Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 78
58 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. teikniblek, 6. frá, 8. verkur, 9. húsfreyja, 11. skst., 12. upp, 14. kölski, 16. tveir eins, 17. traust, 18. umfram, 20. gangflötur, 21. gefa frá sér reiðihljóð. LÓÐRÉTT 1. sléttur, 3. innan, 4. réttari, 5. sjáðu, 7. töf, 10. spreia, 13. sigað, 15. ekkert, 16. þvottur, 19. íþróttafélag. LAUSN LÁRÉTT: 2. túss, 6. af, 8. tak, 9. frú, 11. no, 12. neðan, 14. satan, 16. tt, 17. trú, 18. auk, 20. il, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. jafn, 3. út, 4. sannari, 5. sko, 7. frestur, 10. úða, 13. att, 15. núll, 16. tau, 19. kr. „Jú, við ætlum að fara um landið, leita að Ormi og öðrum leikurum í myndina,“ segir Gunnar Björn Guð- mundsson kvikmyndaleikstjóri. Eins og fram hefur komið í Frétta- blaðinu stendur til að kvikmynda hina sígildu sögu Ólafs Hauks Sím- onarsonar, Gauragang, en í henni glíma áðurnefndur Ormur Óðins- son og vinir hans við þau vanda- mál sem fylgja unglingsaldrin- um. Leikstjórinn Gunnar Björn og kvikmyndafyrirtækið ZikZak ætla að fara fremur óhefðbundna leið til að finna leikara í myndina því þeir ætla að þvælast um land- ið og fá fólk á öllum aldri í prufur. Gauragangur var sett upp í Þjóð- leikhúsinu fyrir allnokkrum árum og þá lék stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson aðalhlutverkið. Um er að ræða hálfgerða Gaura- gangs-leit í ætt við Idol-stjörnuleit Stöðvar 2. Ekki eru gerðar aðrar kröfur en þær að fólk geti leik- ið þannig að um er að ræða kjör- ið tækifæri fyrir áhugaleikhópa, skólafólk með leikaradrauma í maganum og svo hinn venjulega meðaljón sem hefur falda leik- hæfileika. „Við ætlum að fara á alla helstu staðina, byrjum á Ísafirði hinn 4. maí, svo verður farið til Vestmannaeyja, Egilsstaða, Akur- eyrar og herlegheitunum lýkur svo í Reykjavík 9. maí,“ útskýrir Gunn- ar en upphaflega stóð til að fara í þessa miklu leitarferð síðustu helg- ina í apríl. „En svo var tilkynnt að þjóðin ætti að kjósa, það setti strik í reikninginn hjá okkur því við vildum ekki lenda í einhverj- um kappakstri við frambjóðend- ur heldur einbeita okkur alfarið að okkar leit.“ Gunnar lýsir því yfir að ekki sé búið að ráða í nein hlutverk í mynd- inni þannig að þeir séu opnir fyrir öllu hæfileikafólki, hvar sem það leynist á landinu. Ekki þarf að skrá sig í prufurnar, fólk á ein- faldlega að mæta á tilteknum tíma sem auglýstur verður nánar síðar. „Þegar þetta er búið ætlum við að vera búnir að fullvissa okkur um að Ormur og allir hinir séu fundn- ir,“ segir Gunnar en ráðgert er að tökur hefjist í lok september eða byrjun október. „Við erum sjálfir mjög spenntir fyrir þessu og telj- um þetta bestu leiðina til að finna rétta fólkið.“ freyrgigja@frettabladid.is GUNNAR BJÖRN: ÆTLAR AÐ FINNA ORM ÓÐINSSON Leita að nýjum stjörnum fyrir kvikmyndina Gauragang Á ÞVÆLINGI Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri hyggst finna Orm Óðinsson hvar sem hann er að finna á landinu. Leitin hefst 4. maí og lýkur í Reykjavík 9. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við tókum þessa ákvörðun þegar allt hrundi,“ segir Einar Þorsteins- son, fréttamaður á RÚV, en hann hyggst halda utan í nám í stjórn- málafræði. Einar ætlar þó ekki að fara til Noregs eða Danmerkur eins og margir landar hans held- ur kýs frekar sól og sumaryl á Miami. „Unnusta mín, Helga Krist- ín Auðunsdóttir, er lögfræðingur hjá Stoðum og hún sótti um styrk til framhaldsnáms í lögfræði við háskólann í Miami. Hún fékk hann og ég fylgdi bara á eftir,“ útskýrir Einar sem sjálfur bíður eftir svari frá stjórnmálafræðideild háskólans. „Ég hef engar áhyggjur, ég held að ég ætti alveg að komast inn.“ Einar og Helga eiga eina tveggja ára dóttur og eru nú að leita að leik- skólaplássi fyrir hana. „Maður áttar sig kannski á því hvað við erum heppin hér á Íslandi með leikskól- ana okkar. Til að fá inni á sam- bærilegum leikskóla þarna úti þarf maður að borga ansi myndarlega fjárhæð.