Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 24
24 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR
M
inn bakgrunnur hvað
þessi mál varðar er
sá að ég var þétt-
vaxin sem barn,“
útskýrir Sigrún
Daníelsdóttir sál-
fræðingur yfir snúð og kaffi latte. „Ég
varð fyrir stríðni af þeim völdum sem
sáði fræjum af sjálfsóánægju í mér og
ég skammaðist mín fyrir líkama minn.
Þetta varð grunnurinn að því að ég fékk
átröskun nokkrum árum síðar og barð-
ist við hana í mörg ár. Þegar ég hafði
náð bata veiktist náinn fjölskyldumeð-
limur þannig að ég kynntist því líka að
vera aðstandandi.“ Sigrún var tilnefnd
til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins
nýverið fyrir átak hennar sem bein-
ist að samfélagsviðhorfum í tengsl-
um við holdafar. „Upphafið að því að
ég vildi fara út í þessa samfélagsbar-
áttu var þegar ég varð ólétt að mínu
fyrsta barni. Það fyllti eiginlega mæl-
inn sú tilhugsun að fæða stúlkubarn
inn í heim sem dýrkar grannan vöxt
og fyrirlítur þann feita, viðhorf sem
hafði stuðlað að mínum vandamálum
og margra annarra. Þá vissi ég að það
þýddi ekki að spila lengur með í þessari
menningu sem nú ríkir, ég yrði að gera
eitthvað sjálf til þess að snúa þessari
þróun við. Ég hellti mér út í rannsókn-
ir á þessu sviði, gekk í alþjóðleg sam-
tök fagfólks sem vann með átraskanir
og smátt og smátt fóru hugmyndir að
gerjast hjá mér. Til dæmis hafði mig
alltaf langað til þess að senda ákveð-
in skilaboð út í samfélagið til þess að
hafa áhrif á þessa þróun en það var
ekki fyrr en ég kláraði mastersnám-
ið að ég hafði tíma til þess að einbeita
mér að því. Megrunarlausi dagurinn
varð fyrir valinu, mér fannst það snið-
ug hugmynd sem hefur verið tekin upp
erlendis til þess að vekja athygli á mál-
efninu. Þessi dagur er haldinn víða um
heim hinn 6. maí og með honum reyni
ég að koma jákvæðum skilaboðum út
í samfélagið.“
Fólk hefur misst eðlilegt samband við
mat
Sigrún segir að matur hafi í raun feng-
ið á sig þann skammarblett sem kyn-
líf hafði á árum áður. „Fyrir nokkr-
um áratugum skammaðist fólk sín
fyrir kynþarfir sínar sem þóttu á
einhvern hátt vera syndugar fýsnir.
Matur hefur nú tekið þetta hlutverk.
Þegar okkur finnst við vera „slæm“
eða látum undan okkar dýpstu löng-
unum þá snýst það frekar um að fá sér
kleinuhring heldur en að stunda kyn-
líf.“ Hún vill leggja áherslu á að fólk
hugsi vel um heilsuna þrátt fyrir að
vera með það sem samfélagið kallar
„aukakíló“. „Hugmyndin um aukakíló
er mjög skrýtin. Það er eins og það
sé einhver fyrirfram ákveðinn fjöldi
kílóa sem fólk á að bera utan á sér og
að allt annað sé eitthvað „auka“. Eng-
inn líkami er eins. Sumu fólki er eðlis-
lægt að vera feitt en öðru grannt og allt
þar á milli. Manneskja getur verið feit
á hlutlægan mælikvarða en er samt
í sinni eðlilegu þyngd og er því ekki
með nein aukakíló. Í sambandi við mat
og að láta hluti eftir sér þá er það ein-
faldlega þannig að þegar maður er að
borða eftir sínum náttúrulega leiðar-
vísi sem matarlystin og magamálið
eru – að borða þegar maður er svang-
ur og hætta þegar maður er saddur –
þá er maður að fá það sem maður vill
og þarfnast. En vandamálið nútildags
er að við erum hvött til að hunsa þau
skilaboð sem líkaminn sendir okkur.
Börn eru ýmist pínd til að klára matinn
sinn eða bannað að fá sér meira. Slík
ytri stýring stuðlar að því að þau missa
innri tengslin við matarlystina. Þegar
við erum hætt að hlusta á líkamann
erum við mun ginnkeyptari fyrir ytra
áreiti auk þess sem við eigum til að
rugla matarlöngun við svo margt annað
og túlka aðrar langanir sem svengd. Þá
fer fólk til dæmis að borða þegar því
leiðist, þegar það er einmana, þegar
það er þreytt, stressað, pirrað, að horfa
á sjónvarpið og svo framvegis.“ Sig-
rún bætir við að rannsóknir hafi sýnt
að reglulegir matmálstímar séu mik-
ilvægir til þess að fólk haldi eðlilegu
sambandi við mat. „Íslendingar vilja
oft gera svo lítið úr matmálstímum.
Við grípum kannski matinn í skyndi
Fjölmiðlar breiða út fordóma
Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur starfar með börnum og unglingum sem stríða við átröskun. Hún berst líka ötullega gegn
fordómum sem fólk verður fyrir vegna líkamsvaxtar og leggur áherslu á þá staðreynd að enginn líkami sé eins. Anna Margrét
Björnsson ræddi við hana um fituhatur þjóðfélagsins og fegurðarsamkeppnir sem ýta undir fordóma.
SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR „Hugmyndin um aukakíló er mjög skrýtin. Það er eins og það sé einhver fyrirfram ákveðinn fjöldi kílóa sem fólk á að bera utan
á sér og að allt annað sé eitthvað „auka“. Enginn líkami er eins.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
og borðum hann oft ein. Fólk skóflar
upp í sig matnum frekar en að gera
skemmtilega stund úr borðhaldinu þar
sem fjölskylda eða vinir njóta þess að
borða saman. Við ættum að gera meira
úr matnum og matartímanum.“
Heilsuæðið er ákveðið skjól fyrir
átröskunarsjúklinga
Sigrún vinnur á BUGL þar sem hún
aðstoðar börn og unglinga með átrask-
anir. En hvaða úrræði hefur fólk ef
það grunar vini eða fjölskyldumeðlimi
um átröskun? „Ef maður tekur eftir
afbrigðilegri hegðun hjá vini eða vin-
konu hvað varðar mat er best að byrja
á því að reyna að nálgast manneskj-
una sjálfa og greina henni frá því að
maður hafi áhyggjur og hafi tekið eftir
þessu. Ef það dugar ekki til er best að
leita til námsráðgjafa, skólahjúkrun-
arfræðings eða sálfræðings á stofu en
ef vandinn er mikill er rétt að senda
tilvísun á BUGL.“ Yfir níutíu prósent
átröskunarsjúklinga eru konur og Sig-
rún segir að rannsóknir hafi sýnt að
bara við það eitt að fletta tískutímariti
þar sem myndir séu af grönnum konum
hafi áhrif á hvernig konur upplifa lík-
ama sinn. „Viðhorf þeirra til eigin lík-
ama er mun neikvæðara eftir flett-
ingu slíkra rita. Það er líka staðreynd
að konur og stúlkur sem skoða mikið af
tískutímaritum og horfa á þætti eins og
America‘s Next Top Model eða fegurð-
arsamkeppnir læra þar ákveðin gildi
og viðmið varðandi vöxt og útlit sem
hafa slæm áhrif á líkamsmynd þeirra.
Í okkar starfi tökum við oft eftir því
að konur með átraskanir eru mjög
uppteknar af þessum hlutum og það á
vissulega þátt í því að veikindin þró-
uðust. Fjölmiðlar valda miklum skaða
og þeir eru að breiða út fordóma með
því að stilla upp tveimur tegundum af
fólki. Granna manneskjan er uppi á
stalli á meðan litið er niður á þá feit-
ari.“ Heilsuæðið sem hefur tröllriðið
öllu undanfarin ár veitir líka fólki með
átröskun ákveðið skjól, segir Sigrún.
