Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helena MarthaOttósdóttir
fæddist í Pirna í
Saxlandi í austur-
hluta Þýskalands
14. september 1923.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Blönduósi 22. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Karl Otto Hec-
kel járnbraut-
arstarfsmaður, f.
1.7. 1887, d. 12.5.
1945, og Martha
Anna kona hans, húsmóðir, f. 14.5.
1898, d. 9.11. 1953. Systir Helenu
er Hildegard Langwost, fædd
Heckel í Pirna 4.6. 1929. Helena
lauk verslunarskólaprófi í Pirna
1940 og starfaði í nokkur ár á
skrifstofu flutningafyrirtækis þar
í borg. Helenu tókst að komast til
Eutin í Norður-Þýskalandi 1946,
skömmu áður en ferðafrelsi var
heft milli hernámssvæða. Árið
1947 giftist hún Horst Hülsdunk
bifreiðarstjóra. Þau bjuggu í Eut-
in þar til þau komu til Íslands með
Esjunni í júní 1949 á vegum Bún-
aðarfélags Íslands og réðu sig til
landbúnaðarstarfa í Húnavatns-
sýslum. Dóttir þeirra er Sólveig, f.
20.2. 1950, gift Hans Kristjáni
sambýliskona Sólveig Guðmunds-
dóttir. Börn Sigurðar eru a) Anný
Mjöll, f. 24.10. 1992 (móðir hennar
er Aldís Hreinsdóttir), og b) Garð-
ar Rafn, f. 28.11. 1999. Stjúpdóttir
Sigurðar er Sóley Guðmunds-
dóttir, dóttir Sólveigar.
Helena lauk prófi frá Ljós-
mæðraskóla Íslands 1959, en hafði
þegar verið ráðin héraðsljósmóðir
á Skagaströnd er hún hélt til
náms. Hún starfaði sem héraðs-
ljósmóðir á Skagaströnd, og síðar
á Blönduósi, 1958-1972. Á þessu
tímabili leysti Helena af í rúmt ár
sem ljósmóðir við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Neskaupstað, og
síðar einnig á Blönduósi á tíma-
bilinu 1975-1979. Árið 1972 fór
hún í Nýja hjúkrunarskólann og
útskrifaðist 1974. Helena starfaði
sem hjúkrunarfræðingur á Hér-
aðshælinu á Blönduósi 1975-1985,
en á starfstíma sínum þar leysti
hún af nokkrum sinnum sem
hjúkrunarforstjóri og stóð enn-
fremur fyrir skurðstofu. Hún
starfaði síðar sem hjúkrunarfræð-
ingur á heilsuhæli NLFÍ í Hvera-
gerði 1985-1986 og loks á Hrafn-
istu í Reykjavík 1986-1990, þar til
hún hætti störfum fyrir aldurs
sakir.
Eftir lát Georgs flutti Helena
aftur til Blönduóss og bjó þar til
dauðadags.
Útför Helenu verður gerð frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 14.
Guðmundssyni, son-
ur þeirra er Gunnar
Ólafur, f. 8.9. 1969,
kvæntur Suzanne
Gessner. Dætur
Gunnars eru El-
ísabet, f. 9.1. 1992
(móðir hennar er Ás-
dís Þórhallsdóttir),
og Yrsa Kristín Ella,
f. 14.1. 2005. Helena
og Horst skildu.
Þann 17.11. 1956
giftist Helena Georg
Rafni Hjartarsyni,
múrara frá Skaga-
strönd, f. 27.5. 1923, d. 13.9. 2001.
Foreldrar Georgs voru Hjörtur
Jónas Klemensson formaður, f.
15.2. 1887, d. 6.2. 1965, og Ásta
Þórunn Sveinsdóttir húsfreyja, f.
21.7. 1891, d. 30.12. 1960. Georg
gekk Sólveigu dóttur Helenu í föð-
urstað og ættleiddi hana. Helena
og Georg eignuðust saman þrjú
börn, þau eru: 1) Ásta Hjördís, f.