“ Og Einar lumar á nokkuð merki- legum grip sem hann tekur að sjálf- sögðu með sér til Ameríku. Um er að ræða kristalsörn sem afi Ein- ars, Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu, fékk að gjöf frá sjálfum Ronald Reagan þegar leið- togafundurinn var haldinn í Höfða 1986. „Þegar afi dó fengum við barnabörnin gripi frá ömmu úr safni þeirra og þessi forláta örn fór heim til mín.“ Með örninn hans Reagans til Miami „Púði úr sófasetti tapaðist á leið- inni til Hveragerðis frá Garðabæ, þetta er ljósbrún leðurpulla.“ Svo hljómar ein af auglýsingum inni á vefsíðunni www.tapadfundid. net. sem Sævar Davíðsson vef- síðuhönnuður stendur fyrir. Fyr- irmyndin eru erlendir vefir sem kallast lostandfound og ganga út á það að þeir sem tapa eða finna hluti geti auglýst tapið eða fund- inn ókeypis á Netinu. „Ég setti þennan vef í upphafi upp sem æfingu fyrir mig en svo hef ég verið að auglýsa hann aðeins og vonast til að hann festi sig í sessi hjá fólki. Mér finnst eiginlega ótrúlegt hvað fólk hefur kveikt á honum.“ Margvíslegustu auglýsing- ar má finna á vefnum. Fyrir um viku fannst kanína ráfandi við Hlemm. Hún virðist vera heimilis- kanína þar sem hún er mjög gæf og í góðum holdum. Önnur kanína, Kata kanína, týndist svo í byrjun febrúar. Hún er að vísu tuskudýr en eigandinn saknar hennar sárt. Einhver fann gleraugu í Heiðmörk og Amalía auglýsir eftir bakpokanum sínum og heitir fundarlaunum, en hún tapaði honum við Select í Efra- Breiðholti. Sævar segir að algengast sé að fólk auglýsi eftir týndum gemsum og veskjum. „Einnig er oft aug- lýst eftir kisum og fuglum. Þetta er algerlega gróðalaust batterí og ég vonast bara til að þetta nýtist sem flestum.“ - jma Kanína fannst á Hlemmi GEMSAR OG VESKI ALGENGAST Sævar Davíðsson segir ýmislegt dúkka upp í auglýsingum á tapad- fundid.net. Þó séu verðmæti eins og veski og gemsar það algengasta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á LEIÐ TIL MIAMI Fréttamaðurinn Einar Þorsteinsson ætlar að segja skilið við Ísland í bili og sækja nám í stjórnmálafræði við háskólann í Miami ásamt konu sinni. Jóna Svava Sigurðardóttir Hjúskaparstaða: Gift. Heimilisfang: Öldutún 10, Hafn- arfirði. Stjörnumerki: Bogmaður. Atvinna: Heimavinnandi. Börn: Þrjú. Jóna Svava stofnaði prjónaklúbbinn Prjónajónu á Facebook. Félagar eru orðnir yfir 2000 talsins. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu þá nýtir Stefán Karl Stefánsson, leikarinn góðkunni, stund milli stríða og tekur upp plötu sem ráðgert er að komi út á næstunni á vegum Senu. Stefán er þekktur fyrir að vilja vanda vel til verksins og hefur því fengið nágranna sinn í Ameríku, Veigar Margeirsson, til að taka upp plötuna. Veigar er vel þekktur úti í hinum stóra heimi kvikmyndanna en þekktastur er hann sennilega á Íslandi fyrir tónlistina við kvikmynd- ina Köld slóð. Logi Geirsson handboltahetja ætlar að fljúga heim frá Þýskalandi sérstaklega til að vera við stórdansleik sem Einar Bárðarson efnir til í Offiseraklúbbnum á sunnudagskvöld. Logi mun eiga kær- ustu sem búsett er í Keflavík og hún vill helst ekki missa af Sálinni og Stefáni Hilmarssyni þegar það er í boði. Einar er mjög stoltur af hvernig til hefur tekist með klúbbinn og býður nú upp á sætaferðir á dansleikinn en ár og öld mun vera síðan slíkt var í boði á ball. Dóttir hjónanna Bubba Morthens og Hrafnhildar Hafsteinsdóttur var skírð á skírdag. Séra Pálmi Matt- híasson skírði stúlkuna sem fékk nafnið Dögun París. - fgg, jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Langholtsvegi 42 Opið 11 - 19 alla páskana l i i - ll VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Andri Óttarsson 2 Dakota Fanning 3 Sigurður Gísli Pálmason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.