Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 50
● heimili&hönnun „Við höfum opnað stofu þar sem þjónustan miðar að því að koma vöru, sem er jafnvel á algjöru frumstigi, í framleiðslu, markaðs- setja hana og selja,“ segir Egill Sveinbjörn Egilsson iðnhönnuður sem hefur ásamt fleirum opnað nýja hönnunarstofu, Projekt Studio, á annarri hæð við Granda- garð 2, þar sem Saltfélagið var áður til húsa. Að sögn Egils er markmið fyrir- tækisins ekki bundið við eigin vöruhönnun heldur að aðstoða hönnuði með hugmynd í farteskinu að framkvæma hana. „Íslenskir hönnuðir hafa þegar stimplað sig inn í hönnunarheiminn og því mikil vægt að nýta tækifærið til að koma sem flestum vörum í fram- leiðslu, búa til úr þeim aukin verð- mæti,“ bendir hann á og bætir við að Projekt Studio þjónusti líka fyrirtæki og bæjarfélög. „Við getum heimsótt tiltekið bæjarfélag til að koma auga á hvar verðmæt- in liggja, hvort sem þau eru reka- viður eða öflugt leiklistarlíf, og að- stoðað við frekari framþróun.“ Egill segir að hingað til hafi að- gangur íslenskra hönnuða að sér- þekkingu á sviði framleiðslu og markaðssetningar verið takmark- aður. „Með samnýtingu þessar- ar þekkingar, ásamt þeirri fram- leiðslugetu sem við höfum hér, ætti að vera hægt að auka fram- leiðslu á vörum, fyrir innlendan og erlendan markað. Þarna komum við til sögunnar þar sem við erum með sérþekkingu á sviðum mark- aðsfræði, tækni og hönnunar. Páll Einarsson er vöruhönnuður, Svein- björg Jónsdóttir grafískur hönn- uður, Ninja Ómarsdóttir mark- aðsfræðingur og sjálfur er ég iðn- hönnuður,“ segir Egill og bætir við að draumurinn sé að efla íslenska hönnun og framleiðslu almennt og nýta betur þá hluti sem lands- mönnum gefist á hverjum stað til að skapa fleiri störf og auka verð- mæti. - rve Frá hugmynd í hillu ● Projekt Studio er nýtt hönnunarfyrirtæki sem aðstoðar hönnuði, fyrirtæki og jafn vel heilu bæjarfélögin við að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa úr þeim verðmæti. „Eitt og annað er í pípunum, þannig að það er ljós fram undan,“ segir Egill, en fyrir- tækið hefur þegar tekið að sér verkefni fyrir ýmsa aðila eins og Villimey og Intelscan. Starfsfólk Projekt Studio kann vel við sig í gömlu húsakynnum Saltfélagsins og segir þar góðan anda ríkja. Frá vinstri: Egill, Ninja og Sveinbjörg. Á myndina vantar Pál. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Snyrtivörurnar eru komnar aftur! Frábært verð á nátturulegum snyrtivörum. Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / sími: 522 7860 / / Korputorgi / 112 Reykjaví k / sími: 522 7870 11. APRÍL 2009 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.