„Fólk hefur ákveðna réttlætingu fyrir
að taka út fæðutegundir úr mataræð-
inu, til dæmis sykur, hveiti, fitu og allt
sem ekki er lífrænt vegna þess að það
telur sér trú um að það sé að gera þetta
fyrir heilsuna. En það er svo oft sem
að það leynist líkamsþráhyggja á bak
við þessa hegðun. Hvort sem um er að
ræða dæmigerða átröskun eða ekki þá
getur það, að vera óhóflega upptekinn
af heilsufæði, tekið á sig sömu mynd
og anorexía.
Að ala upp fordómalaus börn
Í heimi sem er undirlagður af líkams-
fordómum segir Sigrún það slæmt ef
við predikum yfir börnunum okkar.
„Almennt er talað um það að við eigum
að tala sem minnst um hollustu og lík-
amsþyngd við börn. Mér finnst heil-
brigðast að útskýra fyrir börnum að
engin matartegund sé holl eða óholl því
að við verðum að hugsa um mataræð-
ið í heild. Það þarf að borða fjölbreytt-
an mat til að vera heilbrigður og það á
að forðast að taka matartegundir út af
því þær eru hollar eða óhollar.“ Sigrún
útskýrir að það sé mun betra að reyna
að styðja við að umhverfi fjölskyld-
unnar sé sem heilbrigðast í stað þess
til dæmis að argast yfir því að barn-
ið eyði of miklum tíma í tölvunni. „Þá
ættum við frekar að drífa okkur sjálf
út með barnið í göngutúr eða skíði. Og
í stað þess að vera með stífar reglur
á heimilinu um hvað barnið má borða
er mikilvægt að hafa hollan og góðan
mat í boði.
Og hvað varðar ungar stúlkur mælir
Sigrún með því að foreldrar séu með-
vitaðir um hættur átröskunar og stýri
því sjónvarpsefni sem þær horfa á.
„Ef börn fara af sjálfsdáðum að tala
um megrun og óhollustu þá er mikil-
vægt að útskýra fyrir þeim að fólk sé
með mismunandi líkamsvöxt. Það er
mikilvægt að börn skilji eðli fordóma
og af hverju það sé til dæmis ósann-
gjarnt að aðeins mjóar stelpur megi
vera í einhverjum sjónvarpsþáttum
eða af hverju Barbie-dúkkur séu bara
mjóar. Krakkar skilja svona fordóma
mjög vel og þeim finnst rangt að skilja
aðra útundan. Það sama ættum við öll
stöðugt að hafa í huga.“
„Matgræðgi hefur lengi verið tengd við mikla offitu og
það finnast dæmi úr gömlum heimildum aftur til mið-
alda þar sem slíkt er fordæmt, “ segir Sigrún. „Hins vegar
var meiri virðing borin fyrir þéttvöxnu fólki fyrr á tímum,
því slíkur vöxtur var tengdur við ríkidæmi og völd. Í
byrjun tuttugustu aldar komu margir þættir saman sem
ýttu úr vör þessari fituhræðslu sem nú er við lýði. Má
þar nefna upprisu verkalýðshreyfinga þar sem atlaga
var gerð að þeim sem trónuðu efst í þjóðfélaginu og
högnuðust á vinnu annarra - feitum auðmönnum. Í dag
er algengt að heyra vinstri sinnað fólk tengja offitu við
neysluhyggju á meðan hægri sinnað fólk tengir hana
við skort á sjálfsaga. Á þessum tíma er líka femínism-
inn að hasla sér völl. Konur hættu að vilja vera mjúkar,
móðurlegar og frjósemislegar en sóttust frekar eftir því
að skilja sig frá því hlutverki með því að líkjast karlmanninum í vexti, ganga í buxum,
stunda íþróttir og vera sterkar. Á síðustu öld ryður næringarfræðin sér svo til rúms og
hitaeiningin er uppgötvuð. Þarna í upphafi 20. aldar er hrint af stað þeim áherslum á
líkamsvöxt og mat sem við búum við enn í dag.“
Vandamálið
nútildags er
að við erum
hvött til að
hunsa þau
skilaboð sem
líkaminn
sendir okk-
ur. Börn eru
ýmist pínd
til að klára
matinn sinn
eða bann-
að að fá sér
meira.
Hvenær byrjaði andúð á líkamsfitu?