Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 11. apríl 2009 21
Miðvikudaginn eftir slysið á Hillsborough var forsíða götu-
blaðsins The Sun undirlögð fyrirsögninni „Sannleikurinn“. Í
umfjöllun sinni um Hillsborough vitnaði blaðið í nafnlausan
heimildarmann sem hélt því fram að stuðningsmenn Liverpool
á vellinum hefðu rænt peningaveskjum af þeim látnu, ráðist á
lögreglumenn og sjúkraliða, migið á þá og fleira í þeim dúr.
Löngu síðar, eða í júlí 2004, birti blaðið afdráttarlausa afsök-
unarbeiðni vegna greinarinnar, þar sem fram kom að „mestu
mistök í sögu blaðsins hefðu verið gerð“. Kelvin MacKenzie,
þáverandi ritstjóri blaðsins, baðst afsökunar daginn eftir birt-
ingu greinarinnar og aftur árið 1993, þegar hann sagðist sjá eftir
öllu saman. Ástæða birtingarinnar hefði verið sú að nafnlausi
heimildarmaðurinn sem vitnað var í hefði verið þingmaður
breska Íhaldsflokksins. MacKenzie dró þessa afsökunarbeiðni til
baka í nóvember 2006.
Umfjöllun The Sun vakti upp mikla reiði fólks í Liverpool og
víðar. Enn þann dag í dag neita margir stuðningsmenn liðsins
að lesa blaðið, og sölutölur frá 2004 sýndu að The Sun seldist
í einungis 12.000 eintökum á dag í Liverpool og nágrenni,
200.000 færri eintökum en tíðkaðist fyrir umfjöllun blaðsins
um Hillsborough.
„sannleikur“ the sun
SANNLEIKURINN Aðdáendur Liverpool í Kop-stúkunni kröfðust sannleikans um Hillsborough fyrir
bikarleik gegn Arsenal í janúar 2007. NORDICPHOTOS/AFP
Yngsta fórnarlambið var hinn
tíu ára gamli Jon-Paul Gilhooley,
náfrændi Stevens Gerrard sem
gegnir fyrirliðastöðu Liverpool í
dag. Sá elsti sem lét lífið var hinn
62 ára John Alfred Anderson.
Sorg á bökkum Mersey
Þegar afdrif slyssins urðu ljós
tók við þjóðarsorg í Englandi.
Daglegt líf stöðvaðist að miklu
leyti í Liverpool-borg og þúsund-
ir heimsóttu Anfield Road, heima-
völl Liverpool, sem var opnaður
almenningi til að leita sér sálu-
hjálpar og votta hinum látnu virð-
ingu sína. Kenny Dalglish, þjálf-
ari Liverpool, og leikmenn liðsins
tóku virkan þátt í atburðarásinni
dagana eftir harmleikinn með
heimsóknum til hinna slösuðu og
aðstandenda hinna látnu.
Frægt varð þegar hinn tvítugi
Sean Luckett, sem hafði verið
meðvitundarlaus í öndunarvél á
sjúkrahúsi í tvo sólarhringa eftir
slysið, komst til meðvitundar
þegar Dalglish stóð við sjúkrarúm
piltsins og sagði nafn hans.
Nokkur minnismerki hafa verið
reist til minningar um þá sem lét-
ust á Hillsborough, þar á meðal á
Anfield og á Middlewood Road,
nálægt Hillsborough-leikvangin-
um. Það minnismerki fékkst þó
ekki sett upp fyrr en eftir miklar
deilur og þrýsting frá samtökum
fjölskyldna hinna látnu.
Málaferli litlu skilað
Samtökin, sem bera nafnið The
Hillsborough Family Support
Group, hafa barist æ síðan ásamt
The Hillsborough Justice Campa-
ign og fleiri samtökum fyrir rétt-
læti til handa hinna látnu undir
kjörorðinu „Justice for the 96“.
Meginuppistaðan í baráttu þeirra
hefur alla tíð verið sú krafa að
viðeigandi aðilar í aðdraganda
slyssins skuli látnir sæta ábyrgð
á því sem nefnt hefur verið glæp-
samlegt gáleysi varðandi helstu
öryggisatriði á vellinum.
Sem dæmi um málaferli sem
farið hafa fram í tengslum við
atburðinn má nefna að David
Duckenfield, aðstoðaryfirlög-
regluþjónninn sem tók þá ákvörð-
un að opna hliðin fyrir fjöldanum
fyrir utan völlinn, var ákærður
fyrir manndráp í tveimur ákæru-
liðum. Duckenfield viðurkenndi
við réttarhöldin að hafa, örfáum
mínútum eftir að harmleikurinn
átti sér stað, logið því að hátt-
settum yfirmönnum enska knatt-
spyrnusambandsins að Liverpool-
aðdáendurnir hefðu sjálfir brotið
hliðin niður. Fleiri löggæslumenn
voru einnig ákærðir fyrir að hafa
hagrætt sönnunargögnum, en allir
hafa þeir verið sýknaðir á endan-
um.
Taylor-nefndin svokallaða, sem
sett var á fót af stjórnvöldum til
að komast að rótum þess sem olli
slysinu, komst að þeirri niðurstöðu
að mörgu hefði verið ábótavant í
öryggisgæslunni á vellinum. Til
að mynda hefði átt að fresta upp-
hafi leiksins í stað þess að hleypa
svo mörgum inn á leikvanginn á
sama tíma. Nefndin fann einnig að
hönnun ýmissa öryggistækja inni
á vellinum. Lokaniðurstaðan var
þó í raun sú að lögregla á staðnum
hefði brugðist hlutverki sínu.
Hingað til hefur því enginn
verið látinn sæta raunverulegri
ábyrgð á þeim mörgu og afdrifa-
ríku mistökum sem gerð voru, og
hafa ofannefnd samtök heitið því
að linna ekki látum fyrr en bót
verður á.
Gjörbreytt íþrótt
Taylor-nefndin skipaði einnig
fyrir um viðamiklar umbætur á
knattspyrnuleikvöngum í Eng-
landi. Strax daginn eftir harm-
leikinn var hafist handa við
að rífa niður stálgirðingarnar
alræmdu á nokkrum stórum leik-
vöngum, til að mynda á Baseball
Ground, þáverandi heimavelli
Derby County, og White Hart
Lane, heimavelli Tottenham.
Einnig voru félögin skyld-
uð til selja eingöngu aðgöngu-
miða í sæti, lög sett sem áttu að
hamla svartamarkaðsbraski með
miða og ýmislegt fleira. Það má
því með sanni segja að atburðir
15. apríl 1989 hafi breytt knatt-
spyrnunni á varanlegan hátt. Því
miður komu þær breytingar ekki
til af góðu.