12.6. 1957, sambýlismaður Ing-
ólfur Birgisson. Börn hennar eru
a) Egill Eydal, f. 7.10. 1984, og b)
Aron Kári, f. 20.2. 1990. 2) Georg
Ottó, f. 30.3. 1962, sambýliskona
Linda Velander. Börn þeirra eru
a) Mikaela Helena, f. 18.3. 1995,
og b) Mark Örn, f. 20.7. 1999. 3)
Sigurður Arinbjörn, f. 2.5. 1964,
Það var óvænt að mamma mín
kvaddi okkur 22. nóvember, enda
þótt hún hefði átt við erfið veikindi
að stríða um árabil. Hún var ein af
þeim fjölmörgu sem flúðu örbirgð
og atvinnuleysi í Þýskalandi eft-
irstríðsáranna og fóru til Íslands á
vegum Búnaðarfélagsins í leit að
betra lífi. Mamma var fyrst um
sinn vinnukona í Húnavatns-
sýslum, hún starfaði þar lengst af
og þar vildi hún enda ævina. Hún
bjó á Blönduósi síðustu árin og
naut samvista við góða nágranna á
Flúðabakkanum.
Við vorum tvær einar fyrstu árin
sem ég man eftir mér, þá var
mamma farin að vinna í Reykjavík.
Á sumrin fórum við stundum að
Leysingjastöðum þar sem mamma
fór í heyskap. Þar kynntist hún
Georg sem seinna varð pabbi minn.
Mömmu langaði frá unga aldri
að læra ljósmóðurfræði, en það gat
ekkert orðið af náminu því náms-
gjöldin voru allt of há. Með miklu
harðfylgi tókst henni að láta þenn-
an draum verða að veruleika mörg-
um árum síðar. En starfið sem hér-
aðsljósmóðir á Skagaströnd fól í
sér stöðuga bakvakt því hún þurfti
að sinna öllu mögulegu sem við
kom heilbrigði fólks. Alltaf gat ein-
hver komið fyrirvaralaust sem
þurfti að láta fjarlægja öngul úr
fingri eða járnsvarf úr auga.
Mamma barðist áfram alla ævi í
leit að því sem hún trúði að gæfi
betra líf. Hún greip tækifærið þeg-
ar boðið var upp á hjúkrunarnám
fyrir starfandi ljósmæður. Hún las
öll ósköp, kynnti sér lífræna rækt-
un, lærði að knippla og í fyrra
sagðist hún vera orðin leið á að
sitja bara og lesa. Hún fékk sér
tölvu og fylgdist síðan með fréttum
utan úr heimi á netinu og gladdist
yfir tölvupósti.
Íslenski veturinn fór alltaf illa í
mömmu. Á efri árum dvaldi hún í
Eutin frá febrúar fram í maí með-
an heilsan leyfði.
Mamma átti lengi erfitt með að
ræða fortíðina og reynslu sína,
einkum stríðsárin í Þýskalandi og
árin strax þar á eftir. Mér er minn-
isstæð þriggja ættliða ferð um fjöl-
skylduslóðir mömmu, sem við fór-
um sumarið 1989. Mamma
steinþagði meðan á vegabréfaskoð-
un stóð við austur-þýsku landa-
mærin, af ótta við að það heyrðist
að hún væri þýsk og að landa-
mæraverðirnir færu að spyrja
óþægilegra spurninga.
Þetta var ekki lengur áhyggju-
efni síðustu skiptin sem mamma
fór austur til Pirna. Ógleymanlegt
er þegar hún bauð okkur öllum
systkinunum þangað fyrir tveimur
árum. Við þræddum steinlagðar
göturnar með hjólastólinn hennar,
hún sýndi okkur gamla skólann
sinn, hvar afi og amma ræktuðu
grænmeti og hvar langamma okkar
hafði búið. Við gistum í húsinu sem
fjölskyldan bjó í á stríðsárunum.
Mamma sat oft á bekk og naut
þess að horfa á garðinn sem var í
blóma. Húsið stendur við Maríu-
kirkjuna, þar sem mamma var
bæði skírð og fermd.
