Morgunblaðið - 06.12.2007, Side 4

Morgunblaðið - 06.12.2007, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur kynnt að- gerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja en aðgerðirnar verða lög- festar á vorþingi. Í þeim felst m.a. að skerðing tryggingabóta vegna tekna maka verður afnumin frá og með 1. apríl nk. Frítekjumark vegna at- vinnutekna ellilífeyrisþega á aldrin- um 67-70 ára verður hækkað í allt að 100 þúsund krónur á mánuði frá 1. júlí nk. Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignasparnaðar verður afnumin frá 1. janúar 2009. Heildarkostnaður vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er talinn munu nema 2.700 milljónum króna árið 2008 og 4.300 milljónum á heilu ári eftir það. Samanlagt nemur því heildarkostnaður vegna ákvarðana núverandi ríkisstjórnar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja um fimm milljörðum króna á ársgrundvelli. Þetta kom fram á blaðamannafundi fimm ráðherra í Alþingishúsinu í gær þar sem aðgerðirnar voru kynntar. „Ég legg áherslu á að þetta er bara skref. Við erum alls ekki hætt. Þetta er það sem við ráðum við að gera núna í augnablikinu,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar hann kynnti fyrirhugaðar að- gerðir ríkisstjórnarinnar. Mikil réttarbót að afnema tekjutengingu við maka „Ég er afskaplega stolt af því skrefi sem hér er stigið í þá veru að bæta kjör aldraðra og öryrkja,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og minnti á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri kveðið á um að málefni yngstu og elstu kynslóðanna skyldu sett í forgang. Benti hún á að nýkynntar aðgerðir fælu í sér miklar réttarbæt- ur fyrir aldraða og öryrkja og vísaði þar m.a. til þess að afnema ætti skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka. „Við teljum að þetta sé gríðarlega mikilvæg réttarbót fyrir þessa hópa og í samræmi við nú- tímahugmyndir um það að allir ein- staklingar séu fjárhagslega sjálf- stæðir.“ Fram kom í máli Ingibjargar að ríkisstjórnin teldi mikilvægt að upplýsa með góðum fyrirvara um afnám skerðingar líf- eyrisgreiðslna vegna innlausnar sér- eignasparnaðar þótt sú aðgerð gæti ekki komið til framkvæmda fyrr vegna tæknilegra annmarka. Benti hún á að fólk hefði nú tök á að fresta því að leysa út séreignasparnað sinn. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra minnti á að margir hefðu komið að vinnu tillagnanna sem nú væru fram komnar. Þeirra á meðal væru hagsmunasamtök aldr- aðra og öryrkja sem og aðilar vinnu- markaðarins, þ.e. ASÍ og BSRB. Sagði hún verulegan hluta þeirra til- lagna sem finna mætti í stjórnar- sáttmálanum og sneru að lífeyris- þegum vera í höfn með nýkynntum aðgerðum. Minnti hún á að stóra málið væri síðan yfirstandandi vinna við heildarendurskoðun almanna- tryggingakerfisins með það fyrir augum að frekari aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja kæmu til framkvæmda á árunum 2009 og 2010. „Þetta sýnir að þessi ríkisstjórn mun ekki bara tala, heldur líka framkvæma. Ég held að hér hafi verið unnin afskaplega góð vinna á tiltölulega stuttum tíma. Það eru mörg úrlausnarefni framundan en þetta gefur hins vegar mjög skýran tón um áherslur þessarar ríkis- stjórnar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra tók undir þetta og sagðist líta svo á að ríkisstjórnin væri að stíga stórt skref í málaflokknum með þessum aðgerðum sínum. Aðspurður sagði hann innistæðu fyrir hluta að- gerðanna á komandi fjárlögum. „Við munum síðan leggja til við fjárlaga- nefndina við þriðju umræðu að út- gjöldin verði aukin um rúman millj- arð frá því sem er í frumvarpinu.“ 5 milljarðar á ári til að bæta kjör aldraðra og öryrkja Morgunblaðið/Ómar Styrkir stöðu aldraðra og öryrkja Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde kynntu aðgerðir ríkisstjórnar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Aðgerðirnar taka gildi á næsta ári. JÓLAMÁNUÐURINN kallar á hreingerningar á ýms- um sviðum, allir vilja komast í jólabaðið og heimilið þarf nánast að skína eftir skrúbb á jafnt gólf sem veggi. Ekki má svo heimilisbíllinn verða útundan. Eitt af því sem fylgir söltun gatna yfir vetrarmánuðina er sjáan- legri óhreinindi á bílum og því finnst mörgum nauðsyn- legt að leggja leið sína reglulega á bílaþvottastöðvar í skammdeginu. Bílaþvottur í skammdeginu Morgunblaðið/Golli  Skerðing tryggingabóta vegna tekna maka verður afnumin 1. apríl nk. Áætlaður kostnaður er 1.350 milljónir kr. árið 2008 og 1.800 m.kr. á heilu ári eftir það. Gripið verður til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og van- greiðslum tryggingabóta frá og með 1. apríl 2008. Áætlaður kostnaður er 345 m.kr. árið 2008 og 460 m.kr. á heilu ári.  Vasapeningar vistmanna á stofnunum verða hækkaðir úr 28.500 í 36.500 kr. á mánuði frá 1. apríl 2008.  Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára verður hækkað í allt að 100 þús. kr. á mánuði frá 1. júlí 2008. Jafnframt mun ríkissjóður tryggja að ellilífeyrisþegar fái að lágmarki 25 þús. kr. á mánuði frá lífeyrissjóði frá 1. júlí 2008. Aðgerðir sem skila öryrkjum sam- bærilegum ávinningi verða undirbúnar í tengslum við starf framkvæmda- nefndar um örorkumat og starfsendurhæfingu. Áætlaður kostnaður er 1.000 m.kr. árið 2008 og 2.000 m.kr. á heilu ári. Aðgerðir ríkisstjórnar Ríkisstjórnin kynnir aðgerða- áætlun til að bæta stöðu aldraðra og öryrkja Í HNOTSKURN » Í stefnuyfirlýsingu rík-isstjórnarinnar er lögð áhersla á að styrkja stöðu aldr- aðra og öryrkja með því að draga úr tekjutengingum og skerðingu bóta í almannatrygg- ingakerfinu. » Unnið er að heildarend-urskoðun almannatrygg- ingakerfisins með það fyrir aug- um að frekari aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja komi til framkvæmda á árunum 2009 og 2010. Reynir Ingi- bjartsson, for- maður AFA, að- standendafélags aldraðra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær- kvöldi að málið væri nýtilkomið og félagið ekki í aðstöðu til að bregðast við að svo komnu máli. Félagið myndi fara yfir málið og tjá sig um það á blaða- mannafundi sem það hefur boðað í dag. AFA stendur ásamt öðrum hags- munasamtökum aldraðra fyrir blaðamannafundi í dag þar sem ræða á lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2008 og brýna þörf á auknu fjár- magni vegna búsetu- og kjaramála aldraðra. Reynir bendir á að þótt sér lítist ekki alls illa á aðgerðir þær sem rík- isstjórnin kynnti í gær í málefnum aldraðra þá sé langt frá því að þær leysi allan vandann í málaflokknum. Leysir ekki allan vandann Reynir Ingibjartsson „Í FLJÓTU bragði er hér um mjög jákvætt skref að ræða og framfaraspor,“ segir Sigursteinn Másson, formað- ur Öryrkja- bandalags Ís- lands (ÖBÍ) og vísar þar sér- staklega til af- náms skerðingar vegna tekna maka. Sigursteinn fagnar einnig breyt- ingunni sem gera eigi á frí- tekjumarkinu, en í yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar kemur fram að hún nái til atvinnutekna ellilífeyrisþega á aldrinum 67–70 ára. Í samtali við Morgunblaðið segist Sigursteinn vænta þess að sambærilegt frí- tekjumark verði útfært fyrir ör- yrkja líka og vísar þar til þess að ekki sé hægt að skilja tillögur ráð- gjafahóps félagsmálaráðherra um almannatryggingar öðruvísi en svo að finna eigi leiðir sem gilda eigi jafnt um aldraða og öryrkja. Að sögn Sigursteins hefði hann vilja sjá sumar aðgerðirnar koma til framkvæmda fyrr á árinu 2008. „En á svona degi verður maður að gleðjast yfir því sem náðst hefur. Hins vegar á varðandi öryrkja eftir að útfæra ákveðna mikilvæga þætti og því er of snemmt að fagna mik- ið. Vonandi hef ég ástæðu til að gera það í sumar,“ segir Sig- ursteinn. Jákvætt skref Sigursteinn Másson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.