Morgunblaðið - 06.12.2007, Page 22

Morgunblaðið - 06.12.2007, Page 22
Peder oxe, Grábræðratorgi 11: Hlýlegt veitingahús og gott í gogginn. www.pederoxe.dk Ida Davidsen, Store Kongensgade 70: Ekta danskt smurbrauð. www.idadavidsen.dk Sankt Gertruds Kloster, Hauser Plads 32: Ljúffengur matur við kertaljós í sögufrægu klaustri. Þrjú frábær kaffihús á Amagertorgi: Cafe Norden, Østergade 61; Cafe Europa, Amagertorgi 1; Royal Cafe, Amagertorgi 6 (á milli Royal Copenhagen og Georg Jensen). Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lífvörður Amalíuborgarhallar dönsku konungsfjölskyldunnar er vandlega gætt af alvarlegum mönnum. Skyldi honum ekki vera kalt? hugsuðu ferðalangar frá Fróni á dögunum, sem þurftu að þramma til að halda á sér hita. Þ að eru Íslendingar hérna! gólaði ég til ferðafélaga minna á miðri Købma- gergade í Kaupmanna- höfn á dögunum þegar fram úr hófi keyrði í íslenskum fífla- látum á erlendri grund. Héldu þeir kannski að þeir væru einu Íslending- arnir á ferð fyrir jólin í gömlu höf- uðborginni okkar? Gera þeir sér ekki grein fyrir því að líkurnar á því að það sé Íslendingur að arka fram úr þér á Strikinu eru hreint ótrúlegar? „Ætli enginn geti hjálpað mér hérna, þetta er alltof lítið?! Æ, ég fer þá bara fram á sokkaleistunum,“ upp- lýsti kona manninn sinn um í Zöru- mátunarklefa en í næsta klefa velti ég því fyrir mér hvort hún væri frá Keflavík eða Hvammstanga og lang- aði að segja henni að áður en maður færi til kóngsins Köben væri gagn- legt að vita eftirfarandi, ef maður vildi fylgja hefðbundnum kurteis- isreglum: Hvarvetna er fólk sem skil- ur íslensku! Og það er kannski ekkert skrítið því margir hafa hreint dálæti á hlýlegri borginni og þekkja hana út og inn – a.m.k. Strikið. Skrifaði ég hlýlegri? Það var nefni- lega ekki hlýtt og svo bar við á leið- inni heim að flugfreyja tók á móti mér með þessum orðum: „Er ekki gott að komast heim í hlýjuna?“ Það var og. Víst er að „kalt inn að beini“ fékk alveg nýja merkingarvídd því þótt hitinn hafi verið rétt um frostmark var það líklegast rakinn sem sá um gnístandi tilfinninguna sem hvarf ekki þótt maður þrammaði vongóður um strætin. Andardráttur Fjölnismanna og Norðurlandafílingur Þrátt fyrir að þurfa að dúða sig vel hverja einustu mínútu í allri úti- verunni var engin hætta á að manni leiddist í borg- inni. Öll kaffihúsin, all- ar búðirnar, söfnin, menningin og mann- lífið bíða eftir manni. Best af öllu er að ráfa um draugslega upplýstar göturnar og láta borgina leiða sig áfram. Ef maður þræðir hliðargöturnar út frá Strikinu (það er nauðsynlegt koma sér stundum af því!) uppgötvar maður upp á nýtt löngu farnar slóðir forfeðranna, eins og Gamla-Garð, Det lille apotek, Jónshús og Hvids vinstue; það er næstum hægt að finna andardrátt Fjölnismanna og Co í hverju fótmáli. Ef veran í Kaupmannahöfn bregð- ur ekki nýju ljósi á Íslendingseðlið ætti „Norðurlandafílingurinn“ a.m.k. að kvikna. Það er eitthvað svo nota- legt að finna ætlaðan skyldleikann við frændur vora við það að koma frá sér einstaka orði á skandinavísku … iit- aala, Georg Jensen … orð Norður- landanna svífa yfir vötnum og samkenndin náði nýjum hæðum þegar ég fékk skilaboð í símann frá hinu sænska Ikea á Íslandi í H&M-búðinni í Dana- veldi. Að meðtaka danska menningu er reyndar nægur starfi, t.a.m. er hjólamenn- ingin upplifun fyrir okkur úr bílamenningunni. Danir eru ansi flottir þeysandi á grænu ljósi eða bíð- andi yfirvegaðir í kuldanum á rauðu ljósi – það verður ekki af þeim tekið. Smurbrauðið hjá Idu Davidsen gerist heldur ekki danskara og dásamlega skandinavíska glaðværð er að finna á Cafe Norden við Amager-torg og eins Kaffi Evrópu beint á móti. Óhætt er að mæla með siglingu um síkin en báturinn fer t.d. um Nýhöfn og kemur við hjá Litlu hafmeyjunni (sem er svo sannarlega lítil, a.m.k. í samanburði við einn nágrannann sem er nýja glæsilega óperuhúsið). Tív- olíið er líka þrælskemmtilegt og enn betra á jólatímanum að sögn þeirra sem það hafa prófað, Amalíuborg- arhöll drottningar og lífvarða er af- skaplega „lækker“ og Kristjánsborg- arhöll hressandi með hesthúsa- stemninguna í loftinu. Ef þú vilt fara út af Strikinu í innkaupum er leikur einn að taka neðanjarðarlestina til risaverslunarmiðstöðvarinnar Fields eða þá bregða sér í Fiskitorfuna, að auki þætti sumum heldur snautleg kaupmannaferðin ef maður léti glæsi- verslunarhúsin Magasin du Nord og Illum framhjá sér fara. Ristaðar möndlur á hverju götu- horni og ilmurinn af reyktum ál; þetta er Kaupmannahöfn í hnot- skurn. Eða er það kannski pulsulykt sem liggur í loftinu? Það kemur í sama stað niður: skemmtun er vís í borginni, sérlega ef þér tekst að læra að segja „ja“ með óborganlegum dönskum áherslum og hverfa þannig inn í fjöldann í stað þess að leita að réttri fatastærð á íslensku. thuridur@mbl.is Óborganleg skandinavísk skemmtan Lystisemdir Kaupmannahafnar eru botn- lausar en til þess að geta notið glaðværðar borgarinnar almennilega á miðjum vetri þarftu að vera með trefil … jafnvel langbrók. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir mælir með dönskuæfingum og að fólk fari yfir Strikið. Tívolí Stemningin í Kaupmannahöfn er einstök fyrir jólin og það vita Íslendingar enda eru ótrúlegar líkur á því að manneskjan sem arkar fram úr þér á Strikinu skilji íslenskuna þína. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á siglingu Það er eins og að lauma sér inn í eitthvert ævintýrið að fara um Nýhöfn. Smurbrauðsdrottning Á veitingastað Idu Davidsen er að finna dýrðlegt smur- brauð samkvæmt gamalli fjölskylduhefð. |fimmtudagur|6. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Kjúklingur, hangikjöt og jóla- íspinnar eru meðal þess góð- gætis sem er á tilboði í versl- unum um helgina. » 27 helgartilboðin Fólki finnst meiri gæði í eld- isfiski, sem alinn hefur verið upp með dýravelferð í huga, en öðrum eldisfiski. » 26 neytendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.