Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 22
22 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR Hvað vitið þið um hvort annað? Katla: Ég veit að Heimir er Víking- ur og mikill íþróttamaður. Keppti í fótbolta og handbolta í gamla daga. Hann ólst upp á Tunguveginum. Heimir: Hvernig veist þú þetta?! Katla: Ég hef bara sambönd. Heimir: Veistu þetta eða gerðir þú eitthvert tékk áður? Katla: Kannski. Heimir: Ég sem grófst ekkert fyrir. Katla: Nei, nei. Maðurinn minn vissi þetta, því hann er úr sama hverfi og þú. En ég held þið þekkist nú ekki. Þannig að ég veit sem sagt eitthvað um íþróttaafrek Heimis og æskuslóðir. Heimir: Ég get ekki sagt að ég viti um nein íþróttaafrek hjá þér. Katla: Nei, engar áhyggjur. Þau eru engin. Heimir: Og ég veit ekkert um þínar æskuslóðir en ég veit að þú ert stórskemmtileg og góð leikkona. Persónulega finnst mér gaman hvað margar góðar ungar leik- konur hafa komið fram á síðustu árum. Ég bjó svo lengi úti, alveg til ársins 2003, og þegar ég kom heim sá ég þetta því svo glöggt. Gulli Helga góð eftirherma Byrjum í þingpontu. Þingmenn virðast geta gert ýmislegt annað í ræðustól en að tala. Nú nýverið hóf Árni Johnsen upp raust sína og söng í ræðustól. Ef þið ættuð að fá formenn flokk- anna í óvænta hæfileikakeppni í þingsal, hver haldið þið að myndi vinna – og með hvaða leyndu hæfi- leikum? Hverjir eru eftirminnilegustu „óvenjulegu“ hæfileikar sem þið munið eftir hjá Íslendingi? Heimir: Ég held að Bjarni Bene- dikts sé svolítill prakkari. Ég sé hann alveg fyrir mér mæta í jakka- fötum sem hann gæti rifið utan af sér og verið þá í Elvis-eftirhermu- búningi undir. Eflaust ekki slæm Elvis-eftirherma. Katla Margrét: Ég sæi Jóhönnu Sigurðardóttur eða Sigmund bursta Bjarna í steppdansi. Heimir: Annars hvað varðar óvenjulega hæfileika hjá Íslend- ingum þá man ég eftir litlum strák, syni vinar míns, sem var tekinn í viðtal hjá Íslandi í dag. Hann var þá ekki nema tveggja til þriggja ára. Hann þekkti í sundur alla bíllykla og það var alveg sama hvaða bíllykill var dreginn fram, hann þekkti hvaða tegund hann tilheyrði. Hann heitir Guðmund- ur Ólafsson. Katla: Jóhannes Haukur, sem ég vinn með í Söngvaseiði, er með gúmmíandlit. Þið sáuð hvernig hann lék Geir H. Haarde í skaup- inu. Hann getur sem sagt breytt andlitinu þannig að enginn skilur hvernig hann fer að því – togar það til án hjálpar. Hann, Jóhann Sig- urðarson og Guðjón Davíð Karls- son, Gói, eru líka afbragðs eftir- hermur. Heimir: Gulli Helga er líka gletti- lega góð eftirherma. Hann tekur auðvitað Bubba, en nær líka Ólafi Ragnari vel og fleirum. Yrðum hvort á sinni hæðinni Í vikunni heyrðum við af því að íslenskir karlar verði manna elst- ir. Ef þið náið háum aldri og farið á elliheimili – hvaða þrír afþrey- ingarmöguleikar viljið þið að séu í boði svo ykkur leiðist ekki? Hvað viljið þið hafa í matinn? Og nefn- ið mér þrjá fræga Íslendinga sem þið væruð til í að hafa í næstu her- bergjum við ykkur? Katla: Ég myndi vilja að boðið yrði upp á hugleiðslu og hópferðir í leik- hús og á kaffihús. Heimir: Það er ekki spurning að ég vel golf. Ég myndi líka vilja hafa vísindakvöld einu sinni í viku þar sem farið væri yfir nýjustu tækni og vísindi. Svo yrði að vera ein- hver keppni, spilakvöld eða eitt- hvað þess háttar: Ég er svo mikil keppnismanneskja. Það er svo ekki spurning að það yrði fyrst og fremst íslenskur matur á boðstól- um. Fiskur tvisvar í viku og saltað hrossakjöt sömuleiðis. Katla: Við