Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 54
8 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR
KURT VONNEGUT (1922-2007)
LÉST ÞENNAN DAG 2007.
„Hinn sanni hryllingur er sá
að vakna einn morguninn og
uppgötva að bekkjarfélagar
þínir úr grunnskóla eru farnir
að stjórna landinu.“
Kurt Vonnegut var bandarísk-
ur rithöfundur af þýskum ættum.
Hann var þekktur fyrir að blanda
saman satíru, svörtum húmor og
vísindaskáldskap í bókum sínum.
Þær þekktustu eru Slaughter-
house-Five, Cat’s Cradle og
Breakfast of Champions.
MERKISATUBURÐIR
1700 Messufall er í öllum kirkj-
um á páskadag vegna
vonskuveðurs. Veturinn
var þess vegna kallaður
páskavetur.
1814 Napóleon er sendur í út-
legð til eyjarinnar Elbu.
1921 Þýski þjóðfáninn verður til.
1944 Marlene Dietrich heldur
fyrstu söngskemmtunina
fyrir bandaríska hermenn.
1945 Bandaríski herinn frels-
ar fanga í Buchenwald-út-
rýmingarbúðunum.
1970 Geimflauginni Apollo 13
er skotið frá Canavarel-
höfða á Flórída.
1970 Minkarækt hefst að nýju
hér á landi er níu hundr-
uð læður voru keyptar frá
Noregi og settar í minka-
bú á Kjalarnesi.
Kvikmyndin The Tramp, eða
Umrenningurinn, var frum-
sýnd vestanhafs þennan dag
árið 1915. Þetta var fyrsta
meistaraverk gamanleikar-
ans og leikstjórans Charles
Chaplin.
Hinn barnalegi og ljúfi um-
renningur kom þó fyrst fram á
hvíta tjaldinu árið áður í kvik-
myndinni Kid Auto Races.
Hinn geðfelldi heimilisleysingi með fram-
komu og mannasiði hefðarmanns varð fljótt
vörumerki Chaplins. Umrenningurinn gekk um
í kjólfatajakka, útskeifur í víðum buxum og of
stórum skóm, með kúluhatt, bambusstaf og
yfirskegg.
Aðrar myndir sem Chaplin gerði í gervi um-
renningsins eru Easy Street (1917), The Kid
(1921) og City Lights (1931).
Ferill Chaplin hófst þegar
hann var einungis fimm ára.
Móðir hans var að skemmta í
leikhúsi í London þegar rödd-
in brast og syninum var skófl-
að upp á svið til að klára at-
riðið. Charlie lenti síðar á ver-
gangi í London ásamt bróður
sínum eftir lát föður síns
og eftir að móðir hans fékk
taugaáfall. Þar unnu þeir fyrir sér með söng og
dansi á götum borgarinnar.
Chaplin ferðaðist víða upp úr 1900 með Fred
Carno-leikhópnum og 1913 gerði hann samn-
ing við Keystone-kvikmyndafélagið. Fljótt varð
hann einn þekktasti skemmtikraftur heims og
sá fyrsti til að sameina grín og drama á hvíta
tjaldinu.
ÞETTA GERÐIST: 11. APRÍL 1915
Umrenningur á hvíta tjaldið
timamot@frettabladid.is
STUÐNINGUR Sigþrúður Guðmundsdóttir veitti nýverið viðtöku fjár-
styrk frá Zonta-klúbbnum Emblu sem rennur í túlkaþjónustu Kvenna-
athvarfsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Zonta-klúbburinn Embla afhenti Samtökum um kvennaat-
hvarf á dögunum fjárstyrk að andvirði 100 þúsund krónur
sem rennur í túlkaþjónustu Kvennaathvarfsins.
„Emblurnar hafa styrkt okkur undanfarin ár með fjár-
munum í þessa þjónustu. Það hefur komið sér mjög vel
þar sem til okkar hefur leitað mikið af konum af erlendum
uppruna, sem tala litla íslensku. Fyrir tilstuðlan styrksins
höfum við getað sinnt þessum hópi mun betur en ella þar
sem kostnaður við túlkaþjónustu er mikill,“ segir Sigþrúður
Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaat-
hvarf, sem veitti styrknum viðtöku.
