Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 12
12 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í slenskt þjóðfélag hefur öðru fremur mótast af norrænni menningarhefð og lífsgildum. Rétt eins og í öðrum norrænum löndum þróaðist hér á síðustu öld frjálst lýðræðislegt velferð- arsamfélag. Sérstaða Norðurlandanna í samfélagi þjóðanna hefur byggst á blöndu einstaklingsfrelsis og félagslegs öryggis- nets. Að baki þessari þjóðfélagsgerð liggja siðferðileg og menningar- leg gildi. Þau standa djúpum rótum á þessu menningarsvæði. Með réttu má segja að lífsstíll síðustu ára hafi farið nokkuð á svig við þessi rótgrónu gildi. Öllu meir hér á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Það er hluti af þeim vanda sem íslenskt samfélag glímir nú við. Í flestum mannlegum samfélögum hafa trú og lífsgildi flétt- ast saman með ýmsu móti. Á Norðurlöndunum hefur sá sérstaki háttur staðið lengi að evangelísk lútersk kirkjuskipun hefur notið stjórnarskrárverndar sem þjóðkirkja samhliða trúfrelsi. Segja má að sú skipan sé orðin hluti af norrænni menningarhefð. Að sönnu þarf ekki að vera jafnaðarmerki milli öflugs trúar- lífs og stjórnarskrárverndaðrar þjóðkirkju. Trúarlíf er satt best að segja ríkara í sumum löndum þar sem engin slík tengsl eru. Menning þjóða þróast með ýmsu móti. En fram hjá því verður ekki litið að þjóðkirkjuskipulagið hefur verið hluti af norrænni samfé- lagsgerð. Losað hefur verið um tengsl ríkis og kirkju. Að því er þjóðkirkju Íslands varðar voru gerðar grundvallarbreytingar á síðasta ára- tug. Stjórnarráðið sér ekki lengur um innri mál kirkjunnar eins og áður. En nú eru þau tímamót að verða að innan tveggja vikna bendir allt til að í fyrsta skipti í sögu landsins verði flokkar með ríkisstjórnar meirihluta á Alþingi sem hafa afnám þjóðkirkjuskipu- lagsins á stefnuskrá. Samfylkingin er eini flokkurinn sem lagt hefur fram þingmál um afnám þjóðkirkjunnar. Samband ungra sjálfstæðismanna lagði til við síðustu stjórnarskrárnefnd að stjórnskipunarverndin yrði afnumin með skírskotun til almennra frjálshyggjuviðhorfa. Nýlega samþykkti svo Vinstri hreyfingin – grænt framboð kosningadag- skrá þar sem niðurlagning þjóðkirkjuskipulagsins er eitt af mark- miðunum. Þjóðkirkjuákvæðið í stjórnarskránni er að því leyti lausara í reip- unum en önnur að því má víkja til hliðar með almennri löggjöf sem borin er undir þjóðaratkvæði. Hvorugur ríkisstjórnarflokkanna hefur gefið til kynna hversu hratt hann hyggst ganga fram með breytingar. Óljóst er hvaða fjárhagsleg áhrif afnám stjórnarskrárverndar- innar hefur. Laun presta eiga til að mynda ekki beinar rætur að rekja til hennar. Þau eru reist á jarðaafsali kirkjunnar til ríkisins. Líklegra er að lögbundin innheimta sóknargjalda fyrir söfnuði þjóð- kirkjunnar og önnur trúfélög eigi rætur í stjórnarskránni. Þjóðkirkjuskipulagið er ekki sjálfgefið fyrirbæri. Þvert á móti þarf það sérstakan rökstuðning á hverjum tíma. Á sumum hinna Norðurlandanna hefur það verið nokkuð rætt. Hér þarf þó að hafa meira en trúarskoðanir einar í huga. Þjóðkirkjan er hluti af þeirri umgjörð menningar og lífsgilda sem þjóðin þarf nú fremur að hlúa að en rífa upp. Að þessu virtu er nú á páskum gild ástæða að letja menn til að sundurslíta þann þokkalega frið sem um þessa skipan mála hefur ríkt. Norræn lífsgildi: Þjóðkirkjan ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR SPOTTIÐ AUGLÝSING vegna kosninga um sameiningu Akureyrar- kaupstaðar og Grímseyjarhrepps laugardaginn 25. apríl 2009 Kjörskrár vegna kosninga um sameiningu sveitarféla- ganna Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps verður lögð fram eigi síðar en miðvikudaginn 15. apríl n.k. Kjörskrár liggja frammi almenningi til skoðunar á bæjar- skrifstofu Akureyrar og skrifstofu hreppsnefndar Gríms- eyjarhrepps. Athugasemdum eða kærum skal koma á framfæri við sveitarstjórnir sveitarfélaganna og skv. 10. gr. laga um kos ningar til sveitarstjórna, er heimilt að gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag . Samgönguráðuneytið 11. apríl 2009. UMRÆÐA Heilbrigðismál Grunnheilbrigðisþjónustu verður að efla og niðurskurðaraðgerðir í velferðarkerf- inu þurfa að byggja á heildarsýn þannig að sparnaður á einum stað leiði ekki til kostn- aðar á öðrum stað. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum vinnudegi með starfsfólki heilbrigð- isþjónustunnar sem heilbrigðisráðherra, í samstarfi við fag- og stéttarfélög, efndi til hinn 7. apríl. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og í fjórum málstofum sem boðið var upp á þar sem var rætt um forgangsröðun í heil- brigðiskerfinu, samráð við ákvarðanatöku, sam- spil hins andlega og hins líkamlega og þær áskor- anir sem heilbrigðisþjónusta stendur frammi fyrir á krepputímum. Þátttaka í vinnudeginum fór fram úr björtustu vonum og a.m.k. 150 manns mættu á staðinn. Mikil ánægja var með aukið samráð og jafnframt kom fram að heilbrigðisyfirvöld yrðu að standa sig betur í því að kalla „fólkið á gólfinu“ til skrafs og ráðagerða. Eftir þessar góðu viðtökur og ábyrgu umræður er ekki annað hægt en að taka undir það. Burt með girðingar Allir einstaklingar eru á einhverjum tímapunkti ævi sinnar háðir heilbrigðis- þjónustunni og umræður á fundinum ein- kenndust öðru fremur af mikilli virðingu fyrir þessu mikilvæga hlutverki. Meðal þess sem lagt var til var að auka heima- hjúkrun og heimaþjónustu; sameina heil- brigðisráðuneytið og félags- og trygginga- málaráðuneytið til að tryggja sem besta og skilvirkasta þjónustu; innleiða raf- ræna sjúkraskrá til að auðvelda alla vinnu og spara fé; endurskoða launakerfi heil- brigðisstarfsfólks; efla samráð við allar ákvarðanir og rífa niður girðingar milli fagstétta. Hugmyndirnar nýtast allar vel til þeirrar vinnu sem fram undan er í heilbrigðiskerfinu. En betur má ef duga skal. Flestir fundargestir virtust sam- mála um að meiri tíma þyrfti til að móta framtíð- artillögur og heilbrigðisstarfsfólk er fúst til að leggja sín lóð á vogarskálarnar í þeim erfiðu verk- efnum sem fram undan eru. Aukið samráð er það sem koma skal – heilbrigðisþjónustunni og Íslend- ingum öllum til heilla. Halla Gunnarsdóttir er aðstoðarmaður heilbrigð- isráðherra Heilbrigðisþjónusta á tímamótum Hagsmunirnir Nú hefur Andri Óttarsson sagt af sér stöðu framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem hann segist ekki hafa tekið á móti styrkjum frá fyrirtækj- um, ekki hafa sóst eftir styrkjum frá fyrirtækjum og yfir höfuð ekki gert nokkurn skapaðan hlut rangan. Engu að síður telur hann brotthvarf sitt nauðsynlegt til að hægt sé að skapa traust og frið um flokksstarfið. Andri segir ákvörðunina vera þungbæra persónulega, en létt- væg sé hún í samanburði við þá hagsmuni sem eru í húfi. Hags- muni Sjálfstæðisflokksins. Sem felast í því að Andri fari. Þótt hann hafi ekki gert neitt rangt. Þannig sé traustið endurunnið. Einmitt. Horft til heimspekingsins Eðlilega fór strax af stað umræða, innan flokks sem utan, um mögu- legan arftaka Andra. Ýmis nöfn voru nefnd og ljóst að margir mátuðu sig í starfið af mismiklu raunsæi. Innan úr innstu herbúðum flokksins heyrðist hins vegar að eina vonin væri að kanna hvort Páll Skúlason heimspek- ingur væri ekki laus í djobbið. Um siðferði hans yrði í það minnsta ekki deilt. Mismunandi kröfur Björn Bjarnason alþing- ismaður skrifar pistil á síðu sinni um styrkjamál Sjálfstæðis- flokksins. Eða raunar um færslu Sveins Andra Sveinssonar á Facebook-síðu sinni um frétt Agnesar Bragadóttur um hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í málinu. Sveinn Andri segir Agnesi fara með rangt mál og hún falli á inngangsprófi í blaða- mennsku með því að bera fréttina ekki undir Guðlaug. Sveinn Andri sagði Agnesi hafa verið undirmann Björns Bjarnasonar á Mogganum, en Björn bendir á að það hafi hún ekki verið. Hann segir Svein Andra þarna falla á eigin bragði þar sem hann hafi ekki borið færslu sína á Facebook-síðu undir Björn. Það mætti benda Birni á að aðrar kröfur eru gerðar til blaðamanna en Facebook-síðuhölda. kolbeinn@frettabladid.is HALLA GUNNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.