Morgunblaðið - 06.12.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 06.12.2007, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásgeir Sæ-mundsson fæddist á Þorvalds- stöðum í Grindavík 1. júní 1923. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut 26. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sæmundur Tóm- asson trésmiður, f. á Járngerðar- stöðum í Grindavík 25.6. 1888, d. í Reykjavík 20.6. 1975, og Guðný Sigurðardóttir, f. á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði 25.6. 1888, d. í Reykjavík 23.9. 1973. Systkini Ásgeirs eru Margrét, f. 3.6. 1916, d. 20.8. s. ár, Tómas Grétar, f. 9.7. 1918, d. 16.7. s. ár, Sigríður Guðný, f. 26.9. 1920, d. 19.10. 1991, Ása Gréta Kristín, f. 21.8. 1924, og Haraldur, f. 25.2. 1929. Hálfbróðir samfeðra var Guðjón, f. 15.5. 1913, d. 13.7. 1993. Ásgeir kvæntist 3. janúar 1953 Önnu S. Jóhannsdóttur, f. á Skriðulandi í Kolbeinsdal í Skagafirði 5.2. 1927, d. í Reykja- vík 6.9. 2006. Foreldrar Önnu voru Jóhann Jóhannsson, f. 19.5. 1882, d. 11.3. 1958, og Guðrún Sigmundsdóttir, f. 3.9. 1886, d. 4.1. 1964. Ásgeir og Anna eign- uðust sex börn, þau eru: 1) Sæ- mundur, f. 12.2. 1950, maki Steinunn Jóhannsdóttir, f. 23.11. 1959. Sæmundur á með fyrri konu sinni, Þóru Guðnadóttur, Ásgeir og Bjarna. Synir hans og Steinunnar eru Jóhann Hólmar (Ragnarsson), Davíð og Eiríkur. Stockholms Tekniska Institut í janúar 1948. Ásgeir sat í fyrstu stjórn Iðnfræðingafélags Íslands og var stofnfélagi í Tæknifræð- ingafélagi Íslands. Í febrúar 1948 hóf hann störf hjá Raf- magnsveitum ríkisins og starfaði þar í aldarfjórðung, síðast sem framkvæmdastjóri tæknisviðs. Þetta var á þeim tíma sem mikið var að gerast í rafvæðingu í dreifbýli hér á landi. Frá 1972- 1981 starfaði hann sjálfstætt við tækniþjónustu við raforkuver og -veitur. Kom hann að fjölda verkefna, s.s. stækkun Andakíls- ár-, Skeiðsfoss- og Laxárvirkj- unar, sá um framkvæmdir við ýmsar smærri virkjanir, s.s. Blævadalsárvirkjun í Ísafjarðar- djúpi, og vann með Orkuvirki að uppsetningu rafbúnaðar Járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga. Frá 1982 var hann framkvæmdastjóri Andakílsár- virkjunar en lét af störfum í árs- lok 1997, þá 74 ára. Hann hélt þó áfram að starfa við ráðgjöf, hönnun og eftirlit við ýmsar vatnsaflsvirkjanir. Síðasta virkj- unin sem hann hannaði og sá um að öllu leyti var virkjun á Húsa- felli í Borgarfirði, en hún tók til starfa árið 2003. Anna og Ásgeir kynntust 1948 og hófu búskap hjá föður hans á Spítalastígnum en fluttu að Snekkjuvogi 3 um það leyti er þau giftu sig. Síðla árs 1956 fluttu þau á Fornhaga 11 og bjuggu þar síðan að frátöldum Andakílsárunum. Yngsta dóttir þeirra og dótturdóttir bjuggu alla tíð á Fornhaganum og héldu heimili með þeim, og með Ás- geiri eftir andlát Önnu. Útför Ásgeirs verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 2) Ásdís, f. 25.2. 1952, maki Helgi Árnason, f. 19.3. 1949. Ásdís á með fyrri manni sínum, Ólafi Egilssyni, Önnu Heiðu, Dag- nýju (látin), Guðnýju og Egil. Helgi á af fyrra hjónabandi Þór, Sigrúnu, Árna, Fjólu, Ólöfu, Stein- unni Önnu, Hildi og Guðrúnu. 3) Hauk- ur, f. 30.12. 1955, maki Ásdís Páls- dóttir, f. 3.5. 1958. Börn þeirra eru Helga og Ívar. 4) Anna Guðný, f. 19.9. 1957, maki Bjarni Á. Friðriksson, f. 29.5. 1956. Börn þeirra eru Friðgeir Daði, Tryggvi Sveinn og Anna Sólveig. 5) Hafdís, f. 30.8. 1959. 6) Gyða, f. 21.1. 