Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 8
8 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR BETRA START MEÐ EXIDE-RAFGEYMUM 15% afsláttur Upplýsingar í síma 515 1100 Sendið pantanir á pontun@olis.is Eigum fyrirliggjandi mikið úrval rafgeyma frá Exide, ýmsar stærðir og gerðir fyrir bíla, báta og önnur tæki. Gæðafram- leiðsla sem reynst hefur afar vel við íslenskar aðstæður. 1. Hver sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins í gær? 2 Hvaða barnastjarna fer með hlutverk í kvikmyndinni Push? 3 Hver er framleiðandi Draumalandsins? SVÖR Á SÍÐU 58 VIÐSKIPTI Ekki er útilokað að sam- dráttar gæti í Bretlandi í eitt ár til viðbótar og tvö ár líði þar til hagkerfið taki við sér á ný. Þetta kemur fram í skýrslu bresku Rann- sóknarstofnunarinnar um hag- fræði- og samfélagsrannsóknir (e. National Institute of Economic and Social Research) sem er ein virt- asta sjálfstæða hagfræðistofnun landsins. Þar er sömuleiðis bent á að efnahagskreppunni í Bretlandi nú svipi mjög til niðursveiflunnar í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Síðustu spár benda til að breska hagkerfið hafi dregist saman um 1,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi, að sögn breska ríkisútvarpsins. Stýrivextir í Bretlandi standa nú í 0,5 prósentum og hafa þeir aldrei verið lægri. Ekki er búist við breytingum þar á. - jab Efnahagskreppan í Bretlandi: Tvö ár þar til botni er náð DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness hefur vísað frá dómi skaða- bótamáli Skógræktarfélags Reykjavíkur á hendur Kópa- vogsbæ og verktakafyrirtækinu Klæðningu ehf. Félagið fór fram á 21 milljón króna vegna 559 trjáa sem felld voru í Heiðmörk í febrú- ar árið 2007. Dómurinn kemst að því að Skógræktarfélagið sé ekki réttmætur eigandi trjánna, heldur Reykjavíkurborg. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma. Það snerist um lagningu vatnsleiðslu í gegnum Heiðmörk, þar á meðal í gegnum Þjóðhátíðarlundinn svo- kallaða. Matsmenn voru fengnir til að meta hversu mörg tré voru fjarlægð og hvert virði þeirra væri. Talað var um í fjölmiðlum að tuttugu ára vinna á svæðinu væri unnin fyrir gýg. Skógræktarfélagið hefur um áratugaskeið haft umsjón með trjánum á svæðinu, þótt Reykja- víkurborg sé eigandi svæðisins. Deilt var um það í málinu hver væri réttur eigandi að trjánum á svæðinu. Skógræktarfélagið benti á að því hafi verið falin umsjá með Heiðmerkursvæðinu, bæði rekstri og framkvæmdum þar, allt frá því að stofnað var til þess fyrir um hálfri öld. Félagið hafi séð um trjáplöntun og nýtt allar skógaraf- urðir. Ekki sé því vafi á að félagið sé eigandi trjánna og réttur við- semjandi um bætur vegna þeirra. Undir þetta tók lögmaður Reykja- víkurborgar í bréfi til Kópavogs- bæjar. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að af reglum um Heiðmerkur- svæðið, sem kveðið er á um í samningi Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélagsins, megi ráða að „landnemar geti ekki gert til- kall til eignarréttar að þeim trjám sem þeir planta í þær spildur sem þeir hafa fengið til umráða með samningum …“ Skógræktarfélag- ið eigi því ekki trén. Ljóst sé hins vegar að félagið eigi hagsmuna að gæta varðandi svæðið að því er varðar hagnýt- ingu skógarafurða af ýmsu tagi. Bótakrafa í skjóli þeirra réttinda verði hins vegar ekki grundvölluð á mati á smásöluverði trjánna sem fóru forgörðum við aðgerðirnar. Málinu er því vísað frá. stigur@frettabladid.is Heiðmerkur- máli vísað frá héraðsdómi Skógræktarfélag Reykjavíkur fær ekki bætur frá Kópavogsbæ og verktakafyrirtækinu Klæðningu vegna trjáa sem felld voru í Heiðmörk í febrúar 2007. Félagið telst ekki eigandi að trjánum. JARÐRASKIÐ Í HEIÐMÖRK Fulltrúar Skógræktarfélagsins og náttúruverndarsamtaka töluðu um að tuttugu ára vinna væri unnin fyrir gýg. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SKOÐANAKÖNNUN Þeim fækkar heldur sem vilja viðræður um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Nú segjast 45,6 prósent fylgj- andi viðræðum, en fyrir tveimur vikum vildu 46,6 prósent viðræðum. Munurinn milli kann- ana er innan skekkjumarka. Samkvæmt könnuninni eru 54,4 prósent landsmanna andsnúin viðræðum en 45,6 pró- sent hlynnt þeim. Vikmörkin eru 3,9 pró- sentustig, og er því marktækur munur á milli þeirra sem eru fylgjandi og þeirra sem eru andsnúnir aðild. Eins og áður er ekki marktækur munur á afstöðu karla og kvenna. Meiri munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Alls vilja 51,8 pró- sent höfuðborgarbúa aðildarviðræður, en 36,9 prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni. Kjósendur Samfylkingarinnar skera sig úr hvað varðar fylgi við aðildarviðræður og segjast 86,5 prósent hlynnt viðræðum. Næsthæst er hlutfallið hjá þeim sem segj- ast myndu kjósa Framsóknarflokkinn væri gengið til kosninga nú. Af þeim sögðust 43,2 prósent hlynnt viðræðum. Alls sögðust 28,7 prósent fylgismanna Vinstri grænna hlynnt aðildarviðræðum. Hlutfallið er enn lægra hjá þeim sem kjósa myndu Sjálfstæðisflokkinn, eða 24,6 pró- sent. Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 7. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. 77,5 prósent tóku afstöðu til spurn- ingarinnar. - bj Fréttablaðið kannar afstöðuna til aðildarviðræðna að Evrópusambandinu: Fækkar heldur sem styðja viðræður Á að sækja um aðild að Evrópusambandinu? fe b. 06 ja n. 07 se p. 07 fe b. 08 ok t.0 8 nó v. 08 ja n. 09 fe b. 09 m ar .0 9 25 .m ar .0 9 7. a pr . 0 9 80 70 60 50 40 30 34,3 65,7 31,2 68,8 53,9 46,1 45,6 54,4 % VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.