Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 40
4 TÍMINN Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar var ekki stjórn mikilla verka eða aðgerða þrátt fyrir mikinn þingstyrk. Í meira en ár sat ríkisstjórnin aðgerðarlítil og brást ekki við yfirvofandi hruni þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir. Eftir hrunið leystist stjórnin upp í innbyrðis átök og stjórnleysi. Kyrrstöðuna varð að rjúfa. Því ákváðum við framsóknarmenn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna van- trausti gegn ákveðnum skilyrðum sem lutu m.a. að því að Alþingis- kosningar yrðu haldnar ekki síðar en 25. apríl nk., að strax yrði komið til móts við skuldsett heimili og rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs bætt, auk þess sem komið yrði á stjórnlagaþingi til að semja nýja stjórnarskrá. Þingflokkur Framsóknarflokksins gerði sér grein fyrir því að ákvörðunin kynni að setja flokkinn í erfiða stöðu. Flokkurinn naut þá góðs fylgis í könnunum og átti þann kost að sitja hjá og fylgjast með hnignun annarra flokka. Framsóknarflokkurinn valdi ekki þá leið að sitja hjá aðgerðarlaus, flokkurinn hefur sýnt það og sannað í nær heila öld að hann er óhræddur við að axla ábyrgð og gengur í mál þegar öðrum fatast. Það var og er mat okkar framsóknarmanna að hagsmunir þjóðar- innar hafi ávallt forgang fram yfir stundarhagsmuni stjórnmálanna. Stjórnmálaflokkur sem vill vera trausts verður þarf að vera sjálfum sér samkvæmur, koma heiðarlega fram og tala skýrt. Djarfar tillögur Alls hafa 347 fyrirtæki lent í greiðsluþroti á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs eða um fjögur fyrirtæki á dag. Þar af er búið að úrskurða 260 fyrirtæki gjaldþrota. Ástandið á enn eftir að versna. Lánstraust gerir ráð fyrir því að 3355 fyrirtæki fari í greiðsluþrot á næstu 12 mánuðum eða hátt í tíu fyrirtæki á dag. Í dag eru um 18 þúsund manns atvinnulaus, þar af hafa um 4-5 þúsund manns misst vinnuna á síðustu tveimur mánuðum. Þegar svo er komið snertir ástandið hverja einustu fjölskyldu í land- inu. Í stað þess þróttar og bjartsýni sem lengst af hefur einkennt íslenskt þjóðlíf búa nú þús- undir fjölskyldna við vanlíðan og kvíða fyrir morgundeginum. Slíkt ástand má ekki verða hlutskipti íslenskrar þjóðar. Framsóknarflokkurinn gengur til kosninga með djarfar en raunhæfar lausnir og boðar aðgerðir strax. Tafsamar, ómarkvissar og fálm- kenndar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar munu aðeins auka á vandann. Við þurfum að leiðrétta skuldir sem orðið hafa til þegar forsendur brustu fyrir afborgunum heimila og fyrirtækja. Við þurfum að endurreisa atvinnulíf sem skapar fólki og fyrirtækjum tekjur. Það skilar aukinni skattheimtu til hins opinbera og þar af leiðandi verður hægt að standa undir öflugu velferðarkerfi. Atvinnumál eru í raun stærsta velferðarmálið. Í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar 1971 var Ólafur Björns- son, prófessor og alþingismaður, felld- ur. Þar voru ungir frjálshyggjumenn að verki. Þá um vorið flutti Ólafur eins konar kveðjuræðu á Alþingi. Sú ræða varð mér afar eftirminnileg. Ólafur lýsti í ræðunni þeirri skoðun, að þótt frelsi einstaklingsins til athafna bæri að auka, mætti það aldrei verða svo algjört, að versti eiginleiki mannsins, eigingirndin, réði gerðum hans. Meðal sjálfstæðismanna hlaut þessi ræða nafnið hrollvekjan. Því nefni ég þetta, að mér sýnist, að það eigi mikið erindi til okkar í dag. Þjóðarsáttin Eflaust er þjóðarsáttin, sem náðist í janúar 1990, sá atburður, sem vegur þyngst á mínum pólitíska ferli. Verð- bólga hafði herjað meira eða minna frá stríðslokum og valdið stöðugum sveiflum og átökum í íslensku efna- hagslífi. Þótt mönnum væri löngu orðið ljóst að við slíkt ástand varð ekki búið, skorti vilja til að gefa eft- ir af ítrustu kröfum. Árið 1986 vant- aði aðeins herslumuninn til þess að þjóðarsátt næðist. Eftir myndun félagshyggjustjórnarinnar 1988 var tilraun til þjóðarsáttar endurvakin. Aðilar vinnumarkaðarins stóðu ásamt bændum að því verki af heilindum og í góðu samstarfi við ríkisstjórn, þar sem einnig ríkti fullur einhugur. Menn settu sér markmið og höfðu fullan vilja til að ná því. Þetta var erfiður tími en sérstaklega ánægjulegur. Þjóðarsáttin náðist af því að menn báru gæfu til að rata hinn gullna meðalveg. Eftir þjóðarsáttina hjaðnaði verð- bólgan hratt. Brautin framundan virtist björt. Kominn var grundvöllur til að byggja á þjóðfélag félagshyggju að norrænni fyrirmynd, þjóðfélag velferðar og jafnræðis, þjóðfélag fr- jálsra einstaklinga, sem ynnu í sátt að efnahagslegum framförum. Frjálshyggjan Í kosningunum 1991 héldu þrír af fjórum stjórnarflokkunum sínu fylgi og þar með meirihluta á Alþingi. Grundvöllur var því til þess að halda áfram farsælu samstarfi. Það fór þó á annan veg. Frjálshyggjumenn