Heimir yrðum greini- lega ekki á sömu deild. Ég yrði á hæðinni fyrir neðan og þar yrði boðið upp á girnilega grænmetis- rétti, ferska ávexti og fisk. Heimir: Ég myndi alveg skreppa niður til þín öðru hvoru og smakka. Katla: Hvað varðar fólkið í næstu herbergjum þá dettur mér nú helst í hug eitthvert þríeyki, eins og Wathne-systur. Heimir: Ég myndi vilja hafa Diddú og hún yrði að þola það að ég myndi syngja með henni svona stundum. Og Egil Ólafsson. Katla: Af hverju? Heimir: Ég ætla að syngja líka með honum. Katla: Hahaha. Heimir: Ég veit ekki hvort þau myndu nenna því. En þau yrðu að gera það. Katla: Á meðan þið syngið er ég að renna fyrir lax með Wathne- systrum. Myndum ekki ráða Audda sem öryggisvörð Þjófar stela öllu steini léttara um þessar mundir, hvort sem er úr skartgripabúðum um hábjartan dag eða af heimilum. Hver hald- ið þið að sé besta heimatilbúna þjófavörnin? Ef þið fengjuð að velja ykkur tvo þjóðþekkta Íslend- inga til að vakta heimilið ykkar, hverja mynduð þið fá í starfið? Katla: Góður hundur er góð þjófa- vörn. Heimir: Jú, það held ég að sé besta lausnin. Ef fólk býr í fjölbýlishúsi gæti það svo fengið sér páfagauk sem væri þjálfaður þannig að um leið og einhver kæmi inn yrði hann brjálaður og hætti ekki að gagga fyrr en hann heyrði lykilorðið. Katla: Þetta er fín hugmynd. Það er einmitt kona á Suðurnesjum sem þjálfar páfagauka. Heimir: Í alvöru? Katla: Já, það var í blaðinu um daginn. Hún tekur fugla og leið- beinir fólki með uppeldi þeirra. Hún gæti kannski kennt fuglun- um þetta. Heimir: En ef maður ætlaði að ráða einhverja til að gæta húss- ins þá yrðu það auðvitað að vera einhverjir sem gætu hrætt fólk í burtu. Einhver eins og Hjalti Úrsus? Eða Magnús Ver? Katla: Ég hugsa að ég myndi ráða Sveppa og Audda. Þeir eru svo skemmtilegir, þá yrði svo gaman að koma heim. Heimir: Já, en Auddi er kjúkling- ur. Hann þorir aldrei að henda sér í þessi áhættuatriði í þáttun- um þeirra. Hann myndi örugglega flýja af hólmi ef hann mætti þjófi. Katla: Þá er kannski spurning að fá frekar einhvern kraftajötun með Sveppa. Sveppi myndi vaða í þá. Ég tek Hjalta Úrsus með. Heimir: Já, taktu hann. Ég fæ Andrés Guðmundsson sem á og rekur Skólahreysti. Og einhverja konu með. Hver er mesta hörkutól- ið sem við þekkjum? Jónína Ben? Eða Þórhildur Þorleifs? Já Andrés og Þórhildur. Afkáralegar skyrtur Fermingarveislur eru í hámarki. Hvað er eftirminnilegast frá eigin fermingu? Ef þið ættuð að velja gjöf handa fermingarbörnum landsins – hvað yrði í pakkanum? Og ef þið ættuð að gefa þeim gott ráð í vega- nesti – hvað yrði það? Heimir: Skyrtan sem ég var í. Hún var svo hryllilega hallæris- leg. Drappgullituð með dökklituð- um hestshausum! Katla: Ertu ekki að grínast í mér, ég man eftir þessum skyrtum. En fyndið – hvaða árgerð ertu? Heimir: ´61. En þú? Katla: Ég er ´71. En frændi minn er fæddur 1960. Hann átti svona. Að vísu með hestum. En ég man að pabbi vinkonu minnar átti eina með hausunum. Hún var gul sú með brúnum hestum. Ógeðsleg- ar. Ég var nú litlu skárri; í kjólum sem þá voru í tísku og voru eins og strigapokar – leit helst út eins og gömul bóndakerling. En ef ég ætti að velja fermingargjöf handa börn- um landsins þá væri það lopapeysa. Og heilræðið yrði: Ekki setja hana á suðu. Heimir: Sniðugt. En af því að við þurfum að ala upp næstu kynslóð betur en hefur verið gert þá myndi ég fá einhvern til að útbúa auð- lærða og auðlesna bók um fjármál. Heilræðið væri alveg klárlega að fjármálin þín eru fjármálin okkar. Þetta skiptir okkur öll máli. Eitt- hvað í þeim dúr. Lopapeysa og fjármálabók. Að lokum. Hrunið í haust setti okkur flest út af laginu. Hvenær fenguð þið mesta sjokkið? Hömstr- uðuð þið eitthvað? Hafið þið breytt einhverju í neysluvenjum síðan í haust? Katla: Mér finnst maður nánast daglega fá smásjokk við að fylgj- ast með fréttunum. Þetta er að koma í svona smáskömmtum. Ég hamstraði ekki en ég hef breytt mjög miklu í heimilishaldinu. Við verslum til að mynda bara einu sinni í viku og búum til matseðil fyrir vikuna. Heimir: Já, ég hef reynt það ein- mitt. Það bara gengur ekki. Ég hef hins vegar alveg klárlega breytt um aksturslag og keyri hægar og fer ekki með snúningsmælinn yfir 2000 snúninga. Katla: Við heimilisfólk reynum að velja eitthvað til skiptis á seðil- inn. Allir hafa atkvæðisrétt – eldri strákurinn fær til dæmis að velja hvað á að vera í matinn einn dag- inn í vikunni. Eitt heimagert pitsu- kvöld og eitt grjónagrautskvöld. Ég finn alveg að þetta er að virka. Heimir: Þetta er sniðugt. En ég hamstraði ekki neitt. Mesta sjokk- ið fékk ég þegar við vorum sett á hryðjuverkalistann en síðan eins og Katla segir – manni hefur ofboðið upp á síðkastið með reglu- legu millibili. Þessi uppgötvun að menn sem voru að stjórna bönk- unum hafi getað hagað sér eins og algjörir hálfvitar með fé. Og við sjáum auðvitað á öllu að til að byrja með hefðu þeir aldrei átt að fá að stjórna bönkunum – byggjandi hér sumarbústaði upp á 840 fermetra og svo framvegis. Þegar það kom svo í ljós hvaða laun þessir menn voru að þiggja á þessum stutta tíma, samanber Lárus Welding og fleiri sem fengu fleiri hundr- uð milljónir, fannst mér að þessir menn sem gerðu þessa starfssamn- inga ættu að sæta ábyrgð. Hverjir voru það sem ákváðu að bjóða þessi laun? Það þarf að finna þá. Með Wathne-systrum og Diddú Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona hefur undanfarna mánuði útbúið sérstakan matseðil vikunnar í sparnaðarskyni. Heimir Karlsson, útvarps- og sjónvarpsmaður, keyrir hægar og passar að snúningsmælirinn fari ekki yfir 2000 snúninga. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Rökstólapar vikunnar og efndi meðal annars með þeim til hæfileikakeppni í þingpontu. HEFUR BÁÐUM OFBOÐIÐ Í LITLUM SKÖMMTUM Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og Heimir Karlsson, sjónvarps- og útvarpsmaður, segja að þau hafi bæði verið að fá sjokk í litlum skömmtum síðan efnahagshrunið varð í haust. Heimir vill draga þá til ábyrgðar sem buðu ofurlaunasamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Katla: Ég hugsa að ég myndi ráða Sveppa og Audda. Þeir eru svo skemmtilegir, þá yrði svo gaman að koma heim. Heimir: Já en Auddi er kjúklingur. Hann þorir aldrei að henda sér í þessi áhættuatriði í þáttunum þeirra. ...Heimir og Katla Margrét höfðu hist einu sinni áður í þættinum Ísland í bítið. Það var hins vegar bara Katla sem mundi eftir því. ...ef Heimir og Katla Margrét ættu að ráða spyril fyrir næsta vetur í Gettu betur myndi Heimir ráða Helgu Brögu. Katla Margrét myndi vilja fá Halldór Gylfason sem spyril. ...Heimir skilur ekki hvernig Katla Margrét fer að því að muna allan þann texta sem hún þarf að fara með. Hann sjálfur hafi gullfiskaminni. Hún segir þetta bara vera þjálfunaratriði. ...Heimir segir að hann myndi aldrei þora að leika á sviði, hann fengi svo mikinn aulahroll yfir sjálfum sér. ➜ VISSUÐ ÞIÐ AÐ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.