Að hennar sögn hafa erlendar konur í síauknum mæli leit-
að aðstoðar til Kvennaathvarfsins síðustu ár. Fram að síð-
asta ársfjórðungi hafi þær einnig verið í miklum meirihluta
dvalargesta, eða 65 prósent. Breyting hafi hins vegar orðið
í kjölfar bankahrunsins á síðasta ári en þá hafi hlutfallið al-
gjörlega snúist við. „Ástæðan er sannarlega ekki sú að heim-
ilisofbeldi hafi minnkað nokkuð, síður en svo. Við teljum að
miklu frekar megi rekja ástæðuna til þess að konurnar eru
ekki alltaf fjárhagslega sjálfstæðar og sjá skilnað því síður
sem raunhæfan möguleika. Þær reyna því fremur að þrauka
erfitt ástand,“ bendir hún á.
„En einmitt vegna þess má kannski segja að styrkur-
inn hafi aldrei verið mikilvægari en einmitt nú,“ heldur
hún áfram. „Því enda þótt færri erlendar konur leiti hælis
hjá okkur en áður, bjóðum við þeim upp á viðtalstíma hér í
Kvennaathvarfinu. Og þótt konurnar eigi kannski erfiðara
um vik með að slíta sambandi við ofbeldismenn, þurfa þær
engu síður á þessum stuðningi að halda. Þá er gott að vita af
þjónustunni sem við hjá Samtökum um kvennaathvarf veit-
um,“ segir Sigþrúður að lokum.
Mikilvægt að
aðstoða alla
„Er þetta gamla konan? Nei, þetta
hlýtur að vera dóttir hennar, er það
fyrsta sem þýtur gegnum huga blaða-
manns þegar hin hundrað ára Hlíf
Böðvarsdóttir tekur á móti honum.
Teinrétt, í svörtum síðbuxum og sætri
mussu, býður hún til sætis í íbúð sinni
við Dalbrautina.
Hlíf ólst upp á Laugarvatni og það
er bjart yfir uppvaxtarárunum í henn-
ar huga. „Ég tel mig hafa alist upp á
skemmtilegu menningarheimili. Þang-
að lágu straumar úr ýmsum áttum.
Margir gistu hjá okkur á ferðum
sínum, bæði háir og lágir, innlendir
og útlendir og foreldrar mínir, Böðvar
Magnússon og Ingunn Eyjólfsdóttir,
voru ákaflega gestrisnir. Við vorum
tólf systkinin sem upp komumst, ellefu
systur og einn bróðir. Við áttum marg-
ar ferðir niður að hvernum, sóttum í
hann heitt vatn, bökuðum í honum öll
brauð og þvoðum þvottinn við hann.
En hverinn var dálítið frá bænum og
það var á brattann að sækja á heim-
leiðinni.“ Hlíf kveðst hafa verið mikið
fyrir hesta. „Pabbi átti fína reiðhesta
og ég hataði lata hesta eins og pest-
ina. Það varð snemma keppikefli að
eignast eigin hest. Eitt sumarið sá ég
fallegt folald og sagði pabba að hann
gæti fengið kindurnar mínar tvær ef
ég fengi folaldið. Hann gekk að því og
ég fékk bréf upp á það. Það varð samt
ekki eins góður hestur og ég óskaði
svo ég seldi hann og keypti mér skag-
firskan gæðing.“
Það var ekki sjálfgefið á ungdóms-
árum Hlífar að komast í skóla. En
hún var svo heppin að skólinn kom til
hennar. „Héraðsskólinn á Laugarvatni
var byggður á kreppuárum en samt
með glæsibrag. Í logndrífu leit hann
út eins og álfahöll í mínum augum. Við
Magnea systir mín settumst strax á
skólabekk fyrsta veturinn sem hann
starfaði. Þar var margt söngfólk og ég
var búin að læra á orgel og gat spil-
að undir.“
Hlíf kynntist mætu fólki á náms-
árunum tveimur í Laugarvatnsskóla.
Einn maður hreif hana þó mest. Guð-
mundur Gíslason kennari, sem var
níu árum eldri en hún. Þau giftust og
með honum flutti hún í Hrútafjörðinn
þegar hann tók þar við skólastjóra-
stöðu. „Hvernig dettur þér í hug að
fara úr svona fallegu héraði eins og
Laugardalnum í Hrútafjörð?“ spurðu
vinir mínir. En mér leið vel fyrir norð-
an,“ segir Hlíf. „Ég átti indælan eigin-
mann og fjögur góð börn. Guðmundur
var mikill veiðimaður og átti bát sem
við sigldum á þvers og kruss um fjörð-
inn þegar okkur vantaði fisk í soðið.“
Næst rifjar Hlíf upp komu hersins í
Hrútafjörð 1940. „Það var vond send-
ing,“ segir hún. „Herinn lagði undir
sig Reykjaskóla í tvö ár og kennslan
féll niður. En það varð að ráði að við
yrðum þar áfram og samkomulagið
við hermennina var alla tíð gott. Tang-
inn varð fullur af bröggum og meira
að segja búið að byggja sjúkrahús úti
í mýrinni. Guðmundur var oft túlkur
og hermönnunum innan handar svo
þeir máluðu skólastofurnar og lögðu
dúka á gólfin áður en þeir fóru. Það
var mikil dýrðarstund þegar skóla-
haldið fór af stað aftur.“
Eftir tuttugu ár í Hrútafirðinum
hélt Hlíf til Reykjavíkur. „Guðmund-
ur var búinn að ráða sig á Fræðslu-
skrifstofunni en veiktist og dó síð-
sumars 1955, fimmtíu og fimm ára.
Þá tók alvara lífsins við hjá mér. Ég
fór fljótlega að vinna hjá Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins, byggði í Álf-
heimunum í félagi við frænda minn,
en þegar börnin voru farin seldi ég
það húsnæði og keypti íbúð í Skipholt-
inu, tilbúna undir tréverk.“
Meðal eftirminnilegra atburða á
ævi Hlífar er konungskoman 1921.
„Þá borðaði allt kóngafólkið á Laug-
arvatni og það var mikið um að vera.
Ég átti að vera að passa hesta ofan við
garð fyrir einhverja ferðamenn en
fannst það ómögulegt og þaut heim.
Litlu systur mínar fimm höfðu fengið
nýja kjóla og slaufur í hárið og drottn-
ingin tók mynd af þeim. Okkur Mar-
gréti systur fannst við vera afskipt-
ar svo við fórum líka í okkar fínustu
kjóla og héldum út á flatirnar.
Við sáum drottninguna þar sem
verið var að hjálpa henni á hestbak
til að ríða austur að Geysi. Einn hélt
í ístaðið og annar lyfti. Prinsarnir,
Friðrik og Knútur, stukku hins vegar
á bak, þurftu ekki einu sinni að stíga
í ístaðið. Við Magga heimtuðum að fá
að fara niður að Ölfusá því þar ætlaði
kóngafólkið að fara um daginn eftir.
Við fengum hross og riðum niður að
Minni-Borg og gistum hjá Ragnheiði
systur okkar sem tók okkur afskaplega
vel en vakti okkur ekki næsta morgun
í tæka tíð svo við fórum ekki lengra.
En við vorum vel ríðandi, það var voða
gaman í ferðinni og við vorum alveg
búnar að gleyma kónginum þegar við
komum heim!“
Hvað skyldi Hlíf finnast um þjóð-
málin? „Það er nú svo viðkvæmt að
tala um þjóðmál núna. Maður veit
ekki á hvaða stein á að tylla sér,“
segir hún snögg upp á lagið. „En ég
hef alltaf fylgst vel með pólitík og er
heiðursfélagi í kvenfélagi Framsókn-
arflokksins. Það er gaman og líflegt
í þeim félagsskap. Ég er líka hrifin
af Samfylkingunni. Það er gott fólk í
öllum flokkum, bara með mismunandi
áherslur.“
Hlíf spilar bridds tvisvar í viku
og prjónar stælvesti sem njóta mik-
illa vinsælda. Hún er með opið hús í
dag á Dalbrautinni milli 15 og 19 og
yrði glöð ef gestirnir tækju með henni
dansspor.
HLÍF BÖÐVARSDÓTTIR: FAGNAR ALDARAFMÆLI Á DALBRAUTINNI Í DAG
Vill að gestirnir taki dansspor
HLÍF Á LAUGARVATNI Í góðum félagsskap tónmenntakennaranna Kristínar, Nönnu Hlífar, Barböru og Elfu íklæddum vestum sem hún hefur
hannað og prjónað. MYND/INGA LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR
AFMÆLI
RAGNAR
GUNNARSSON
TÓNLISTAR-
MAÐUR ER
FJÖRUTÍU OG
SEX ÁRA Í
DAG.
HINRIK
ÓLAFSSON
LEIKARI ER
FJÖRUTÍU OG
SEX ÁRA Í
DAG.
TORFI
TULINIUS
PRÓFESSOR
ER FIMMTÍU
OG EINS ÁRS Í
DAG.
JÓNAS ÞÓR
SAGNFRÆÐ-
INGUR ER
SEXTUGUR Í
DAG.