óháð bú- setu, jafnan rétt til forvarna gegn leg- hálskrabbameini, eða eins og þeir segja í stefnuyfirlýsingu sinni, að þetta sé eina krabbameinið í dag þar sem við vitum um orsakir sjúkdóms- ins og getum með núverandi tækni nánast útrýmt honum. Kristján segir að bæði nýgreind tilfelli og dánartíðni vegna leghálskrabbameins séu mjög mismunandi milli einstakra landa í Evrópu. Tíðnin mest í nýjum ríkjum Evrópusambandsins „Tíðnin er sennilega hvað mest í þeim ríkjum sem nýgengin eru í Evr- ópusambandið. Í þeim er legháls- krabbameinsleit eins og við þekkjum hana mjög léleg. Leit eins og hér þekkist er að finna annars staðar á Norðurlöndunum og í velflestum af þeim löndum sem áður töldust til Vestur-Evrópu en útfærslan er mjög mismunandi. Rannsóknir hafa sýnt að skipulögð hópleit ber mestan árangur, hvort sem er af hinu opinbera eða fé- lagssamtökum með stuðningi hins op- inbera eins og er hér á landi, þar sem Krabbameinsfélagið stýrir leitinni. Á síðustu árum hefur einnig komið fram ný tækni sem bætir þessa leit enn frekar eins og próf sem greina þá veirustofna sem orsaka þennan sjúk- dóm og svo bóluefni gegn ákveðnum veirustofnum sem komu á markaðinn í ár. Bólusetningin dugar þó ekki ein og sér, því að þau lönd sem ætla að taka upp bólusetningu þurfa fyrst að koma á laggirnar öflugu leitarkerfi að leghálskrabbameini, líku því sem er að finna hér á landi, ef þau ætla að ná verulega góðum árangri og útrýma sjúkdómnum.“ Kristján segir að eins og staðan sé í dag sé bólefnið eingöngu viðbót við vel skipulagða leit þar til öflugri bólu- efni koma á markað. „Við á Leitar- stöðinni erum nú að hvetja íslenskar konur til þess að sýna öðrum konum í Evrópu, sem hafa ekki sama aðgengi að góðri og vel skipulagðri legháls- krabbameinsleit, samstöðu með því að skrifa undir þessa áskorun. Hér á landi munum við síðan ræða við heil- brigðisráðuneytið um hvernig bæta megi núverandi leit enn frekar. 25.000 konur deyja úr leg- hálskrabbameini í Evrópu Morgunblaðið/Ómar Krabbamein Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameins- félags Íslands, segir að með öflugri og skipulegri krabbameinsleit megi koma í veg fyrir rúmlega 80% dauðsfalla af völdum leghálskrabbameins. Hafin er undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Evrópuþingið, ESB og Evrópulönd að tryggja bestu fáanlegu forvarnir gegn leghálskrabbameini TENGLAR .............................................. www.cervircalcancercerpetition.is Í ÁR er alþjóðadagur fatlaðra haldinn undir kjör- orðinu „Atvinnu við hæfi fyrir einstaklinga með fötlun“. Í dag, á alþjóðadegi fatlaðra, verða í fyrsta sinn veitt Hvatningarverðlaun Öryrkjabandlags Ís- lands til þeirra sem með jákvæðum hætti hafa stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Veitt verða þrenn verðlaun; til fyrirtækis, stofnunar og ein- staklings, sem þykja hafa skarað fram úr og end- urspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálf- stætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Leitað var til allra 32 aðildarfélaga ÖBÍ um til- nefningar. Undirbúningsnefnd valdi sex tilnefningar í hverjum flokki sem sérstök dómnefnd tekur end- anlega afstöðu til. Tilnefningar eru sem hér segir: Stofnanir Heilsugæsla Garðabæjar, Glæsibæjar og Sala og Vinnumálastofnun fyrir frumkvöðlastarf í þróun heildstæðs starfsendurhæfingarverkefnis. ÍTR fyrir verkefni Hins hússins í starfi með fötl- uðum á jafningjagrunni og fyrir verkefni Vinnu- skólans í unglingastarfi með heyrnarlausum. KHÍ fyrir frumkvöðlastarf að diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Orkuveita Reykjavíkur fyrir jákvætt viðhorf til einstaklinga sem veikjast og þarfnast sveigj- anleika í starfi. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti – starfsbraut fyrir öflugt starf kennara starfsbrautar með fötluðum nemendum þar sem áhersla er lögð á þátttöku og hreyfingu. Starfsendurhæfing Norðurlands fyrir uppbygg- ingu starfsendurhæfingar sem byggir á sam- starfi ólíkra starfsstétta og öflugu samfélags- legu tengslaneti. Fyrirtæki Kastljós fyrir vandaða og ábyrga umfjöllun um málefni fatlaðra. Krónan fyrir áherslu á bætt aðgengi fyrir fatlaða í verslunum sínum á Fiskislóð, Bíldshöfða og Há- holti. Landsbanki Íslands fyrir verkefnið Leggðu góðu málefni lið. Línuhönnun fyrir metnað í að koma til móts við þarfir fatlaðra starfsmanna á vinnustað. Móðir náttúra fyrir verkefnið Allt að vinna, sem er mikilsvert starf til aukinnar atvinnuþátttöku fatlaðra. Tryggingamiðstöðin fyrir vefsíðu, sem er afar að- gengileg fötluðum, og fyrsti vefur á Íslandi með vottun þriðja stigs aðgengis. Einstaklingar Edda Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur fyrir vand- aða vinnu og mikla reynslu við umönnun og að- stoð við stómaþega. Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir fyrir frumkvöðlastörf að málefnum geðfatlaðra. Guðjón Sigurðsson fyrir starf sitt og Evalds Krogs í að breyta afstöðu Íslendinga til mögu- leika fatlaðra til sjálfstæðs lífs. Freyja Haraldsdóttir fyrir áhrif sín í að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra og fyrir að vera frum- kvöðull í að koma á fót notendastýrðri þjónustu. Sif Vígþórsdóttir fyrir frumkvöðlastarf í upp- byggingu einstaklingsmiðaðs náms í Norðlinga- skóla. Þór Ingi Daníelsson fyrir tengslanetið Miðgarð, vefsíðu fyrir fólk með þroskahömlun, þar sem færi gefst á að kynnast öðrum og starfa í öðru landi. Dómnefnd skipa Ólöf Ríkarðsdóttir, fyrrver- andi formaður ÖBÍ, Kristín Rós Hákonardóttir, afrekskona í sundi, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Styrmir Gunnarsson ritstjóri og Þorkell Sig- urlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari Hvatningarverðlauna ÖBÍ og mun hann afhenda verðlaunin. Verðlaunin verða veitt við formlega athöfn í dag kl. 18.00-20.00 í Þjóðminjasafni Íslands. Þórunn Árnadóttir hannaði verðlaunin. Þórunn útskrifaðist úr vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor og var í starfsnámi hjá To- moko Azumi í London síðastliðið sumar. Hún starfar sem hönnuður í Coventry og býr jafnframt þar. Þórunn tók þátt í Kviku, hönnunarsýningu sem sett var upp á Kjarvalsstöðum og stóð í vor og sumar. Þórunn er fædd 1982 og er í hópi margra ungra íslenskra hönnuða sem eru að hasla sér völl hér heima og erlendis. Fyrir skemmstu hlaut hún tilnefningu í hönnunarblaðinu Forum AID sem einn af 10 áhugaverðustu útskriftarnemum í hönnun/arkitektúr á Norðurlöndunum. Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í dag á alþjóðadegi fatlaðra ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.