Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 58
38 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Leikhúsfólk er flest í fríi nú um hátíðirnar – nema það sem er í vinnu norður á Akureyri; Guð- mundur Ólafsson og þær stöllur í Fúlum á móti. Margt er samt í burðarliðnum í leikhúsunum. Leikhúslistamaðurinn fjöl- hæfi, og afar liðugi, Kristján Ingimarsson, setur upp sýningu sína CREATURE í Kassanum í maí ásamt samstarfsfólki sínu. Kristján er þekktur fyrir nýstár- legar leiðir í sköpun sinni en CREATURE er kolklikkaður og bráðfyndinn leikhúskonsert um sköpunarþörf manneskjunnar og þörf hennar fyrir að setja sjálfa sig á svið. Þetta er án efa persónu- legasta sýning Kristjáns til þessa, þar sem hann kannar ýmis landa- mæri með aðferðum spunans og kemur okkur stöðugt á óvart. Í júní setur síðan annar magn- aður listamaður, danshöfundurinn og dansarinn Erna Ómarsdóttir, upp sitt nýjasta verk á Stóra svið- inu – Teach us how to outgrow our Madness. Erna er afkastamikil þessa dag- ana en hún er nú að vinna við svið- setningu sem Íslenski dansflokk- urinn mun setja upp í Bláa lóninu 22. apríl. Þá er í vændum frumsýning á einleik Jóns Atla Jónassonar, Djúpið, sem Ingvar E. Sigurðsson flytur. Ingvar er núna í Tasmaníu á leikferð með Vesturporti. Mikil eftirvænting er hjá öllum þeim sem hafa þegar tryggt sér miða á Söngvaseið sem sett verð- ur upp í Borgarleikhúsinu í maí. Þetta er ein stærsta sýning sem sett hefur verið á svið þar í húsi og er boginn spenntur til hins ítr- asta. Áratugir eru síðan Söngva- seiður sást hér fyrst á sviði og þá í Þjóðleikhúsinu þar sem hann kom upp að vori og gekk linnulaust í nokkra mánuði. Þá var verkið sett upp á Ísafirði með miklum stæl og tugum flytjenda. Annað gamalt verk úr amer- ískri söngleikjasmiðju er vænt- anlegt á svið Loftkastalans í byrj- un júní, Grease, og verður þetta í þriðja sinn sem verkið kemur upp en það hefur jafnan dregið að sér tugi þúsunda áhorfenda. Ari Mattíasson mun í sumar standa fyrir sviðsetningu á Við borgum ekki í Borgarleikhúsi og er það í þriðja sinn sem verkið er sett á svið í Reykjavík. Artfart-hátíðin, sem helguð er tilraunakenndri leiklist, hefur tilkynnt að í næstu viku opni þau vefsíðu sem gerir grein fyrir áætl- unum þeirra; www.artfart.is. Hátíðin mun vera haldin í fjórða sinn í sumar, dagana 7.- 22. ágúst og mun vera stærri en nokkru sinni fyrr og er hún styrkt af Reykjavíkurborg. Í ár verða bæði innlendar og erlendar sýn- ingar, auk málfunda um sviðslis- taformið. ArtFart-hátíðin er til- raunavettvangur ungs listafólks sem hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og tilrauna- mennsku í íslenskri sviðslist. Við spyrjum okkur hver sé staða svið- slista innan samfélagsins. Hvert er gildi hennar? Hefur sviðslist- in glatað mætti sínum eða hefur aldrei verið meiri þörf á henni? Hafnarfjarðarleikhúsið hefur ekki enn tilkynnt um sumardag- skrá sína en þar mun margt verða á seyði. Sýningar á Brák og Sturl- ungu-sögum Einars Kárasonar halda áfram í Landnámssetri. pbb@frettabladid.is Leiksýningar í boði í sumar LEIKLIST Ingvar E. Sigurðsson segir dæmigerða sögu af sjóslysi á miðunum við landið í Djúpinu. MYND LR/GRÍMUR BJARNASON Alþýðu- og þjóðlagarokkarinn og lagahöfundur- inn Johan Piribauer frá Lapplandi í Svíþjóð er væntanlegur til Íslands nú um páskana. Mun hann halda þrenna tónleika á landinu, spilaði í Reykjavík í gærkveldi, treður upp í kvöld á Aldrei fór ég suður á Ísafirði og á Akureyri 13. apríl. Í för með Johan verður fiðluleikarinn Gabriel Liljen- ström og bakraddasöngkonan Maude Rombe. Johan syngur á sænsku en tónlist hans og textar sækja innblástur í menningu og náttúru Lapplands. Hann hefur gefið út fimm breiðskífur síðan 1995 og hefur spilað úti um allan heim, m.a. á Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Singapúr. Hefur Johan verið hampað fyrir að koma með nýja og ferska vinda inn í sænska prog-tónlist og útnefndi sænskt tímarit hann sem mesta frumkvöðulinn í þeim efnum, þar sem honum var hampað fram yfir marga fræga sænska tónlistarmenn. Aðaltilefni heimsóknar Piribauer var að koma fram á Aldrei