Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 58
38 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Leikhúsfólk er flest í fríi nú um
hátíðirnar – nema það sem er í
vinnu norður á Akureyri; Guð-
mundur Ólafsson og þær stöllur
í Fúlum á móti. Margt er samt í
burðarliðnum í leikhúsunum.
Leikhúslistamaðurinn fjöl-
hæfi, og afar liðugi, Kristján
Ingimarsson, setur upp sýningu
sína CREATURE í Kassanum í
maí ásamt samstarfsfólki sínu.
Kristján er þekktur fyrir nýstár-
legar leiðir í sköpun sinni en
CREATURE er kolklikkaður og
bráðfyndinn leikhúskonsert um
sköpunarþörf manneskjunnar og
þörf hennar fyrir að setja sjálfa
sig á svið. Þetta er án efa persónu-
legasta sýning Kristjáns til þessa,
þar sem hann kannar ýmis landa-
mæri með aðferðum spunans og
kemur okkur stöðugt á óvart.
Í júní setur síðan annar magn-
aður listamaður, danshöfundurinn
og dansarinn Erna Ómarsdóttir,
upp sitt nýjasta verk á Stóra svið-
inu – Teach us how to outgrow our
Madness.
Erna er afkastamikil þessa dag-
ana en hún er nú að vinna við svið-
setningu sem Íslenski dansflokk-
urinn mun setja upp í Bláa lóninu
22. apríl.
Þá er í vændum frumsýning
á einleik Jóns Atla Jónassonar,
Djúpið, sem Ingvar E. Sigurðsson
flytur. Ingvar er núna í Tasmaníu
á leikferð með Vesturporti.
Mikil eftirvænting er hjá öllum
þeim sem hafa þegar tryggt sér
miða á Söngvaseið sem sett verð-
ur upp í Borgarleikhúsinu í maí.
Þetta er ein stærsta sýning sem
sett hefur verið á svið þar í húsi
og er boginn spenntur til hins ítr-
asta. Áratugir eru síðan Söngva-
seiður sást hér fyrst á sviði og þá í
Þjóðleikhúsinu þar sem hann kom
upp að vori og gekk linnulaust í
nokkra mánuði. Þá var verkið sett
upp á Ísafirði með miklum stæl og
tugum flytjenda.
Annað gamalt verk úr amer-
ískri söngleikjasmiðju er vænt-
anlegt á svið Loftkastalans í byrj-
un júní, Grease, og verður þetta í
þriðja sinn sem verkið kemur upp
en það hefur jafnan dregið að sér
tugi þúsunda áhorfenda.
Ari Mattíasson mun í sumar
standa fyrir sviðsetningu á Við
borgum ekki í Borgarleikhúsi og
er það í þriðja sinn sem verkið er
sett á svið í Reykjavík.
Artfart-hátíðin, sem helguð er
tilraunakenndri leiklist, hefur
tilkynnt að í næstu viku opni þau
vefsíðu sem gerir grein fyrir áætl-
unum þeirra; www.artfart.is.
Hátíðin mun vera haldin í
fjórða sinn í sumar, dagana 7.-
22. ágúst og mun vera stærri en
nokkru sinni fyrr og er hún styrkt
af Reykjavíkurborg. Í ár verða
bæði innlendar og erlendar sýn-
ingar, auk málfunda um sviðslis-
taformið. ArtFart-hátíðin er til-
raunavettvangur ungs listafólks
sem hefur það að markmiði að
stuðla að nýsköpun og tilrauna-
mennsku í íslenskri sviðslist. Við
spyrjum okkur hver sé staða svið-
slista innan samfélagsins. Hvert
er gildi hennar? Hefur sviðslist-
in glatað mætti sínum eða hefur
aldrei verið meiri þörf á henni?
Hafnarfjarðarleikhúsið hefur
ekki enn tilkynnt um sumardag-
skrá sína en þar mun margt verða
á seyði. Sýningar á Brák og Sturl-
ungu-sögum Einars Kárasonar
halda áfram í Landnámssetri.
pbb@frettabladid.is
Leiksýningar í boði í sumar
LEIKLIST Ingvar E. Sigurðsson segir dæmigerða sögu af sjóslysi á miðunum við landið í Djúpinu. MYND LR/GRÍMUR BJARNASON
Alþýðu- og þjóðlagarokkarinn og lagahöfundur-
inn Johan Piribauer frá Lapplandi í Svíþjóð er
væntanlegur til Íslands nú um páskana. Mun
hann halda þrenna tónleika á landinu, spilaði í
Reykjavík í gærkveldi, treður upp í kvöld á Aldrei
fór ég suður á Ísafirði og á Akureyri 13. apríl. Í för
með Johan verður fiðluleikarinn Gabriel Liljen-
ström og bakraddasöngkonan Maude Rombe.
Johan syngur á sænsku en tónlist hans og
textar sækja innblástur í menningu og náttúru
Lapplands. Hann hefur gefið út fimm breiðskífur
síðan
1995 og hefur spilað úti um allan heim, m.a. á
Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Singapúr. Hefur Johan
verið hampað fyrir að koma með nýja og ferska
vinda inn í sænska prog-tónlist og útnefndi
sænskt tímarit hann sem mesta frumkvöðulinn í
þeim efnum, þar sem honum var hampað fram
yfir marga fræga sænska tónlistarmenn.