Síðustu ferðina til Eutin fór
mamma í júní í fyrra. Hún mátti til
að komast einu sinni enn í uppá-
haldsbókabúðina sína. Það er ein-
kennilegt að hugsa til þess að við
mamma eigum aldrei meir eftir að
sitja á torginu í Eutin og drekka
kaffi eða að gleðjast saman yfir
hve gamli miðbærinn í Pirna er
orðinn fallegur. Ég kveð elsku
mömmu mína, þakklát fyrir allt
sem hún hefur gefið mér.
Sólveig.
Elsku mamma.
Kallið er komið,
komin er nú stundin.
Ég kveð þig nú í sárum söknuði.
Þó að við systkinin vissum að það
gæti komið að því að þú kveddir
okkur brátt, kom það okkur samt á
óvart þegar hringt var og okkur
tilkynnt að það væri orðið tvísýnt
um þig. Það var sárt fyrir okkur
Ottó að ná ekki til þín í tæka tíð
áður en þú sofnaðir svefninum
langa. En samtímis gleðjumst við
yfir því að þú varst ekki ein og Sól-
veig og Sigurður náðu að komast
til þín, ásamt Hans, og halda utan
um þig er þú kvaddir þennan heim
sátt við þitt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Fyrstu árin á Skagaströnd ein-
kenndust af harðri baráttu við fá-
tækt og mótlæti. Ekki var alltaf
auðvelt að vera þýskur innflytjandi
á þessum árum, en þú mættir því
með æðruleysi og jafnaðargeði og í
vegarnesti gafstu okkur krökkun-
um sanngirni og sterka réttlæt-
iskennd. Þú varst ströng við okkur
og fylgdir því eftir að við gerðum
eins og þú bauðst. Matartímar og
háttatímar voru fastir og ekkert
þýddi að sífra um það. Þú sagðir
alltaf að föst regla í uppeldi væri
mikilvæg svo maður lenti ekki í
óreglu og vitleysu síðar á lífsleið-
inni. Við vorum snemma látin
hjálpa til. Strákarnir fengu líka
sinn skammt af jafnréttissjónar-
miðum og voru látnir taka þátt í að
vaska upp eða taka til og þrífa.
Þegar fátækt og auraleysi hrjáði
ykkur pabba drýgðir þú tekjurnar
með því að sauma sjálf fötin á okk-
ur krakkana, oft upp úr eldri föt-
um. Fyrir jólin bjóstu til heimsins
besta jólasælgæti, ljúffengt mar-
sípan úr kartöflum. Þá kom sér vel
sú reynsla sem þú fékkst á erfiðum
tímum stríðsáranna. Þegar þið
pabbi byggðuð húsið okkar á Odda-
götu hannaðir þú nýtískustofuljós
úr þvolbrúsum sem þú skarst botn-
inn úr.
Síðan lágu leiðir inn á Blönduós.
Við fluttum nokkrum sinnum á
milli leiguíbúða sem voru í misgóðu
ástandi, en þó barst þú alltaf höf-
uðið hátt og gerðir þitt besta og
hélst ótrauð áfram að berjast fyrir
aðbúnaði okkar. Þér var alltaf um-
hugað um framtíð okkar allra og
þegar þú ákvaðst að fara í fram-
haldsnám í hjúkrunarfræðum leist
þú á það sem tryggingu fyrir af-
komu fjölskyldunnar, með föst laun
í stað stopulla tekna sem héraðs-
ljósmóðir. Ég var svo stolt af þér,
að hafa dug, kjark og þor til að
fara í nám komin fast að fimmtugu.
En árin liðu og við ungarnir
flugum úr hreiðrinu, hver í sína
áttina. Seinna er þið pabbi fluttuð
til Reykjavíkur var það mér ómet-
anlegt að geta komið með litlu kút-
ana mína á Langholtsveginn í pöss-
un til ömmu og afa.
En efst í huga mér nú er ég lít til
baka er þó ferðin sem þú bauðst
okkur systkinunum í til þinna
heimaslóða í Þýskalandi sumarið
2005.
Þrátt fyrir að þú ættir orðið erf-
itt með allar hreyfingar sökum
MND-sjúkdómsins sem hrjáði þig
stóðst þú þig eins og hetja. Það var
bara að taka með hjólastólinn þinn
og þá voru þér allir vegir færir. Þú
fórst með okkur um þínar æsku-
stöðvar og sýndir okkur og sagðir
frá. Þessi ferð mun verða mér
ógleymanleg og dýrmæt í minning-
unni um þig elsku mamma mín.
Hafðu þökk fyrir allt.
Blessuð sé minning þín.
Þín,
Ásta.
Eftir áralanga baráttu við illvíg-
an sjúkdóm, MND, kvaddi Helena
okkur í friði og ró eftir stutta legu
á Heilbrigðisstofnun Blönduóss.
Lífsferill hennar var einstakur þar
sem skiptust á skin og skúrir, erf-
iði og ánægja, vonbrigði og við-
urkenning. Það eru rúm 40 ár síð-
an við hittumst fyrst þegar við
Sólveig vorum í tilhugalífinu á
Blönduósi. Vegna langra dvala
okkar erlendis hittumst við Helena
ekki oft framan af en þegar leið að
lokum ævistarfs og hún gaf sér
tíma til að sinna áhugamálum sín-
um áttum við margar ánægju-
stundir á meginlandinu, þar sem
hún leiddi okkur á heimaslóðir sín-
ar og brá upp myndum af Þýska-
landi stríðsins og eftirstríðsáranna.
Hún var kjarnorkukona, sjálf-
stæð, einbeitt og hiklaus við að láta
æskudrauma sína um menntun og
starf rætast. Fróðleiksþorsti og
þekkingarleit veitti kraft sem
fleytti henni í gegnum erfiðan
öldugang lífsins. Það er til marks
upp kjark hennar að fyrir rúmu ári
fékk hún sér fartölvu og tengdi sig
vefnum. Eftir það fengum við stöð-
ugt fréttir og fróðleik úr Spiegel
og fleiri fréttaritum á vefnum.
Helena var ein þessara Íslend-
inga sem eiga uppruna á erlendri
grund og auðga íslenska menningu
og samfélag. Hún kom til Íslands
1949 í stærsta hópi erlends vinnu-
afls sem við höfum sótt til starfa,
að miklum meirihluta konur. Hel-
ena fór til starfa í sveitum Hún-
vetninga áður en hún fór til
Reykjavíkur. Hún mætti þar mis-
jöfnu viðmóti eins og margar þess-
ara þýsku kvenna en hún minntist
oft með mikilli hlýju dvalar sinnar
á Leysingjastöðum hjá Oktavíu og
Halldóri, en þar kynntist hún
seinni manni sínum, Georg Hjart-
arsyni.
Eftir að hafa upplifað hörmung-
ar stríðsins, misst föður sinn á
fyrstu dögum friðarins, flúið hörm-
ungarnar til vesturs og upplifað
þrengingar, hungur og atvinnu-
leysi eftirstríðsáranna, var vinnuá-
lagið í landbúnaðarstörfum Hún-
vetninga eflaust ekki það erfiðasta
og hún talaði oft um hvað var gott
að borða á Íslandi þar sem hún
meðal annars smakkaði rjóma í
fyrsta sinn. Það er til marks um
kraft Helenu að hún tók sig upp
frá ungum börnum og heimili og
lærði til ljósmóður og síðar hjúkr-
un. Af þeim frásögnum sem lifa í
samfélaginu á Blönduósi, Skaga-
strönd og byggðunum í kring átti
hún farsælan feril og sængurkonur
hafa sagt okkur hve traust og
örugg hún var í starfi.
Á síðari árum sótti hún til rót-
anna á meginlandinu og þreyði
þorrann og góuna í Þýskalandi
þegar skammdegið og kuldinn urðu
henni þungbær. Langt er þó síðan
hún gerði upp við sig að Þýskaland
væri ekki lengur heima, heldur Ís-
land, þar sem hún vildi eldast og að
lokum hvíla við hlið Georgs undir
Borginni við Skagaströnd. Síðustu
árin bjó hún á Blönduósi sem var
hennar samastaður og starfsum-
hverfi, þar átti hún vini og þar lauk
hún ævinni í tryggri umönnun
starfsfólks sjúkrahússins. Andlátið
var friðsæll endir á einstefnuferli
erfiðs sjúkdóms að lokinni marg-
brotinni en farsælli ævi. Það voru
forréttindi að fá að kynnast henni.
