Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 11. apríl 2009 Kennaradeild Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Uppeldis- og menntunarfræðideild Umsóknarfrestur MÜNCHEN, AP Maður sem skaut mágkonu sína til bana og framdi svo sjálfsmorð í þýsku dómhúsi á þriðjudag skildi eftir sig bréf sem gaf til kynna að hann hefði lagt á ráðin um árásina. Maðurinn, sem er sextugur að aldri, hóf skothríðina í réttar- hléi í dómsalnum í þýsku borg- inni Landshut, norðaustur af München. Hann var þar viðstadd- ur réttarhöld vegna langvinnrar deilu um arf. Önnur mágkona mannsins og lögfræðingur hennar særðust einnig í árásinni. „Mér finnst ég ekki vera morð- ingi ef þetta gerist. Ég mun refsa þessu fólki fyrir áratugalangan hrylling,“ segir meðal annars í bréfinu sem maðurinn lét eftir sig á heimili sínu. - kg Myrti og framdi sjálfsmorð: Hóf skotárás í dómsalnum LENDING Soyuz TMA-13-geimhylki þyrl- ar upp rykskýi við lendingu á sléttunni í miðju Kasakstan á miðvikudag. Um borð voru einn bandarískur og einn rússneskur geimfari, auk auðjöfursins Charles Simonyi sem var í sinni annarri ferð sem borgandi geimferðalangur til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MOLDÓVA, AP Vladimír Voronin, forseti Moldóvu, óskaði í gær eftir að atkvæði yrðu talin aftur í kosn- ingunum sem fram fóru um liðna helgi. Kommúnistaflokkurinn, sem er við stjórnvölinn, bar sigur úr býtum í kosningunum og hlaut að sögn meira en 50 prósent greiddra atkvæða. Mótmælendur, sem í fyrrakvöld gengu berserksgang á skrifstof- um forsetaembættis og þings Moldóvu í höfuðborginni Kisinev, voru á miðvikudagskvöld hraktir út úr byggingunum af óeirðalög- reglu. 193 voru handteknir og yfir fimmtíu hlutu misalvarleg meiðsl í átökunum. Tilefni óeirðanna er ásökun mót- mælenda um að stjórnarflokkur kommúnista hafi beitt brögðum í þingkosningum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Vladimír Voronin, forseti Mold- óvu, kom fram í rússneskumælandi fjölmiðlum þar sem hann sakaði yfirvöld í grannríkinu Rúmeníu um að standa á bak við óeirðirnar og lýsti sendiherra Rúmeníu, Filip Teodorescu, óvelkominn í landinu, „persona non grata“. Moldóva tilheyrði Rúmeníu til ársins 1940 og meirihluti íbú- anna er rúmenskur að þjóðernis- uppruna. Frá því Sovétríkin leyst- ust upp fyrir átján árum hafa þó öfl haldið um stjórntaumana sem vilja viðhalda nánum tengslum við Rússland. - aa ANDKOMMÚNISTAR „Veitið andspyrnu, verum andkommúnistar!“ stendur á skilti mótmælanda í Kisinev í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Uppþot og óeirðir í Moldóvu vegna ásakana um kosningasvindl: Hundruð manna handtekin DÓMSMÁL Fertugur maður hefur verið dæmdur í árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að eiga og dreifa miklu magni af mjög grófu barnaklámi. Maðurinn játaði að hafa haft á hörðum diskum í tölvu sinni 10.303 ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn hátt, og einn- ig 86 hreyfimyndir. Afspilunar- tími myndskeiðanna var samtals 31 mínúta. Þá veitti maðurinn öðrum net- notendum aðgang að 4.500 ljós- myndum og 65 hreyfimyndum með skráarskiptiforriti. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. - sh Átti yfir tíu þúsund myndir: Dæmdur fyrir barnaklám Klaufalegt atvik Aðstoðarlögreglustjóri Scotland Yard, Bob Quick, sagði af sér á fimmtu- dag eftir heldur klaufalegt atvik. Quick hélt á skjölum um rannsókn á al Kaída er hann fór til fundar í Downing-stræti 10 deginum áður. Á ljósmynd sem tekin var af honum mátti greina innihald skýrslunnar. Þetta varð til þess að tólf meintir hryðjuverkamenn voru handteknir í snarhasti. BRETLAND EFNAHAGSMÁL Á þriðja hundr- að viðskiptavinir Íslandsbanka hefur sótt um greiðslujöfnun erlendra lána, sem bankinn hefur boðið upp á síðan í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Í tilkynningunni segir að greiðslujöfnunin feli í sér að við- skiptavinur greiði sömu afborg- un af erlendu láni og greidd var 2. maí 2008. Þá höfðu starfsmenn bankans framkvæmt um 5.500 skilmála- breytingar og frystingar í lok mars. Alls 2.400 viðskiptavinir höfðu nýtt sér lækkun á leigu- greiðslum bílasamninga á sama tíma. - kg Aðstæður í efnahagslífinu: Á þriðja hundr- að sótt um greiðslujöfnun VIÐSKIPTAVINIR Íslandsbanki hefur boðið upp á greiðslujöfnun erlendra lána síðastliðinn mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.