Aðaltilefni heimsóknar Piribauer var að koma
fram á Aldrei fór ég suður-hátíðinni í kvöld, einn
margra sem þangað hafa sótt langan veg. Hann
mun hins vegar keyra hringinn á sinni stuttu dvöl
á Íslandi og verður svo mánudaginn 13. apríl í
Populus Tremula á Akureyri kl. 20.30. Frítt er inn
á tónleikana. - pbb
Lappaproggari mættur
TÓNLIST Johan og féklagar á svingi
Veftímaritið Tíu þúsund tregawött
birtist á nýjan leik á slóðinni www.
tregawott.net eftir vetrardvala.
Í orðaflaumi kynningar um heft-
ið, vafninginn eða hvað á að kalla
veftímarit má finna smjörþefinn
því feitt er á stykkinu og útgefend-
ur orðglaðir: „Listin tekur málstað
þess sem stimplað er ljótt – það situr
kráka í hálsmáli Golgötu – ögrun er
hvatning en ekki markmið – full-
ir hnakkar í Ben Sherman-göllum
– spennusögur hneyksla – geturðu
ekki verið dömulegri – eyðilegging
er örlög fegurðarinnar.“
Þemað í þessari útgáfu er ljót-
leikinn og er ritstjórinn Kári Páll
Óskarsson. Meðal efnis á síðum
útgáfunnar er viðtal við Kristínu
Eiríksdóttur skáld: Lífið er alltaf
grófast. Önnur skáldkona, Kristín
Ómarsdóttir, birtir Stutt spjall um
fagurfræðilega möguleika ljótleik-
ans. Óttar Martin Norðfjörð á þar
ritsmíðina Fagurfræði er jójó. Þá
eru á síðunni ljóð eftir Davíð Stef-
ánsson, Arngrím Vídalín, Eirík Örn
Norðdahl, Hauk Má Helgason, Emil
Hjörvar Petersen og Hörð Gunn-
arsson. Auk þýðinga á ljóðum Tims
Wells, Randalls Jarrell og fleiri.
Umsagnir eru í vefritinu um
bækur: Þýðingar á Arthur Rimb-
aud, um síðustu ljóðabók Sjóns, My
Life eftir Lyn Hejinian, Blátt áfram
rautt eftir Lárus Ásgeirsson, Nei
eftir Ara Jósefsson og Gangandi
vegfaranda eftir Halldóru Krist-
ínu Thoroddsen.
Tíuþúsund tregawött birt
TÍAMRIT Upphafsviðmót tregavattanna
Fimm þýðendur hafa verið tilnefndir til Íslensku
þýðingarverðlaunanna sem forseti Íslands
afhendir á Gljúfrasteini 23. apríl nk. Það er
Bandalag þýðenda og túlka sem stendur að
Íslensku þýðingarverðlaununum í samstarfi við
Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra
bókaútgefenda.
Tilnefndir voru eftirtaldir þýðend-
ur:
Árni Óskarsson er tilnefndur
fyrir þýðingu sína á skáldsögunni
Nafn mitt er rauður eftir Orhan
Pamuk.
Erla Erlendsdóttir og Kristín
Guðrún Jónsdóttir eru tilnefndar fyrir Svo
fagurgrænar og frjósamar, smásögur frá
Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveld-
inu.
Guðrún Vilmundardóttir er tilnefnd fyrir
skáldsöguna Í þokunni eftir Philippe Clau-
del.
Hjörleifur Sveinbjörnsson er tilnefndur
fyrir bókina Apakóngur á silkiveginum,
sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar
frá fyrri öldum.
Sölvi Björn Sigurðsson er tilnefndur
fyrir ljóðabókina Árstíð í helvíti eftir
Arthur Rimbaud.
Verðlaunin verða afhent sumardaginn
fyrsta. Þau voru veitt í fyrsta skipti árið
2005 og verða því veitt í fimmta sinn á
þessu ári. Í dómnefnd sitja Soffía Auður
Birgisdóttir, Sigríður Harðardóttir og
Marta Guðrún Jóhannesdóttir. - pbb
Þýðingar tilnefndar
BÓKMENNTIR Hjörleifur Sveinbjörnsson er
tilnefndur fyrir þýðingar sínar úr kínversku.
Hann var fyrr á þessu ári tilnefndur til
Menningarverðlauna DV.
MYND/FRETTABLAÐIÐ
kl. 16.10
Útvarpsleikhúsið: Þríleikurinn Dýrlinga-
gengið eftir Neil LaBute. Annar hluti.
John og Sue, sem eru nýbyrjuð í námi í
Boston, ákveða að eyða helgi í New York
ásamt vinum sínum. Þau fara meðal ann-
ars í partí á Plaza-hótelinu, en frásögn-
um parsins af atburðum þeirrar nætur
ber ekki saman. Þannig virðist leiðangur
Johns og félaga hans í Central Park alveg
hafa farið fram hjá kærustum þeirra.
Leikarar: Þórunn Erna Clausen og Agnar
Jón Egilsson.
Leikstjóri: Viðar Eggertsson.
Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson.
> Ekki missa af …
Thin Jim and the Castaways
verða með tónleika á Rósen-
berg mánudaginn 13. apríl.
Á tónleikunum koma fram
ásamt þeim Jökli, Margréti
Eiri og Birgi sem skipa Thin
Jim, þeir Börkur Hrafn, Scott
Mclemore, Pálmi Sigurhjart-
arson, Erna Hrönn, Kristófer
Jensson, Arnar Jónsson og
Eggert Pálsson.
Tónleikarnir hefjast klukkan
21.15.
Miðasala í síma 555 2222 og á
SÝNT Í
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU
18.04.09 Laugardagur 20:00