Morgunblaðið - 06.12.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 29
ÞANN 27. nóvember síðastliðinn
var Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóð-
anna 2007/2008 kynnt um allan heim.
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
gekkst fyrir vel heppn-
aðri kynningu hennar
hér á landi í hátíðarsal
Háskóla Íslands. Mikið
var fjallað um skýrsl-
una í fjölmiðlum og
umræður urðu um
hana á Alþingi.
Eins og kunnugt er
lenti Ísland í fyrsta
sinn í efsta sæti á þró-
unarlista SÞ. Þar er
einkum tekið mið af
þjóðartekjum á mann,
ævilengd og mennt-
unarstigi. Þessi nið-
urstaða er ótvíræð vísbending um
það að þrátt fyrir að auðnum sé mis-
skipt hér á landi erum við samt með-
al auðugustu þjóða heims. Það legg-
ur okkur miklar skyldur á herðar í
samfélagi þjóðanna.
Baráttan við
loftslagsbreytingar
Efni þróunarskýrslunnar að þessu
sinni er baráttan við loftslagsbreyt-
ingar og þörfin á samstöðu manna
um allan heim í þeirri baráttu. Þetta
viðfangsefni kallar á samstöðu allra,
ríkra þjóða jafnt sem snauðra, í að
taka höndum saman í baráttunni
gegn þeirri vá sem felst í hlýnun
andrúmsloftsins.
Undanfarið hafa fréttir borist af
atburðum sem segja má að end-
urspegli þann boðskap sem þróun-
arskýrslan hefur nú að geyma. Ann-
ars vegar voru það fréttir af fjórðu
yfirlitsskýrslu vísindanefndar Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar sem kynnt var í Valensíu á
Spáni á dögunum. Þar er viðurkennt
með ótvíræðum hætti að hlýnun and-
rúmsloftsins af mannavöldum og
þær afleiðingar sem fylgja, jafnt
stórar sem smáar, séu staðreynd
sem ekki verði umflúin.
Hins vegar voru það fréttir af
óveðursflóðum við Norðursjó og
flóðum vegna fellibyljarins Sidr í
Bangladess. Við Norðursjó var grip-
ið til þeirra úrræða sem ríkidæmi og
tækni gátu veitt, höfninni í Rotter-
dam var einfaldlega lokað með risa-
stórum flóðvarnarhliðum og í Bret-
landi dugðu rándýrar flóðvarnir vel.
Í Bangladess var aftur á móti engum
flóðvörnum til að dreifa, enda hleyp-
ur tala látinna þar á þúsundum og
óskað hefur verið eftir alþjóðlegri
aðstoð við milljónir manna sem eiga
um sárt að binda eftir hamfarirnar.
Þarna er því ólíku saman að jafna.
Segja má að efni þróunarskýrsl-
unnar hafi komið fram með beinum
hætti í þessum fréttum. Ríkar þjóðir,
sem að mestu hafa skapað vandann
allt frá iðnbyltingu, geta gripið til
ráðstafana í krafti auðs og tækni.
Hinar sæta afleiðingunum, það er að
segja þær þjóðir sem verst eru sett-
ar í efnahagslegu og félagslegu tilliti,
– en líka komandi kynslóðir sem
óhjákvæmilega munu erfa vandann.
Ef ekkert verður að gert má líka
ætla að þróunarsamvinna um víða
veröld sé í uppnámi og kjör þeirra
sem lakast eru settir verði enn verri
en ella, ýmist af völdum flóða eða
þurrka, vatnsskorts eða takmark-
aðra möguleika á að afla lífsvið-
urværis.
Þrátt fyrir að illa horfi í þessum
málum eru til þau úrræði sem duga
til að bregðast við þessari óheillaþró-
un, úrræði sem grípa verður til á
allra næstu árum, eigi þau að koma
að gagni. Á það er lögð áhersla bæði í
skýrslu vísindanefndarinnar og í
þróunarskýrslunni.
Kyoto-bókunin
Í næstu viku hefur
verið boðað til afar mik-
ilvægs fundar alþjóða-
samfélagsins á Balí í
Indónesíu um framhald
Kyoto-samkomulagsins
um losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Heim-
urinn væntir þess að
árangur verði af þeim
fundi. Og sá árangur
veltur ekki síst á stefnu
og vilja þeirra þjóða
sem best eru settar í heiminum og í
þeim hópi erum við Íslendingar svo
ekki verður um villst. Heimurinn
væntir því mikils af okkur.
Við höfum efni á að taka á okkur
byrðar til að sporna gegn þeirri
óheillaþróun sem vænta má af völd-
um loftslagsbreytinga. Við höfum
meira að segja efni á að vera í far-
arbroddi þeirra þjóða sem vilja sýna
í verki að þær beiti sér í þessum mál-
um. En til þess að svo megi verða
þurfum við að líta í eigin barm, því
staðreyndin er því miður sú, að þrátt
fyrir að tróna á toppi þróunarlistans,
erum við líka sú þjóð sem hleypir
hvað mestu magni gróðurhúsa-
lofttegunda út í andrúmsloftið. Við
þurfum því að taka til í eigin ranni.
Þróunarskýrsla
Sameinuðu þjóðanna
Tryggvi Jakobsson
fjallar um þróunaraðstoð » Þróunarskýrslanfjallar að þessu sinni
um loftslagsbreytingar
og áhrif þeirra á lífskjör
fólks um víða veröld.
Tryggvi Jakobsson
Höfundur er formaður Félags
Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Fréttir
í tölvupósti
Beosound 3
Með BeoSound 3 getur þú spilað tónlist frá innbyggðu
útvarpinu eða hlaðið hana inn stafrænt, hvar sem er í
Bang & Olufsen hljómgæðum. Hlaðanleg rafhlaðan sem
endist í allt að tíu tíma spilun gerir svo allar snúrur óþarfar.
BeoSound 3 kostar 59.500 kr.
Beovision 8
Við hönnun BeoVision 8 var tekið sérstakt tillit til
hljómgæða enda var tækið hannað utan um öflugt
hljómkerfið. Háskerpuskjár með speglunarvörn
tryggir síðan bestu mögulegu gæði myndarinnar.
BeoVision 8 fæst í 26” og 32”.
Verð frá 279.000 kr.
BeoCom 6000
BeoCom 6000 er þráðlaust símtæki sem einfaldar
samskiptin á heimilinu. Síminn er einfaldur í notkun og
hægt er að tengja allt að átta símtæki einni stjórnstöð.
Stjórnstöðin sem hleður símann er glæsilega hönnuð
úr burstuðu áli og fáanleg í tveimur útfærslum, til að
hafa á borði eða festa á vegg.
BeoCom 6000 kostar 37.500 kr.
Síðumúla 21, Reykjavík.
Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com
www.bang-olufsen.com
Gefðu nútímaklassík
frá Bang & Olufsen
í jólagjöf
-hágæðaheimilistæki
Kraftmiklar ryksugur
fyrir öll heimili
Verð frá kr.:
15.990
Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með
stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er fáanlegt með vélini.
Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri
og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele ryksugurnar.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
Miele
ryksugur
– litlar og liprar.
www.eirvik.is