1962, dóttir hennar og Eysteins Arasonar er Tinna. Barnabarnabörnin eru 10. Ásgeir fæddist í Grindavík en fluttist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1928. Sex ára gam- all fór hann vegna veikinda móð- ur sinnar til Halldóru móður- systur sinnar að Hallkelsstöðum í Hvítársíðu og dvaldist þar, þar til hann hóf skólagöngu 10 ára gamall. Frá 1930 bjó fjölskylda Ásgeirs á Spítalastíg 3 í Reykja- vík. Ásgeir tók sveinspróf í raf- virkjun hjá Bræðrunum Ormsson í maí 1945. Hann sigldi til Sví- þjóðar til framhaldsnáms með einu af fyrstu farþegaflutninga- skipunum sem fóru til Evrópu eftir stríð í desember 1945 og lauk námi í rafmagnstæknifræði (B.Sc. elektr. ingeniör) frá Hjartkær pabbi minn fæddist á Þorvaldstöðum í Grindavík 1923. Sex ára fór hann til móðursystur sinnar að Hallkelsstöðum í Hvítár- síðu og dvaldist þar uns hann hóf skólagöngu 10 ára gamall. Var hann eftir það í sveit hjá frændfólki sínu öll sumur fram að fermingu og bast því sterkum tryggðaböndum. Frá 1930 bjó fjölskylda hans á Spítala- stíg 3 í Reykjavík. Snemma komu skýr skapgerðar- einkennin fram og ljóst hvert hug- urinn stefndi. Trygglyndur, dulur, sjálfum sér nógur en um leið fé- lagslyndur, rifjar Ása systir hans upp að honum látnum. Orðvar, kurteis, greindur og skemmtilegur. Handlaginn með heilmikinn tækniá- huga tók hann sundur og setti sam- an klukkur og hvaðeina sem hann náði í, smíðaði kristaltæki og fékkst við tilraunir með vinunum, sem öll- um stundum undu sér í kjallaranum á Spítalastígnum á vinnustofu pabba hans. Skátastarfinu kynntist hann ungur en Skátafélag Reykja- víkur var með ylfinga- og skáta- fundi sína á Spítalastígnum í 2-3 ár frá 1932. Hann lærði að fljúga og flugvélar urðu ævilangt áhugamál. Eftir sveinspróf í rafvirkjun 1945 hélt hann til Svíþjóðar og lauk þar námi í rafmagnstæknifræði í janúar 1948. Mánuði síðar hóf hann störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Sama ár kynntist hann mömmu, sem þá var nýflutt til Reykjavíkur norðan úr Skagafirði. Árið 1948 varð því mikið örlagaár. Eftir það snerist líf hans að mestu um tvennt; fjölskyld- una og fagið. Pabbi og mamma leiddust hönd í hönd í gegnum lífið. Jafnræði var með þeim og heimilishald í föstum skorðum. Pabbi lagði okkur lífsregl- urnar með góðu fordæmi og rólyndi sínu, orð voru oftast óþörf. Hann vann mikið og á sumrin, ekki hvað síst eftir að hann hóf sjálfstæðan rekstur, runnu sumarfríin saman við vinnuna. Gamli skátinn kom þá upp í pabba, sem fumlaust og hratt kom útilegubúnaðinum fyrir í bíln- um. Svo var haldið af stað, ekið greitt og helst ekki stoppað fyrr en á áfangastað. Landslagið lifnaði við, fjöll og ár áttu sér bæði nafn og sögu. Það var með ólíkindum hve fróður pabbi var. Þegar við systkinin vorum vaxin úr grasi fluttu pabbi og mamma sig um set. Við tóku góð ár í Andakíln- um, ekki hvað síst fyrir mömmu sem fékk meira svigrúm til flestra hluta, og fyrir barnabörnin sem nutu þess að gista í sveitakyrrðinni. Áfram héldu þau að ferðast, innan- lands og utan. Pabbi starfaði óslitið til 74 ára aldurs en eftir það sinnti hann stök- um verkefnum, s.s. ráðgjöf vegna smávirkjana og hélt óbilandi áhuga á raforku- og tæknimálum til hinsta dags. Síðasta virkjunin var á Húsa- felli og tók til starfa 2003. Vann pabbi að því verki af sama eldmóði sem alltaf einkenndi hann og nutu bræður mínir, Sæmundur rafveitu- virki og Haukur byggingaverkfræð- ingur, þess að koma að verkinu með honum og læra af reynslu hans. Síðasta æviárið var pabba erfitt og söknuður hans eftir mömmu mikill. Heilsunni hrakaði hratt og lést hann eftir skamma sjúkrahús- legu. Góðu ævistarfi er lokið. Ég kveð elsku pabba minn með þakk- læti fyrir allt sem hann gaf okkur. Anna Guðný. Mig langar að minnast tengda- föður míns Ásgeirs Sæmundssonar rafmagnstæknifræðings sem lést 26. nóvember síðastliðinn. Mér er það í fersku minn hvar og hvenær ég hitti hann fyrst en það var haustið 1976 er ég hafði safnað í mig kjarki til að fara í heimsókn á Fornhagann til að hitta dóttur hans, Önnu Guðnýju sem ég hafði þá ný- lega kynnst. Að ég skuli muna það eftir rúm þrjátíu ár hver kom til dyra má eflaust rekja til þess að ég var stressaður af tilefninu en örugg- lega líka til viðmóts Ásgeirs sem stóð beinn í baki með hendur niður með síðum og bauð þessum ókunna manni að koma inn. Ásgeir fylgdist vel með öllum tækninýjungum í sínu fagi en einnig fylgdist hann með af miklum áhuga um allt er varðaði bíla og sérstakan áhuga hafði hann á flugi og það var okkar sameiginlega áhugamál. Hann var vel lesinn um þau efni og var fróð- legt að heyra hann segja frá hinum ýmsu flugvélategundum, vænglagi eða sérkennum mótora. Ef von var á einhverri sérstakri flugvél á Reykjavíkurflugvöll var hann mætt- ur til að skoða gripinn en hann fór einnig reglulega á völlinn til að at- huga hvort eitthvað nýtt væri að sjá. Ásgeir var rólegheitamaður og aldrei heyrði ég hann blóta en það var helst að hann segði „Æ, þetta er nú meiri vitleysan“ ef honum mis- líkaði eitthvað. Þó hann væri róleg- heitamaður þá var alltaf eins og hann væri að missa af einhverju þegar hann settist undir stýri því ferðirnar hans í Andakílinn tóku oft ekki langan tíma og ekki tóku þær lengri tíma þó aldurinn færðist yfir. Á ferðalagi um landið þekkti hann hvern krók og kima og er það ekki nema von því ekki voru ferðir hans fáar sem hann fór vegna allra vatns- aflsvirkjananna sem hann kom að. Það var sérstaklega ánægjuleg ferð þegar við Ásgeir og Anna Guðný ókum saman um Vestfirðina síðast- liðið sumar og heimsóttum Ásdísi og Helga. Það þurfti ekki að fletta upp í bók til að fræðast um staðhætti, Ásgeir var með þá hluti á hreinu og hvar og hvenar hlutirnir gerðust. Það var ekki fyrr en í þessari ferð er við vorum að skoða safnið á Hnjóti og þar á meðal leifar af DC3 að ég komst að því að Ásgeir hafði flogið á árum áður og haft einhver flugrétt- indi. Hann hafði aldrei minnst á það í öll þessi ár, var ekkert stæra sig af því þrátt fyrir fjölda samtala okkar um flug og lýsir það ágætlega hæv- ersku hans. Ég minnist Ásgeirs sem sérstak- lega ljúfs og góðs manns. Guð blessi minningu hans. Bjarni. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast Ásgeirs Sæmundssonar og ómetanlegra starfa hans og forystu við rafvæðingu fjögurra hreppa við Ísafjarðardjúp. Árið 1960 höfðu ungir bændur á bæjunum Unaðsdal og Mýri ákveð- ið að virkja Mýrará til raforkufram- leiðslu fyrir bæi sína. Þeir voru fá- kunnandi um alla tækni við byggingu vatnsaflsvirkjunar og rafvæðingu. Árið 1953 tók gildi 10 ára áætlun um rafvæðingu sveit- anna, en átti ekki að ná til hrepp- anna við Ísafjarðardjúp. Þegar leit- að var eftir úrræðum við tækniaðstoð og lánafyrirgreiðslu í Reykjavík var mér bent á Ásgeir Sæmundsson raftæknifræðing. Hann var ókunnugur fólki og stað- háttum við Djúp en tók erindi mínu vel og lagði til að stofnuð yrði sam- veita fyrir alla bæi í hreppnum. En