Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 16

Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 16
16 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR Þ egar ég las bókina fann ég fyrir ástríðu sem ég hafði ekki fundið fyrir lengi. Eitthvað kveikti í mér og ég hafði sam- band við Andra og sagðist langa að gera eitthvað meira úr þessu með honum,“ segir Sigurður Gísli um upphaf samstarfsins við Andra Snæ Magnason, höfund Draumalandsins. „Það spilaði líka inn í að mér mis- býður hvernig keyrt er yfir alla sem tala fyrir náttúrunni. Þeir eru spurðir hvort þeir ætli bara að lifa á fjallagrös- um og hvort þeir séu á móti atvinnu. Um leið er ekki tekið neitt mark á þeim. Mér finnst þetta óþægilegt því ég vil geta sett fram mína skoðun og aðrir eiga að geta sett fram sínar skoð- anir og svo á fólk að geta rætt saman. Talað sig að niðurstöðu.“ Leikurinn er líka ójafn, að mati Sig- urðar Gísla. Einstaklingar berjast fyrir náttúruvernd í frítíma sínum andspæn- is Landsvirkjun og erlendum stórfyr- irtækjum með allt sitt afl og milljarða. „Ég sá þetta því sem tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum. Mynd af þessu tagi gæti orðið til þess að fólk hugsaði með sér að kannski væri þetta ekki alveg eins og það vildi hafa það. Hún gæti orðið umræðuvaki. Í versta falli værum við að skjalfesta söguna. En myndin er líka að einhverju leyti óður til landsins og um leið ákall. Ákall um að við stöldrum við og áttum okkur á að við berum ábyrgð. Við verðum að skila landinu af okkur í það minnsta í jafn góðu ástandi og það var í þegar við tókum við því.“ Sigurður Gísli hafði ekki bara áhuga á umfjöllunarefni Draumalandsins, hann langaði líka að taka þátt í sjálfri kvikmyndagerðinni. Hann hefur enda lengi haft áhuga á list, kom meðal ann- ars að leikhúsi í gamla daga og er nú meðeigandi gallerís í Reykjavík. „Ég söðlaði um í lífinu fyrir nokkrum árum og ákvað að nálgast meira hinn skap- andi kraft í sjálfum mér,“ segir hann og viðurkennir að eftir á að hyggja hafi hann ekki gert sér nokkra grein fyrir því hvað hann var að takast á hendur. „Þessu fylgdi angist og þján- ing. En þetta var afar skemmtilegt og lærdómsríkt. Það var merkilegt að sjá inn í heim alls þess fólks sem vann að myndinni, sjá hvernig það réðist á fjöll sem ég hélt að væru ókleif.“ Orkan á útsölu Stórframkvæmdirnar á Austurlandi; Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyð- arfirði, eru kveikjan að Drauma- landinu. Þær kallar Sigurður Gísli stærstu ríkisvæðingu Íslandssögunnar enda verkefnið svo risavaxið að hækka þurfti stýrivexti stórfellt svo kæla mætti aðra hluti hagkerfisins. „Ríkið hélt því aftur af öðrum sviðum til að geta þröngvað sér inn með þessa fram- kvæmd. Þetta átti stóran þátt í að setja efnahagslífið á hliðina,“ segir hann. Og ekki nóg með það. „Fyrir hrun ætluðu menn aftur af stað og ráðast í framkvæmdir, tvöfaldar á við Kára- hnjúka. Eftir hrun ætla menn enn þá að ráðast í þær framkvæmdir. Sem sagt; það sem kom okkur í kreppuna á að koma okkur úr henni. Þetta er skelfilega undarleg hugsun.“ Sigurður Gísli er þeirrar skoðunar að íslenska orkusalan, eins og hún er stunduð, sé slæmur bisness. Hann telur líka ástæðu til að óttast samþjöppun álfyrirtækja. „Ég held því fram að við séum að tapa á þessum virkjunum. Að við seljum rafmagnið á verði sem skil- ar engum afrakstri. Það er algjörlega óþolandi að við fáum ekki að vita hvert orkuverðið er en ég tel mig hafa ágæt- ar upplýsingar um að við séum að selja rafmagn til álfyrirtækjanna á alla vega helmingi lægra verði en til dæmis Alcoa þarf að greiða fyrir vatnsorku í Suður-Ameríku. Það er líka ógnvænlegt að sjá þá þróun að álfyrirtækjunum fækkar og þau stækka. Eftir einhver ár getum við allt í einu staðið frammi fyrir því að öll álverin í landinu eru í eigu eins og sama aðila. Þá verðum við ekki annað en húskarlar og stöndum og sitjum eins og því fyrirtæki þóknast.“ Af þessu öllu leiðir að Sigurður Gísli geldur varhug við fyrirhuguðum virkj- ana- og álbræðsluáformum. „Af hverju liggur svona lífið á? Af hverju viljum við tvö eða þrjú ný álver til viðbótar? Af hverju þarf að ryðja í gegn framkvæmdum sem fela í sér átta virkjanir, frá Bitruhálsi og nán- ast út á Reykjanestanga? Af einhverj- um ástæðum er þetta talið ofboðslega knýjandi.“ Í ljósi efnahagslegra staðreynda er Sigurði Gísla fyrirmunað að skilja hugsunarháttinn sem býr að baki. Ruðningsáhrifin séu slík og felist ekki Ég held því fram að við séum að tapa á þess- um virkj- unum. Að við seljum rafmagn- ið á verði sem skilar engum af- rakstri. Við erum enn þá mjög rík þjóð „Þessu fylgdi angist og þjáning,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, framleiðandi heimildarmyndarinnar Draumalandsins, sem frumsýnd var á þriðjudagskvöld. Þungamiðja hennar eru áhrif óheftrar virkjunarstefnu á náttúru landsins, hagkerfið og mann- líf. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson ræðir Sigurður Gísli um myndina, kapítalisma og íslenskt samfélag. Hann segir að nú þurfi að renna upp fyrir okkur að smátt sé fallegt og að við þurfum að beisla óttann við að vera ekki nógu góð eins og við erum. SIGURÐUR GÍSLI PÁLMASON vonast til að Draumalandið geti orðið umræðuvaki. En um leið er myndin óður til landsins og ákall. „Ákall um að við stöldrum við og áttum okkur á að við berum ábyrgð.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA bara í vaxtahækkunum sem áður voru nefndar heldur óeðlilegu gengi krón- unnar. „Á meðan erlendum peningum er dælt inn í landið skekkist gengið. Það hefur í för með sér að öll útflutnings- starfsemi drepst. Meðalstór fyrirtæki í útflutningi geta ekki lifað af þegar dollarinn er í 59 krónum eins og hér var svo langtímum skipti. Og að auki, og til að bíta höfuðið af skömminni, verður innflutningur á útsöluverði. Pallbílar, flatskjáir og hvaða nöfnum þetta nefnist allt saman flæðir inn í landið. Svona dæmi gengur ekki upp. Í mínum huga er þetta mjög einfalt, hag- fræði hinnar hagsýnu húsmóður. Það sem þú færð fyrir útflutninginn verður að duga fyrir innflutningum. Um leið fæst eðlilegt gengi á krónuna. Þetta er ekki flókið en það hafa verið fengnir margir sérfræðingar til að gera þetta flókið.“ Við lútum einræðisherra Sigurður Gísli hefur fengist við við- skipti allar götur síðan hann hóf ungur störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Hag- kaupum. Hann aðhyllist frelsi en segir nauðsynlegt að frelsinu fylgi ábyrgð og aðhald. „Þegar ég var unglingur voru alls konar höft í landinu sem við unga fólkið höfðum ríka löngun til að brjóta niður og fá í staðinn það frelsi sem okkur fannst ríkja annars staðar. Þá var heimurinn einfaldur, annað hvort varstu með Sovétríkjunum eða Banda- ríkjunum. Í mínum uppvexti þóttu Sov- étríkin vond en Bandaríkin góð. Ég var í góða liðinu og frelsi var lausn á öllu. Það voru fínar hugmyndir þá og eru að ýmsu leyti enn í dag. Síðan varð mikil framvinda og við þekkjum söguna, kommúnisminn féll og fólk sagði að það væri ónýt hug- mynd sem virkaði ekki. En staðreyndin er sú að kommún- Sigurður Gísli er fæddur 1954. Að loknu námi í verslunarfræðum í Lundúnum gegndi hann ýmsum störfum í fjöl- skyldufyrirtækinu Hagkaupum, sem faðir hans stofnaði. Hann var stjórnarformað- ur fyrirtækisins þegar fjölskyldan seldi það 1998. Síðan þá hefur Sigurður Gísli einkum fengist við fjárfestingar. Hann er meðal annars í hópi helstu eigenda MP banka og situr í stjórn hans. Sigurður hefur látið náttúruverndarmál mikið til sín taka og stóð, ásamt öðrum, að baráttunni fyrir verndun Eyjabakka. Hann hefur komið að framleiðslu nokkurra heimildarmynda, til dæmis Syndum feðranna sem fjallaði um upp- tökuheimilið í Breiðuvík. Sigurður Gísli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.