Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 20
„VERKEFNIÐ var að búa til listaverk inn í þessa
keilu og mynda um leið ákveðna tengingu við Kan-
ada. Gæsir eru verur sem fljúga á milli heimsálfa,
m.a. til Kanada, og þannig komu þær inn í spilið,“
segir Finnur Arnar Arnarson, höfundur verksins
Vits er þörf þeim er víða ratar, sem gangsett var sl.
laugardag við vígslu á nýbyggingum Háskóla Ís-
lands. Listaverkið prýðir miðrými Háskólatorgs og
er til minningar um gjöf Vestur-Íslendinga er stofn-
uðu Háskólasjóð Eimskipafélags Íslands, sem
greiddi fyrir byggingu Háskólatorgsins.
Að sögn Finns fljúga margar litlar gæsir oddaflug
efst uppi í keilunni. „Oddaflugið tengist vindmæli
sem er úti á þaki. Inni í keiluverkinu er stórt tannhjól
sem snýst eftir vindstefnunni úti, þannig að verkið
tekur vindstefnu tvisvar sinnum á klukkutíma. Gæs-
irnar fljúga alltaf upp í vindinn því það auðveldar
flugið,“ segir Finnur og tekur fram að það háttalag
gæsa tengist titli verksins, sem fenginn er úr Háva-
málum og letraður er utan á keiluna. „Á sama tíma
tengist þetta því að læra, vera háskólanemi og ætla
að fara út í heim. Skepnur eins og gæsin eru í raun
miklar alþjóðaverur, því þær eru landamæralausar,
þvælast um heiminn, verpa á einum stað og dveljast
veturlangt á öðrum stað. Þær þvælast því milli
heimsálfa og eru alls staðar meðan við mennirnir er-
um innan einhverra landamæra.“
Vindurinn
stýrir
oddafluginu
Listaverkið gangsett Björgólfur Guðmundsson gangsetti verk Finns Arnars Arnarsonar undir vökulu
Gæsir sem prýða lista-
verkið eru landamæra-
lausar ólíkt mannfólkinu
Listaverkið Gæsir eru áberandi í verkinu Vits e
Glatt á hjalla Kristín Ingólfsdóttir, Ólafur Þ. Harðarson, Ólafur Ragnar Grímsson og Ingjaldur Hannib
20 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ER VERÐTRYGGING
TIL ÓÞURFTAR?
Hreiðar Már Sigurðsson, for-stjóri Kaupþings banka, hef-ur áður viðrað efasemdir um
verðtryggingu fjárskuldbindinga en í
viðtali við Morgunblaðið sl. laugar-
dag gengur hann skrefi lengra og set-
ur fram áhugaverðar röksemdir fyrir
því, að verðtryggingin sé ekki jafn
holl fyrir efnahagskerfi okkar og
margir hafa talið.
Í viðtalinu, sem birtist á miðopnu
Morgunblaðsins í fyrradag segir for-
stjóri Kaupþings banka m.a.:
„Kaupþing gerði nýverið athugun á
því hvað hefur gerzt með verð-
tryggða vexti, þegar verðbólgan hef-
ur verið meiri eða minni en vænting-
ar markaðarins gerðu ráð fyrir. Við
skoðuðum einfaldlega hvað gerist á
markaði daginn, sem verðbólgutölur
birtast. Það sem kom í ljós er að verð-
tryggðir vextir lækka á markaði, þeg-
ar verðbólga er meiri en markaður-
inn gerði ráð fyrir, en vextir hækka
hins vegar, þegar verðbólga er minni
en spáð var. Í öllum öðrum hagkerf-
um hækka vextir, þegar verðbólga
reynist vera meiri en markaðsaðilar
höfðu spáð. Á Íslandi gerist hið þver-
öfuga. Vextir á markaði lækka.“
Síðan segir Hreiðar Már:
„Við síðustu mælingu reyndist
verðbólgan hafa aukizt í mánuðinum
um 0,6% en markaðsaðilar höfðu spáð
0,3% hækkun. Verðtryggðir vextir
lækkuðu og íbúðabanki ríkisins gat
farið í útboð á lægri vöxtum en ella.
Þetta sýnir vandann, sem Seðlabank-
inn er í. Ástæðan fyrir þessu er í
sjálfu sér einföld. Þegar fjárfestar fá
0,6% hækkun á skuldabréfin í einum
mánuði vegna meiri verðbólgu þá
kaupa þeir slík bréf og vextir á þeim
lækka.