hann varaði við því að knýja á um peningalán fyrr en búið væri að samþykkja reglugerð fyrir rafveitu. Eftir nauðsynlegan undirbúning heima fyrir var farið með reglugerð fyrir Rafveitu Snæfjallahrepps til Ingólfs Jónssonar atvinnumálaráð- herra og hann fékkst til að staðfesta hana. Framkvæmdir við Mýrarárvirkj- un og háspennuraflagnir hófust 1963 og lauk 1965. Þetta tókst fyrir aðstoð Ásgeirs. Hann sá um alla hönnun og mældi fyrir raflínum og fékk til liðs við sig Theódór Árnason verkfræðing, sem kannaði aðstæður og teiknaði steypumannvirki. Spurður um reikning fyrir verkið sagðist Theódór halda að Ásgeir ætlaði enga greiðslu að taka fyrir sín störf og hann tæki heldur ekki borgun. Rafveitan sameinaðist Nauteyr- arhreppi og leyfi fékkst fyrir 200 kW virkjun. Helst var litið til þess að fá virkjunarleyfi í Þverá, en Ás- geir lagðist alfarið gegn því, lítil virkjun í Þverá gæti spillt fyrir stærri virkjun síðar. Það var því byggð virkjun í Blævadalsá, sem tók til starfa 1975. Ásgeir og Theo- dór hönnuðu mannvirki og teiknuðu en þóknun fyrir störfin var látin sitja á hakanum. Ásgeir samdi um öll helstu innkaup, leitaði tilboða í vélar og línuefni og var útsjónar- samur um að leita allra leiða til að gæta hagsmuna rafveitunnar, sem hafði litlu úr að spila. Ásgeir átti mörg sporin í sumar- leyfum á meira en hálfum öðrum áratug við að kanna virkjunarmögu- leika, mæla fyrir línum o.fl. Hann átti góð samskipti við marga Djúp- menn er mátu hann mikils. Ásgeir kom því í kring að sterk útiljós voru sett í háspennustaura á hlaðinu við hvern bæ og þótti það mikil fram- faranýjung. Ásgeir var áhugasamur um bygg- ingu lítilla virkjana. Fyrir 40 árum hélt hann því fram að bændur og landeigendur ættu að fá að byggja smærri virkjanir og selja raforku inn á rafmagnslínur landsins. Þetta var ekki leyfilegt fyrr en nú fyrir nokkrum árum. Ásgeir var jafnan fulltrúi á aðalfundum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Hann var ekki mikið í ræðustól eða áberandi Ásgeir Sæmundsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, Suðurvangi 2, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 4. desember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja og vina, Ingveldur S. Kristjánsdóttir, Þórður K. Kristjánsson, Elma Cates, Sigurður Kristjánsson, Anna J. Sigurbergsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Rúnar Smárason, Kristín Kristjánsdóttir, Magnús Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN ÞORSTEINSSON, fv. leigubifreiðarstjóri, áður til heimilis að Öldugötu 37, Hafnarfirði, lést að Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 4. desember. Útförin auglýst síðar. Valgeir Kristinsson, Unnur Magnúsdóttir, Erla Ásdís Kristinsdóttir, Atli Steingrímsson, Ómar Kristinsson, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn, bróðir okkar og mágur BJÖRGÚLFUR GUNNARSSON loftskeytamaður er látinn. Útför hans fór fram í Tel Aviv. Ada Litvak Magnús Gunnarsson Geir Gunnarsson Ásta Lúðvíksdóttir Hjörtur Gunnarsson Nanna Friðgeirsdóttir Ingibjörg Ástvaldsdóttir Ásgeir Long ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ KRISTRÚN NÍELSDÓTTIR, áður til heimilis á Stýrimannastíg 14, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 4. desember. Páll Stefánsson, Halldóra Viktorsdóttir, Soffía Stefánsdóttir, Georg Ólafsson, Hildur Stefánsdóttir, Sigurgeir Kjartansson, börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.