Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 30
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is LONDON Flug til London gefur 2.500–8.000 Vildarpunkta. Vildarklúbbur THAI RICE 303 Portobello Road Eftir að hafa notið dagsins á Portobello markaðnum er gott að tylla sér niður á Thai Rice, við endann á Portobello Road. Þetta er látlaus staður en voða krúttlegur og maður fær besta tælenska matinn í London og alltaf tipp-topp þjónustu. LEVANTE Líbanskur staður í miðbænum, rétt hjá Oxford Street. Þar er frábært að koma saman í hóp og panta blandaðan matseðil til að smakka sem flest. Magadansmeyjar dilla sér þar um helgar, sem myndar seiðandi stemningu. Mæli með að panta dísætt te í eftirrétt og eftirréttabakkann. www.levant.co.uk/levant/ HUMMINGBIRD BAKERY 133 Portobello Road, Notting Hill Þegar maður röltir niður Portobello Road á fallegum laugardegi og gramsar á markaðnum er alveg nauðsynlegt að stoppa þar við og fá sér eina „cupcake“ og kaffibolla. Yndislegar skreyttar, litlar formkökur með litríku kremi. www.hummingbirdbakery.com BEACH BLANKET BABYLON Flottur veitingastaður á tveimur stöðum í London, Notting Hill í Vestur-London og Shoreditch í Austur-London. Fallegar innrétt- ingar og gaman að borða þar. Síðan má enda á dansgólfinu þegar líður á kvöldið. www.beachblanket.co.uk PACIFICO Skemmtilegur, mexíkóskur veitingastaður í Covent Garden. Þar er alltaf stemning og frábær matur og æðislegar margarítur. Það er ekki hægt að panta borð svo að oft myndast stemning á barnum þar sem fólk bíður eftir borði. www.cafepacifico-laperla.com MÍN Flug og gisting í 2 nætur frá 46.900 kr. á mann í tvíbýli á K West Hotel & Spa **** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Spitalfields Á sunnudögum er gaman að ráfa um þennan skemmtilega markað við Brick Lane. Best er að vera kominn tiltölulega snemma til að gera sem best kaup og rölta síðan um hverfið þar sem er fullt af skemmti- legum „vintage-búðum“. Sigling á Thames Tilvalin leið til að þess að sjá borgina og öðlast góða yfirsýn yfir hana á stuttum tíma. Frábært er að gera þetta á fallegum degi. Á bátunum sem bjóða þessar skoðunar- ferðir eru leiðsögumenn sem segja skemmtilega frá. Einnig er hægt að fara á bát þar sem hægt er að borða á meðan siglt er niður ána. Borough Market Matvörumarkaður við Thames, alltaf á laugardögum. Þarna er matur frá ýmsum heimshornum og má smakka flest. Skemmtilegt að byrja daginn á markaðnum. Á eftir er hægt að ganga með fram ánni og njóta útsýnisins. King´s Road Ein af elstu verslunargötu- num í London, við Sloane Square lestarstöðina. Þarna eru margar „boutiques“ og skemmtilegar búðir með muni til heimilisins. Skemmtileg gata til að rölta eftir með kaffibolla í hendinni ef fólk vill ekki vera í mannmergðinni á Oxford Street. Victoria & Albert Museum Safn í South Kensington sem er tileinkað listum og tísku. Oft eru þar settar upp skemmtilegar sýningar svo að það er þess virði að fylgjast með því sem verið er að sýna hverju sinni. Gaman fyrir þá sem hafa áhuga á tísku og listum. National Gallery / National Portrait Gallery Myndlistarsöfnin við Trafalgar Square. Þarna er stærsta safn í heimi af evrópskum listaverkum. Gaman að líta þar við þegar maður á leið um Trafalgar Square. Aðgangur er ókeypis. Regent´s Park Skemmtilegur garður í hjarta Lundúna þar sem gaman er að skoða sig um. Þarna eru líka London Zoo og rósagarður drottingarinnar sem er rosalega fallegur á sumrin. Greenwich Skemmtilegt hverfi þar sem meðal annars eru fornmuna- og matvöru- markaðir sem gaman er að skoða. Þarna er líka The Royal Observatory í Greenwich Park. Þar mætir austrið vestrinu, ef svo má segja, og lengdarbaugurinn er á núlli. Dover Street Market Flott búð. Skylda að kíkja í hana ef fólk hefur áhuga á tísku og fallegum hlutum. 17–18 Dover Street. Brick Lane Gata austan við miðborgina, nálægt Spitalfields. Þar er fullt af indverskum stöðum og mikið næturlíf. Gaman er að fara á Brick Lane í góðra vina hópi, fá sér indverskan mat og fara síðan á barrölt um hverfið. Mikið af ungu fólki býr í hverfinu svo að alltaf er eitthvað um að vera á börunum í nágrenninu. Skemmtile- gur bar er t.d. The Commercial Tavern. „Afternoon tea“ Eitt af því breskara sem hægt er að gera í London er að fá sér síðdegiste og ég mæli hiklaust með því. Hægt er að fara á flest af fínni hótelunum. Þetta er yfirleitt síðdegis, kl. 14–17, og oftast þarf að panta borð með svolitlum fyrirvara. Innifalið í verðinu er te, samlokur, skonsur og úrval af kökum. Einnig er hægt að fá kampavín með. Mæli með The Ritz á Piccadilly eða The Wolseley. www.theritzlondon.com/tea/ The Mayfair Hotel Ef mann langar að fá sér flottan kokteil þá er The Mayfair málið. Þar eru rosalega flottir og góðir kokteilar. www.themayfairhotel.co.uk Veitingastaðir Vala Björk Ásbjörnsdóttir stílisti Reykjavík – London frá 14.500 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er allt að fjórtán sinnum í viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.