Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 11. apríl 2009 með ánægju Heimsborg Flestir átta sig fljótlega á því þegar þegar þeir heimsækja Kaupmannahöfn í fyrsta sinn, að þeir eiga eftir að koma aftur og aftur. Hún er bara einhvern veginn þannig borg. Eitthvað svo heimilisleg heimsborg. Bókaðu flugsæti í huggulegheitin í Kaupmannahöfn á www.icelandexpress.is Kæra Køben! F í t o n / S Í A F I 0 2 9 0 7 1 Það er tilvalið að heimsækja Amager Strandpark. Bara 7 mínútur með Metro úr miðbæ Kaupmannahafnar! Heilsið upp á Litlu hafmeyjuna áður en hún fer til Kína! Tívolíferð til Køben 11.–15. júní Verð á mann, miðað við tvo fullorðna og eitt barn (2–11 ára): 79.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og hótelgisting á First Hotel Vesterbro með morgunverði. Vor í Kaupmannahöfn 15.–17. maí Verð á mann í tvíbýli: 59.900 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og hótelgisting á 4* The Square með morgunverði. Nánar á www.expressferdir.is og í síma 5 900 100 Hafðu það gott í Køben! isminn veitti kapítalismanum aðhald og kapítalistarnir þurftu að vanda sig af því að vinstri- menn gagnrýndu þá. Þetta aðhald hvarf með hruni kommúnismans og hugmyndafræði kapítalismans tók alveg yfir. Hún fékk að geysast fram án gagnrýni.“ Mat hans er að þessi óhefti kapít- alismi hafi unnið óafturkræf spjöll á samfélaginu. „Þegar kommúnisminn féll og sú grýla hvarf og við orðin frjáls og leið vel hafði læðst upp að okkur nýr einræðisherra sem enginn tók eftir en við lútum öll með einhverj- um hætti. Þessi nýi einræðisherra er hagvöxturinn. Allt gengur út á að þjóna honum. Vöxtur, viðbót, aukning. Það verður að vera meira í dag en í gær. Þetta þýðir það eitt að neyslan þarf að aukast og það er út af fyrir sig mjög óheilbrigt. Fólk krossar sig ef hagvöxturinn dregst saman.“ Afleiðingar hagvaxtarkröfunnar hafa bitnað harkalega á samfélags- gerðinni, að mati Sigurðar Gísla. Í anda þessarar nýju hugmynda- fræði hafi til dæmis fiskimiðin allt í einu verið skilgreind sem sérstök auðlind sem lúta þyrfti nýjum lög- málum. „Kvótakerfið var búið til og virt- ist gott fyrirkomulag allt þar til það rann upp fyrir okkur að þetta var ekki eingöngu veiðistjórnun- arkerfi heldur afhending kvótans með frjálsu framsali og það sýnist mér vera upphafið að því að sam- félagsgrindin byrjaði að rofna. Grundvellinum var kippt undan sjávarþorpunum. Við það urðu til stórkostleg vandamál og upp kom krafan um eitthvað annað í staðinn. Þá varð til þessi stórlausnamórall. Álver. Vinna fyrir 400 manns og þessi afleiti söngur um afleidd störf. Allar greinar hafa afleidd störf og ef þau væru öll tínd til væru lík- lega um 600 þúsund störf á Íslandi. En svoleiðis er það ekki þannig að þetta er bara áróður og blekking.“ Orðin líka skemmd Sigurður Gísli telur okkur hafa borið af leið og að við mat á vel- gengni sé röngum mælistikum beitt. „Það hefur orðið gríðarleg samþjöppun á öllum sviðum og ég er hræddur við samfélag þar sem valdi og peningum er safnað saman á fáa staði. Það hefur líka sýnt sig í hruninu að það er ekki mjög gæfulegt. Samhliða þessu hefur öll gagnrýnin hugsun horfið og enginn þorði að fara gegn því sem var í gangi í samfélaginu. Við það verður skortur á hugmyndum og menn jórtra bara sama gamla draslið. Með þessu hefur það líka gerst að fyrst og fremst er litið á fólk sem neytendur. Frá frumbernsku. Við viljum að börnunum okkar vegni vel, þau eru í skóla í tuttugu ár, koma þaðan vel menntuð og halda út í lífið og í hverju mælum við hvort þeim vegnar vel? Í því hversu öflugir neytendur þau eru. Við mælum það af húsinu, bíln- um og hversu oft þau komast til útlanda. Þetta er ekki hollt. Um leið hefur gagnrýnin hugs- un horfið. Eða hefur okkur kannski aldrei verið innrætt gagnrýn- in hugsun? Var ekki pláss fyrir hana?“ Í misskildu lífsgæðakapphlaupi okkar innbyrðis og við umheim- inn var ekkert nógu gott og ekk- ert fékk að vera í friði. Hvorki vel rekin fyrirtæki né móðurmálið. „Við getum sagt að hér hafi allt verið í fínu standi um miðjan síð- asta áratug. Við áttum hitaveitur, sundlaugar og sjúkrahús og við áttum hringveginn, sem að vísu var með nokkrum einbreiðum brúm en allt í lagi með það. Við virtumst vera í góðum málum. Hitaveita Reykjavíkur var til dæmis mjög fínt fyrirtæki, skuldlaust. Ein flottasta hitaveita í heimi. Nú eru Orkuveitan og Landsvirkjun gjald- þrota. Enginn notar það orð en tæknilega séð eru þau gjaldþrota. Verst stendur Landsvirkjun. Svo er búið að eyðileggja fyrir okkur tungumálið. Það er búið að skemma orðin. Maður veit ekki lengur hvað þau þýða. Hvað þýðir til dæmis að axla ábyrgð? Veit það einhver?“ spyr Sigurður Gísli. Svari hver fyrir sig. Við eigum að taka til varna Eins og aðrir sem láta sig hag lands og þjóðar varða hefur Sigurður Gísli þungar áhyggjur af framtíð- inni og þá ekki síst þeirri gríðar- legu skuldsetningu ríkissjóðs sem virðist blasa við. Og honum líst hreint ekki á blikuna. „Mér sýn- ast stjórnmálamenn standa lam- aðir frammi fyrir þessum vanda. Alla vega talar enginn um þetta. Það er áætlað að skuldir ríkissjóðs geti orðið allt að 2.300 milljarðar á þessu ári og að vextirnir verði 5-6 prósent. Vaxtagreiðslur eru því minnst 115 milljarðar á ári. Aðalatriðið er að enginn veit hvað skuldirnar eru miklar. Á Alþingi virðist vera samkomulag um að tala um hluti sem, svona holt og bolt, skipta ekki máli. Hvaða til- gangi þjónar að verja mörgum dögum í að tala um að skera niður í heilbrigðiskerfinu um sex millj- arða? Það eru varla mánaðarvext- ir. Ég vil að menn hætti að tala um svona hluti og einbeiti sér að stóru málunum. Að sama skapi finnst mér ekki skipta máli hvort Agnes Bragadóttir hefur gerst sek um brot á bankaleynd. Það er hrein- lega óáhugavert. Á þessu augna- bliki skiptir það eitt máli að skrifa ekki undir samkomulag um skuld- ir sem steypa okkur í áratuga basl og fátækt.“ Hvað er annað í stöðunni en að gangast við öllum þessum mistök- um og semja um lán og greiðslur? „Við eigum að taka til varna. Reyndar hefðum við átt að gera það strax í upphafi en fyrst það var ekki gert verðum við að gera það núna. Ef það er rétt sem ég hef lesið að verið sé að láta okkur borga meira heldur en Þjóðverjar borguðu í stríðsskaðabætur þá sér hver maður að það er ekki hægt. Ég vil að við förum til Bretanna og segjum að hjá okkur hafi orðið atburðir sem séu óverjandi. Við- urkennum sök og segjumst vilja semja um að borga einhverja til- tekna upphæð, sjötíu milljarða kannski, og borgum hana. Biðjum þá svo um að veita okkur lið við rannsóknina. Við erum skólabók- ardæmi um bólu og hrun og við skulum verða skólabókardæmi um hvernig á að taka til eftir hrun. Við vorum jú langflottust í uppsveifl- unni og getum líka orðið langflott- ust í hreingerningunni. Þannig að eftir verði tekið í heiminum.“ Hann óttast að við höfum ekki enn bitið úr nálinni með afleiðing- ar hrunsins. Menn kunni að reyna að seilast í auðlindirnar. „Það er sagt að þriðjungur af öllum auðæfum í heiminum hafi tapast í þessari kreppu. Ég spyr; hefur eitthvað breyst? Það hefur ekkert breyst, þetta var bara hug- mynd um peninga. Við vorum mjög rík þjóð og erum það enn. Orkan er enn í jörðinni og fiskurinn í sjón- um. Þetta hefur ekki verið tekið af okkur ennþá en hins vegar eru aðilar að setja sig í stellingar og ég óttast slíkt.“ Hvað áttu við? „Ja, hvenær kemur að því að hingað komi menn og segi að þetta ástand á Landsvirkjun gangi ekki lengur, að við þurfum að fara að borga skuldirnar? Þeir sjá fram á FRAMHALD Á SÍÐU 18 Draumalandið er heimildarkvikmynd í fullri lengd, byggð á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Í kynningu á draumalandid.is er myndin sögð lýsa saklausri þjóð sem dregur að sér öfl og fyrirtæki með vafasamt orðspor og hörmulega slóð eyðileggingar að baki. Orkuverðið er stærsta beitan og strax eftir umfangsmestu framkvæmd Íslandssögunnar er markið sett enn hærra: Tvö ný álver og samtals virkjanir sem jafngilda tvöföldun á stærstu fram- kvæmd sögunnar. Draumalandið reynir að skilja hvernig æði grípa þjóðir, hvernig byltingar verða í augum almennings að eðlilegri og jafnvel óhjákvæmilegri þróun. Drauma- landið er fyndin mynd og spennandi og hún er á vissan hátt hryllileg. Leikstjórar eru Andri Snær og Þorfinnur Guðnason. Reynt að skilja hvernig æði grípa þjóðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.