Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 6
6 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR Lifðu núna Í GSM páskaeggjunum frá Nóa Síríus leynist góð fermingargjöf. Flottur Nokia 2630 Vodafone live! sími með myndavél og útvarpi, ásamt málshætti og heilum hellingi af sælgæti. Verð aðeins: 15.900 kr. Ath. Takmarkað magn í boði Oft fylgir sími stóru eggi F í t o n / S Í A Tryggðu þér eintak í verslunum Vodafone. KENÍA, AP Sjóræningjar, sem hafa haft bandaríska skipstjórann Richard Phillips í haldi í björgun- arbáti undan ströndum Sómalíu síðan á miðvikudag, kröfðust í gær tveggja milljóna dala lausnar- gjalds, eða rúmra 250 milljóna króna, í skiptum fyrir skipstjórann. Phillips reyndi að flýja í gær með því að stökkva útbyrðis og freista þess að synda í bandarískt herskip skammt frá. Sjóræningjarnir náðu skipstjóranum á flóttanum. Samkvæmt bandarískum fjöl- miðlum er talið að um fjóra ræn- ingja sé að ræða. Tilraun þeirra til að ræna flutningaskipinu Maersk Alabama, sem er í eigu danskra aðila en hefur heimahöfn í Banda- ríkjunum, á miðvikudag mistókst. Skipið var á leið til Kenía. Ræn- ingjunum tókst þó að hafa skip- stjórann á brott með sér. Sómal- ískur ríkisborgari, sem segist hafa átt í viðræðum við sjóræningjana, segir þá ekki munu hika við að myrða Phillips berist lausnar- gjaldið ekki. Starfsmenn bandarísku alríkis- lögreglunnar áttu í samningavið- ræðum við ræningjana í gær. Hill- ary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir málið graf- alvarlegt og hefur kallað eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins vegna þess. Vitað er að sjóræningjar hafa fleiri skip á valdi sínu á þessum slóðum, en ekki hversu mörg. Talið er að sjóræningjahringurinn ætli sér að styrkja stöðu sína með því að sigla flestum þessara skipa að ströndum Sómalíu, þar sem hægt yrði að flýja í land undan áhlaup- um björgunarliða. Bandarískt her- skip er á svæðinu og fleiri slík talin á leiðinni. Þá gerðu franskir sérsveitar- menn áhlaup á frönsku skútuna Tanit, sem hefur verið í haldi sómalískra sjóræningja á sömu slóðum síðan um síðustu helgi, í gær. Einn gísl og tveir sjóræn- ingjar létu lífið í áhlaupinu. Fjór- um gíslum, þar á meðal einu barni, var bjargað í áhlaupinu. Þrír sjó- ræningjanna voru handteknir. Eric Chevallier, talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að frönsku gíslarnir hefðu verið varaðir eindregið við því að sigla á þessum slóðum. Erfitt væri að skilja hvers vegna þeim viðvörun- um hefði ekki verið hlýtt. Skip á siglingu úti fyrir strönd- um Sómalíu hafa orðið illa fyrir barðinu á sjóræningjum að undan- förnu. Ráðist hefur verið á rúmlega 130 skip á þessum slóðum á síðast- liðnu ári og yfir fjörutíu skip hafa verið hertekin af sjóræningjum. kjartan@frettabladid.is Skipstjórinn gerði tilraun til að flýja Sómalískir sjóræningjar krefjast 250 milljóna króna lausnargjalds fyrir banda- rískan skipstjóra sem þeir halda föngnum. Talið er að mörg skip séu í haldi sjóræningja undan ströndum Sómalíu. Gísl lét lífið í björgunaraðgerð í gær. SVÍÞJÓÐ Skattayfirvöld í Svíþjóð hafa hafið herferð til að sporna við því að Net-fatafellur sleppi við lögbundinn skatt af launum. Talið er að allt að fimm hundruð konur sem stunda þessa atvinnugrein fari á svig við skattalög. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Herferðin felur meðal annars í sér að grandskoða vefsíður þar sem sænskar konur fækka fötum fyrir framan vefmynda vélar í þeim tilgangi að bera kennsl á þær. „Við sjáum að þetta eru ungar konur. Líklega eru þær ekki mjög vel að sér í skattalög- unum,“ segir Dag Hardyson, sem fer fyrir herferðinni. - kg Herferð í Svíþjóð: Skattayfirvöld skoða fatafellur Vilt þú að aflaheimildir verði innkallaðar og kvótakerfið lagt af? Já 78,3% Nei 21,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt/ur við viðtöku Sjálf- stæðisflokks á 55 milljónum frá tveimur fyrirtækjum? Segðu skoðun þína á visir.is SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í könnun Frétta- blaðsins vilja að reist verði álver í Helguvík. Alls sögðust 57,5 prósent fylgjandi byggingu álvers en 42,5 prósent sögðust andvíg. Vikmörk í könnuninni eru 3,7 prósent og mun- urinn því marktækur. Karlar voru líklegri til að styðja byggingu álvers. Alls sögðust 63,4 prósent karla sem afstöðu tóku styðja byggingu álversins, en 51,2 prósent kvenna voru fylgjandi. Enginn munur var á afstöðu þeirra sem tóku þátt í könnuninni eftir búsetu. Mikill meirihluti þeirra sem sögð- ust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn var hlynntur byggingu álvers, 80 prósent. Enn fleiri fylgismenn Framsóknarflokksins vildu álverið, eða 85 prósent. Meirihluti stuðningsmanna Sam- fylkingarinnar, um 56 prósent, var hlynntur byggingu álversins. Stuðn- ingur við byggingu álversins var áberandi minnstur meðal fylgis- manna Vinstri grænna. Af þeim voru aðeins tæp 23 prósent þeirrar skoðunar að reisa ætti álverið. Hringt var í 800 manns þriðju- daginn 7. apríl og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega eftir búsetu. Spurt var: Á að reisa álver í Helguvík. 83,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. - bj Karlar frekar en konur fylgjandi byggingu álvers í Helguvík samkvæmt könnun: Meirihluti vill álver í Helguvík Allir Á AÐ REISA ÁLVER Í HELGUVÍK? Já Nei 57,5 85 ,0 42,5 15 ,0 80 ,0 20 ,0 55 ,8 44 ,2 SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 7. APRÍL 80 60 40 20 0% JERÚSALEM, AP Þúsundir fetuðu í hinstu fótspor Jesú í Jerúsalem, höfuðborg Ísraels, í gær þegar þeir gengu píslargöngu sömu leið og talið er að Kristur hafi borið krossinn um götur borgarinn- ar. Er þessi athöfn fastur liður á föstudaginn langa. Sumir viðstaddra sungu sálma á latínu meðan aðrir sungu á arab- ísku. Hersingunni fylgdi fjöldi forvitinna gesta með myndavélar og nokkuð af lögreglumönnum. John Herder, frá Ontario-fylki í Kanada, einn pílagrímanna, ferð- aðist sérstaklega til Jerúsalem vegna tilefnisins. „Þessi reynsla hefur hreyft við mér,“ sagði Her- der í gær. Þá létu þrjátíu karlar og konur krossfesta sig á Filippseyjum til að minnast píslargöngu Krists. - kg Þúsundir minntust pínu Krists víða um heim á föstudaginn langa: Píslarganga og krossfesting Á FRELSARANS SLÓÐ Ástralskur maður, John Michael að nafni, býr sig undir krossfest- ingu skammt utan við Maníla á Filippseyjum á föstudaginn langa. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP USS HALYBURTON Hér má sjá freigátu bandaríkjahes, USS Halyburton, sigla inn í herstöð sjóhersins í Mayport í Flórída í apríl 2005. Herskipið er, að sögn bandarískra yfirvalda, meðal þeirra sem send hafa verið á vettvang gíslatökunnar undan ströndum Sómalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.