Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 50

Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 50
● heimili&hönnun „Við höfum opnað stofu þar sem þjónustan miðar að því að koma vöru, sem er jafnvel á algjöru frumstigi, í framleiðslu, markaðs- setja hana og selja,“ segir Egill Sveinbjörn Egilsson iðnhönnuður sem hefur ásamt fleirum opnað nýja hönnunarstofu, Projekt Studio, á annarri hæð við Granda- garð 2, þar sem Saltfélagið var áður til húsa. Að sögn Egils er markmið fyrir- tækisins ekki bundið við eigin vöruhönnun heldur að aðstoða hönnuði með hugmynd í farteskinu að framkvæma hana. „Íslenskir hönnuðir hafa þegar stimplað sig inn í hönnunarheiminn og því mikil vægt að nýta tækifærið til að koma sem flestum vörum í fram- leiðslu, búa til úr þeim aukin verð- mæti,“ bendir hann á og bætir við að Projekt Studio þjónusti líka fyrirtæki og bæjarfélög. „Við getum heimsótt tiltekið bæjarfélag til að koma auga á hvar verðmæt- in liggja, hvort sem þau eru reka- viður eða öflugt leiklistarlíf, og að- stoðað við frekari framþróun.“ Egill segir að hingað til hafi að- gangur íslenskra hönnuða að sér- þekkingu á sviði framleiðslu og markaðssetningar verið takmark- aður. „Með samnýtingu þessar- ar þekkingar, ásamt þeirri fram- leiðslugetu sem við höfum hér, ætti að vera hægt að auka fram- leiðslu á vörum, fyrir innlendan og erlendan markað. Þarna komum við til sögunnar þar sem við erum með sérþekkingu á sviðum mark- aðsfræði, tækni og hönnunar. Páll Einarsson er vöruhönnuður, Svein- björg Jónsdóttir grafískur hönn- uður, Ninja Ómarsdóttir mark- aðsfræðingur og sjálfur er ég iðn- hönnuður,“ segir Egill og bætir við að draumurinn sé að efla íslenska hönnun og framleiðslu almennt og nýta betur þá hluti sem lands- mönnum gefist á hverjum stað til að skapa fleiri störf og auka verð- mæti. - rve Frá hugmynd í hillu ● Projekt Studio er nýtt hönnunarfyrirtæki sem aðstoðar hönnuði, fyrirtæki og jafn vel heilu bæjarfélögin við að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa úr þeim verðmæti. „Eitt og annað er í pípunum, þannig að það er ljós fram undan,“ segir Egill, en fyrir- tækið hefur þegar tekið að sér verkefni fyrir ýmsa aðila eins og Villimey og Intelscan. Starfsfólk Projekt Studio kann vel við sig í gömlu húsakynnum Saltfélagsins og segir þar góðan anda ríkja. Frá vinstri: Egill, Ninja og Sveinbjörg. Á myndina vantar Pál. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Snyrtivörurnar eru komnar aftur! Frábært verð á nátturulegum snyrtivörum. Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / sími: 522 7860 / / Korputorgi / 112 Reykjaví k / sími: 522 7870 11. APRÍL 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.