Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 1
HELGARÚTGÁFA
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI11. apríl 2009 — 87. tölublað — 9. árgangur
Tveir áratugir frá
mesta íþróttaslysi
í sögu Bretlands
HILLSBOROUGH 20
RÖKSTÓLAPARIÐ 22
Sigurður Gísli
Pálmason
athafnamaður
og framleiðandi
Draumalandsins
HELGARVIÐTAL 16
Katla Þorgeirsdóttir
og Heimir Karlsson
Mín Borg
ferðablað Icelandair
fylgir með
Fréttablaðinu í dag.
GEYMIÐ BLAÐIÐ
FORDÓMAR GEGN
FEITU FÓLKI
Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur
um líkamsímynd og átröskun.
VIÐTAL 24
DAGUR TIL PÁSKA
Áfram Skólahreysti!
– AÐALSTYRKTARAÐILI
SKÓLAHREYSTI
Munið keppnina í kvöld á RÚV kl. 18
FRÉTTA-
BLAÐIÐ
RIFJAR UPP
PÁSKAHÁTÍÐ-
INA Á ÁRUM
ÁÐUR
HELGAREFNI 26
AUSTURRÍKI Kona var á fimmtudag
sektuð um 360 evrur, eða rúmar
60.000 íslenskar krónur, fyrir
að hringja 49 sinnum á dag í son
sinn á tveggja og hálfs árs tíma-
bili. Þetta kemur fram hjá frétta-
stofu Reuters.
Sonurinn höfðaði málið gegn 73
ára gamalli móður sinni í borg-
inni Klagenfurt, sunnarlega í
Austurríki. „Mig langaði bara
til að tala við hann,“ sagði konan
eftir dómsuppkvaðninguna. - kg
Kona sektuð í Austurríki:
Hringdi allt of
oft í son sinn
STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
segist vonast til þess að mistök
Geirs H. Haarde, sem lágu í að
þiggja stórfé frá tveimur fyrir-
tækjum, skaði flokkinn ekki í
komandi kosningum. Hann segist
vera að rannsaka málið og um leið
og öll gögn liggi fyrir verði málið
upplýst. Einnig hverjir áttu frum-
kvæði að fjáröfluninni.
„Ég hef verið að afla mér upp-
lýsinga til að fá heildarmynd af
atburðarásinni og er enn í þeirri
vinnu. Ég skil vel að menn velti
þessu fyrir sér. Það skiptir mestu
að hjá Sjálfstæðisflokknum var
ákveðið að veita þessu viðtöku
af fyrrverandi formanni flokks-
ins og hann hefur stigið fram og
sagst bera ábyrgð á því. Það finnst
mér mestu skipta varðandi þá stað-
reynd að Sjálfstæðisflokkurinn
þáði styrkina.“
Bjarni segir styrkina frá Lands-
bankanum og FL Group hafa verið
óeðlilega háa og ljóst að ákvörðun
um þá hafi verið tekin af æðstu
stjórnendum fyrirtækjanna. „Ég
mun ekki geta svarað fyrir það
sem nýviðtekinn formaður hvers
vegna viðkomandi stjórnendur
tóku þessa ákvörðun. Ég get mér
þess til að það hafi haft um þá
ákvörðun að gera að styrkveiting-
ar í framtíðinni yrðu ekki nema
upp á 300 þúsund krónur.“
Bjarni segir að flokknum muni
veitast erfitt að finna fé til að
endur greiða styrkina. Hann sé að
vinna í því hvernig það verði gert.
184 þyrftu að leggja fram 300
þúsund króna hámarksstyrk til að
hafa upp í milljónirnar 55.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins fundaði um málin í gærkvöldi.
Bjarni segir það ekki hafa verið
rætt að Guðlaugur Þór Þórðar-
son viki af lista. „Hann hefur gert
grein fyrir sínum hlut og það getur
vel verið að hann þurfi að gera það
eitthvað frekar. Ég tel að það sé
mjög mikilvægt fyrir flokkinn og
Guðlaug Þór að öll atburðarás sé
skýr og liggi fyrir.“
Kjartan Gunnarsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri flokksins,
kallaði í gær eftir því að þeir sem
komu að styrkveitingunum stigu
fram. Bjarni tekur undir það, enda
eigi fjármögnun fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn ekki að vera leyndarmál.
Bjarni segir Kjartan hafa skýrt
sína aðkomu að málinu og staða
hans sé því óbreytt.
- kóp / sjá síðu 4
Segir að erfitt verði að
endurgreiða styrkina
Bjarni Benediktsson vonast til að þau mistök Geirs H. Haarde að þiggja stórfé
frá tveimur fyrirtækjum skaði flokkinn ekki í kosningum. Verið sé að afla upp-
lýsinga og málið verði skýrt á næstu dögum, líka hverjir öfluðu styrkjanna.
Í GOLFI Í GJÓLUNNI Þessi nýttu föstudaginn langa til golfiðkunar á Korpuvelli í gærdag. Ætla má að margir landsmenn nýti frítíma sinn til að æfa sveifluna þessa dagana, enda
verður golfíþróttin vinsælli með hverju árinu sem líður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR