Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERÐMÆTI bréfa sem Baugur á í breskum fataverslunum, sem skráð- ar eru á markaði, hefur rýrnað um 100 milljónir punda á árinu, jafnvirði um 12,7 milljarða króna, samkvæmt umfjöllun breska blaðsins Telegraph í gær. Er þá miðað við hluti Baugs og tengdra félaga í Debenhams, French Connection, Woolworths og Moss Bros. Eru flestar þessar eignir skráðar á fjárfestingafélagið Unity, sem Baugur á stærstan hlut í á móti FL Group og Kevin Stanford. Umfjöllunin kemur í kjölfar af- komuviðvörunar frá Moss Bros og einnig er greint frá fjáfestingum Baugs í FL Group hér á landi. Er bent á að bréf í fyrrnefndum félögum á breskum markaði hafi frá áramót- um lækkað um 51-57%, og samanlagt markaðsvirði bréfa Baugs í þessum verslunarkeðjum sé nú kringum 148 milljónir punda, jafnvirði nærri 19 milljarða króna. Þannig hafa bréfin í Debenhams lækkað um 53% frá áramótum, um 57% í Woolworths og French Conn- ection og um 51% í Moss Bros. Haft er eftir talsmanni Baugs að fyrir- tækið líti á sig sem langtíma fjárfesti í smásöluverslun og geri sér grein fyrir viðkvæmri stöðu á skráðum eignum. Í heildina sé það sátt við ár- angur skráðra og óskráðra eigna. Í afkomuviðvörun Moss Bros í vik- unni kom fram að heildarsala hefði á síðustu 18 vikum dregist saman um 3,7%, og mestur hefði samdrátturinn verið á síðustu fimm vikum. Er af- komuviðvörunin ekki sögð bæta stöðuna í eignasafni Baugs á bresk- um smásölumarkaði. Fallandi gengi á fatakeðjum                           !  "" #$ #$ # #   % &      HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðis- brot gegn dóttur sambýliskonu sinn- ar. Þótti málið ekki nægilega sannað að mati dómsins. Með dómi sínum hnekkti Hæstiréttur dómi Héraðs- dóms Vesturlands sem dæmdi manninn í árs fangelsi, þar af 9 mán- uði skilorðsbundið. Maðurinn var sakaður um að hafa tvisvar brotið gegn stúlkunni sem er fædd árið 1991. Átti fyrra tilvikið að hafa gerst árið 2002 á heimili fólks- ins en hið síðara á árinu 2005. Sýkn- að var vegna síðarnefnda brotsins í héraði. Í dómi Hæstaréttar segir að í mál- inu hafi leikið vafi á um tímasetningu hins ætlaða brots. Fól ríkissaksókn- ari lögreglu sérstaklega að kanna hvenær ákveðinn atburður hefði átt sér stað, sem stúlkan og móðir henn- ar miðuðu tímasetningu hins ætlaða brots við. Voru kvödd til ýmis vitni í tilraun til að upplýsa um þetta. Hæstiréttur segir að sakargiftir á hendur manninum hefðu gegn neit- un hans verið studdar frásögn stúlk- unnar en hún hefði verið óljós og ekki fengið stuðning af gögnum málsins. Nokkur vissa um tímasetn- ingu hins ætlaða brots skipti veru- legu máli en um það hefði framburð- ur vitna ekki verið á einn veg. Meðal málsgagna var bréf sál- fræðings Barnahúss til ríkissak- sóknara, þar sem segir m.a. að hann hafi aðeins einu sinni hitt stúlkuna frá 12. september 2006 og að hún hafi ítrekað ekki mætt í bókuð viðtöl þrátt fyrir að hafa að mati móður sinnar og starfsmanns barnavernd- arnefndar mikla þörf fyrir það. Þess vegna væru ekki forsendur til að leggja faglegt mat á líðan stúlkunn- ar, en sálfræðingurinn áleit að hún hefði þörf fyrir frekari aðstoð. Hæstiréttur segir að niðurstaða slíkrar rannsóknar hefði með öðru getað skotið stoðum undir kröfur ákæruvalds. Einn hæstaréttardómari, Ingi- björg Benediktsdóttir, vildi dæma manninn í 15 mánaða fangelsi en meirihluti dómsins dæmdi sýknu. þ.e. Gunnlaugur Claessen, Árni Kol- beinsson, Garðar Gíslason, og Mark- ús Sigurbjörnsson Sýknaður í kyn- ferðisbrotamáli Árs fangelsisdómi hnekkt í Hæstarétti FULLORÐINN urriði, um 40 sm langur eða um eitt kíló að þyngd, lif- andi urriðaseiði og áll fundust í Varmá við svonefnda Stíflu í gær. Stíflan er til móts við bæina Þúfu og Saurbæ og tæpa fimm kílómetra neð- an við upptök klórmengunarinnar á föstudaginn var. „Það virðist sem þar séu veruleg þynningaráhrif á þessari klórmeng- un komin fram,“ sagði Magnús Jó- hannsson fiskifræðingur hjá Veiði- málastofnun. Hann hélt áfram rannsókn á Varmá í gær ásamt Ben- oný Jónssyni líffræðingi og beitti við hana rafveiðum. Magnús sagði að svolítið hefði fundist af seiðum, ekkert mikið, og eftir væri að meta hvort þéttleiki seiðanna gæti talist eðlilegur. Á þess- um stað fundust einnig dauðir fiskar, tvær smáar flundrur og tveir 30-40 sm langir sjóbirtingar. Flundra er flatfiskur sem gengur í Varmá, en er ekki talin ganga mjög langt upp eftir ánni. Magnús og Benoný reyndu einnig að rafveiða neðar í ánni og fundu þar lítið af seiðum. Þau sem fundust voru aðallega í mynni lækjar sem rennur í ána og kunna þau að hafa lifað meng- unina af í læknum. Klór er mikið eitur Gunnar Steinn Jónsson, fagsviðs- stjóri hjá Umhverfisstofnun, sagði að vatnalífverur með tálkn væru ákaf- lega viðkvæmar fyrir klórmengun. Klór í mjög litlu magni væri því hættulegur lífríki í vatni. Fyrir mörgum árum kannaði Gunnar að- stæður þar sem sundlaug var á bakka laxveiðiár. Hann komst að því að þynna þyrfti fráveituvatn þeirrar sundlaugar 250 falt til að það upp- fyllti ákvæði mengunarvarnareglu- gerðar um klór í ám og vötnum. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, sagði að víða um land væru sundlaugar nærri vatns- föllum og stöðuvötnum. Klór væri mjög hættulegt efni og eitrað eins og nýleg slys á Eskifirði og Hveragerði sýndu. Fyrir mörgum árum hefði fyrir mistök farið klórblandað vatn, sem nam fimm skúringafötum, í El- liðaárnar. Við það drapst allt líf á um eins kílómetra kafla í ánni. Hann sagði að fiskur myndi ekki lifa af dvöl í klórblönduðu sundlaugarvatni. Sig- urður taldi mengunarslysið í Hvera- gerði vera áminningu um að fara þyrfti yfir þessi mál á landsvísu. Lifandi seiði og urriði fundust í Varmá Sundlaugar eru víða í nágrenni við vatnsföll og stöðuvötn TEKIÐ hefur verið í notkun nýtt sjálfsafgreiðslukerfi frá IBM í verslun Krónunnar á Bíldshöfða. Á sjálfsafgreiðslukössunum af- greiðir viðskiptavinurinn sig sjálf- ur, skannar vöruna, setur hana í poka og greiðir fyrir hana. „Þetta er nýjung sem okkur langaði til að prófa. Við höfum þegar fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Kristinn Skúlason, rekstr- arstjóri Krónunnar, og bendir á að Ísland sé fyrst Norðurlandanna til að innleiða þessa nýjung. Telur Kristinn það skýrast af því að Ís- land sé tæknivætt land auk þess sem Íslendingar séu mjög nýj- ungagjarnir. Gefist tilraunin vel segir hann stefnt að því að koma upp sjálfsafgreiðslukössum í fleir- um búðum Krónunnar. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristinn þennan afgreiðslumáta þegar nokkuð algengan bæði í Banda- ríkjunum og víða í Evrópu, en þar er, að sögn Kristins, komin alla vega 10 ára reynslu á sjálfs- afgreiðslukassa.. Spurður um tæknilega útfærslu kassanna segir hann IBM sjálfsafgreiðslukerfið samanstanda af tölvu sem tali til viðskiptavina á íslensku, snerti- skjá, vigtarskanna, strimlaprent- ara fyrir kvittanir til við- skiptavinar og kortalesara til að greiða fyrir vöruna, en aðeins verður hægt að greiða með kort- um á sjálfsafgreiðslukössunum. Mikil umræða hefur skapast um starfsmannaskort í búðum og er Kristinn spurður hvort sjálfs- afgreiðslukassarnir séu svar við því. „Við munum skoða hvort þetta nýtist okkur sem hagræðing í rekstri. Hvort þetta muni leiða til þess að það verði auðveldara að manna afgreiðslukassa og annað með þessu fyrirkomulagi.“ „Höfum fengið jákvæð viðbrögð“ Morgunblaðið/Kristinn Sjálfsafgreiðsla Skúli Unnar Sveinsson kaupir inn og Óli Rúnar, starfsmaður Krónunnar, fylgist grannt með. Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi komið í notkun í verslun Krónunnar Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafs son landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsm eistara GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rn a r M á r Ó la fsso n o g Ú lfa r Jó n sso n 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk „VIÐ finnum fyrir umræðunni, en það er ekki eins og hún sé allsráð- andi í okkar sam- félagi. Við auðvit- að viljum ekki trúa því að Íslend- ingar séu svo þröngsýnir að þeir ætli að dæma heila þjóð ef slæmir atburðir gerast,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, í samtali við Fréttavef Morg- unblaðsins en borið hefur á aukinni andúð í garð útlendinga í bænum, sér- staklega í kjölfar banaslyssins sem varð á föstudag fyrir viku – sá sem er grunaður er af erlendu bergi brotinn. Árni segir vinnuhópa ungra er- lendra karlmanna dveljast á Suður- nesjum. Þeir vilji skemmta sér um helgar en raunar sé aðeins lítið brot af þeim til vandræða. Rætt hefur ver- ið um viðbúnað um helgar við lög- reglu. Finnur fyr- ir umræðu í bænum Árni Sigfússon „Mættum líta okkur nær“ VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.