Fréttablaðið - 11.04.2009, Síða 11
LAUGARDAGUR 11. apríl 2009
Kennaradeild
Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild
Uppeldis- og menntunarfræðideild
Umsóknarfrestur
MÜNCHEN, AP Maður sem skaut
mágkonu sína til bana og framdi
svo sjálfsmorð í þýsku dómhúsi á
þriðjudag skildi eftir sig bréf sem
gaf til kynna að hann hefði lagt á
ráðin um árásina.
Maðurinn, sem er sextugur að
aldri, hóf skothríðina í réttar-
hléi í dómsalnum í þýsku borg-
inni Landshut, norðaustur af
München. Hann var þar viðstadd-
ur réttarhöld vegna langvinnrar
deilu um arf. Önnur mágkona
mannsins og lögfræðingur
hennar særðust einnig í árásinni.
„Mér finnst ég ekki vera morð-
ingi ef þetta gerist. Ég mun refsa
þessu fólki fyrir áratugalangan
hrylling,“ segir meðal annars í
bréfinu sem maðurinn lét eftir
sig á heimili sínu. - kg
Myrti og framdi sjálfsmorð:
Hóf skotárás í
dómsalnum
LENDING Soyuz TMA-13-geimhylki þyrl-
ar upp rykskýi við lendingu á sléttunni
í miðju Kasakstan á miðvikudag. Um
borð voru einn bandarískur og einn
rússneskur geimfari, auk auðjöfursins
Charles Simonyi sem var í sinni annarri
ferð sem borgandi geimferðalangur til
alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MOLDÓVA, AP Vladimír Voronin,
forseti Moldóvu, óskaði í gær eftir
að atkvæði yrðu talin aftur í kosn-
ingunum sem fram fóru um liðna
helgi. Kommúnistaflokkurinn, sem
er við stjórnvölinn, bar sigur úr
býtum í kosningunum og hlaut að
sögn meira en 50 prósent greiddra
atkvæða.
Mótmælendur, sem í fyrrakvöld
gengu berserksgang á skrifstof-
um forsetaembættis og þings
Moldóvu í höfuðborginni Kisinev,
voru á miðvikudagskvöld hraktir
út úr byggingunum af óeirðalög-
reglu. 193 voru handteknir og yfir
fimmtíu hlutu misalvarleg meiðsl
í átökunum.
Tilefni óeirðanna er ásökun mót-
mælenda um að stjórnarflokkur
kommúnista hafi beitt brögðum í
þingkosningum sem fram fóru í
landinu á sunnudag.
Vladimír Voronin, forseti Mold-
óvu, kom fram í rússneskumælandi
fjölmiðlum þar sem hann sakaði
yfirvöld í grannríkinu Rúmeníu
um að standa á bak við óeirðirnar
og lýsti sendiherra Rúmeníu, Filip
Teodorescu, óvelkominn í landinu,
„persona non grata“.
Moldóva tilheyrði Rúmeníu
til ársins 1940 og meirihluti íbú-
anna er rúmenskur að þjóðernis-
uppruna. Frá því Sovétríkin leyst-
ust upp fyrir átján árum hafa þó
öfl haldið um stjórntaumana sem
vilja viðhalda nánum tengslum við
Rússland. - aa
ANDKOMMÚNISTAR „Veitið andspyrnu,
verum andkommúnistar!“ stendur á
skilti mótmælanda í Kisinev í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Uppþot og óeirðir í Moldóvu vegna ásakana um kosningasvindl:
Hundruð manna handtekin
DÓMSMÁL Fertugur maður hefur
verið dæmdur í árs fangelsi, þar
af níu mánuði skilorðsbundna,
fyrir að eiga og dreifa miklu
magni af mjög grófu barnaklámi.
Maðurinn játaði að hafa haft
á hörðum diskum í tölvu sinni
10.303 ljósmyndir sem sýndu
börn á klámfenginn hátt, og einn-
ig 86 hreyfimyndir. Afspilunar-
tími myndskeiðanna var samtals
31 mínúta.
Þá veitti maðurinn öðrum net-
notendum aðgang að 4.500 ljós-
myndum og 65 hreyfimyndum
með skráarskiptiforriti. Hann
hefur ekki áður gerst brotlegur
við lög. - sh
Átti yfir tíu þúsund myndir:
Dæmdur fyrir
barnaklám
Klaufalegt atvik
Aðstoðarlögreglustjóri Scotland Yard,
Bob Quick, sagði af sér á fimmtu-
dag eftir heldur klaufalegt atvik.
Quick hélt á skjölum um rannsókn
á al Kaída er hann fór til fundar í
Downing-stræti 10 deginum áður.
Á ljósmynd sem tekin var af honum
mátti greina innihald skýrslunnar.
Þetta varð til þess að tólf meintir
hryðjuverkamenn voru handteknir í
snarhasti.
BRETLAND
EFNAHAGSMÁL Á þriðja hundr-
að viðskiptavinir Íslandsbanka
hefur sótt um greiðslujöfnun
erlendra lána, sem bankinn hefur
boðið upp á síðan í byrjun mars.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Íslandsbanka.
Í tilkynningunni segir að
greiðslujöfnunin feli í sér að við-
skiptavinur greiði sömu afborg-
un af erlendu láni og greidd var
2. maí 2008.
Þá höfðu starfsmenn bankans
framkvæmt um 5.500 skilmála-
breytingar og frystingar í lok
mars. Alls 2.400 viðskiptavinir
höfðu nýtt sér lækkun á leigu-
greiðslum bílasamninga á sama
tíma. - kg
Aðstæður í efnahagslífinu:
Á þriðja hundr-
að sótt um
greiðslujöfnun
VIÐSKIPTAVINIR Íslandsbanki hefur
boðið upp á greiðslujöfnun erlendra
lána síðastliðinn mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI