Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 10
11. apríl 2009 LAUGARDAGUR
Miðasala á www.listahatid.is
www.midi.is
STOFUTÓNLEIKA
LISTAHÁTÍÐAR
Retro Stefson, FM Belfast
og MC Plútó, 101 Reykjavík
Föstudagur 22. maí
Ágerður Júníusdóttir,
107 Reykjavík
Áshildur Haraldsdóttir og Katie Elizabeth Buckley, Túngötu 44,
Benóný Ægisson, Skólavörðustíg 4c, Gershwin í Mýrinni, Kjartans-
götu 9, Spilmenn Ríkínís, Dómkirkjuloftinu, Miðillinn, í fl utningi
Ásgerðar Júníusdóttur, Melhaga 2, Melchior, Bugðulæk 17,
Jón Ólafsson, Hagamel 33, Sigrún Hjálmtýsdóttir
og Stofukvartettinn, Vesturbrún 4, amiina, Grundarstíg 10.
Melakvartettinn, Þórsgötu 18, Dvorák-hópurinn, Hávallagötu18,
Stofutónleikar í Stekknum, Urðarstekk 3, Felix Bergsson,
Starhaga 5, Valgerður Andrésdóttir og Ingibjörg
Guðjónsdóttir, Grettisgötu 39, Barrokk í Þingholtunum,
Bragagötu 27, Djass í Breiðholti, Vesturbergi 137, Tómas R.
Einarsson, Reynimel 24 (bílskúr), Duo Landon, Laugarnestanga 70.
Benda slagverkshópur, Heiðargerði 1b, Ólöf Arnalds,
Ingólfsstræti 10, Vicky, Holtsgötu 39, Bloodgroup, Hólmaslóð 2,
Retro Stefson, FM Belfast og MC Plútó, Ingólfsstræti 21a,
Weirdcore, Hólmaslóð 2, Reykjavík!, Smiðjustíg 4a.
Laugardagur 23. maí
Sunnudagur 24. maí
Kristjana Stefáns og Agnar Már
Magnússon, 109 Reykjavík
Helgina 22. til 24. maí verða 25 STOFUTÓNLEIKAR á jafn
mörgum heimilum í Reykjavík, í póstnúmerum 101 til 111.
Aðeins ÖRFÁ SÆTI í boði.
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
KAÍRÓ, AP Barack Obama Banda-
ríkjaforseta virðist hafa tekist vel
upp í ferð sinni til Evrópu, Tyrk-
lands og Íraks. Múslimar víða um
lönd hafa brugðist jákvætt við þeim
orðum sem hann lét falla á ferða-
laginu og segjast binda vonir við
betri tíð í samskiptum landa sinna
við Bandaríkin og Vesturlönd, með
Obama við stjórnvölinn í Washing-
ton í stað fyrirrennarans George
W. Bush.
En í bland við bjartsýnina lýsa
margir einnig vantrú á að stefna
Bandaríkjastjórnar breytist mikið
þótt nýr maður sé fluttur í Hvíta
húsið.
Obama rétti út sáttahönd til
araba og múslima í ræðu sem hann
hélt á fundi með tyrkneskum náms-
mönnum í Istanbúl í byrjun vikunn-
ar. Þar sagði hann meðal annars að
Bandaríkin væru ekki og myndu
aldrei verða í stríði við íslam.
Því næst hélt hann til Íraks, en
vera Bandaríkjahers þar hefur
nú um árabil verið mikill þyrnir
í augum araba og múslima. Þar
sagði hann að tími væri kominn til
að kalla herliðið frá Írak í áföngum
og láta Íraka sjálfa axla ábyrgðina
á stjórn og öryggi landsins.
Margir íbúar múslimalanda, sem
AP-fréttastofan spurði álits, segj-
ast hrifnir af því hvernig Obama
komi þeim fyrir sjónir. Hann virð-
ist vera einlægur, eða að minnsta
kosti laus við þann hroka sem þeim
fannst einkenna fyrirrennarann.
Jamal Dahan, fimmtugur leigu-
bílstjóri í múslimahverfi líbönsku
höfuðborgarinnar Beirút, segir
Obama koma sér fyrir sjónir sem
„hæverskur maður með mannlega
sýn á heimsmálin“. Aftur á móti
álíti hann George W. Bush vera
„hrokafullan mann sem þekki ekk-
ert annað en hervald“.
En sumum eru jákvæð orð ekki
nóg. „Ég legg fyrst trúnað á að
hann vilji í raun breytingar þegar
ég sé hermennina yfirgefa Írak og
þegar ég heyri hann segja Ísrael-
um að tími sé kominn til að þeir
hypji sig frá hernumdum svæð-
um Palestínumanna,“ segir Tarik
Hussein, 25 ára gamall skósali
í Ramallah á Vesturbakkanum.
„Annars er þetta bara pólitískur
blekkingaleikur.“
audunn@frettabladid.is
NÝR TÓNN Írakar fylgjast með sjónvarpsfréttum af Íraksheimsókn Obama í gegnum
vatnspípureykinn á kaffihúsi í bænum Najaf, 160 km suður af Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Múslimar jákvæðir
fyrir boðskap Obama
Viðbrögð meðal múslima og araba í Mið-Austurlöndum við þeim boðskap sem
Obama Bandaríkjaforseti hélt á lofti í heimsókn sinni til Evrópu, Tyrklands og
Íraks, eru jákvæð. Fólk bindur vonir við betri tíð í samskiptum við heimsveldið.
Bleiuverð hefur rokið upp með hruni
íslenska krónuræfilsins. Pakki af lúxusblei-
um eins og Pampers og Libero er nú á um
2.000 kall í Bónus. Því hafa hagsýnar hús-
mæður keypt Euroshopper-bleiur í staðinn,
sem hafa lengi verið á innan við þúsundkall
pakkinn. En ekki lengur. Sigríður skrifar:
„Ég var byrjuð að kaupa Euroshopper-blei-
ur og finnst þær bara mjög fínar. Um mán-
aðamótin ætlaði ég að kippa pakka með í
Bónus en rak þá augun í að pakkinn hafði
hækkað úr 907 kr í 1.298 kr. Þetta finnst
mér fyrir neðan allar hellur og skil ekki
hvernig hægt er að réttlæta þessa rosalegu
hækkun.“
Guðmundur Marteinsson í Bónus er með
svarið: „Samkvæmt úrskurði Samkeppnis-
eftirlitsins er okkur ekki heimilt að selja
vörur undir kostnaðarverði og þess vegna
urðum við að hækka Euroshopper-bleiurn-
ar í 1.298 krónur pakkann, sem er okkar
kostnaðarverð með 24,5% vsk. Við hjá
Bónus munum gera okkar besta til þess
að lækka aðrar vörur og koma með sterk
tilboð til þess að koma til móts við okkar
viðskiptavini. Ég vil samt benda á að þrátt
fyrir þessa hækkun eru þessar bleiur á góðu
verði miðað við gæði. Það er auðvitað baga-
legt að það sé 24,5% vsk á bleium og blaut-
þurrkum, en í Bretlandi er til að mynda
enginn virðisaukaskattur á barnavörum.“
Því ekki að lofa að afnema þennan virðis-
aukaskatt á barnavörum, kæru frambjóð-
endur?
Neytendur: Verð á Euroshopper-bleium hækkar
Hækkun samkvæmt úrskurði
Samkeppniseftirlitsins
VIÐSKIPTI Gengið hefur verið frá
stefnu á hendur Björgólfi Guð-
mundssyni og Björgólfi Thor
Björg ólfssyni vegna 5 milljarða
króna skuldar þeirra við Nýja
Kaupþing. Fréttablaðið sagði frá
því á fimmtudag að feðgunum
hefði verið stefnt vegna skuldar-
innar. Björgólfur Thor bar það til
baka, en Fréttablaðið hefur heim-
ildir fyrir því að gengið hafi verið
frá stefnu á hendur þeim feðg-
um innan bankans fyrir nokkrum
vikum. Samkvæmt orðum Björg-
ólfs hefur hún ekki verið afhent.
Beðist er velvirðingar á því mis-
hermi.
Öll meginatriði fréttarinn-
ar standa hins vegar óhögguð:
Björgólfsfeðgar eru í persónulegri
ábyrgð fyrir fimm milljarða skuld
sem er í uppnámi í Nýja Kaupþingi
og sú skuld er tilkomin vegna
kaupa Samsonar, eignarhaldsfé-
lags þeirra feðga, á Landsbankan-
um 2002.
Í frétt Fréttablaðsins kom skýrt
fram að Landsbankinn hafi verið
að fullu greiddur á sínum tíma.
Það þyki á hinn bóginn kaldhæðn-
islegt að í kjölfar yfirtöku ríkis ins
á Kaupþingi í haust sé það ríkis-
banki sem þurfi að innheimta
fimm milljarða skuld Björg ólfs-
feðga vegna þátttöku þeirra í
einkavæðingu Landsbankans. - kóp
Skuld Björgólfsfeðga við Nýja Kaupþing upp á fimm milljarða króna:
Stefna hefur verið útbúin
BJÖRGÓLFUR THOR Björgólfsfeðgar
skulda Nýja Kaupþingi rúmlega 5 millj-
arða króna. Skuldin er tilkomin vegna
kaupa þeirra á Landsbankanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI