Morgunblaðið - 06.12.2007, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
!"
#$%&'&
BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn-
arfirði hefur lokið smíði nýs Cleo-
patra báts sem seldur var til Dublin
á Írlandi. Báturinn er af nýrri gerð
Cleopatra 33 báta sem Trefjar hafa
hannað.
Báturinn hefur hlotið nafnið Kal-
igarian J. Útgerðarmaðurinn er Ro-
bert Creedon og mun hann sjálfur
róa. Gert er út frá Dublin og er bát-
urinn útbúinn til gildruveiða. Uppi-
staða aflans er beitukóngur allt árið
um kring en einnig mun báturinn
stunda veiðar á töskukrabba.
Báturinn er 11 brúttótonn. Rými
er fyrir fjórtán 380 lítra kör í lest. Í
vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá
ásamt eldunaraðstöðu.
Gerir út á beitu-
kóng frá Dublin
Til veiða Bátur frá Trefjum verður gerður út frá Dublin í Írlandi.
ÚR VERINU
HLUTFALL línu í þorskafla hefur
vaxið úr 11 í tæp 36% á 25 árum,
samkvæmt samantekt Fiskistofu. Á
sama tíma hefur hlutfall netanna í
þorskaflanum minnkað úr 33,5% í
tæp 12%.
Í meðfylgjandi töflu sést hvernig
hlutfallsleg skipting þorskaflans
hefur verið milli einstakra veiðar-
færa síðastliðin 25 ár.
Stærsti hluti aflans er veiddur í
botnvörpu. Hlutfall botnvörpunnar
var 52 til 60% aflans á níunda ára-
tugnum en hefur síðan farið minnk-
andi og er nú tæp 44%.
Í netin kom þriðjungur þorskafl-
ans við upphaf þessa tímabils en
það hlutfall hefur smám saman
minnkað og var komið niður í tæp
12% á síðasta ári og hefur aldrei
verið lægra.
Á níunda áratugnum voru um og
innan við 10% þorskaflans veidd á
línu. Hlutfallið hefur aukist ár frá
ári og var á síðasta ári komið í
35,7%. Handfæraaflinn er nú svip-
aður og fyrir 25 árum, rétt innan
við 3% en á tímabili var 12% aflans
dreginn á handfæri. Þá hefur hlut-
fall dragnótarinnar aukist og hefur
verið 5-6% síðustu ár.
Hlutfall línu
aukist á
kostnað neta
GLASAFRJÓVGANIR hafa skilað
árangri í rúmlega 40% tilvika frá því
að slíkar aðgerðir voru fyrst gerðar
hér á landi í upp-
hafi 10. áratug-
arins. Þetta kom
fram í svari Guð-
laugs Þórs Þórð-
arsonar, heil-
brigðisráðherra,
við fyrirspurn
Steinunnar Val-
dísar Ósk-
arsdóttur, þing-
manns
Samfylkingarinnar á Alþingi í gær
en sl. sextán ár hafa fæðst tæplega
1.700 börn, sem getin voru með
tæknifrjógvun.
Fyrst um sinn fóru aðgerðirnar
fram á Landspítalanum en árið 2004
var gerður samningur við fyrirtækið
Art Medica og sagðist Steinunn Val-
dís hafa áhyggjur af því að hlutdeild
para í kostnaði hefði aukist, sem
væri ekki eðlilegt enda væri ófrjó-
semi skilgreind sem sjúkdómur.
Góður árang-
ur af glasa-
frjóvgunum
Guðlaugur Þór
Þórðarson
VERKFÆLNI og slælegum vinnu-
brögðum Vegagerðarinnar og metn-
aðarleysi samgönguyfirvalda má
kenna um stöðu
mála varðandi
samgöngur til
Vestmannaeyja.
Þetta er mat
Árna Johnsen,
þingmanns Sjálf-
stæðisflokks, en
Herjólfur er í
slipp í tvo daga
vegna bilunar.
„Herjólfur er
löngu kominn á aldur og bilanir eru
mjög tíðar í skipinu,“ sagði Árni á
þingi í gær og bætti við að nýtt skip
væri nauðsynlegt.
Kristján L. Möller, samgöngu-
ráðherra, harmaði stöðuna en sagði
skipið Selfoss mundu koma við í Eyj-
um og að allt væri gert til að reyna
að minnka skaðann. „Núverandi rík-
isstjórn er auðvitað að vinna af full-
um krafti að því að bæta samgöngur
til Eyja,“ sagði Kristján.
Verkfælni og
metnaðarleysi
Árni Johnsen
TALIÐ er að aðgreining kynja með
litum á fæðingardeildum hafi byrj-
að á síðari hluta sjötta áratugarins
en fram að því voru nýfædd börn
klædd í hvítt. Þetta kom fram í
svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn
Kolbrúnar Halldórsdóttur á Alþingi
í gær. „Þegar leið á miðja síðustu
öld fannst mörgum að umhverfið á
fæðingardeildinni væri of stofn-
analegt og smám fóru að koma lit-
ir,“ sagði Guðlaugur og lýsti því að
fyrst hefðu verið notaðir bleikir og
bláir saumar í fötunum en að smám
saman hefðu þau þróast í núverandi
form. Að því er fram kom í máli
Guðlaugs eru alls staðar í boði föt í
öðrum litum en hann sagði jafn-
framt að það kæmi ekki til greina
af sinni hálfu að skipta sér af þess-
um málum.
Þingmenn VG veltu því upp hvort
aðgreining kynjanna strax við fæð-
ingu hefði áhrif á framkomu við
börn, t.d. þannig að stúlkur fengju
blíðlegra viðmót, og hvort hið op-
inbera ætti að hefja hana á þennan
hátt. „Hin kyngreinda veröld er af-
skaplega föst í sessi,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon.
Aðgreining kynja með lit-
um hófst á sjötta áratug
Morgunblaðið/Kristinn
Litaval Kolbrún stakk upp á því að sleppt yrði endurnýjun á bláu og bleiku
fötunum og séð hvort það breytti nokkru að notast við þau grænu og gulu.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
ORRUSTUFLUGVÉLUM sem
taka munu þátt í loftrýmiseftirliti
hér á landi verður í sjálfsvald sett
hvort þær bera vopn eða ekki. Þetta
kom fram í svari Ingibjargar S.
Gísladóttur, utanríkisráðherra, við
fyrirspurn Steingríms J. Sigfússon-
ar, þingmanns VG, á Alþingi í gær.
Ingibjörg sagði flugheri banda-
lagsríkja NATO hafa mjög mismun-
andi reglur um hvort vélar í eftirlits-
flugi væru vopnaðar eða ekki. T.d.
væru flugvélar Bandaríkjanna og
Breta yfirleitt ekki vopnaðar en vél-
ar Frakka og Spánverja væru það
ævinlega. Þá sagði Ingibjörg að gert
væri ráð fyrir að hér á landi yrðu til-
tækar geymslur fyrir vopn flugvéla.
Ekki öryggi í vopnuðum vélum
Steingrímur sagði ljóst að engin
sjálfstæð stefna hefði verið mótuð
hér á landi heldur aðeins tekið við því
sem NATO hefur ákveðið eða hentar
einstaka aðildarríkjum. „Þetta eru
mér mikil vonbrigði og þetta er aft-
urför frá því sem var,“ sagði Stein-
grímur og vísaði til þess að flugvélar
Bandaríkjahers voru ekki vopnaðar
við eftirlit hér á landi. „Í ljósi þess
líka að yfirlýstur tilgangur þessa eft-
irlits og þessara æfinga er ekki sá að
takast á við aðstæður á ófriðartím-
um, þá spyr maður hvers vegna í
ósköpunum er yfirhöfuð leyfður
vopnaburður?“ spurði Steingrímur
og taldi það ekki auka öryggi fólks að
hafa „harðvopnaðar flugvélar á
sveimi“ yfir höfði sér.
Orrustuflugvélar mega
vera vopnaðar í eftirliti
Steingrímur J. segir enga sjálfstæða stefnu hafa verið mótaða
Vilja gögn um söluna
Langur tími fór í umræður um störf
þingsins og síðan fundarstjórn for-
seta í upphafi þingfundar í gær sem
varð til þess að þingfundur stóð leng-
ur fram á kvöld en ætlað var. Stjórn-
arandstaðan gagnrýndi harðlega að
þingmenn hefðu ekki fengið í hendur
gögn um Þróunarfélag Keflavíkur-
flugvallar en til stendur að ræða
skýrslu forsætisráðherra um það í
dag. Atli Gíslason,VG, sagði eignirnar
hafa verið seldar með óeðlilegum
hætti og vildi m.a. upplýsingar um
sölusamninga sem voru gerðir vegna
sölu eigna ríkisins á vellinum.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra,
sagði hins vegar að Ríkisendurskoð-
andi teldi að um viðskiptamál væri að
ræða og gögnin ættu því ekki að liggja
alls staðar frammi. Nefndarmönnum
þingnefnda stæði þó til boða að fara
þangað og skoða gögnin.
Í samkeppni
Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálf-
stæðisflokki, vildi fá svör frá sam-
gönguráðherra í gær um hvort hann
hygðist koma í veg fyrir að Íslands-
póstur væri í sam-
keppni við einka-
aðila. Sigurður tók
prentmarkaðinn
sem dæmi og
sagði fyrirtækið
hafa þá framtíð-
arsýn að vinna ný
lönd.
Kristján L. Möller,
samgöngu-
ráðherra, sagði að
Íslandspóstur hefði lengi verið í sam-
keppni við einkaaðila, t.d. með dreif-
ingu blaða og fjölpósts. Félagið væri
rekið eins og hvert annað hlutafélag
og ekki væri ástæða til að grípa til að-
gerða.
Stjórnarskrárnefnd
Stjórnarflokkarnir hafa ekki tekið af-
stöðu til þess hvort og hvernig eigi að
halda starfi stjórnarskrárnefndar
áfram, að því er fram kom í svari for-
sætisráðherra við fyrirspurn Sivjar
Friðleifsdóttur á þingi í gær. Nefndin
var skipuð í ársbyrjun 2005 og skilaði
af sér einni tillögu til stjórnarskrár-
breytingar sl. vetur en sú tillaga hlaut
ekki afgreiðslu.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 10:30 í dag og
þriðja umræða um fjáraukalög fyrir
árið 2007 er á dagskrá.
Sigurður K.
Kristjánsson
ÞETTA HELST …