sáu sér leik á borði. Á frægum fundum í Viðey tókst þeim að lokka Jón Baldvin til samstarfs. Að vísu munu þær þreifingar hafa verið hafnar fyrir kosningar. Alþýðuflokkurinn gerðist skósveinn sjálfstæðismanna við innleiðslu nýfrjálshyggjunnar sem grundvöll íslensks efnahagslífs. Loksins 20 árum eftir að Ólafur Björnson hafði varað við græðginni, sem fylgir óheftri frjáls- hyggju, varð postulum hennar að ósk sinni. Afleiðingarnar þekkja allir í dag. Gjaldþrot frjálshyggjunnar hvílir eins og mara á öllum landsmönnum. Menn spyrja, hverju var um að kenna? Eflaust má ýmislegt tína til. Ef til vill má segja frjálshyggjupostulunum til afsökunar, að markaðshyggjan fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Hagfræðingar kepptust um að boða ágæti hennar. Sumir boðuðu jafnvel að græðgin væri ein besta lyftistöng framfaranna. Brautryðjendur frjálshyggjunnar hér á landi unnu í þessum anda. Öll- um hindrunum var rutt úr vegi. Jafnvel sú ágæta stofnun, Þjóðhags- stofnun, sem reynst hafði ómetanleg við gerð þjóðarsáttar, var lögð niður. Fjármálaeftirlitið virðist hafa verið til málamynda og fremur starfað sem þjónustustofnun bankanna en sinnt eftirliti með starfsemi þeirra. Seðla- bankinn felldi niður bindiskyldu til að auðvelda bönkunum ofþensluna, og stjórnmálaforingjarnir kepptust við fram á ystu nöf að lofsyngja ágæti íslensku bankanna, svo etthvað sé nef- nt. Skellt var skollaeyrum við öllum aðvörunum. Í staðinn fyrir að þvinga bankana til að draga saman seglin var lengt í hengingarólinni. Líklega voru þó örlagaríkustu mistökin gerð við einkavæðingu bank- anna. Í stað þess að tryggja, að þeir yrðu í eigu þjóðarinnar með dreifðri eignaraðild, eins og samkomulag virtist vera um, voru þeir afhentir fámennum hópum fjárglæframanna. Það er þessi hópur græðgissjúkra einstaklinga, sem á stærstu sökina á hruni hins íslenska efnahagslífs. Skuldafenið Að sjálfsögðu átti hin alþjóðlega markaðshyggja stóran þátt í því hvernig komið er. Mikið fjármagn var falt og leitaði þangað sem ávöx- tun var mest. Ísland var auðveld bráð. Óhemju fjármagn var tekið að láni og nánast allt keypt sem falt var, ný fyrirtæki stofnuð, hlutafé þeirra blásið upp á fölskum forsendum flókinna víxltengsla, sem lágu yfirleitt beint inn í bankana. Skuldir bankanna urðu hátt í tólffaldar þjóðartekjur. Því miður hreifst mikill fjöldi sak- lausra einstaklinga, smærri fyrirtækja og bæjarfélaga með í kaup- og þenslu- æðinu, enda lánsfé óspart í boði. Þessir aðilar eru nú bundnir á skuldaklafa, sem þeir ráða fæstir við. Hvað er til bjargar? Við Íslendingar verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að útilokað virðist að við getum greitt þær skuldir, sem á einstaklingum, fyrirtækjum og þjóðarbúinu hvíla. Ekki bætir það úr skák að við blasir vaxandi atvinnuleysi og minnkandi þjóðartekjur. Lántakendur einir eiga ekki að bera þessar byrðar. Það verða einnig lánveit- endur að gera. Áætla verður án frekari tafa hvað miklar skuldir þjóðin getur borið, leggja dæmið fyrir lánveitendur með þeim skilaboðum að svo mikið geti þeir fengið, eða, að öðrum kosti, lítið sem ekkert. Ef við gerum þetta ekki eigum við á hættu að tapa öllu, meðal annars náttúruauðlindunum. Framsóknarflokkurinn er eini flok- kurinn, sem haft hefur kjark til að horfast í augu við þessar staðreyndir. Tillaga framsóknarmanna um 20% niðurfærslu skulda heimila og fyrirtækja er spor í rétta átt. Jafnframt þarf að leita samninga við erlenda kröfuhafa um viðráðanleg kjör og það sem fyrst. Ef við göngum hreint til verks og horfumst í augu við staðreyndirnar, hef ég mikla trú á framtíð þjóðarinnar. Við eigum miklar náttúruauðlindir til lands og sjávar, sem, ef vel er farið með, geta orðið grundvöllur endurreisnar. Jafnvel enn meira virði er mannauð- urinn, sem felst í vel menntuðu ungu fólki, sem býr yfir mikilli þekkingu og hugmyndum um nýsköpun. En til þess að slíkt nýtist vel þarf grundvöllurinn að vera traustur, og við að bera gæfu til að rata hinn hinn gullna meðalveg til framtíðar. Hinn gullni meðalvegur HROLLVEKJAN Á ERINDI. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að gjaldþrot frjálshyggjunnar hvíli eins og mara á landsmönnum. LJÓSMYND/GVA Skellt var skollaeyrum við öllum aðvörunum. Í staðinn fyrir að þvinga bankana til að draga saman seglin var lengt í hengingarólinni. LEIÐARI eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins Kyrrstaðan rofin Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ábyrgðarmaður: Sigfús Ingi Sigfússon Hönnun og umbrot: Birgir Þór Harðarson Dreifing: Dreift til allra heimila á landinu Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík www.framsokn.is ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ Steingrímur Hermannsson skrifar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.