fór ég suður-hátíðinni í kvöld, einn margra sem þangað hafa sótt langan veg. Hann mun hins vegar keyra hringinn á sinni stuttu dvöl á Íslandi og verður svo mánudaginn 13. apríl í Populus Tremula á Akureyri kl. 20.30. Frítt er inn á tónleikana. - pbb Lappaproggari mættur TÓNLIST Johan og féklagar á svingi Veftímaritið Tíu þúsund tregawött birtist á nýjan leik á slóðinni www. tregawott.net eftir vetrardvala. Í orðaflaumi kynningar um heft- ið, vafninginn eða hvað á að kalla veftímarit má finna smjörþefinn því feitt er á stykkinu og útgefend- ur orðglaðir: „Listin tekur málstað þess sem stimplað er ljótt – það situr kráka í hálsmáli Golgötu – ögrun er hvatning en ekki markmið – full- ir hnakkar í Ben Sherman-göllum – spennusögur hneyksla – geturðu ekki verið dömulegri – eyðilegging er örlög fegurðarinnar.“ Þemað í þessari útgáfu er ljót- leikinn og er ritstjórinn Kári Páll Óskarsson. Meðal efnis á síðum útgáfunnar er viðtal við Kristínu Eiríksdóttur skáld: Lífið er alltaf grófast. Önnur skáldkona, Kristín Ómarsdóttir, birtir Stutt spjall um fagurfræðilega möguleika ljótleik- ans. Óttar Martin Norðfjörð á þar ritsmíðina Fagurfræði er jójó. Þá eru á síðunni ljóð eftir Davíð Stef- ánsson, Arngrím Vídalín, Eirík Örn Norðdahl, Hauk Má Helgason, Emil Hjörvar Petersen og Hörð Gunn- arsson. Auk þýðinga á ljóðum Tims Wells, Randalls Jarrell og fleiri. Umsagnir eru í vefritinu um bækur: Þýðingar á Arthur Rimb- aud, um síðustu ljóðabók Sjóns, My Life eftir Lyn Hejinian, Blátt áfram rautt eftir Lárus Ásgeirsson, Nei eftir Ara Jósefsson og Gangandi vegfaranda eftir Halldóru Krist- ínu Thoroddsen. Tíuþúsund tregawött birt TÍAMRIT Upphafsviðmót tregavattanna Fimm þýðendur hafa verið tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem forseti Íslands afhendir á Gljúfrasteini 23. apríl nk. Það er Bandalag þýðenda og túlka sem stendur að Íslensku þýðingarverðlaununum í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Tilnefndir voru eftirtaldir þýðend- ur: Árni Óskarsson er tilnefndur fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Nafn mitt er rauður eftir Orhan Pamuk. Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir eru tilnefndar fyrir Svo fagurgrænar og frjósamar, smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveld- inu. Guðrún Vilmundardóttir er tilnefnd fyrir skáldsöguna Í þokunni eftir Philippe Clau- del. Hjörleifur Sveinbjörnsson er tilnefndur fyrir bókina Apakóngur á silkiveginum, sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum. Sölvi Björn Sigurðsson er tilnefndur fyrir ljóðabókina Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud. Verðlaunin verða afhent sumardaginn fyrsta. Þau voru veitt í fyrsta skipti árið 2005 og verða því veitt í fimmta sinn á þessu ári. Í dómnefnd sitja Soffía Auður Birgisdóttir, Sigríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir. - pbb Þýðingar tilnefndar BÓKMENNTIR Hjörleifur Sveinbjörnsson er tilnefndur fyrir þýðingar sínar úr kínversku. Hann var fyrr á þessu ári tilnefndur til Menningarverðlauna DV. MYND/FRETTABLAÐIÐ kl. 16.10 Útvarpsleikhúsið: Þríleikurinn Dýrlinga- gengið eftir Neil LaBute. Annar hluti. John og Sue, sem eru nýbyrjuð í námi í Boston, ákveða að eyða helgi í New York ásamt vinum sínum. Þau fara meðal ann- ars í partí á Plaza-hótelinu, en frásögn- um parsins af atburðum þeirrar nætur ber ekki saman. Þannig virðist leiðangur Johns og félaga hans í Central Park alveg hafa farið fram hjá kærustum þeirra. Leikarar: Þórunn Erna Clausen og Agnar Jón Egilsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. > Ekki missa af … Thin Jim and the Castaways verða með tónleika á Rósen- berg mánudaginn 13. apríl. Á tónleikunum koma fram ásamt þeim Jökli, Margréti Eiri og Birgi sem skipa Thin Jim, þeir Börkur Hrafn, Scott Mclemore, Pálmi Sigurhjart- arson, Erna Hrönn, Kristófer Jensson, Arnar Jónsson og Eggert Pálsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.15. Miðasala í síma 555 2222 og á SÝNT Í HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU 18.04.09 Laugardagur 20:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.