Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERÐMÆTI bréfa sem Baugur á í breskum fataverslunum, sem skráð- ar eru á markaði, hefur rýrnað um 100 milljónir punda á árinu, jafnvirði um 12,7 milljarða króna, samkvæmt umfjöllun breska blaðsins Telegraph í gær. Er þá miðað við hluti Baugs og tengdra félaga í Debenhams, French Connection, Woolworths og Moss Bros. Eru flestar þessar eignir skráðar á fjárfestingafélagið Unity, sem Baugur á stærstan hlut í á móti FL Group og Kevin Stanford. Umfjöllunin kemur í kjölfar af- komuviðvörunar frá Moss Bros og einnig er greint frá fjáfestingum Baugs í FL Group hér á landi. Er bent á að bréf í fyrrnefndum félögum á breskum markaði hafi frá áramót- um lækkað um 51-57%, og samanlagt markaðsvirði bréfa Baugs í þessum verslunarkeðjum sé nú kringum 148 milljónir punda, jafnvirði nærri 19 milljarða króna. Þannig hafa bréfin í Debenhams lækkað um 53% frá áramótum, um 57% í Woolworths og French Conn- ection og um 51% í Moss Bros. Haft er eftir talsmanni Baugs að fyrir- tækið líti á sig sem langtíma fjárfesti í smásöluverslun og geri sér grein fyrir viðkvæmri stöðu á skráðum eignum. Í heildina sé það sátt við ár- angur skráðra og óskráðra eigna. Í afkomuviðvörun Moss Bros í vik- unni kom fram að heildarsala hefði á síðustu 18 vikum dregist saman um 3,7%, og mestur hefði samdrátturinn verið á síðustu fimm vikum. Er af- komuviðvörunin ekki sögð bæta stöðuna í eignasafni Baugs á bresk- um smásölumarkaði. Fallandi gengi á fatakeðjum                           !  "" #$ #$ # #   % &      HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðis- brot gegn dóttur sambýliskonu sinn- ar. Þótti málið ekki nægilega sannað að mati dómsins. Með dómi sínum hnekkti Hæstiréttur dómi Héraðs- dóms Vesturlands sem dæmdi manninn í árs fangelsi, þar af 9 mán- uði skilorðsbundið. Maðurinn var sakaður um að hafa tvisvar brotið gegn stúlkunni sem er fædd árið 1991. Átti fyrra tilvikið að hafa gerst árið 2002 á heimili fólks- ins en hið síðara á árinu 2005. Sýkn- að var vegna síðarnefnda brotsins í héraði. Í dómi Hæstaréttar segir að í mál- inu hafi leikið vafi á um tímasetningu hins ætlaða brots. Fól ríkissaksókn- ari lögreglu sérstaklega að kanna hvenær ákveðinn atburður hefði átt sér stað, sem stúlkan og móðir henn- ar miðuðu tímasetningu hins ætlaða brots við. Voru kvödd til ýmis vitni í tilraun til að upplýsa um þetta. Hæstiréttur segir að sakargiftir á hendur manninum hefðu gegn neit- un hans verið studdar frásögn stúlk- unnar en hún hefði verið óljós og ekki fengið stuðning af gögnum málsins. Nokkur vissa um tímasetn- ingu hins ætlaða brots skipti veru- legu máli en um það hefði framburð- ur vitna ekki verið á einn veg. Meðal málsgagna var bréf sál- fræðings Barnahúss til ríkissak- sóknara, þar sem segir m.a. að hann hafi aðeins einu sinni hitt stúlkuna frá 12. september 2006 og að hún hafi ítrekað ekki mætt í bókuð viðtöl þrátt fyrir að hafa að mati móður sinnar og starfsmanns barnavernd- arnefndar mikla þörf fyrir það. Þess vegna væru ekki forsendur til að leggja faglegt mat á líðan stúlkunn- ar, en sálfræðingurinn áleit að hún hefði þörf fyrir frekari aðstoð. Hæstiréttur segir að niðurstaða slíkrar rannsóknar hefði með öðru getað skotið stoðum undir kröfur ákæruvalds. Einn hæstaréttardómari, Ingi- björg Benediktsdóttir, vildi dæma manninn í 15 mánaða fangelsi en meirihluti dómsins dæmdi sýknu. þ.e. Gunnlaugur Claessen, Árni Kol- beinsson, Garðar Gíslason, og Mark- ús Sigurbjörnsson Sýknaður í kyn- ferðisbrotamáli Árs fangelsisdómi hnekkt í Hæstarétti FULLORÐINN urriði, um 40 sm langur eða um eitt kíló að þyngd, lif- andi urriðaseiði og áll fundust í Varmá við svonefnda Stíflu í gær. Stíflan er til móts við bæina Þúfu og Saurbæ og tæpa fimm kílómetra neð- an við upptök klórmengunarinnar á föstudaginn var. „Það virðist sem þar séu veruleg þynningaráhrif á þessari klórmeng- un komin fram,“ sagði Magnús Jó- hannsson fiskifræðingur hjá Veiði- málastofnun. Hann hélt áfram rannsókn á Varmá í gær ásamt Ben- oný Jónssyni líffræðingi og beitti við hana rafveiðum. Magnús sagði að svolítið hefði fundist af seiðum, ekkert mikið, og eftir væri að meta hvort þéttleiki seiðanna gæti talist eðlilegur. Á þess- um stað fundust einnig dauðir fiskar, tvær smáar flundrur og tveir 30-40 sm langir sjóbirtingar. Flundra er flatfiskur sem gengur í Varmá, en er ekki talin ganga mjög langt upp eftir ánni. Magnús og Benoný reyndu einnig að rafveiða neðar í ánni og fundu þar lítið af seiðum. Þau sem fundust voru aðallega í mynni lækjar sem rennur í ána og kunna þau að hafa lifað meng- unina af í læknum. Klór er mikið eitur Gunnar Steinn Jónsson, fagsviðs- stjóri hjá Umhverfisstofnun, sagði að vatnalífverur með tálkn væru ákaf- lega viðkvæmar fyrir klórmengun. Klór í mjög litlu magni væri því hættulegur lífríki í vatni. Fyrir mörgum árum kannaði Gunnar að- stæður þar sem sundlaug var á bakka laxveiðiár. Hann komst að því að þynna þyrfti fráveituvatn þeirrar sundlaugar 250 falt til að það upp- fyllti ákvæði mengunarvarnareglu- gerðar um klór í ám og vötnum. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, sagði að víða um land væru sundlaugar nærri vatns- föllum og stöðuvötnum. Klór væri mjög hættulegt efni og eitrað eins og nýleg slys á Eskifirði og Hveragerði sýndu. Fyrir mörgum árum hefði fyrir mistök farið klórblandað vatn, sem nam fimm skúringafötum, í El- liðaárnar. Við það drapst allt líf á um eins kílómetra kafla í ánni. Hann sagði að fiskur myndi ekki lifa af dvöl í klórblönduðu sundlaugarvatni. Sig- urður taldi mengunarslysið í Hvera- gerði vera áminningu um að fara þyrfti yfir þessi mál á landsvísu. Lifandi seiði og urriði fundust í Varmá Sundlaugar eru víða í nágrenni við vatnsföll og stöðuvötn TEKIÐ hefur verið í notkun nýtt sjálfsafgreiðslukerfi frá IBM í verslun Krónunnar á Bíldshöfða. Á sjálfsafgreiðslukössunum af- greiðir viðskiptavinurinn sig sjálf- ur, skannar vöruna, setur hana í poka og greiðir fyrir hana. „Þetta er nýjung sem okkur langaði til að prófa. Við höfum þegar fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Kristinn Skúlason, rekstr- arstjóri Krónunnar, og bendir á að Ísland sé fyrst Norðurlandanna til að innleiða þessa nýjung. Telur Kristinn það skýrast af því að Ís- land sé tæknivætt land auk þess sem Íslendingar séu mjög nýj- ungagjarnir. Gefist tilraunin vel segir hann stefnt að því að koma upp sjálfsafgreiðslukössum í fleir- um búðum Krónunnar. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristinn þennan afgreiðslumáta þegar nokkuð algengan bæði í Banda- ríkjunum og víða í Evrópu, en þar er, að sögn Kristins, komin alla vega 10 ára reynslu á sjálfs- afgreiðslukassa.. Spurður um tæknilega útfærslu kassanna segir hann IBM sjálfsafgreiðslukerfið samanstanda af tölvu sem tali til viðskiptavina á íslensku, snerti- skjá, vigtarskanna, strimlaprent- ara fyrir kvittanir til við- skiptavinar og kortalesara til að greiða fyrir vöruna, en aðeins verður hægt að greiða með kort- um á sjálfsafgreiðslukössunum. Mikil umræða hefur skapast um starfsmannaskort í búðum og er Kristinn spurður hvort sjálfs- afgreiðslukassarnir séu svar við því. „Við munum skoða hvort þetta nýtist okkur sem hagræðing í rekstri. Hvort þetta muni leiða til þess að það verði auðveldara að manna afgreiðslukassa og annað með þessu fyrirkomulagi.“ „Höfum fengið jákvæð viðbrögð“ Morgunblaðið/Kristinn Sjálfsafgreiðsla Skúli Unnar Sveinsson kaupir inn og Óli Rúnar, starfsmaður Krónunnar, fylgist grannt með. Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi komið í notkun í verslun Krónunnar Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafs son landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsm eistara GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rn a r M á r Ó la fsso n o g Ú lfa r Jó n sso n 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk „VIÐ finnum fyrir umræðunni, en það er ekki eins og hún sé allsráð- andi í okkar sam- félagi. Við auðvit- að viljum ekki trúa því að Íslend- ingar séu svo þröngsýnir að þeir ætli að dæma heila þjóð ef slæmir atburðir gerast,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, í samtali við Fréttavef Morg- unblaðsins en borið hefur á aukinni andúð í garð útlendinga í bænum, sér- staklega í kjölfar banaslyssins sem varð á föstudag fyrir viku – sá sem er grunaður er af erlendu bergi brotinn. Árni segir vinnuhópa ungra er- lendra karlmanna dveljast á Suður- nesjum. Þeir vilji skemmta sér um helgar en raunar sé aðeins lítið brot af þeim til vandræða. Rætt hefur ver- ið um viðbúnað um helgar við lög- reglu. Finnur fyr- ir umræðu í bænum Árni Sigfússon „Mættum líta okkur nær“ VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.