Innileg samúð til ykkar allra, elsku
Sólveig, Ásta, Ottó og Sigurður.
Minning hennar lifir með okkur.
Hans.
Helena Ottósdóttir er látin og
stórbrotin lífssaga þar með á enda.
Helena var eiginkona Georgs föð-
urbróður míns og góður vinur
minn.
Þegar ég kom í heimsókn til
hennar sagði hún mér frá ýmsu
sem á daga hennar hafði drifið. Og
við það fékk ég sífellt meiri skiln-
ing á henni sem manneskju. Og
mér varð það fljótlega ljóst að það
hefðu býsna margir fallið á þeim
reynsluprófum sem hún hafði þurft
að taka í lífinu.
Hingað til Íslands kom hún eftir
stríðið í hópi landa sinna sem leit-
uðu eftir atvinnu og viðunandi lífs-
skilyrðum. Þá kunni hún ekki neitt
í íslensku og hafði ekki á annað að
treysta en eigin hæfni til varnar og
viðgangs.
En sú hæfni var ekki af skornum
skammti. Helena var skynsöm í
besta máta, viljasterk og ákveðin
og harðdugleg til verka. Þær eig-
indir hennar komu sér vel og voru
henni veganesti til sóknar og sigra
í lífinu.
Svo kom að því að vegir hennar
og Georgs frænda míns lágu sam-
an. Það leiddi til þess að þau áttu
síðan samleið í lífinu uns hann lést
fyrir 6 árum. Þar varð tryggðin
sterk á báða bóga þó bæði væru
stór til lundar og gæti gustað af
þeim báðum ef svo bar undir. En
væntumþykjan var söm fyrir því
og þar biluðu aldrei þeir strengir
sem mestu máli skipta í samskipt-
um hjóna.
Helena hafði snemma mikla
löngun til að fræðast og læra eitt-
hvað og varð það til þess að hún
hóf að nema ljósmóðurfræði og síð-
ar meir varð hún hjúkrunarfræð-
ingur. Hún var síðasta yfirsetukon-
an sem starfaði á Skagaströnd en
þar þjónaði hún sem ljósmóðir
1959-1966. Á þessum árum fæddu
konur yfirleitt heima og var því
starfsábyrgð ljósmóðurinnar mikil
og ekki fyrir neina aukvisa að
sinna slíkri stöðu. En Helena var í
hvívetna þeim vanda vaxin.
Í starfi sínu sem ljósmóðir vann
hún mörg afreksverk við erfiðar
fæðingar og víst er að stundum
skipti framganga hennar sköpum
um líf og dauða. Ein ágæt móðir
sagði það í mín eyru, að Helena
hefði bjargað lífi dóttur hennar
þegar hún fæddist. "Mér þykir svo
vænt um Helenu, hún á lífið í telp-
unni," sagði þessi kona með tárin í
augunum. Það er ekki lítið að fá
slíkan vitnisburð.
Síðustu æviárin átti Helena við
ólæknandi sjúkdóm að stríða og
hún glímdi við hann með vökulum
huga. Það var aldrei nein uppgjöf
til í hennar orðabók og hún kynnti
sér því strax það sem um þennan
sjúkdóm var vitað og gerði sér
fulla grein fyrir þeirri baráttu sem
hún stóð frammi fyrir. Og svo
sannarlega háði hún þá baráttu
með reisn til hinstu stundar.
Í byrjun nóvember talaði ég síð-
ast við hana í síma og þá sagði hún
mér að hún fyndi að það færi að
styttast í þessu hjá sér. Og glögg-
skyggni hennar varðandi það brást
ekki.
Ég sakna þess að geta ekki leng-
ur spjallað við hana um mannlífið
fyrr og nú, um allt það sem þokar
mannsandanum upp á við. Helena
var mikilhæf manneskja, trölltrygg
þeim sem hún batt vinabönd við,
heilsteypt og þroskuð í viðhorfum
sínum til lífsins.
Eftirlifandi ástvinum Helenar
færi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur vegna andláts hennar og
bið þeim blessunar.
Rúnar Kristjánsson.
Meira: www.mbl.is/minningar
Helena Ottósdóttir