Ég er ekki með neina einfalda
lausn á því, hvernig við getum komizt
út úr verðtryggingunni. Það getur
gerzt með tvennum hætti, annað
hvort með því að taka á þessum ís-
lenzka veruleika eða með því að taka
upp evru. Þarna er að mínu mati rót
vandans. Stýrivextir Seðlabankans
hafa á þremur árum hækkað úr 6% í
13,75% en vextir íbúðabanka ríkisins
hafa hækkað úr 4% í 5%.“
Aðspurður segir Hreiðar Már Sig-
urðsson:
„Ég held, að það megi gagnrýna
stjórnvöld fyrir eitt. Íslenzka ríkið á
tvo banka, Seðlabanka Íslands og
íbúðabanka ríkisins, sem toga hvor í
sína áttina … Þetta hefur gert það að
verkum, að rekstrarárangur ís-
lenzkra fyrirtækja ræðst ekki af því,
hversu góðir rekstrarmenn eru held-
ur hversu menn eru góðir í því, að spá
fyrir um hreyfingu gjaldmiðla og
hreyfingu vaxta. Þetta er mjög óheil-
brigt ástand.“
Þetta eru umhugsunarverðar rök-
semdir. Það er ekki hægt að ganga
fram hjá þeim og þær kalla á umræð-
ur. Nú hlýtur boltinn að vera hjá
Seðlabanka og stjórnvöldum.
SVIÐSETT LÝÐRÆÐI?
Rússland stefnir hraðbyri í að verðaland þar sem einn flokkur ræður
ríkjum. Flokkur Vladímírs Pútíns for-
seta, Sameinað Rússland, hafði 63,3%
fylgi þegar tæplega þriðjungur at-
kvæða í þingkosningunum um helgina
hafði verið talinn í gærkvöldi. Næstir
komu kommúnistar með rúm 11% at-
kvæða og verða þeir einu stjórnarand-
stæðingarnir á þinginu. Tveir aðrir
flokkar náðu tilskildum mörkum,
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem
er undir forustu Vladímírs Zhírí-
novskís, og Réttlátt Rússland, nýr
flokkur, sem er afsprengi ráðandi afla
í landinu. Báðir þessir flokkar styðja
Sameinað Rússland.
Þingkosningunum um helgina hefur
verið snúið upp í þjóðaratkvæði um
Pútín og hann hlýtur að teljast sigur-
vegari samkvæmt öllum skilgreining-
um þess orðs. Það er heldur engin
spurning um fylgi Pútíns meðal
Rússa. Hins vegar má spyrja margra
spurninga um heilbrigði rússnesks
lýðræðis. Ýmislegt hefur gerst frá því
Rússar gengu síðast að kjörborðinu til
að styrkja stöðu ríkjandi afla. Lág-
marksfylgi flokka til að komast á þing
hefur verið hækkað úr fimm prósentu-
stigum í sjö. Fjöldi undirskrifta, sem
flokkur þarf að hafa til að skrá sig,
hefur verið fimmfaldaður og er nú 50
þúsund. Einstaklingar geta ekki farið
í óháð framboð lengur. Nú er svo kom-
ið að allir landstjórar í Rússlandi eru
skipaðir í Kreml en ekki kjörnir. Þeir
eiga því Pútín stöðu sína að þakka,
75% þeirra bjóða fram í nafni flokks
hans og bera ábyrgð á velgengni
flokksins. Stjórnarandstæðingar hafa
engan aðgang að óháðum sjóðum og
mikilvægustu fjölmiðlarnir eru undir
stjórn Kremlar og þeim lokaðir.
Stjórnarandstæðingar kvarta einnig
undan ofsóknum, kosningabæklingar
hafi verið gerðir upptækir og fyrir
viku var nokkrum leiðtogum stjórnar-
andstöðunnar varpað í fangelsi fyrir
að halda ólöglegan kosningafund.
Garrí Kasparov, fyrrverandi heims-
meistari í skák, var látinn dúsa í fang-
elsi í fimm daga.
Fregnir hafa borist af margvíslegu
kosningasvindli í Rússlandi. Sagt var
að í Pétursborg hefðu kjósendur Sam-
einaðs Rússlands verið skráðir í lott-
erí í Pétursborg, kjósendum ekið á
milli kjörstaða í Moskvu og Péturs-
borg til að geta kosið oft og í Pestovo
hefðu kjósendur fengið kjörseðla þar
sem þegar hafði verið merkt við Sam-
einað Rússland.
Grígorí Pótemkín var á átjándu öld
valdamesti maður Rússlands og segir
sagan að þegar hann hafi viljað fegra
ástandið í landinu hafi hann sviðsett
lítil þorp fyrir Katrínu miklu keisara-
ynju af Rússlandi svo að hún héldi að
allt væri í sómanum. Síðan er talað um
Pótemkíntjöld þegar reynt er að fegra
veruleikann. Leikrit helgarinnar í
Rússlandi er kennt við lýðræði, en
tjöldin voru ekki sérlega sannfærandi.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/